Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1985, Blaðsíða 18
18
DV. FÖSTUDAGUR 22. FEBRUAR1985.
fþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
• Steve Archibald og Terry Venebl-
es — hafa gert góða hluti hjá Barce-
lona.
„Nautabaninn
frá
Barcelona”
- Steve Archibald er
dýrlingur hjá
Katalóníufélaginu
Steve Archibald, eða „Nautaban-
inn frá Barcelona", er orðinn algjör
dýrlingur i Barcelona og miklu vin-
sælli heldur en Argentinumaðurinn
Diege Maradona var hjá áhangend-
um félagsins. Archibald hefur farið
á kostum með Barcelona og er nú
markahæstur á Spáni.
Þessi snjalli skoski landsliðsmaöur
skoraði jöfnunarmark Barcelona, 2—2,
gegn Atletico Madrid rétt fyrir leikslok
í sögulegum leik á Nou Camp í Barce-
lona á miðvikudagskvöldið. Barcelona
skoraði fyrst í leiknum, Miguel Bern-
ardo, eftir að Archibald hafði átt skot í
stöng. Rétt á eftir fékk Atletico víta-
spyrnu en þá gerði Urrutucoetxea,
markvörður Barcelona, sér lítið fyrir
og varði spyrnu Hugo Sanchez á
meistaralegan hátt.
Sanchez og Argentinumaðurinn Luis
Mario Cabrera koinu Atletico yfir, 2—
1, en Archibald jafnaði síðan eins og
fyrr segir.
Þegar átta umferðir eru eftir á Spáni
er Barcelona með tíu stiga forskot á
Atletico Madrid þannig að meistara-
titillinn virðist vera í öruggri höfn hjá
Barcelona — i fyrsta skipti í 11 ár.
-sos.
Allt gekk vel
íBláfjöllum
— þráttfyrirrigningu
ogrokíkeppni
framhaldsskólanema
Skíðakeppni framhaldsskólanna
var háð i Bláfjöllum á miðvikudag
og sá stjórn Skíöafélags Reykjavík-
ur um framkvæmd mótsins. Einar
Ólafsson mótsstjóri. Veður var
slæmt til keppni, rigning og rok, en
allt gekk þó vel fyrir sig. Keppendur
utan af landi komu til Reykjavikur
um morguninn og héldu aftur til
sins heima um kvöldið. Verðlauna-
afhending var eftir keppnina í
Borgarskálunum.
í skíðaboðgöngu sigraði sveit
Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki.
Gekk á 23.33 min. Gengnir voru
þrisvar sinnum þrir kilómetrar. í
öðru sæti varð sveit verknáms
Menntaskólans á Akureyri á 23.41
mín. og þriðja sveit Fjölbrauta-
skólans í Ólafsfirði á 23.51 mín.
Í flokkakeppni í svigi, fimm
manna sveitir, sigraði sveit verk-
náms Menntaskólans á Akureyri á
88.2 mín. Sveit Menntaskólans á
isafirði varð í öðru sæti á 90.3 mín.
og þriðja sveit Menntaskólans við
Sund í Reykjavik á 91.0 mín.
Bikarglíma
á sunnudag
Bikarglíma Glímusambands Is-
lands verður háð á sunnudag í
Melaskóla og hefst kl. 14. Keppend-
ur eru 13 og meðal þeirra eru Ólafur
H. Ólafsson, Helgi Bjarnason og
Kristján Ingvarsson.
„Hafa styrkt Cam-
pinense verulega”
skrifa portúgölsku blöðin um um Sigurjón og Trausta
„Það eru verulegar likur á þvi að
ungu islensku landsliðsmennirnir,
Sigurjón Kristjánsson, 21 árs, og
Trausti Ómarsson, 22 ára, sem nú
leika með Campinense i 2. deild,
gerist leikmenn með Farense í 1.
deild eftir að keppnistímabilinu lýk-
ur. Ferando Mendes, þjálfari Far-
ense, hefur fylgst vel með þeim i
leikjum Campinense," var nýlega
skrifað í grein á iþróttasíðu dag-
blaðsins i Faro i Algarve í Portúgal.
Þeir Sigurjón og Trausti hafa verið í
Faro frá því í september. Byrjuðu að
leika með Campinense í desember.
Liðið var þá neðst í 2. deild með aðeins
tvö stig úr fyrstu 12 leikjunum. Þeir
hafa leikið sjö leiki með Campinense
og í þeim leikjum hefur liðið fengið sjö
stig. Gerði jafntefli, 0—0, sl. sunnudag.
Sigurjón komst þá tvívegis í gegn að
marki mótherjanna en markvörður
varði vel frá honum.
I þeim sjö leikjum sem Sigurjón og
Trausti hafa leikið hefur liðið tapað
tveimur. Þeim fyrsta, sem var í Lissa-
bon, og svo fyrir þremur vikum þegar
liðiö fékk skell á Madeira, tapaði þar
4—0. Madeira er eitt af efstu liðum 2.
deildar.
• Trausti Ómarsson.
• Sigurjón Kristjánsson.
'
I portúgalska íþróttablaðinu, sem
nefnist „Off-side,-match”, hefur tals-
vert verið skrifað um íslensku Breiða-
bliksstrákana. Þeir fengið góða dóma
þar og sagt að þeir hafi styrkt lið
Campinense verulega. Þar eru gefnar
einkunnir eftir leiki sem hafa verið
þeim hagstæðar. Enginn leikmaöur
Campinense hefur fengið hærri ein-
kunn þar.
Sjálfir eru þeir mjög ánægðir með
dvölina í Algarve. Þeir hafa lært mikið
„enda æfingar hér miklu meiri og betri
en við áttum að venjast heima”, sögðu
þeir í viðtali við DV nú í vikunni.
hsím.
Unglingamót
ífimleikum
Unglingamót FSÍ verður haldið i
Laugardalshöll á morgun, laugar-
dag 23. febrúar.
Mótið fer fram i tveimur hópum,
fyrri hópurinn hefur keppni kl. 13.30
en hinn siðari kl. 16.00.
Keppt verður eftir íslenskum
fimleikastiga og er það í fyrsta sinn
á mótum FSÍ.
VÖLLER SK0RAÐI
FJÖGIIR í ALV0R0
— Rummenigge er orðinn góður af flensunni
og leikur með gegn Portúgal i HM
Karl-Heinz Rummenigge, fyrirliði
V-Þýskalands, var með flensu þeg-
ar hann kom til Portúgal á mánu-
daginn. Rummenigge æfði ekkert
með v-þýska liðinu til að byrja með
en hann lék þó æfingaleik með þvi i
gærkvöldi gegn 2. deildar liðinu
Torralta í Alvoro.
V-þýska landsliðið vann öruggan sig-
ur, 9—0. Rummenigge skoraði tvö
mörk, Rudi Völler 4, Pierre Littbarski
2 og Lothar Matthaus eitt.
Franz „keisari” Beckenbauer,
landsliðseinvaldur V-Þýskalands, hef-
ur valið lið sitt sem leikur gegn Portú-
gal í HM í Lissabon á sunnudaginn.
Það er þannig skipaö: Schumacher,
Köln, Berthold, Frankfurt, Briegel,
Verona, Karl-Heinz Förster, Stuttgart,
Jakobs, Hamburger, Thon, Schalke,
Magath, Hamburger, Herget, Uerd-
ingen, Matthaus, Bayern, Rummen-
igge, Inter Milanó, og VöUer, Bremen.
Portúgalar tefla fram átta leikmönn-
um frá Porto gegn V-Þjóðverjum.
-sos
Geir Sveinsson svífur inn í teiginn i
VALUR
SJO Mfl
—jafntefli Víkings
Valsmenn virtust stefna i
stórsigur á Víkingi f Laugar-
dalshöllinni i gærkvöld í 1. deild
þegar þeir náðu sjö marka forskoti,
11—4, snemma i síðari hálfleik en
það var eitthvað annað. Valur
komst meira að segja í taphættu
undir lokin. Vikingur komst yfir,
17—16, en Valur jafnaði á ioka-
minútunni. Síðasta sókn Vikings
Viku Framarar af fundinum?
opið bréf til stjómar Körfuknattleikssambands íslands frá körfuknattleiksdeild Þórs á Akureyri
DV hefur borist opið bréf frá
körfuknattleiksdeild Þórs á Akur-
eyri og fer það hér á eftir:
„Stjórn Körfuknattleikssambands
Islands hefur nú loksins, með bréfi
þann 6. febrúar, svaraö bréfi körfu-
knattleiksdeildar Þórs frá 30. október
á sl. ári en í því bréfi setti Þór fram
fjárkröfur (húsaleiga og beint fjár-
hagstap) gegn Fram vegna viðskipta
liöanna á síðastliðnu keppnistímabili.
Það tók KKI því rúma þrjá mánuði
að setja saman svar við bréfi okkar og
það verður að segjast eins og er að
svarið er í samræmi við þau vinnu-
brögð. Þór fór fram á aö Fram greiddi
lágmarks leigu á íþróttahöllinni á
Akureyri 23. febrúar 1984 en þá mættu
Framarar ekki til leiks þó flugveður
væri. Þór varð því að greiða húsaleigu
í íþróttahöllinni.
Fram átti aftur að koma til Akureyr-
ar 28. febrúar og þá komst heimingur
leikmanna norður en hinn helmingur-
inn gat ekki lent á Akureyrarflugvelli.
Hefðu Framarar farið frá Reykjavík á
réttum tíma, en ekki verið að bíða eftir
einum leikmanna sinna, sem var að
þreyta meirapróf, hefði allt liðið getað
komist norður og leikurinn hafist á
réttum tíma.
Þeir fimm leikmenn sem komust
neituðu að hef ja leikinn þó að ótvírætt
sé að þeim bar að gera það. Þórsarar
máttu því endurgreiða áhorfendum
sem mættu á leikinn vegna þessa. Var
því ekki talið að ósanngjarnt væri aö
Fram bæri að greiða Þór þetta tekju-
tap, auk þess sem Fram tapaði leikn-
um að sjálfsögöu, en það kemur þessu
máli ekki við. Því er það furðulegt að í
bréfi KKl 6. febrúar sl. skuli standa:
„Það er skoðun stjórnarinnar, að
þar sem Fram tapaði stigunum í
leiknum, sé ekki rétt að þeir greiði
endurgreiddan aðgangseyri."
Þetta er með því furðulegra af
mörgu furðulegu sem Þór hefur verið
boðiö upp á frá KKl og er þó af ýmsu
aö taka í þeim efnum á undanförnum
árum. Hvað hefur það með tekjutap
Þórsara að gera að Fram tapaði stig-
unum? Það er hrein móðgun að bera
slíkt og annað eins á borð og ekki sæm-
andi þeim sem „stjórna” málum
körfuknattleiksins í dag. Það er í sjálfu
sér skiljanlegt að reynt hafi verið að
svæfa þetta mál hjá KKI, að það taki
stjórnina þrjá mánuöi aö setja saman
slíkt yfirklór. Er það illskiljanlegt
nema í ljósi þess, að Fram mun eiga
þrjá menn af fimm í stjórn KKl og
væri fróðlegt að fá að vita hvort þeir
hafi vikið af fundi og varamenn verið
kallaðir til þegar málið var afgreitt.
Við teljum okkur vera nokkuð þolin-
móöa menn, en þaö fer að verða ansi
þreytandi þegar ekki líður eitt einasta
keppnistímabil án þess aö við þurfum
að eiga í útistöðum við þá sem
„stjórna” málum körfuboltans hér á
landi og eru til þess kjörnir á ársþingi.
Svo virðist að þeir sem sitja í stjórn
núna hafi ekki skilning á einföldustu
hlutum eins og til dæmis þeim að ef eitt
félag verður fyrir beinu fjárhagstapi
af völdum annars, eins og við máttum
þola vegna framkomu Framara, þá sé
skylt að hinn brotlegi bæti fyrir það. Er
það ekki furða að það hvarfli að okkur,
sem búum við mestan ferðakostnað
allra liöa sem iðka körfuknattleik á Is-
landi í dag, að unniö sé markvisst að
því að drepa körfuboltann á lands-
byggðinni niður. Hitt er svo annað að
menn sem ekki geta sinnt störfum fyr-
ir félög sín þannig að aðrir hljóti ekki
skaða af ættu ekki aö sitja í stjórn í
samtökum eins og Körfuknattleiks-
sambandi Islands.
Ástæða þess að við sendum KKl opið
bréf en skrifum þeim ekki beint er aug-
ljós. Eftir þrjá mánuði verður nefni-
lega kominn maí og allir hættir aö
hugsa um körfuknattleik í bili. Við von-
umst til að stjóm KKI taki þetta erindi
til endurskoöunar. Framarar í stjórn-
inni víki er málið verður tekið fyrir og
fundin verði lausn á málinu sem sé
réttlát og skynsamleg. Hvort staða
Fram á stigatöflunni er góö eða slæm
þegar það verður gert skiptir vonandi
ekkimáli.
Meðþökkfyrir birtinguna.
Fyrir hönd körfuknattleiksdeildar
Þórs,
Eiríkur Sigurösson. ”
íþróttir
íþrótt
íþróttir
íþróttir