Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1985, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1985, Blaðsíða 19
DV. FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR1985. 31 þróttir Iþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Mountfield og Hansen meiddir • Tveir af fastamönnum efsta liðsins i 1. deild, Everton, þeir Graeme Sharp 09 Derek Mount- field, eiga við meíðsli að striða frá bikarleiknum við Telford sl. laugar- dag. Taldar litlar likur á að þeir leiki með Everton i Leicester á laugar- dag. Nœr öruggt að Sharp leikur ekki. • Hins vegar eru allar likur á þvi að lan Rush laiki með Liverpool á laugardag á Anfield gegn Stoke. Meiðsli hans á ökkla reyndust ekki eins slæm og i fyrstu var talið. Allan Hansen meiddist lika i bikarleikn- um við York, haltraði af leíkvelli undir lokin. Vafasamt að hann geti leikið á laugardag. • Oxford fékk i gær bakvörðinn Tony Spearing frá Norwich sem lánsmann i einn mánuð. Oxford á í erfiðleikum með bakvörð vegna meiðsla Bobby MacDonald. • Leikur Liverpool i 6. umferð bikarkeppninnar, annað hvort i Southampton eða Bamsley, verður sunnudaginn 10. marz. Verður sjón- varpað beint á Bretlandseyjum. -hsím. Blak og karfa á sama tíma íHagaskóla Sérkennileg uppákoma verður i Hagaskóla á morgun, laugardag, klukkan 14. Þá munu blakstúlkur úr ÍS og Vikingi trúlega lenda i rifrildi við körfuknattleiksmenn úr Fram og Reyni um hvort leika eigi blak eða körfu í húsinu. Einhvers staðar hafa nefnilega verið gerð mistök i kerfinu. í móta- skrá Biaksambandsins er skráður leikur i bikarkeppni kvenna í Haga- skóla á morgun klukkan 14. i móta- skrá Körfuknattleikssambandsins er á sama tima og sama stað skráður leikur í 1. deild karla. Ekki nóg með það. Klukkan 15.1S hefur mótanefnd Blaksam- bandsins sett á leik Fram og Vikings i 1. deild karla. Fimmtán mínútum síðar, klukkan 15.30, hefur mótanefnd Körfuknattleiks- samandsins bókað leik KR og ÍS i 1. deild kvenna. Margir munu fara fýluferð i Hagaskólann á morgun. -KMU. Leikmenn Beerschot íverkfalli Frá Kristjáni Bernburg, fróttamanni DV í Belgíu: Neyðarástand er nú að skapast hjá þeim liðum sem leika í 1. deildinni i Belgiu. Ekkert hefur verið leikið i nokkra mánuði og flestöll félögin ramba á barmi gjald- þrots. Einna verst er ástandið hjá Beerschot. Leikmenn liðsins hafa ekki enn fengið greitt kaup fyrir janúar og hafa farið i verkfall i kjölfar peningaleysísins. Mæta leikmenn á æfingar en aðhafast ekkert sem skylt á við knattspymu. Forráðamenn liðsins hafa rætt við leikmenn og boðist til að útvega þeim úttektir i matvöruverslunum þannig að nauðsynjavörur þurfi ekki að skorta á heimilum þeirra. -SK. Aðalf undur Þróttar Aðalfundur knattspyrnufélagslns Þróttar verður haldinn í Þróttheim- um fimmtudaginn 28. febrúar kl. 20. Leikur vara mannanna — þegar ÍS tapaði fyrirVal, 86:105. Helgi Gústaf sson skoraði 23 stig fyrir ÍS Varamenn í liðum Vals og ÍS i úr- valsdeildinni i körfuknattjeik komu mikið við sögu í gærkvöldi þegar liðin léku i íþróttahúsi Kennarahá- skólans. Valur vann stóran sigur, 86—105, eftir að staðan í leikhléi var 39-57. Leikurinn var eign Valsmanna frá byrjun til loka og voru þeir mun betri allan leiktímann. Varamenn beggja liða komu mikið við sögu og sumir þeirra fóru hreinlega á kostum. Helgi Gústafsson, IS, sem ekki hefur verið þekktur fyrir að skora mikið á ferl- inum, var langbesti maður IS í leikn- um í gærkvöldi og skoraði garpurinn 23 stig og var stigahæstur Stúdenta. Hjá Val voru þeir Jóhannes Magnússon og Björn Zoega bestir en Torfi þjálfari Magnússon átti einnig mjög góðan leik. Allir leikmenn Vals skoruðu í leiknum og þeir leikmenn sem lengstum hafa fengið það ó- skemmtilega hlutverk að verma vara- mannabekk liðsins í vetur, sprungu út i gærkvöldi eins og túlípanamir sem hafa verið svo nálægt því að springja út í görðum Reykvíkinga undanfama blíöudaga. Stig Vals: Jóhannes Magnússon 17, Torfi Magnússon 17, Björn Zoega 16, Kristján Ágústsson 12, Sigurður Bjarnason 10, Leifur Gústafsson 8, Einar Olafsson 8, Tómas Holton 7, Páll Arnar 7 og Svah Björgvinsson skoraöi 3 stig. Stig IS: Helgi Gústafsson 24, Ámi Guðmundsson 22, Guðmundur Jóhannsson 15, Valdimar Guðlaugsson 10, Eiríkur Jóhannesson 10, Jón Indriðason 3, Bjöm Leósson 2. Leikinn dæmdu þeir Jón Otti og Jón Gauti og komust þokkalega frá leikn- um. -SK. og skorar eitt af sex mörkum sínum í leiknum i gærkvöldi. DV-mynd Brynjar. MISSTINIÐUR iRKA F0RSK0T ogVals, 17:17, íhörmulega slökum leik rann út i sandinn, Valsmenn fengu aukakast i lokin sem ekkert varð úr. Leikurinn i heild var hörmulega lélegur nema hvað markverðir beggja liða, Einar Þorvarðarson og Kristján Sigmundsson, vörðu mjög vel. 12 skot hvor þannig að lið þeirra fengu knöttinn. Valsmenn skoruðu fjögur fyrstu mörkin í leiknum — komust síðan í 7—1 og Víkingur skoraði sitt annað mark í leiknum á 22. mínútu. Víkingsliðiö hörmulega slakt án Viggós Sigurðssonar í sóknarleiknum og t>or- bergur Aðalsteisson alveg heillum horfinn. Víkingar líka lánslausir. Áttu fjögur stangarskot og Þorbergur brenndi af víti. Valsmenn gengu á lagið og höföu tögl og hagldir í leiknum. Það virtist nánast formsatriði að ljúka leiknum þegar Valsmenn komust í 11—4 — eftir 9—4 í hálfleik. En þá fór leikur Vals heldur betur að riðlast. Víking- ar skoruðu fimm mörk í röð.Minnkuðu muninn í 11—9 og spenna komst í leikinn. Oftast þó tveggja til þriggja marka munur þar til á 56. mín. að Víkingur minnkaði muninn í eitt mark, 15—14. Valur skoraði en Víkingur næstu þrjú mörk. Komst í fyrsta skipti yfir 17—16 á 57. mín. Á lokamínútunni tókst svo Þorbirni Guðmundssyni að jafnafyrirVal. Mörk Víkings í leiknum skoruðu Einar Jóhannesson 6/2, Karl Þráins- son 4, Steinar Birgisson 3, Guðmundur Guðmundsson 2 og Hilmar Sigurgísla- son og Þorbergur eitt hvor. Mörk Vals skoruðu Geir Sveinsson 6/2, Þorbjörn G. 3, Jakob Sigurðsson 3, Valdimar Grímsson 2, Þorbjöm Jensson 2 og Theódór Guðfinnsson 1. Dómarar Olafur Haraldsson og Stefán Arnaldsson. Víkingur fékk 3 víti, Valur 2. Þremur Víkingiui vikið afvelli, sjöValsmönnum. -hsím. Reiley til Newcastle „Þaökomméráóvarthve fljótt þetta gekk fyrir sig. Ég hafði gert mér vonir um aö fá Reiley en ekki með þessum hraöa," sagði Jack Charlton, stjóri Newcastle, eftir aö hinn hávaxni miðherji Watford, George Reiley, 1,93 m á hæð, haföi skrifað undir samning hjá New- castle í gær. Kaupverðið 200 þúsund sterlingspund. Newcastle hefur þar með keypt tvo miðherja á stuttum tima, áður Cunningham frá Man. City. „Þetta gefur mér tækifæri til að láta Chris Wqþdle leika á kantinum. Þar er hann bestur," sagði Charlton. Reiley mun leika sinn fyrsta leik með Newcastle á laugardag — gegn Luton í Newcastle. -hsim. VALSSTULKUR ÍNAP0LÍ Bryndís Valsdóttir og Kristín Briem hafa skr'rfað undir eins árs samning við Giugliano Valsstúlkurnar, Bryndís Valsdótt- ir og Kristin Briem, hafa skrifað undir eins árs atvinnusamning hjá italska 1. deildar liðinu í kvenna- knattspyrnu — Giugliano frá Napolí. Koma þessara ungu stúlkna til félagsins hefur vakið athygli og fer italska blaðið Napolí Notte lofsamlegum orðum um þær. Blaðið segir að þær stöllur séu stærri og grimmari heldur en félagar þeirra hjá Giugliano. Félagið bindur miklar vonir viö Bryndísi sem hefur yfir mikl- um krafti og skothörku að ráða. Bryndís var markahæsta stúlka Valsliðsins sl. keppnistímabil — skoraði sex mörk í 1. deildarkeppninni. -sos. • Bryndis Valsdóttir — sést hér (t.h.) í leik með Val gegn Akranesi í baráttu við Ástu Benediktsdóttur. CALCIO FEMMINUJE /AUa vigilia del via al campionata di A H GiugUano presenta la novitá: é Varsdottir la nuova bomber --~ M MffifMúr .**Trm*L*.m • Hér fyrir ofan má sjá fyrirsögn á úrklippu úr Napoli Notte sem segir frá skotkrafti Bryndísar. þróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.