Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1985, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1985, Blaðsíða 31
DV. FÖSTUDAGUR 22. FEBRUAR1985. 43 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið SKREIÐIN ÚT, EVUKLÆÐIINN Á þorraniun gerir landinn ýmis- legt sér til gagns og ánægju. Hérlendis er nú statt fagurt fljóð frá Afríku, nánar tiltekið Nígeríu. Hin unga mær er ekki stödd hér- lendis í neinum skreiðarviðræðum við íslenska útflutningsaðila, held- ur skemmtir hún gestum á Kópn- um í Kópavogi með fögrum hreyf- ingum og léttklæddum líkama. Eins og menn vita hafa Nígeríu- menn ekki alltaf getað borgað fyrir alla skreiðina sem þeir hafa fengið senda og hafa ýmsir spurt hvort hér sé um að ræða nýja að- ferð Nígeríumanna til að grynnka á skuldunum við Frónbúann. Þorrablót íslendingafélagsins á Norður-Jótlandi Fró Gissuri Pálssyni, fréttaritara DV i Álaborg: Eitt hundraö og þrjátíu mættu á fyrsta þorrablót Islendingafélag- anna í Danmörku á þessu ári. Var það haldiö í Norhalne, nágrannabæ Álaborgar, þann 9 febr. síðastliöinn. Fyrir utan hefðbundinn þorramat var boðiö upp á f jölbreytta skemmti- dagskrá. Glímukappar borgarinnar sýndu nokkur fangbrögð með tilþrif- um og var þar margt sem gladdi augu Frónbúans. Opna álborska meistaramótið í prjónaskap var haldið þar sem valdir karlar léku við hvern sinn fingur og sýndu hvað þeir höfðu á prjónunum. Verst þótti að sigurinn hafnaði í Færeyjum, dönsk- um og færeyskum gestum til mikillar ánægju. Sönghópurinn góði söng heilt sönghefti og voru áhorfendur á glóðum um að þar syngi kórinn sitt síðasta. Kvartett Islendingafélags- ins tók nokkur létt lög og var skemmtiatriðunum skolaö niður með gömlu íslensku brennivíni. Dunaði dansinn síöan næturlangt og er ákveðið að halda annaö hóf með svip- uöu sniði að ári. DV-myndir Halldór Zoéga/Rúnar Hjartar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.