Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1985, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUDAGUR 22. FEBROAR1985. 13 Menning Menning Menning LISTSÝNINGAR Gallerí íslensk myndlist, Listmunahúsið, Norræna húsið Vaftýr Pótursson Valtýr Pétursson er enn kominn af staö meö sýningu í Galleri islensk myndlist viö Vesturgötu þar sem hann sýnir myndverk ,,frá liðnum árum”. Likt og flestir listunnendur vita var Valtýr einn helsti málsvari abstraktlist- ar á fslandi um langt skeiö en nú er svo komiö aö við getum lesiö úr myndverk- um hans marga kennilega hiuti: lands- lag, skip, hús og biómsturpotta i mis- munandi litaáherslum. f flestum þess- um verkum leggur listamaðurinn áherslu á aö einfalda myndefniö og því skynjum við oft ákveðin tengsl við fyrri abstraktmyndir listamannsins. Kemur þetta einkar vel fram i formskriftinni og þegar listamaðurinn leikur sér meö grá—brún—grænar litasamsetningar. Þessar myndir eru vafalitið bestu myndirnar á sýningunni. Aftur á móti er erfiðara aö greina hinn persónulega brodd i þeim verkum þar sem listamaö- urinn (endur)tekur bátamótif og | þekkta landslagssýn i djörfum og hátt stemmdum lit. Halgl Glslaton. gorenje SKANDINAVIEN ^ Gæða ísskápar Gorenje H717 K rúmar 170 lítra. Þar af er 13 lítra frystir og hálfssjálfvirk affrysting. Hæð 107,5 cm, breidd 50 cm, dýpt 57 cm. Verð aðeins kr. 9.975,- stgr. Sami gæðaflokkur og ísskápar í mun hærri verðflokkum. Góðir afborgunarskilmálar, - látið ekki happ úr hendi sleppa. Þetta er ekki bara draumur - þetta er blákaldur veruleikinn. Gunnar Ásgeirsson hf. Suöurtandsbraut 16 Si'mi 9135200 Guömundur BJÖrgvlnaaon: Vonlaua atoða, 1984. Helgi Gíslason Heigi Gislason sýnir skúlptúra i List- munahúsinu viö Lækjargötu. Helgi sýndi siðast að Kjarvalsstöðum 1983 og vakti talsverða athygli fyrir frumlega efnismeðferð og persónulega sýn á manninn. Þaö sem einkennt hefur verk iistamannsins er niöurrif og tæring mannllkamans sem i flestum tilfellum elur af sér ákveðin hugtengsl um pinu og niöurlægingu mannsins. Og nú get- um viö bent á staöfestingu á þessum duldu hugrenningum listamannsins i „krossfestingunni” sem hangir i List- munahúsinu. Miðað viö fyrri verk iistamannsins getum við vart talaö um miklar breyt- ingar. Heigi hefur mótaö ákveöna formskrift og viröist nú einbeita sér aö þvi aö undirstrika sinn stil. Hann er þvi kominn út i aö endurtaka sig og i endurtekningunni veröur skúlptúrinn fágaöri og um leið heföbundnari. Viö söknum ákafans, sköpunargleöinnar sem fylgir aliri uppfinningu og nýsköp- un. Vaxtarbroddurinn virðist þvi fyrst og fremst vera i þeim myndum þar sem iistamaðurinn reynir að samræma fyrri formskrift við næsta geometriskar formhugmyndir. En þessar myndir hafa á engan hátt slagkraft og innri spennu fyrri verka. Sýningu Helga i Listmunahúsinu er einkar vel fyrir komiö og videomyndin er athyglisverð og eykur án efa skilning listunnenda á töfrabrögöum lísta- mannsins. Guðmundur BJÖrgvlnsson Guömundur Björgvinsson sýnir I Norræna húsinu 117 myndir unnar með vaxlitum frá árinu 1984. Guð- mundur hefur mikið sýnt á undanförn- um árum og átt auðvelt meö að skipta um formskrift milli sýninga. Maður renndi í grun, á sýningunni „Rennt i gegnum listasöguna”, að iistamaöurinn vildi undirstrika vanmátt „sköpunar- innar” meö þvi að breyta um tjáningar- form frá einni sýningu til annarrar. En svo er greinilega ekki þvi myndir Guö- Myndlist GunnarB. Kvaran mundar hér i Norræna húsinu viröast „koma aö innan” og vekja mikla at- hygli. Þessar smámyndir eru heimspekileg- ar (myndrænar) hugieiöingar um manninn og tilveru hans, unnar hratt, i fáum margræöum dráttum. Þó svo aö þar minni um margt á nýja málverkið þá eru sterkari tengsl viö gömiu ex- pressionistana i byrjun aldarinnar. Viö sjáum hér ýmsar tilvistarspurningar sem draga athygli okkar aö listamönn- um eins og Munch, án þess þó nokkurn timann aö um endurtekningu sé aö ræða. Þó er greinilegt að listamaðurinn hefur sótt til hinna „þjáðu" express- ionista ákveöin táknfræöileg minni til aö auðkenna angistina og hiö mannlega drama. Sem fyrr segir vekur þessi sýning mikla athygli, bæði myndrænt og ekki siður hugmyndalega, en 1 þessum verk- um skynjar áhorfandinn meiri dýpt og hugsun en oft áöur i Islenskri myndlist. GBK Konudagurinn er á sunnudaginn Utsölustaðír: Sviss, Laugavegi 8 Reykjavík. Opiðföstud. 9—19 / laugard. 9—16 / sunnud. lokað. Brauðgerð Kr. Jónssonar Akureyri. Opiðföstud. 9—18 / laugard. lokaö / sunnud. 13—16 Magnúsarbakarí Vestmannaeyjum. Opiöföstud. 9—18 / laugard. lokað / sunnud. 14- 16. Guðnabakarf Selfossi. Opiðföstud. 9—17.30 / laugard. 9 sunnud. lokaö. Gunnarsbakarí Keflavík. Opið föstud. 9—18 / laugard. 10-12/ sunnud. lokað. XAUt)ave()i 8, sími 24545 GOTT ,:Vanille-truffe$", „Caramel.Xruffes" og „Milcfi-truffes" eru aSeins þrjár 'herSir af mörgurn sem eru á bohtóluni í Sviss. ‘T>etta ixandunna 6g Ijúljenga góSgœti er nœstum þvi syndsamleqa gott. Svisslendíngar búa til besta „truffes" í lieimi. Jiandbragö svissnesku konfektmeistaranna getur nú ad líta (Sviss, Laugavegi 8. ‘Þú jtenst ekki jreistinguna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.