Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1985, Blaðsíða 2
2
DV. FÖSTUDAGUR 22. FEBRUAR1985.
ÞESSIR VORU
Það var fulit út úr dyrum á Hótel
Loftlelðum I gær þegir 8. umferð afmælis-
vkákmóts Skáksambandslns var tefld.
Þeirra i meðal voru: Mimlr Arnórsson
kennarl, HJörtur Gunnarsson blaða-
maður, Magnúa V. Pétursson knsttspyrnu-
dómari, Halldór BlondaJ alþlngismaður,
Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur, Garðar
H. Svavarsson fyrrverandi kaupmaður,
Haraldur Blöndal lögfræðingur, Eglll
Valgeirsson rakari, Kristjin Jónsson loft-
skeytamaður, Ingvar Ásmundsson, skóla-
stjóri Iönskólans, Helgi Pétursson,
fyrrverandi skipstjóri, Þórhailur VUmund-
arson, forstöðumaöur örnefna-
stofnunar, Guðmundur Ómar Þriinsson
lögreglumaöur, Gunnar Gunnarsson,
fyrrverandi forseti Skáksambandsins,
Ólafur BJarnl Guðnason blaðamaður,
HaUdór Jónsson, skikmeistari i
Akureyri, Guðmundur Arason, fyrrver-
andl forseti Skiksambandsins, Hrelnn
Hrafnsson, skikmaður i Akureyri, BJarni
Þjóðlelfsson lœknir, Davið Gislason
læknir, Sigurgeir Glslason, skikmaöur i
Hafnarfirði, Jón Þorstelnsson skik-
maður, Eiríkur Ketilsson heitdsaH,
Frlðjón Slgurðsson, fyrrverandl skrif-
stofustjóri Aiþlngis, Ásgeir Friðjónsson
flkniefnadómari, Tómas Árnason, banka-
stjóri Seðlabankans, HaUdór Karlsson
smiöur, Jón Sigurbjörnsson ieikari, Guð-
mundur BenedUttsson faji flkniefnadóm-
stóinum, Geir Rögnvaidsson fram-
kvæmdastjóri, Friðþjófur Max Karlsson,
formaður Taflföags ReykjavStur, Garðar
Sigurðsson alþlngismaöur, BJörn
Sigurðsson, forstööumaður ótiinadettdar
*$is-i9es
SKAKSAMBAND
ÍSLANDS
60
ÁR^
Búnaðarbankans, Ómar Krlstjinsson
framkvæmdastjóri, Sverrir Norðfjörð
arkitekt, Jón Baldursson, Íslandsmeistari
I bridge, Jón Þ. Þór sagnfræðlngur,
Högni tsleifsson viðskiptafræðingur,
EUas Kristjánsson verslunarmaður, Bragi
HaUdórsson, aðstoðarskólameistari i
Sauðirkróki, Einar Matthiasson
verslunarmaður, BenedUtt HaUdórsson
sölumaöur, Slgmundur Böövarsson lög-
fræðingur, GisU B. BJörnsson, auglýslnga-
telknari, Sólon Sigurösson, aöstoöar-
bankastjóri B&naðarbankans, séra
Grimur Grimsson, Árnl B. EmUsson,
útib&sstjóri Búnaðarbankans i Grundar-
flrði, Axei Jónsson, fyrrverandi alþingis-
maður, Guðmundur Kristjinsson, bæjar-
stjóri I Bolungarvik, Kristjin HaUdórs-
son, orkubússtjóri Vestfjarða, Ingi Ingi-
mundarson hæstaréttarlögmaður, Þórir
Bergsson tryggingastærðfræðingur, EgUl
Egilsson rithöfundur, Höskuldur Ólafs-
9on, bankastjóri Vcrsiinarbankam, Júius
Kr. Magnússon bæjarfógetafuUtrúi,
Bjarnl Bragi Jónsson, aðstoðarbanka-
stjóri Seðlabankans, Höskuldur Þriins-
son prófessor og flelri. -KÞ.
Alveg
frábært
Áttunda umferð afmælismóts
Skáksambands Islands sló öll fyrri
aðsóknarmet. Hvert sæti var skipað
og vel það, bæði í taflsalnum og skák-
skýrendasalnum.
Menn hlupu á milli salanna sitt á
hvað, ýmist til að sjá skákmennina
að tafli eða hlusta á skýrendurna.
„Þetta er alveg frábært,” sagði
lítill snáði við pabba sinn og tyllti sér
á tá. „Þetta er þá hann Bent Larsen.
Ég verö að sjá hann betur.” Sá litli
klifraði upp á stól til aö sjá betur. I
þann mund vann Larsen andstæðing
sinn. „Eg vissi þetta, ég vissi þetta,”
hrópaði sá litli og klappaði ákaft.
„Uss,” sagði feitlaginn maður
fyrir framan og leit á stráksa.
Margir fóru þó að dæmi þess litla og
klöppuðu ákaft. Maöurinn stóð upp.
Hann var eldrauður í framan. „Hald-
iði, að þið séuö að horfa á Halla og
Ladda? ” spurði hann stundarhátt.
Nærstaddir hlógu lágt.
Andartaki síðar mátti heyra
saumnál detta í salnum. Svo hélt
skákin áfram.
-KÞ.
AfmælismótSÍ
LARSEN 0ST0ÐVANDI
— Hillir undir stórmeistaraáfanga hjá Margeiri?
Danski súperstórmeistarinn Bent
Larsen er gersamlega óstöðvandi á
Hótel Loftleiðum þessa dagana. I
gærkvöldi, þegar tefld var 8. umferð
á afmælismóti Skáksambands Is-
lands, vann hann sovéska stórmeist-
arann Artur Jusupov í vel útfærðri
skák og hefur nú vinnings forystu í
mótinu.
Tveir næstu keppendur, Boris
Spassky og Margeir Pétursson,
fylgja honum þó sem skugginn.
Spassky vann Islandsmeistarann Jó-
hann Hjartarson í gamaldags
sóknarskák og Margeir stendur til
vinnings í biðskák gegn Jóni L. í skák
þar sem hann var manni undir á
tímabili.
Larsen — Jusupov,
1/2-1/2
Að þessu sinni sýndi Larsen á sér
nýja hlið hérlendis. Hann fékk örlítið
þægilegra tafl eftir byrjunina og
sovétmaöurinn virkaði ekki nógu
ákveðinn í miðtaflinu heldur stýrði
taflinu strax inn í heldur lakara
endatafl. Sennilega í þeirri von aö
Larsen myndi ekki freista þess að
ganga til atlögu. En þetta voru mis-
tök hjá honum því Larsen bætti stöðu
sína jafnt og þétt og þar kom að
Sovétmaðurinn neyddist til þess að
gefa peð og var þar meö öll von hans
útí.
Hvitt: Bent Larsen (Danmörku)
Svart: Artur Jusupov
(Sovótrikjunum)
Semi-Tarrasch vörn
I. c4 Rf6 2. Rc3 c5 3. g3 e6 4. Rf3
d5 5. cxd5 Rxd5 6. Bg2 Rc6 7. 0—0
Be7 8. Rxd5 exd5 9. d4 0-0 10.
dxc5 Bxc5
Þar með hefur Larsen lagt línum-
ar um þróun skákarinnar. Hann
hefur myndað stakt peð á mið-
borðinu og hyggst í framhaldinu
vinna það.
II. Bg5f6?
Textaleikur hvíts miðaði að sjálf-
sögðu að því að skapa þessa veikingu
í herbúðum svarts. Til athugunar
kom að gefa strax d5 peöið og leika
11. — Db6I? og eltir 12. Dxd5 Be€ 13.
Dd2 h6 14. Bf4 (14. Bxh6 gxh6 15.
Dxh6 Dxb2 og svarta drottningin
skundar í vömina á g7) Hed8 og
svartur hefur greinilega bætur fyrir
peðið.
12. Bd2
Larsen teflir eftir forskrift
Nimzovisch varðandi staka peðið.
Biskupi þessum er ætlað það hlut-
verk að fara til c3 og valda þar með
reitinn fyrir framan peöið. Reyndar
las ég einhvers staðar haft eftir
Larsen að kenning Nimzovisch væri
röng vegna þess að menn ættu að
set ja á þetta peð og vinna það!
12. - Be6 13. e3 d4
Svartur heldur sig viö gamalþekkt
þema. Leikur staka peði sínu fram til
uppskipta en verður þess í staö eftir í
liðskipan.
14. exd4 Rxd4 15. Be3 Rxf3+ 16.
Dxf3 Db617. Hel Bxe3?
17. — Bf7 kom til álita því eftir 18.
Bxc5 Dxc5 19. Dxb7 getur svartur
leikið 19. — Hab8 ásamt Hxb2. Nú
fær svartur hins vegar vont endatafl.
18. Dxe3l Dxe3 19. Hxe3 Kf7 20.
b3l
Allt er jafnt nema staðanl eins
og kellingin sagði. Er hór var
komið sögu lagðist Sovétmaður-
inn í þunga þanka og só að hann
varð að gefa peð.
20. - Had8
Ef svartur hefði leikið hér: 20. —
Hb8, til þess að valda peðiö, þá hefði
Larsen unniö stórglæsilega: 21. Hael
Hfe8 (Ef biskup svarts hörfar
kemst hrókurinn inn á 7. línu) 22.
Hxe6! Hxe6 23. Bd5 He8 24. f4 f5 25. g4
g6 26. g5!! og svartur er í leikþröng.
Hvítur tekur ekki hrókinn á e6, fyrr
en eftir að hann hefur leikiö He5 og
kóngnum yfir á drottningarvæng og
hefur þá unnið peðsendatafl.
Athugið að ekki gekk i leiknum
fyrr hjá hvítum að leika 20. Hael
vegna Bxa2 og svartur heldur taflinu
eftir 21. He7+ Kg8 22. Bxb7 Hb8
ásamt Hf7.
21. Hael Bd7 22. Bd5+ Kg6 23.
Bxb7 Hxe3 24. Hxe3 Hb8
Eftirleikurinn er auöveldur fyrir
Larsen. Hann er peði yfir og verður
að sjálfsgöðu ekki fótaskortur i
þeirri tæknilegu úrvinnslu sem fram-
undan er.
Larsen stefnir á biskusendatafl
fremur en hróksendatafl en svartur
á hugsanlega varair i því síðar-
nefnda.
25. Ba6 Hb6 26. Bc4a5?
Frekari veiking svörtu stöðunnar.
Hún var engu að síður töpuð.
27. a4 Hd6 28. Kf1 Hd2 29. Kei Hd4
30. Hd3! Hxd3 31. Bxd3+ Kxf7 32.
Kd2
Afleikur væri 32. Bxh7 vegna 32. —
g6 og biskup hvíts lokast inni.
32. - h6 33. Kc3 Ke6 34. b4 Bxa4
35. bxa5 Kd6 36. Kc4 Bc6 37. a6
Hér gafst svartur upp. Vinnings-
áætlun hvíts byggist á því að þvinga
svartan með kóng sinn upp að hvíta
peðinu og þegar svartur nær að
drepa það með biskup sínum verða
biskupakaup og hvítur verður á
undan með kóng sinn að peðum
svarts á kóngsvæng.
Jóhann — Spassky,
0-1
Þó Jóhann hafi haft hvítt í skákinni
virtist hann aldrei sjá til sólar. Þeir
tefldu Katalan byrjun þar sem fyrr-
verandi heimsmeistari fór út í af-
brigði sem minnti mikið á hollenska
vöm. Spassky geystist fram með peð
sín á kóngsvæng og var snemma
kominn meö alvarlegar hótanir í
kring um kóng Jóhanns.
Á sama tíma lenti okkar maður í
hinu mesta basli með uppstillingu
manna sinna og lék m.a. drottning-
unni fram og aftur.
Heimsmeistarinn fyrrverandi
geymdi hins vegar drottningu sína
að baki víglínunnar fyrsta kastiö en
renndi henni síðan i ógnandi stöðu
fyrir framan rústaða kóngsstöðu
Jóhanns, sem þá var nóg boðið og
gafst upp.
Eftir skákina þakkaöi Jóhann síð-
an prúðmannlega fyrrverandi
heimsmeistara fyrir kennslustund-
ina.
Margeir — Jón L.
biðskák
Einhver undarlegasta skák
afmælismótsins til þessa. Byrjunar-
taflmennska Margeirs mistókst
herfilega og eftir u.þ.b. tuttugu leiki
hafði hún kostað hann einn léttan
mann.
Margeir barðist þó eins og ljón og
sýndi enginn svipbrigði og í staö þess
að leita eftir uppskiptum og einfalda
taflið sér í vil, lét Jón blekkjast af
sóknarfærum á kóngsvæng, og lék
drottningunni inn í herbúðir hvíts.
Þetta kallaði á óróleika á borðinu og
Margeir skellti taflinu strax í flækjur
meðbiskupsleik.
Taflið var enn unnið hjá Jóni en
hann svaraði með hörmulegum
riddaraleik. Hreinlega gleymdi vald-
leysi hans í framhaldinu og Margeir
sneri taflinu sér í hag í einu vetf angi.
Eftir nokkra tímahraksleiki kom
upp hróksendatafl þar sem Margeir
stendur til vinnings í biðstöðunni en
hún er þessi, svartur Jón L. lék bið-
leik.
Vinni Margeir skákina, sem allt
útlit er fyrir, virðist hann enn eiga
góða möguleika á að krækja sér í
sinn fyrsta áfanga að stórmeistara-
titli. Nægir honum þá jafntefli í þeim
þrem skákum sem eftir eru á mótinu
en þær eru við Hort, Van der Wiel og
Jusupov.
Skák
Ásgeir Þ. Árnason
Karl — Van der Wiel,
0-1
Hollendingurinn Van der Wiel
skemmtir áhorfendum. Nú gaf hann
riddara í upphafi skákarinnar fyrir
tvö miðborðspeð. Sýndist sitt hverj-
um um stöðuna lengi framan af en
þegar hollensku peðin fylktu liði á
miöboröinu fóru islensku áhorfend-
umir aö ókyrrast.
Upp á sýningartaflið var síðan
komin undarleg biðstaða þegar lát-
unum var lokið í skák Margeirs og
Jóns L. og um hana upphófust miklar
deilur meðal áhorfenda. Hollend-
ingurinn hafði tvö hættuleg frípeð en
Karl riddara sem stoppaði þau.
Einhver áhorfandinn kom þá auga
á óhugnanlega hrókshótun í stöð-
unni, sem Karl virtist ekki eiga svar
við.
Karl hugsaöi mikið um biðleikinn
og var greinilega ekki sáttur við
hótun svarts sem hánn hafði séð. Að
lokum tók hann það til bragðs að
gefa skákina — hann fann ekkert
svar.
Karl þarf tvo vinninga úr þremur
síðustu skákum til þess að hljóta
áfanga að alþjóðlegum meistaratitli.
Róðurinn verður þó þungur. Hann á
eftir að tefla við: Jusupov, Spassky
ogLarsen!
Helgi — Hort,
1/2—1/2
Skákin var í jafnvægi frá upphafi
og fyrirsjáanlegt tafl með mislitum
biskupum þegar samið var.
Báðir gerðu þeir Hort og Helgi
jafntefli í sínum fyrstu þrem skák-
um, töpuðu þeirri fjórðu og hafa nú
gert f jögur jafntefli í röð.
Hansen — Guðmundur,
biðskák
Daninn ungi hafði frá upphafi
undirtökin í mikilli undirölduskák.
Teflt var drottningarbragð og bið-
staðan er lakari hjá Guðmundi þó
hann sé ekki liði undir. Hann hefur
tvær peðaeyjur á móti einni hjá
Dananum unga. Hansen lék biöleik
og er staðan þessi.
Biðskákir úr 7. umferð voru tefldar
í gærdag. Hort bauð Karli jafntefli
án frekari taflmennsku þar sem
rannsóknir hans höfðu leitt jafntefli í
ljós. Jusupov og Spassky sömdu
sömuleiöis um jafntefli án frekari
taflmennsku en þeir rannsökuöu bið-
stööuna saman til þess að komast að
jafnteflisniðurstöðu. Hansen og
Jóhann tefldu hins vegar í botn og
lauk viðureigninni með jafntefli eftir
flókið riddaraendatafl.
Staðan er nú þessi hjá efstu mönn-
um: 1. Larsen með 61/2,2. Spassky 5
1/2 3. Margeir 4 1/2 og biðskák, 4.
Van der Wiel 41/2 og 5. Guðmundur 4
og biðskák. 9. umferð verður tefld kl.
17íkvöld.