Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Side 2
2 DV. MANUDAGUR1. APRlL 1985. Jón Baldvin Hannibalsson á beinni línu DV: Alþýðuflokkur á uppleið Alþýðuflokkurinn kaus sér nýjan for- mann á síðasta flokksþingi. Jón Bald- vin Hannibalsson tók við hlutverkinu. Ohætt er að segja það að viö þessi for- mannsskipti hafi orðiö talsverð um- Kvótakerfið Kristján Jökulsson, Patreksfirði, spurði: — Hvaða skoðun hefur þú á núver- ándi kvótakerfi? Eigum við að hafa það óbreytt? ,,Eg hef enga trú á því að við getum stýrt okkar sjávarútvegi til langframa á þennan hátt. Það byggi ég fyrst og fremst á því aö sjávarútvegurinn er áhættusamur sem atvinnugrein og breytilegur. Ef þetta kerfi verður viðvarandi, að afhenda mönnum, hverju ^cipi, ákveðinn aflakvóta sem byggir á meðaltali síðustu þriggja ára mun þetta leiða okkur í stöönun. Það getum við ekki leyft okkur. Þaö eru alltaf breytingar, breytingar hjá út- gerðinni, breytingar á skipum, breytingar á mannskap, breytingar á skipstjórn. Nýir menn taka við. Þetta er allt of stirðbusalegt með þessu kerfi.” — Álítur þú fiskveiðiflotann of stór- an? „Miöaö við það sem er ríkjandi stefna um hvaö megi taka úr fiski- stofnunum þá telst flotinn vera heldur stór. Til þess að minnka hann verður fyrst og fremst aö stuðla að örari úr- eldingu á gömlum skipum, það fari úr flotanum sem orðiö er úrelt, en jafn- framt þurfum við eölilega endurnýjun jafnt og þétt,” sagði Jón Bald vin. Fóstureyð- ingar Pétur Gunnlaugsson í Reykjavík spurði: — Hver er afstaöa þín til fóstur- eyöinga? Samkvæmt opinberum tölum hafa þær þrefaldast í kjölfar laganna semsettvorul975. „Eg er andvígur ótakmörkuöum fóstureyðingum. Og ég tel að fóstur- ey ðingar séu alltof tíðar. ” —Værir þú tilbúinn að styðja tillögu um aö takmarka fóstureyðingar þannig að þær væru ekki leyfðar vegna félagslegra ástæðna? ,,Já, ég er tilbúinn að styðja það að þessum skilyrðum yrði breytt.” Alþýðuflokk- ur og verka- lýður Sigurður Guðmundsson, Reykjavík, spurði: — Hyggst þú efla tengsl verkalýðs- hreyf ingarinnar og Alþýðuflokksins? „Tengsl Alþýðuflokks við verkalýðs- hreyfinguna eru þegar nokkuð mikil. Þau eru fyrst og fremst þau að alþýöu- flokksmenn margir hverjir gegna trúnaðarstörfum þar. Eg vil að þessi tengsl veröi aukin. Ég tel t.d. að við ættum að hafa kerfisbundin samráð við launþegahreyfinguna. En ég vil taka fram að verkalýðshreyfingin eða verkalýðsforystan á ekki að ráða Alþýðiiflokknum.” — Finnst þér hlutur verkalýðshreyf- ingar á þingi vera of lítill? Muntu beita þér fyrir því aö hann verði aukinn þar? „Eg er ekki þeirrar skoðunar að þaö eigi að auka hlut verkalýðshreyfing- arinnar sem slikrar. Eg tel hins vegar að fulltrúum launþega eða baráttu- mönnum fyrir málstað launþega eigi aðfjölgaáþingi.” skipti og Alþýðuflokkurinn hefur verið nokkuð áberandi síðan. Formaðurinn hefur gert víðreist um landið og skoð- anakannanir sýna að flokkurinn er í talsverðri uppsveiflu. Sniðganga á olíufélögin Sigurður Jóhannsson í Sandgerði spurði: Hvaö vilt þú gera til að bæta stöðu sjávarútvegs á Islandi? „Eg vil láta endurmeta skuldir út- vegsins með tilliti til jafnvirðis í Evrópugjaldmiölum, þá er ég að tala um sum af þessum skipum sem eru beinlínis sokkin í skuldafen. Þetta eru sérstakar aðgerðir sem varða út- gerðina síðastliðin þrjú-fjögur ár. Aðalatriðin eru þessi: Sjávarút- vegurinn getur ekki þrifist nema með réttri gengisskráningu því hann fær ekki rétt verð fyrir sínar afurðir. I öðru lagi verður aö gera sérstakar ráöstaf- anir til aö lækka f jármagnskostnaö og er svariö við því aö finna í okkar vaxta- stefnu, og í þriðja lagi verður að taka á olíuauöhringjunum. Við erum með til- lögur nú á þingi um að gera olíuinn- flutninginn til landsins frjálsan og sniðganga þá þessi olíufélög sem mér finnst hafa brugöist þjóðinni áratugum saman.” Sigurður spurði einnig: — Finnst formanni Alþýðuflokksins rétt staöiö að friðunaraðgerðum ríkis- stjórnarinnar, aö netabátar séu skikkaðir til aö taka upp netin á sama tíma og togaraflotanum er stefnt inn á svæðin? „Eg hef ekki kynnt mér þetta sér- staklega en eins og þú lýsir því finnst mér það ekki skynsamlegt. ” Byggðastefn- an er betli- starf Ríkharð Hansen á Isafirði spurði: Hvemig líst þér á núverandi byggöa- stefnu? Þá á ég við litla kaupstaði úti á landi þar sem þarf að flytja inn vinnu- afl til framkvæmda í staðinn fyrir að byggja upp stærri byggðakjarna og hafa betri þjónustu við fólkiö. Myndir þú vilja hafa þetta eins og þetta er? „Nei, ég kalla byggðastefnu betlistarf Framsóknarflokksins. Hún einkennist af því að sveitarstjórnir þurfa að eiga allt sitt undir pólitísku og embættismannavaldi suður í Reykjavík sem ég þekki mjög vel af eigin reynslu sem bæjarfulltrúi á Isa- firöi. Kjaminn í okkar byggðastefnu er þessi: Viö viljum taka upp nýjar sveitarstjórnareiningar sem veröa í líkingu við fornu landsfjórðungana. Síöan viljum við færa ákvörðunarvald og fjárhagsvald til lýðræðislega kjörinna stjórnenda í þessum fylkjum eða f jóröungum og þar meö stokka upp bæði skattakerfið og tekjustofnakerfið, þannig að bæði fjárhagslegt vald og valdið til aö ákveða forgangsröðun framkvæmda verði í höndum fjórð- unganna. Þetta er fyrst og fremst gert' til að dreifa valdinu, færa valdið allt nær fólkinu, því að byggðastefnan er ölmusustefna. Annars vegar eru öflugir sjávarút- vegs- og útflutningsstaðir eins og Isa- fjörður fjármagnaðir af ýmsum stöðum, til dæmis í gegnum sölusamtökin, í gegnum verslunina og í gegnum þjónustuna og síöan eiga sveitarstjórnarmenn að kría út ölmusu sem pinulitinn hluta af þessu til baka. Þetta er kolvitlaus pólitík og mannlega niðurlægjandi.” Það er því eðlilegt að menn vilji vita stefnu hins nýja formanns og flokks- ins. Jón Baldvin Hannibalsson er því á beinni línu DV í dag. Fjöldi manna hringdi í hann í gærkvöldi og spurði um Leiðaraskrif DV og land- búnaður Magnús Guðjónsson, Snæfellsnesi, spurði: — Hvaða álit hefur þú á forystu- greinum í DV um bændur? „Eg gef ekki út stuðningsyfirlýsing- ar við forystugreinar DV. Þó ég sé ekki sammála Jónasi Kristjánssyni þá tel ég hann vera frekar góðan leiðara- höfund.” — En finnast þér þetta vera sann- gjöm skrif út í landbúnaðinn? Finnst þér ekki að verið sé að egna saman dreif býlinu og þéttbýlinu? „Mér finnast þessi skrif vera dálítið mikið í svörtu og hvítu. En hvað varðar aö egna saman þéttbýli og dreifbýli þá er þaö búið að vera böl í ís- lenskum stjómmálum í bráöum 20 ár. Eg tel að framsóknarmenn, margir hverjir, hafi egnt til þessa ófriðar, ekki síst vegna þess að þeir hafa svarað allri gagnrýni á rikjandi kerfi og stefnu í landbúnaðarmálum á þann hátt að slíkir menn séu fjandmenn bænda og byggðarlaga. Hvað varðar Alþýðuflokkinn þá hefur hann oröið fyrir þessum óhróöri og ég vísa honum algjörlega á bug. Meöan ég er f ormaður Alþýðuflokksins þá munum við ekki sýna bændum neinnfjandskap.” — Hver er stefna Alþýöuflokksins í sambandi viö landbúnaðarmálin? „Eg lít svo á að stærstu vandamálin í landbúnaði séu aðallega þrjú. I fyrsta lagi er framleiösla okkar of mikil miðað við aö geta selt hana á innan- landsmarkaði, í ööru lagi er hún of dýr og í þriðja lagi er erfiðasta vandamálið að milliliöakerfið í landbúnaðinum er allt of þungt í vöfum og dýrt. Stefnan í landbúnaði þarf að miðast við í stórum dráttum að framleiðsla miðist við innanlandsmarkaðinn. Astæðan er sú að niðurgreiöslur erlendis eru svo hrikalegar að það verð, sem við fáum þar, það getur ekki staðiö undir okkar framleiðslu- kostnaði. Það sem er rangt við stefnuna núna er aö annars vegar eru bændur hvattir til að framleiða og hins vegar sett á þá búmark og þeim bannað aö framleiða. Þaö gengur ekki upp. Og hvað varðar sölumálin þá tel ég að sexmannanefndarkerfið sé bæði slæmt fyrir bændur og neytendur.” — Hvernig viltu einfalda sölukerfið? „Eg vil að bændur sjálfir ráöi sinum sölusamtökum þannig að það verð, sem bóndinn fær fyrir sína afurð, það sé fyrir unnar vörur og að bændur hafi hvatningu til að halda vinnslu- og dreifingarkostnaðinum í skef jum.” í stjórn með Sjálfstæðis- flokki Jóhann Þórðlfsson, Reykjavik, spurði: — Hvaða ráðstöfun myndir þú gera, ef þú yrðir ráðherra, í efnahagsmálum þjóðarinnar? Myndir þú lækka skatta? „Eg vísa til okkar tillagna í efna- hags- og skattamálum. Við erum með mjög róttækt prógramm í skatta- málum því núverandi skattakerfi er aö mestu ónýtt. I fyrsta lagi viljum við afnema tekju- skatt af tekjum undir 400 þúsund krónum. I öðru lagi viljum viö ger- flest það sem við kemur pólitíkinni. Það fer hér á eftir. Svo margir voru á beinni línu aö það kemst ekki allt í blaðiö nú. Framhaldiö birtist í blaöinu á morgun. breyta núverandi söluskattskerfi. Við viljum hafa mjög fáar undanþágur undan söluskatti. I þriðja lagi bendum við á að þaö verði tekinn upp stig- hækkandi eignaskattsauki til tveggja ára á skattsvikinn gróða og verðbólgugróöa stóreignafyrirtækja og stóreignamanna. Þetta er algjör uppstokkun á skattakerfinu. Við leggj- um meiri áherslu á að skattleggja eyðslu. Þannig að svarið viö þinni spurningu um lækkun skatta erþví jákvætt.” — Með hvaöa flokki mundir þú helst kjósa að starfa í ríkisstjóm? „Þaö ræðst náttúrlega af úrslitum kosninga og styrkleika okkar. Viö stefnum að því aö ná styrkleika til að ná stjórnarforystu. Langlíklegast er að samstarf verði við Sjálfstæðisflokkinn eða hann og Bandalag jafnaðarmanna.” Gagnaf ratsjám Tryggvi Þórhallsson í Reykjavík spurði: — Hvaða gagn hafa Islendingar af þessum nýju ratsjárstöðvum? „Viö höfum lýst yfir stuðningi okkar við byggingu þessara nýju ratsjár- stööva. Við óskum eftir því að þær komi að sem mestum notum fyrir íslenska sjófarendur í íslenskri land- helgi, svo og fyrir flugumferö. Af því aö þú spyrö sérstaklega um gagn af þessum stöðvum þá er upplýst að hægt er að setja sérstök radarmerki í hvern bát í íslenskri fiskveiðilandhelgi og það síðan tengt við tilkynningaskylduna. Þetta gæti verið geysilega þýðingar- mikil öryggisráðstöfun.” Sólon Lárusson íKópavogispurði: — Vilt þú beita þér fyrir því að fækka þingmönnum niður í 30 og sömuleiðis að fækka ráðherrum niður í hámarkstöluð? „Ég er sammála þér um að þaö megi að ósekju fækka þingmönnum. Ég minni á að í tíö fyrrverandi ríkis- stjórnar var lögð fram tillaga og sam- þykkt að fjölga þingmönnum um þrjá. En ef á aö fækka þingmönnum þá verður að gera starfsaðstöðu þeirra betri. Þá á ég við aö þingmenn fái meiri sérfræðiaðstoö þannig að þingið geti rækt eftirlitsskyldu sína með emb- ættismannakerfinu. Hvað varöar ráðherrafjöldann þá tel ég að það veröi aö gera verulegar kerfis- breytingar á stjórnarráðinu og verka- skiptingu ráðuneytanna. Þá á ég alveg sérstaklega við að okkur vantar veru- lega auðlinda- og atvinnumálaráðu- neyti þar sem hinir ýmsu atvinnuvegir yrðu aöeins deildir. Það þarf að leggja miklu meiri áherslu á aö veita fjármagni til markaðsmála og sölu-. mennsku og í því sambandi að gera róttækar breytingar á utanríkisþjón- ustunni.” — En ert þú sammála því að þær húsmæður sem ala up börnin sín heima fái einhverja þóknun fyrir þaö? „Eg er mjög hlynntur þeirri hugmynd, sérstaklega vegna þess aö þjóðfélagiö leggur í mikinn kostnað við að koma upp dagvistunarstofnunum fyrir börn. Svo eru laun orðin svo lág að það er oft á tíðum álitamál fyrir konur, sem vilja leita út á vinnu- Blaðamennimir Arnar Páll Hauks- son, Eiríkur Jónsson, Kristján Már Unnarsson og Ásgeir Eggertsson unnu við beinu línuna. Kristján Ari Einars- son tók myndirnar. .jh markaðinn, hvort þær hafi nokkuð upp úr því. Hvers vegna þá ekki að greiöa heimavinnandi húsmæðrum þá peninga sem annars fara í að reisa dagvistunarstofnanir? Eg vii þó undir- strika að þetta má ekki gera þannig að konum verði haldið heima við. Þær verða að eiga val hvort þær eru heima eða útivinnandi.” Margir í flokkinn? Aðalsteinn Gunuarsson, Reykjavík, spurði: — Eg gekk í flokkinn hjá ykkur um daginn. Mig langaraðspyrja hvort það séu fleiri að ganga í flokkinn eins og ég, eftir hálfa öld í Framsóknar- flokknum. „Þú ert ekki einn um að ganga í flokkinn. Þeir eru margir. Reyndar eru það ekki margir sem hafa gengiö í flokkinn eftir hálfa öld í Framsókn.” Óskir um Ráðherrar og húsmæður samstarfs- flokk? Guðni Sörensen í Hafnarfirði spurði: — Er hægt að taka meira mark á þér en öörum íslenskum stjómmála- mönnum? „Eg bið þig ekki um að trúa mér sértu vantrúaður. Reynslan verður að skeraúrumþetta.” — Mun Alþýðuflokkurinn fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum ef þannig aðstæður my ndsat ? „Viö erum ekkert hræddir við að starfa meðsjálfstæðismönnum. Já, viö munum fara í stjóm með Sjálfstæðis- flokknum ef málefnaleg samstaöa næst.” — Enhvererþínóskastjórn? „Að sjálfsögðu hreinn meirihluti Alþýðuflokksins. En meðan svo er ekki verðum við að velja. Eg hef sjálfur sagt að eftir 14 ára valdaferil sé kominn tími til að gefa Framsóknar- flokknum frí. Eg er þeirrar skoöunar að það sé enginn málefnaágreiningur sem réttlæti það að Alþýðuflokkurinn ög Bandalag jafnaðarmanna dreifi kröftunum. Við stefnum að því í næstu kosningum að ná þvílíkum styrk að við gætum haft stjórnarforystuna á hendi. Þá tel ég líklegast aö við munum leita eftir málefnalegri samstöðu með Sjálf- stæðisflokknum. Ég veit að það er áhugi hjá mörgum sjálfstæðismönnum að koma á fót nýsköpunarstjóm, þ.e. að hafa Alþýöubandalagið með. Kjós- endur ráða þessu að sjálfsögðu sjálfir en ef fylgi Alþýðubandalagsins fer hríðminnkandi getur sú staða að sjálf- sögðu breyst.” Húsnæðismál Ása Helgadóttir, Reykjavík, spurði: — Ég er komin á gamalsaldur og langar að spyrja þig hvaö þér f innst aö ætti að gera í leigumálum gamla fólksins á húsnæðismarkaðinum. „Ástandið í húsnæðismálum okkar er orðið skelfilegt og byggingasjóðir okkar komnir í miklar skuldir. I svari mínu hlýt ég að vísa til okkar tillagna í húsnæðismálum, en þær eru mjög ítarlegar. Við höfum verið með tillögur á þingi allt frá 1979 um hvernig eigi aö leysa þessi mál. Við höfum t.d. lýst yfir eindregnum stuöningi viö Búsetahreyfinguna I sambandi við leigumarkaðinn.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.