Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Side 4
4 DV. MÁNUDAGUR1. APRlL 1985. Eskfirðingar og Héraðsbúar björguðu manninum í Kverkfjöllum: „ÞEIR FISKUÐU HANN UPP ÚR SPRUNGUNNI” „Þetta var eins einfalt og þaö gat sprungunni, létu spotta síga niöur til um sig og svo var híft,” sagöi Páll inni, einn þeirra er stjómuöu orðið. Þeir fiskuöu manninn upp úr hans sem maðurínn batt sjálfur utan Steinþórsson hjá Flugbjörgunarsveit- björgunaraögerðum á Vatnajökli um Þyrluflugmann Landhelgisgæslunnar á Reykjavikurflugvelli i gærdag. Til vinstri aru leitarmenn úr Hjálparsveit skáta og Flugbjörgunarsveitinni en þeir höfðu veriö að störfum í allt að tvo sólarhringa. DV-mynd S. Vamarliðsmenn í hrakningum Björgunarmennirnir á Vatnajökli biðu á jöklinum aöfaranótt sunnudags þar til ljóst var að varnarliðs- mönnunum, sem þar voru í vegvillum, haföi verið bjargað. Tveir vamarliðsmenn sigu niður á jökulinn úr herþyrlu nóttina áður og hugðust taka þátt í björguninni. Voru þeir settir niður 7 mílur frá slysstað. En þeir komust ekki langt Afspymurok hefti för þeirra og svo fór aö lokum að þeir villtust. Aö sögn íslenskra björgunarmanna vom vamarliðsmennirnir ekki vel' búnir til þessarar ferðar, höfðu meðferðis allt of mikinn farangur og gengu svo á þrúgum. Færi til slíks mun ekki vera gott á jöklinum. Um hádegisbilið í gær hóf SIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, sig á loft og stóð til að ná í mennina. Þá var þyrla frá Varnarliðinu einnig lögð af stað, tók hún mennina upp og flaug með þá til Keflavíkurflugvallar. -EIR. helgina. Það voru þrír Eskfirðingar og 2 Hér- aðsbúar er fyrstir komu að sprungunni í Kverkfjöllum á Vatnajökli þar sem akureyrskur flugbjörgunarmaður hímdi 15 metra niðri í jökulsprungu. Á barminum biðu félagar hans tveir og höfðu beðið hjálpar í rúman sólar- hring. „Það liðu aðeins 20 mínútur frá því að aðstoð barst þar til maöurinn var kominn upp úr sprungunni,” sagði Páll Steinþórsson. „Fimmmenningamir að austan komu að sprungunni nákvæm- lega klukkan 21.36 í gærkvöldi, fiskuðu manninn upp og allir voru þeir komnir iiiður af jöklinum rúmlega hálftíu í morgun. Mér skilst að þeir hafi komið niðurviðSnæfell.” Mikill viðbúnaður var vegna björgunarínnar alla helgina. Að norðan komu Akureyringar, Mý- vetningar og björgunarmenn f rá Húsa- vík. Sunnan úr Reykjavík hélt rúmlega 60 manna hópur og auk þess tóku þyrla Landhelgisgæslunnar, flugvél Flug- málastjórnar og Herkúlesvél frá Vamarliðinu á Keflavíkurflugvelli þáttíaðgerðum. „Þegar Eskfirðingarnir og Héraðs- búamir komu á vettvang áttu björgun- armennimir úr Reykjavík aðeins 3 kílómetra ófarna að sprungunni. Þarna uppi var ansi napurt, 20 stiga gaddur og skafrenningur gerði mönnum erfitt fyrir. Kom snjóbíll austanmanna sér vel þama, enda mun hann vera sá besti og fullkomnasti á landinu,” sagði Páll Steinþórsson. Akureyringarnir, sem bjargaö var, eru allir við góða heilsu, enda þaul- vanir fjallamenn og vel búnir. Voru þeir í æfingagöngu á jöklinum, höfðu lagt af stað á sunnudaginn í síðustu viku frá Esjuf jöllum og hugðust ganga yfir jökulinn þveran. „Það er mikið af sprungum í jöklin- um núna vegna þess hve lítið hefur snjóað þarna í vetur,” sagði Páll Steinþórsson. -EIR. í dag mælir Dagfari j dag mælir Pagfari I dag mælir Dagfari Pólitísk aprílgöbb Þjóðin hefur haft það fyrir sið að hiaupa april fyrsta dag þess mánaðar og hefur það oftast verið saklaust gaman og græskulaust. Verður vonandi margur maðurinn gabbaður upp úr skónum á þessum drottings degi, sér og öðrum til skemmtunar. Hins vegar verður að segja það eins og er að stjórnmálafiokkarnir sýnast hafa tekið f orskot á sæluna og em undir það búnir að hlaupa sjálfir apríl. Sjálfstæöisflokkurinn efnir til stærsta aprílgabbsins. Flokkurinn efnir til landsfundar í aprilmánuði. Ef að líkum lætur munu rúmlega eitt þúsund flokksmenn hvaðanæva af landinu hópast saman í Reykjavík í þeirri trú að þar muni eitthvað gerast. Það verður dýrðleg stund þegar allur sá hópur uppgötvar að flokkurinn þeirra er í nýju fötum keistarans. Það verður stærsta apríl- gabbið í ár. Alþýðubandalagiö efnir lika til aprílgabbs. Flokkurinn ætlar að sækja um aðild að alþjóðasambandii jafnaðarmanna. Nú er sem sé meiningin að hafa alla þjóðina að fífli með því að telja henni trú um að íslenskir kommúnistar séu orðn- ir alþjóðlegir jafnaðarmenn. Alþýðu- bandalagið hefur sér það til afsökunar að það hefur áður brugðið yfir sig sauðargærum og komist upp með það. Fyrst var Kommúnista- flokknum breytt í Sameiningarflokk alþýðu-Sósíalistafiokkinn og síðar í Alþýöubandalagið, hvort tveggja í þeim tilgangi að sigla undir fölsku flaggi og gabba kjósendur til fylgilags. Nú á sem sagt að taka eina dýfuna enn og stimpla það inn að hér sé ekki lengur kommúnista- flokkur á ferðinni heldur saklaus krataflokkur. Þessu aprílgabbi hefur verið fylgt eftir með því að tilkynna opinberlega að marxisk-leninisk byltingarsamtök hafi lagt sig niður. Er þaö liður í því að afmá komma- stimpilinn af vinstri fylkingunni og hlýtur brátt að koma að því að Alþýðubandalagið gangi í heilu lagi í Alþýðuflokkinn. Það aprílgabb bíður næsta árs. Framsóknarflokkurinn hefur einnig efnt til aprílgabbs. Æðsta ráðið í flokknum hefur ályktað að Framsóknarflokkurinn ætli sér að sitja sem fastast í ríkisstjórninní og sé ánægður með sinn hlut í stjórnar- samstarfinu. Þetta er óskaplega sniðugt april- gabb og þá fyrst og fremst vegna þess að með því tekst nokkrum hópi manna, sem kalla sig Framsóknar- flokk, að sitja við stjórnvölinn í landinu, löngu eftir að þennan flokk hefur dagað uppi. Skoðanakannanir benda til þess að kjósendur Fram- sóknarflokksins séu innan við 6% á höfuðborgarsvæðinu en eitthvað meira í kjördæmum þar sem eitt atkvæði á móti fjðrum dugar til að koma manni á þing. Flokkurinn er nánast dáinn út, nema ef vera skyldi þingmennirnir sjálfir, ráö- herrarnir og nánustu ættingjar þeirra. Þetta aprílgabb Framsóknar- flokksins mun þess vegna geta staðið látlaust næstu tvö árin og má það teljast einsdæmi í lýðræðisríki að andvana flokkar stjórni í mörg ár eftir dauða sinn. Af Kvennalistanum er það að segja að fylgi hans virðist nokkuð stöðugt og er það óneitanlega vel heppnaö aprílgabb. Bandalag jafnaöarmanna hefur komist upp með þaö aprílgabb að kalla sig jafnaðarmenn, þótt eng- um detti í hug, allra síst þeim sjálf- um, að þeir séu jafnaðarmenn. Ekki hefur þeim flokki til að mynda dottið í hug að sækja um aðild að alþjóöa- sambandi jafnaðarmanna, sjálfsagt vegna þess að menn vita sem er að aprílgöbbin eru íslensk fyrirbæri sem ekki er tekið mark á í útlöndum. Aprílgabb Flokks mannsins er í því fólgið að segjast vera til, þótt flokk- urinn sé ekki til. Af þessari upptaln- ingu sést aö pólitísk aprílgöbb eru vinsæl á Islandi. Og vel heppnuð ef marka má ástandið. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.