Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Síða 15
DV. MÁNUDAGUR1. APRIL1985. 15 Menning Menning Menning Menning mmWi Skipholti 7 - Simar 26800 og 20080 Rvík. Hinn margrómaði Empire Brass Quintet. Gömul gleði- tónlist — á tónleikum Musica antiqua á Kjarvalsstöðum íkvöld Musica Antiqua heldur þriöju tón- leikana á þessu starfsári aö Kjarvals- stööum í kvöid kl. 21.00. Dagskráin í kvöld er sú viöamesta sem télags- skapurinn hefur boöið upp á til þessa. AUs leika 17 manns á tónleikunum. Flutt veröur söng- og hljóðfæratónlist frá 16. og 17. öld en Musica Antiqua stendur sem kunnugt er fyrir kynningu á gamalli tónUst. Meöal höfunda sem eiga verk á tónleikunum má nefna Montiverdi, Gastoldi, Phalése og Verdelot. Á tónleikunum veröa sýndir dansar frá þessum sama tíma. Gefst þarna tækifæri til að sjá marga forna og fræga dansa sem Ingibjörg Bjömsdótt- irhefuræft. Sumar- bóka- flóð? Ut er komin hjá Máli og menningu ný bamasaga, Elsku bam! eftir Andrés Indriðason. Bókin er skreytt fjölda mynda eftir Brian PUkinton. Þetta er sjötta bókin sem Andrés skrifar fyrir börn og unglinga. Áður hefur hann skrifað skáldsögu handa f uUorðnum og leikrit fyrir svið, útvarp og sjónvarp. Af ungUngabókunum má nefna Töff týpa á föstu sem út kom fyrir síðustu jól. Elsku barn! gerist á einu sumri í Reykjavík. Sagan segir frá Olafíu, sjö ára, sem eftir talsverða eftirgangs- muni fær leyfi hjá sívinnandi foreldr- um sínum til að fara í sirkus. Þar heiU- ast hún af trúðnum Tobba sem eftir- leiðis kemur í huga stelpunnar hvenær sem hún hefur þörf fyrir hann. I þykj- ustunni eiga þau saman ótal skemmti- leg ævintýri. Síðari hluti vetrar hefur ekki tU þessa verið talinn hentugur tími tU ' bókaútgáfu. Meö því að gefa bókina út á þessum tíma er það von útgefanda að hægt verði að dreif a bókaútgáfu á fleiri árstíma en veriö hefur. Vorið er sér- staklega vaUð með það í huga að endurvekja þann gamla sið að gefa sumargjafir. Heimsveldistónar í Austurbæjarbíói annað kvöld Hinn frægi Empire Brass Quintet heldur tónleika í Austurbæjarbíói á morgun kl. 21.00 á vegum TónUstarfé- lagsins í Reykjavík. Kvintettinn var stofnaður árið 1971 fyrir tilstiUi Leonards Bemstein hljómsveitarstjóra. Á ferli sínum hefur kvintettinn unniö sér frægð sem einn hinn besti á sínu sviði í veröldinni og hefur unnið til margra verölauna. A efnisskránni á morgun eru verk frá ýmsum tímum. Þau elstu eru frá 17. öld en þau yngstu eru fárra ára. Á miðvikudagskvöldið heldur kvint- ettinn aðra tónleika í sal Menntaskól- ans við HamrahUð. Er efnisskrá þeirra sérstaklega sniðin fyrir ungt fólk enda tónleikamir haldnir í tilefni af ári æsk- unnar og ári tónUstarinnar. 35MM. MYNDAVEL FYRIRUOAR 5700,- KRONUR Hvaða kröfur þú til myndavéla? Vllt þú geta tekið rjölbreyttar aðstæður, a einfaldan it T2XP er 35 mm myndavél sem fullnægir kröfum flestra. Þú hefur í þessari vél marga þá kosti sem einkenna mun dýrari mvndavélar, — en þó kostar þessi vél ekki nema 5.700 krónur. Tæknileg atriði í stuttu máli:58 mm linsa fylgir. Ijósop f/2 — f/16, fókus frá 0,5 m, hraoi 1/30-1/500. Innbyggður LED Ijósmælir, tímarofi, festing fyrir þrífót og hlífðarkassi með ól fylgir. Sendum í póstkröfu um allt land. kaupin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.