Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Síða 19
DV. MÁNUDAGUR1. APRIL1985.
19
Menning
Menning
Menning
Menning
Góðir tón-
leikar í
brunagaddi
Tónlist
EyjólfurMelsted
Tónleikar Sinfónkihljómsveitar íslands f Hóskóla-
bfói 28. mars.
Stjórnandi: Arthur Weisberg.
Einleikarar: Anna Málfríöur Sigurðardóttir og
Bernharöur Wilkinson.
Efnisskrá: Magnús Blöndal Jóhannsson: Atmos
I; Bóla Bartók: Píanókonsert nr. 3, Paul
Hindemith: Matthlas málari, sinfónía.
Dálítiö er það misjafnt hvernig
menn taka nýrri tækni og framförum í
hljóðfæragerö. Tökum sem dæmi
Mozart, hversu eldsnöggur hann var
að átta sig á möguleikum og karakter
Stein píanósins sem hann komst í
kynni viö, fullskapað, árið 1777. Og
hljóðfæri verða ekki smíðuð í eitt skipti
fyrir öll.
Með gluggann
opinn upp á gátt
t>að mega popparamir eiga aö þeir
eru langtum fljótari en flestir aðrir
músíkantar að taka nýjungar í brúk,
þótt meðal þeirra ríki yfirleitt harðara
músíkalskt afturhald en hjá nokkurri
annarri grein músíkurinnar. En svo
eru líka til menn eins og Magnús
Blöndal Jóhannsson sem opna glugga
sinn upp á gátt fyrir nýjungum —
hleypa ferska loftinu inn. Og hjá
Magnúsi Blöndal koma nýjungamar
ekki í staðinn fyrir eins og hjá þeim
sem trúa í blindni heldur hefur hann
komist upp á lag með að aðlaga nýj-
ungarnar því sem fyrir er. Hann sem-
ur bullandi rómantískt verk fyrir
hljóðgervil og hljómsveit í stereo. Ein-
leiksflautan syngur fallega yfirrödd
með hljómsveitinni meðan hljóðgervill-
inn af segulbandi gefur effekt sem
minnir á náttsöngva Astralíufrum-
byggja. Ef þetta er ekki opinn hugur
aiAum
REYKJAVIK:
AKUREYRI:
BORGARNES:
VÍÐIGERÐI V-HÚN.:
BLÖNDUÓS:
SAUÐÁRKRÓKUR:
SIGLUFJÖRÐUR:
HÚSAVÍK:
EGILSTAÐIR:
VOPNAFJÖRÐUR:
SEYÐISFJÖRÐUR:
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR:
HÖFN HORNAFIRÐI:
91-31815/686915
96-21715/23515
93-7618
95-1591
95-4350/4568
95-5884/5969
96-71498
96-41940/41594
97-1550
97-3145/3121
97-2312/2204
97-5366/5166
97-8303
interRent
Mikið úrval
vinnupalla
úti sem inni.
c
Leiga — sala.
þá veit ég ekki hvað það er. Spila-
mennskan var líka einstaklega ljúf, f rá
frábærum flautuleiknum til hins
vélræna undirtóns.
Eftir rómantík Magnúsar Blöndals
kom þriðji píanókonsert Béla Bartóks,
eitt af hans alfallegustu verkum. Anna
Málfríður lék af miklu öryggi. Hún
spilaöi fyrsta kaflann, allegretto, frísk-
lega, teygði mjög á adagio kaflanum
og keyrði svo á fullu síðasta kaflann,
allegro vivace. Hljómsveitin fylgdi
henni vel eftir í sínum flóknu svörun-
um og útkoman varð stórglæsilegur
flutningur.
Engin málamiðlun
Matthias málari er líkast til það
verka Hindemiths sem mestri almenn-
ingshylli hefur náð og gildir þá einu
hvort um er að ræða óperuna, eða
sinfóniuna sem samin er upp úr forleik
og millispilum og gjaman er litið á
sem eins konar pólitíska málamiðlun.
En ekki var samt að finna neinn mála-
miðlunarbrag á flutningi sinfóníunnar
undir stjórn Arthurs Weissberg. Þar
var allt tekið föstum tökum. Og dæmiö
gekk upp (utan smáósamræmis milli
blásara og slagverks í þriöja kaflan-
um). Arthur Weissberg er á sinn hátt
svolítið þurr í stjórn sinni. En þaö er
öllum hollt að starfa undir svo styrkri
stjórn sem hann veitir. Um hæfni hans
til að fá hvem mann til að gera sitt
besta höfum við kannski gleggstu
dæmin frá töfrastjórn hans á norrænu
æskulýðshljómsveitinni, en það sýndi
sig líka að þeim töfrum má einnig beita
við sinfóníuhljómsveit skipaða at-
vinnumönnum. Vonandi sjá allir þeir
sem heima sátu og treystu sér ekki í
brunagaddinum eftir að hafa ekki
komið á svo ágæta tónleika. EM.
KÍNVERSKT BLEK Á
JAPÖNSKUM PAPPIR
Sigrún Gudjónsdóttir segirfrá sýningu sinni íGallerí Langbrók
Rúna, eða Sigrún Guðjónsdóttir
eins og listakonan heitir fullu nafni,
opnaöi sl. laugardag sýningu á teikn-
ingum og akrílmyndum í Galleríi
Langbrók við Amtmannsstíg.
Á sýningunni eru m.a. myndir
teiknaðar með kínversku bleki á
japanskan pappír auk blýantsteikn-
inga.
„Eg komst yfir kinverska blekið á
ferð þar eystra fyrir nokkru,” sagði
Sigrún um þessar óvenjulegu teikn-
ingar. „Kínverska blekiö er selt í
föstu formi og verður að leysa það
upp áður en það er notað. Þetta hefur
þann kost að hægt er að ráða meiru
en ella um þykkt þess og áferð.
Myndirnar hér á sýningunni eru
flestar unnar á þessu ári en nokkrar
eru þó frá því fyrir jól. Undanfarin
2—3 ár hef ég lagt meiri áherslu á
teikningar en ég gerði til skamms
tíma. Áður gerði ég mikið af því að
mála á postulín. Það byggist líka
mikið á teikningu þannig að teikning-
ar siðustu ára koma í beinu fram-
haldi af því. Mér finnst afskaplega
mikilvægt að breyta svolítiö til og
skipta um efni. Að vísu er japanski
pappírinn mjög efnismikill og því
ekki svo ólíkur leirnum aö því leyti.
Eg hugsa að ég sé nokkuð á sömu
slóðum og áður þrátt fyrir
áherslumun.”
— Þú átt margar sýningar að baki,
erþaðekki?
„Jú, ég hef haldið nokkrar einka-
sýningar og tekið þátt í allmörgum
samsýningum bæði með manni mín-
um og öðrum. Fyrir tveimur árum
gekk ég í hópinn sem stendur að
Galleríi Langbrók. Við erum nú 24 í
þeim félagsskap. Húsnæðið sem við
höfum við Amtmannsstíginn notum
við bæði fyrir eigin sýningar og leigj-
um það út. Þetta er ákaflega sam-
stæður hópur þótt ólíkur sé. Þaö má
segja að allar greinar myndlistar
eigi þar fulltrúa. Salurinn við
Amtmannsstíginn er lítill en þægi-
legur. Það má segja um sýninguna
núna aö þetta sé lítil sýning í litlum
saL”
— Þú selur þínar myndir, hvemig
hefur gengið að selja?
„Það gengur nú svona upp og ofan,
en ég get ekki kvartað. Það er nú
einu sinni þannig að litlar myndir
seljast betur en stórar. Það er erfið-
ara fyrir þá sem vinna stór verk að
selja sitt. Ef til vill á það þó eftir að
breytast á næstu árum. Fyrir þrem-
ur árum var bundið í lög að verja
skuli einu prósenti af byggingar-
kostnaði opinberra bygginga til list-
skreytinga. Áður átti þessi regla ein-
ungis við um skólahús. Þessi regla
gæti skapaö mikla möguleika fyrir
höfunda stærri verka til að koma
sinni vinnu á framfæri. Eg á sæti í
stjórn Listskreytingasjóðs ríkisins
og er því með hugann við þetta. Um
árangurinn skiptir miklu aö gott
samstarf takist við arkitekta og að
þeir hugsi fyrir því við hönnun bygg-
inga að hægt verði að koma lista-
verkumfyrir.”
GK.
Rúna, Sigrún Guðjónsdóttir, á vinnustofu sinni í Hafnarfirði.
DV-mynd KAE.
Bílaleiga
C
Reykjavík - Borgartúni 24 (horni Nóatúns)
Sími 11015
Akureyri - Glerárgötu 34 (gegnt Lindu)
Sími 96-24838
Sœkjum - sendum
Aðeins að hringja
Nýir og sparneytnir bílar
LADA 15001600 STATION
GCYS1R
GTíSIR
QfXSffi
‘Jvf fl
IUZtVEL
FOSSMALSI 27 - SlMI 687160
I