Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Síða 37
DV. MÁNUDAGUR1. APRIL1985.
37
fþróttir íþróttir íþróttir íþróttir
Frank Stapleton skoraði sigurmark Manchester United gegn Liverpool í
ÞrumusKalli fra
Frank Stapleton
— tryggði Manchester United dýrmætan sigur á Liverpool
á Anfield Road ígærdag. United sigraði, 0:1
Margir aðdáendur Manchester
United voru kátir í gær eftir að
félagið hafði borið sigurorð af
Englandsmeisturum Liverpool á
Anfield Road í Liverpool.
Manchester United sigraði með
einu marki gegn engu eftir að
staðan hafði verið jöfn í leikhléi,
ft-0.
Það var í síðari hálfleik að
Manchester United gerði út um
leikinn. Norman Whiteside, sem
leikið hefur mjög vel í síðustu
leikjum Man. Utd., gaf vel fyrir
markið. Sending hans var hárná-
kvæm á Frank Stapleton sem kom
stormandi að knettinum og hamr-
aði hann í markið framhjá
„Grobba” í Liverpool-markinu.
Stapleton skoraði markið á 73.
mínútu leiksins og tryggði
Manchester áframhaldandi vonir
um meistaratitil. Erfitt verður þó
fyrir liðið að berjast við Everton
og Tottenham. Everton er nú með
63 stig en aðeins eitt stig skilur að
Tottenham og Manchester United.
Leikmenn Liverpool fá um
miðjan apríl, nánar tiltekið 13.
apríl, tækifæri til að hefna ófar-
anna gegn United í gærkvöldi. Þá
leika Liverpool og Manchester í
undanúrslitum bikarkeppninnar.
Leikur liðanna verður á heima-
velli Everton, Goodison Park, og
verður honum sjónvarpað beint
hingað til lands.
-SK.
Öruggt hjá
Barcelona
120 þúsund áhorfendur sáu Barcelona sigra
Sporting Dijon, 2:0. Liðið hefur þegar tryggt
sérspánska meistaratitilinn
Barcelona hefur fyrir alllöngu tryggt
sér meistaratitilinn i spönsku knatt-
spyrnunni. Um helgina lék Barceiona
á heimaveUi sínum gegn Sporting
Dijon og að sjálfsögðu sigraði Barce-
lona, 2—0.
Nokkurt fjör var yfir leiknum í fyrri
hálfleik og þá fór Bernd Schuster í Uði
Barcelona á kostum. Hann meiddist
síöan í síðari hálfleik og varð að fara af
leikvelH. Eftir það steindrapst leikur-
inn og ekkert markvert átti sér stað
fyrir framan þá 120 þúsund áhorfendur
sem sáu leikinn. Mikil hátíð var fyrir
leikinn því þetta var f yrsti heimaleikur
Barcelona frá því liöið tryggði sér.
meistaratitUinn.
Barcelona hefur nú hlotið 50 stig en
Atletico Madrid, sem er í öðru sæti,
hefur41stig. -SK.
Aberdeen er
nú með átta
stiga forskot
— aðeins einn leikur í skosku úrvalsdeildinni
íknattspyrnu um helgina
Aðeins einn leikur af fimm sem fyrir-
hugaðir voru i skosku úrvalsdeUdinni í
knattspyrnu gat farið fram um
helgina. Það var leikur Aberdeen og
Dundee og lauk honum með öruggum
sigri Aberdeen, 4—2, eftir að staðan í
leikhiéi hafði verið 2-0 fyrir
Aberdeen.
ReUly, sem kom inn á sem varamaður
hjá Dundee Utd., skoraði síðasta mark
leiksins þegar 13 mínútur voru til leiks-
loka. Eftir þennan sigur hefur Aber-
deen átta stiga forskot í úrvals-
deUdinni með 50 stig eftir 31 leik. Celtic
er í öðyu sæti með 42 stig eftir 29 ieiki.
John Hewitt skoraði bæði mörkin í
fyrri hálfleiknum fyrir Aberdeen, það
fyrra af stuttu færi en hið síðara með
stórkostlegu langskoti af 25 metra
færi.
Þegar aðeins fjórar mínútur voru
liönar af síðari hálfleik minnkaði
Eamonn Bannon muninn í 2—1 en það
dugöi skammt. Þeir BiUy Stark og
Steven Cowan skoruðu tvö mörk fyrir
Aberdeen á sömu mínútunni. John
Staðan í úrvalsdeildinni er annars
þannig:
Aberdeen 31 23 4 4 77-23 50
Celtic 29 18 6 5 66—27 42
DundeeUnited 30 16 6 8 53—30 38
Rangers 30 11 11 8 38-31 33
Hearts 30 13 4 13 42—46 30
St. Mirren 30 13 4 13 35-46 30
Dundce 29 11 6 12 40-42 28
Dumbarton 29 6 7 16 29—50 19
Hibemian 30 7 5 18 30-53 19
Morton 30 4 1 25 24—86 9 -SK
íþróttir
AÐ LJÚKA
UPP
RITNINGUNNI
erhverjun;
manni hollt
GÓÐ OG NYTSÖM
FERMINGARGJÖF
Fæst i bókaverslunum og
hjá kristilegu félögunum.
HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG
<P>utibrantisstofii
Hallgrímskirkju, Reykjavík,
sími 17805, opið 3 — 5 e.h.
Tcekni um csllan heim
ITT
ITT Ideal Color 3404,
-fjárfesting í gæöum
á stórlækkuöu veröi.
Vegna sérsamninga viö
ITT verksmiðjurnar í
Vestur-Þýskalandi hefur
okkur tekist að fá
takmarkað magn af 22"
litasjónvörpum á
stórlækkuðu verði.
VERÐ KR.
32.760,-
Sambærileg tæki fást ekki ódýrari.
ITT er fjárfesting i gæðum.
SKIPHOLTl 7 SÍMAR 20080 8c 26800
íþróttir