Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Side 42
42 DV. MANUDAGUR1. APRlL 1985. MYNDBAIMDALEIGA rótgróin, ein sú elsta, á besta stað í bænum, til sölu.' Engin útborgun. Verð kr. 1.100.000,- sem greiða má með fasteignatryggðum skuldabréfum til 5 ára. Áhugasamir vinsamlegast sendi nafn og símanúmer til auglýsinga- þjónustu DV, Þverholti 11, merkt M-50, í síðasta lagi 9. apríl. r k ^ THBOO öpwki. TÖCCURhf. SAAB UMBODIÐ BILPSHÖFÐA 16. SIMAR 81530 OG 83104 3 A A CZD Seljum i dag Saab 99 GL super combi árg. 1978, 3ja dyra, hnotu- brúnn, sanseraður, sjálfskiptur, á nýjum nagladekkjum, út- varp og kassettu- tæki. Bill i algerum sérflokki, toppá- stand og toppútiit að utan sem innan. Saab 900 GL árg. 1980, 3ja dyra, rauður, beinskiptur, 4ra gíra, mjög fal- legur bíll, ekinn 70.000 km. Saab 900 GLS árg. 1982, 5 dyra, grænn, beinskiptur, 5 gíra, ekinn 60.000 km. Skipti á yngri Saab. Saab 900 GLE árg. 1982. 4ra dyra, silv- er, sjálfskiptur, vökvastýri, topp- lúga, litað gler og fl., ekinn aðeins 32.000 km. Topp- bíll. GunnarM. Hansson forstjóri á viðski ptaþingi: Upplýsingabyltingin byltir atvinnuvegunum „Upplýsingabyltingin hefur í för rneö sér byltingu atvinnuveganna,” sagöi Gunnar M. Hansson, forstjóri IBM á Islandi, í erindi á viöskipta- þingi Verslunarráðsins. Hann kvaö okkur hafa veriö seinni til en flestar nágrannaþjóöimar varöandi tölvu- væöingu en nú vera komna vel á skriö. „Tregðulögmáliö og hleypidómamir höföu sitt aö segja og ekki gekk menntakerfið á undan. Reyndar má meö nokkrum sanni halda því fram aö menntakerfið hafi sofið á veröinum.” Samt telur Gunnar að viö höfum náö okkur vel á strik í sumum greinum at- vinnulífsins. „Viö værum þó ugglaust komin enn lengra ef menntakerfiö hefðitekiöfyrr viösér.” Gunnar Hansson sagöi mikinn skort á vel menntuöu fólki á þessu sviði.,,... um þessar mundir vantar hundmö sér- menntaös fólks á tölvusviði,” sagði hann. Þá geröi hann grein fyrir hinum margvíslegustu breytingum á sam- skiptum í atvinnulífinu með tilkomu tölva, jafnframt hvaöa áhrif þessi nýja tækni myndi hafa á atvinnugrein- ar, hagræðingu, tímaspamað og auk- inn frítíma fólks. Til marks um hver þróunin væri í tölvubúnaði nefndi Gunnar dæmi. Meö stærstu fáanlegri tölvu 1955 var tiltekið verk unniö á klukkustund og kostaöi sex þúsund krónur. 1965 var öflugasta tölvan þá fimm mínútur aö vinna verk- iö. Kostnaðurinn var 200 krónur. 1975 tók þetta 40 sekúndur og kostaði 80 krónur. Nú tekur sama verk 10 sekúnd- ur og kostar um 30 krónur. „Á komandi árum mun upplýsinga- byltingin hafa veruleg áhrif á þjóö- félag okkar. Þetta gildir jafnt um sam- setningu atvinnuvega, hvar viö vinn- um og á einkalíf okkar. Tölvumar veröa þar í aöalhlutverki,” sagöi Gunnar M. Hansson. HERB Ný kapella í Breiðholti Kaþólska kapellan í Breiöholti var vígð nýlega. Hún mun veröa í notkun þar til kaþólska kirkjan í Breiöholti mun rísa á lóðinni. Kaþólski biskupinn á Islandi, herra Hinrik Frehen, vígöi kapelluna en kaþólski presturinn í Breiðholti er Irinn Robert Bradshaw. Kirkjan er að því leyti merkileg aö hún er aö öllu leyti byggö úr timbri og tók bygging hennar sjö mánuði. Arkitekt er Hannes Davíðsson og reisti Istak húsið. ÁE. íslendingafélagið öflugt í Ástralíu Það berast ekki margar fréttir frá Astralíu hingað til lands en fyrir stuttu bárust okkur á ritstjóm DV fregnir af starfsemi Islendingafélags þar í landi. Félagið er starfrækt í Sydney og telur eitthvaö á milli 50 og 60 félaga. Flestir þeirra búa í Sydney og nágrenni. Félagiö hefur tvo meginatburöi árlega á dagskránni: I kringum 17. júní hittist fólk og snæöir íslenskan mat og þá helgi sem ber hæst 1. des- ember er slegið upp grillveislu. Á þeim tíma er hásumar í Nýja-Suöur-Wales, eins og staðurinn kallast. Stjórn Islendingafélagsins í Sydney skipa fimm manns og er Gunnlaugur Gunnlaugsson formaöur. Fyrir þá sem hafa áhuga á aö komast í samband viö Islendinga, þarna í landi andfætlinga, er heimilisfang Gunnlaugs: Lot 10, Mamre, Kemps Creek, 2171, New SouthWales. JKH. Frá fagnafli Íslendingafélagsins í Sydney.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.