Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1985, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1985, Side 3
DV. LAUGARDAGUR 4. MAI1985. 3 Helgi P. næsti ritstjóri NT? FLEIRIHÆTTA „Nei, ég hef ekki verið ráðinn rit- stjóri NT,” sagði Helgi Pétursson, fréttamaður útvarpsins , í gær er DV innti hann eftir orðrómi þar að lútandi. — En hefur þú verið beðinn um að taka blaöið að þér, gerast ritstjóri NT? „Eg vil einfaldlega ekkert um málið ræða, þetta eru allt sögusagnir úti í bæ,” svaraði Helgi Pétursson. Enn f jölgar þeim fréttamönnum sem hafa sagt upp á NT. Þeir Jón Guðni Kristjánsson og Baldur Kristjánsson sögöu báðir upp í gær. „Jú, viö sögðum báðir upp í dag, vissum þó ekki hvor af öðrum,” sagði Jón Guðni í gær. Hann sagöi að þaö hefði aldrei verið spuming um það hvort hann segði upp eða ekki. „Ástæðan fyrir því að ég sagði ekki strax upp er sú að ég er trúnaðar- maður og vildi sjá hver framvinda mála yrði hér eftir þau ósköp sem gengiðhafaá.” -JGH Stúlkumar I Iðnó I gærkvöldi. DV-mynd GVA Keppni sjö stúlkna í Iðnó Sjö stúlkur háðu eitilharða keppni í gærdag umhið eftirsótta hlutverk sem Leikfélag Reykjavíkur auglýsti á dögunum. sem þær sátu og biðu eftir því að verða kallaðar fyrir nefndina. „Auðvitað er maður kvíðinn,” sagði ein þeirra, „en þetta er eins og happdrætti, maöur er bara að freista gæfunnar.” Hlutverk það, sem hér um ræöir, er eitt það stærsta í nýju verki eftir Kjartan Ragnarsson. Hleypur undir skreiðarbagga litvarpslagafrumvarpið: Nefskatturinn felldur niður Skreiöarlán, sem Seðlabankinn hefur endurkeypt, verða nú sett á sér- stakan fjögurra ára biöreikning til allt að fjögurra ára. Þaö munu vera 500— 600 milljónir sem þannig verða saltað- ar í Seölabankanum í íslenskum krónum og með sparisjóðsvöxtum. Heildarverðmæti skreiðar, sem bíður óseld, er mun hærra en það sem Seðlabankinn tekur í salt. Söluverð- mætið getur verið 1.500 milljónir, jafnvel 2.500 milljónir, allt eftir því hver metur birgðimar og hvað er tekið með í reikninginn. HERB Eins og kunnugt er sóttust 130 stelpur eftir hlutverkinu og af þeim voru sjö valdar til frekari þrófunar. Fór sú prófun fram í gær. Voru stelpurnar látnar syngja og dansa fyrir framan gagnrýna dómnefnd sem í sátu Stefán Baldursson, Kjartan Ragnarsson og Atli Heimir Sveinsson. Þaö var ekki laust við að þær væru örlítið taugaspenntar stúlkurnar þar „Þaö liggur nú fyrir aö við höfum gengið frá breytingartillögu við út- vaipslagafrumvarpið og vonumst nú til að málið verði tekið fyrir á mánu- dag,” sagði Halldór Blöndal, formaður menntamálanefndar neðri deildar, í viðtali við DV í gær. Hann og Olafur Þ. Þórðarson gengu frá tillögu í gær um áð ekki yrði tekinn upp svokallaður nefskattur eins og áður voru uppi hugmyndir um. DASAMLEQ BORG SEMÞUATTHB EKKIAUDVELT MEÐ ■ADYFIRGEFAH Þegartil Salzburgar er komiö, og bílaleigubíllinn hefur veriö afhentur, þá bíða þín óteljandi ferðamöguleikar. Þér kann að reynast erfitt að slíta þig frá Salzburg, sem er ein fegursta borg Evrópu. En takist það, þá er aðeins fárra klukkustunda akstur til Vínar, Innsbruck, Mílanó og Feneyja. Fljúgðu með Flugleiðum til Salzburgar og aktu á bílaleigubíl um Austurríki og Ítalíu Viókomustaóurá suóurleió SALZBURG LEITIÐ FREKARI UPPLÝSINGA A SÖLUSKRIFSTOFUM FLUGLEIÐA, HJÁ UMBOÐSMÖNNUM OG FERÐA- SKRIFSTOFUM.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.