Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1985, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1985, Page 11
DV. LAUGARDAGUR 4. MAI1985. 11 FLUTNINGAR Alls konar íþróttir hafa verið mikið stundaðar af þjóðinni undanfarin ár og þeir sem geta hlaupið, skokkað, stokkið og kastað gera það, hinir leggjast í sólbekki og verða útfjólu- bláir eða stunda teygjuæfingar sem hafa víst alla tið verið afskaplega hollar fyrir bamshafandi konur þótt formæður okkar hafi eignast tólf til fjórtán böm án þess aö teygja sig nokkum skapaöan hlut nema kannski einstöku sinnum þegar þær vöknuðu á morgnana. Þótt áðumefndar iþróttagreinar séu ágætar til síns brúks og hægt sé að nota þær á ólympíuleikum og hér- aðsmótum em þær örugglega miklu ómerkilegri en íþróttimar sem ég sá í sjónvarpinu minu um daginn, önnur er stunduð af bönkum, kallast vaxta- rækt og er í því fólgin að styrkja und- irstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar, hin nefnist vaxtarrækt, er stunduö af fólki og miöar að því að styrkja lik- amann og gera kvenfólkið eins og hrífuskaft í vextinum en karlmenn- ina eins og sautjándajúniblöörur. I minu ungdæmi var hvorki stund- uð vaxtarækt né vaxtarrækt enda var guð þá ekki búinn að skapa seðla- bankann en hins vegar ræktuðu menn þá kartöflur og annað græn- meti og fengu verk í bakið tvisvar á ári, vor og haust. Þó minnist ég þess eftir nánari íhugun að hafa einhvem tímann fengið bók að láni hjá frænda mínum sem hét Atlas-kerfið (frænd- inn hét Guðmundur) og var hún nokkurs konar vaxtarræktarbók því að i formála hennar var sagt frá því aö höfundur bókarinnar heföi komiö sér upp stærsta brjóstkassa í heimi með ótrúlegu viljaþreki og aðstoð tveggja borðstofustóla. Einnig var þess getið í formálanum að ef menn heföu fimm mínútur aflögu á dag til aö stunda kerfið og gætu útvegaö sér stóla gætu þeir orðið eins og Atlas í vextinum eftir nokkur ár. Einnig var þvi lofað að menn sæju árangur kerf- isins i spegli eftir svo sem viku eöa hálfan mánuö. Þótt mér þyki slæmt að viður- kenna hvað ég var vitlaus á þessum árum þá hóf ég að stunda Atlas-kerf- iö af alveg griöarlegum áhuga en jafnframt meö óskaplega litlum árangri því að eftir rúman hálftíma, það er að segja viku, sá ég engan mun á mér þegar ég leit í spegilinn og var það ekki speglinum aö kenna. Eftir hálfan mánuð gafst ég upp og sé ég dálitið eftir því núna vegna þess að um daginn þurfti ég að flytja og þá hefði vafalaust komið sér vel að hafa stundað margnefnt kerfi i svo semtuttugu ár. Háaloft BENEDIKT AXELSSON Að safna lifli Ég á ágætan kunningja sem er sér- fræðingur í flutningum og hann sagði mér aö þaö væri um aö gera að byrja á því að safna nógu miklu liði því að þeim mun fleiri sem tækju þátt i at- höfninni því færri ferðir þyrfti hver og einn að fara. Sjálfur sagðist hann því miður vera upptekinn, hann þyrfti á áríðandi fund en það breytti engu um áreiöanleika kenningarinn- ar. Mér fannst allt sem þessi kunningi minn sagði viturlegt og því tók ég mig til eitt kvöldið og hringdi i alla sem ég þekki og með tilliti til þess að ég ætlaði að flytja á lögboönum frí- degi fannst mér alveg undravert hvað margir voru uppteknir þann dag. Einn ætlaði að eyða deginum í góðu yfirlæti í sumarbústað austur i sveit, annar var búinn að lofa konunni sinni að fara út að viðra hundinn og svona mætti lengi telja. Ég safnaði því alveg gríðarlega fá- mennu liði með þessum símhringing- um en á hinn bóginn varð mér mun betur ágengt á vinnustað mínum. Þar voru bókstaflega allir boönir og búnir til að aðstoða mig, — þó það nú væri, sögðu vinnufélagar mínir og brostu sínu bliöasta. Eftir þessar góðu undirtektir á vinnustað fannst mér einkennilegt að' enginn af þessum ágætu mönnum skyldi mæta í flutningana en skýr- inguna fékk ég daginn eftir þegar ég staulaöist á milli þeirra með bak- verk sem var á álika háu stigi og verðbólgan var þegar ríkisstjómin okkar tók við af fyrrverandi ríkis- stjóminni okkar. Sá sem var hvað ákveðnastur í að aðstoða mig fann einfaldlega ekki Breiðholtiö og var enn að leita að því þegar hann varð bensinlaus uppi á Akranesi. Annar, líka talsvert ákveðinn, sagöist hafa keyrt framhjá flutnings- staö aö minnsta kosti þrjátiu sinnum en hefði aldrei séð neinn sem honum fannst í þann veginn að flytja. „Er það ekki rétt munað hjá mér að þú hafir sagst vera að flytja í Laugarásinn?” spurði hann og glotti út i annað. Kemst þótt hœgt fari En þaö er af flutningunum að seg ja að þeir gengu hægt en örugglega fyr- ir sig og þeir sem báru ísskápinn, sem er þrjátiu ára gamall og alveg ógurlega þungur, upp á þriðju hæð áttu að mínu mati skilinn Islands- meistaratitil i isskápaflutningum en þar sem hvorki er keppt í þessari grein á ólympíuleikum né héraðs- mótum fengu þeir engar medaliur. Hins vegar fengu þeir rauðvín fyr- ir vel unnin störf og létu þess getið á þriöja glasi að þetta væri örugglega betra en að hljóta fálkaorðuna fyrir að taka upp kartöflur. Kveðja Ben. Ax. öllum er heimil þátttaka meðan riðlaskipan leyfir. Spilarar, mætið vel og timanlega. Spilað er í Gerðubergi kl. 19.30. Brídgedeild Barðstrend- ingafélagsins Föstudaginn 26. apríl komu Patreks- firðingar og Tálknfirðingar í heim- sókn. Föstudagskvöld var spilaður tví- menningur. Spilað var í 4X10 para riðlum. Urslit: A-riftill: stig 1. RagnarÞorsteinss.-HelgiEinarss. 133 2. BjörnBjömss.-BirgirMagnúss. 125 3. Hannes Ingibergss.-Jónina Halldftrsd. 122 4. Þorst. Þorstelnss.-Svelnbjörn Axelss. 120 B-riðill: stig 1. Sveinn Arason-Ari Arason 124 2. Gunnlaugur Þorsteinsson- Hcrmann Úiafsson 120 3. Þórarlnn Arnas.-Ragnar Bjömss. 117 4. Agúst Péturss.-Helgi Jónatanss. 116 C-riftiU: stig 1. Sigurður Isakss.-Edda Thoriacius 134 2. Þorleifur Þórarinss.-Jón Guðjónss. 123 3. Agústa Jónsd.-Guðrún Jónsd. 118 4. MáifrífturLorange-ÖlafurSigurftss. 114 D-riðlll: stig 1. Sigurður Kristjúnss.-HaUdór Kristinss. 136 2. AraiHaUdórss.-ÞorsteinnSigurftss. 124 3. Amór Oiafss.-Viðar Guðmundss. 124 4. Helgi Sæmuudsson-Ragnheiður 111 Laugardaginn 27. april var spiluð sveitakeppni. 10 sveitir frá hvorum aðila. Orslit: 1. borft stlg Bjöm Sveinsson 2 Gunnlaugur Þorstelnsson 25 2. borð Sveinn Arason 9 Ragnar Þorsteinsson 21 3. borft JónGisiason 14 Slgurftur tsaksson 16 4. borð BirgirPétursson 0 Viftar Guðmundsson 25 5. borft Agúst Pétursson 10 Friftjón Margeirsson 20 6. borft Ingveldur Magnúsdóttir 19 Þórlr Bjarnason 11 7.borft Snorrl Gunnlaugsson 0 Sigurður Kristjónsson 25 8. borð Friftgerftur Friftgeirsd. 11 Ágústa Jónsdóttlr 19 9. borft Ingigerður Einarsdóttir 7 Jóhann Guðbjartsson 23 10. borð Hafstelnn Daviðsson 25 Arnór Oiafsson 3 Bridgedeildin þakkar vestanmönn- um kærlega fyrir komuna suður. Einnig þakkar bridgedeild Barð- strendingafélagsins umsjónarmönn- um bridgeþátta dagblaöanna þeirra þátt í þágu átthagafélaganna. Bridgedeild Skagfirðinga SL þriðjudag mættu 26 pör til leiks í eins kvölds tvímenningskeppni. Spilað var í tveimur riðlum. Orslit urðu þessi: A-rlftiU: sög Bjöm Hermannss.-Lúms Hermannss. 238 Steingr. Þóriss.-Þérir LeUss. 234 Arnar IngóUss.-Magnús Eymuudss. 231 Karóiína Sveinsd.-Sveinn Svelnss. 229 B-riftUl: stig Jón Hermannss.-Ragnar Hansen 128 Guðiaugur Sveinss.-Magnús Sverriss. 125 Friftriklndriftason-OmÞórlss. 120 Meðalskor i A var 210 en 108 í B-riftll. Eins kvölds tvímenningar verða á dagskrá næstu þriðjudaga í Drangey. Ollum heimil þátttaka meðan húsrúm leyfir. Spilað er í Drangey v/Síðumúla. Bridgesamband íslands: Orslit Isiandsmótsins í tvímennings- keppni 1985 verða spiluð á Hótel Loft- leiðum heigina 4.-5. maí nk. Keppni hefst kl. 13.00 á laugardag. 24 pör keppa til úrslita og eru spiluð 5 spil milli para, alls 115 spil. Vakin er sérstök athygli á því aö á sunnudeginum 5. maí veröa afhent verðlaun fyrir ÖU mót sem haldin hafa verið á vegum Bridgesambands Is- lands þetta keppnisárið, þ.e. þau mót sem ekki hafa verið afhent verðlaun fyrirtilþessa. Þessi mót eru: Islandsmótiö í sveita- keppni, tvímenningi og einmenningi. Islandsmót í blönduðum flokki í tví- menningL i kvennaflokki, i sveitakeppni og í yngri flokki í sveitakeppni. Verðlaunahafar eru vinsamlegast beðnir um að mæta og taka á móti verðlaunum sinum. Tímasetning verðlaunaafhendingarerumkl. 17.30 á sunnudeginum. Bjöm Theodórsson, forseti Bridgesambands Islands, mun afhenda verðlaun. íþróttahús Mosfellshreppi Útboð Mosfellshreppur býður út annan áfanga viðbyggingar við íþróttahúsið að Varmá. Botnplata hússins er þegar steypt. Útboðið gerir ráð fyrir uppsteypu og öllum ytri frágangi bað- og búningsklefa, svo og frágangi á þaki og loftræstibúnaði sem þar kemur. Útboðsgögn eru til afhendingar á skrifstofu Mosfells- hrepps, Hlégarði, gegn 2.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð hjá tæknifræðingi Mosfellshrepps, Hlégarði, þann 15. maí 1985 kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Tæknifræðingur Mosfellshrepps. Húsnæðismálastofnun ríkisins l.;iug:»cgi 77 ÚtboÓ EYR AR B AKKAH REPPU R Stjórn verkamannabústaða, Eyrarbakkahreppi, óskar eft- ir tilboðum í byggingu tveggja einbýlishúsa, 65 m2, 324 m3. Húsin verða byggð við Túngötu, Eyrarbakka, og skal skila fullfrágengnum 31. okt. 1986. Afhending útboðsgagna er á sveitarstjórnarskrifstofu Eyrarbakkahrepps og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins frá þriðjudeginum 7. maí nk., gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sömu staði eigi síðar en miðviku- daginn 29. maí nk. kl. 11.00 og verða þau opnuð að við- stöddum bjóðendum. F.h. Stjórnar verkamannabústaða, tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins. ÚRVALS IMOTAÐIR Arg. Km Kr. Opel Rek. Berl. d. 1982 410.000 Opel Ascona, sjálfsk. 1982 37.000 380.000 Isuzu Trooper dísil 1982 56.000 650.000 Mazda 929 station 1981 69.000 290.000 Opel CorsaTR. 1984 5.000 335.000 Opel Kadett 1976 115.000 Saab 99 L 1973 95.000 Mazda 929, hardtop 1980 64.000 250.000 Volva Lapplander 1981 54.000 380.000 Toyota Hilux disil, yfirb. 1982 42.000 650.000 CH. Capric CL. st., disil 1982 100.000 850.000 CH. Chevy van 1979 79.000 290.000 Audi 100 LS 1977 67.000 175.000 BMW 318i 1982 49.000 385.000 Buick Skylark 1981 30.000 425.000 Ford Taunus GL. sjálfsk. 1981 43.000 270.000 Izusu Trooper bensín 1982 58.000 580.000 Mitsubishi Colt 1981 78.000 200.000 Toyota Crown dísil 1980 123.000 320.000 Volvo Lapplander yfirb. 1980 12.000 670.000 Lada Sport 1979 59.000 160.000 Opel Rekord dísil 1981 330.000 Buick Park Avenue 1981 91.000 850.000 Opiö virka daga kl. 9—18 (opið i hádeginu). Opiö laugardaga kl. 13 — 17. Sími 39810 (bein lína). BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.