Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1985, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1985, Qupperneq 15
DV. LAUGARDAGUR 4. MAl 1985. 15 f jöldamargir urðu þó eftir í miöbænum til þess að njóta sólarinnar. Hún skein sem aldrei fyrr. Þetta var það sem á mínum ungdómsárum var kallað hvítvínsveður enda fór svo að hvítvíns- flöskur skutu hér og hvar upp kollin- um. Við útitaflið flatmagaöi fólk í sól- baði og ungar mæður voru f jölmennar með vagna sína og kerrur; ljómandi huggulegt að sitja þama og spjalla við fólk. Þarna var til að mynda Friðrik Indriðason, ritstjóri og góðkunnur smásagnahöfundur af skóla Hamm- etts. Dr. Benjamín og kötturinn Svo fórum viö að rölta um, komum við á Tjöminni þar sem endurnar stóðu á blistri af brauðáti, og átum sjálfir is- krem og poppkom eins og i þá daga þegar maður var saklaust og áhyggju- frítt smábarn. Eg sá dr. Benjamín H. J. Eiríksson standa viö blaðsölustaö og glugga í grein um sjálfan sig í tímariti, og stóðst þá ekki mátið; fór og bauð honum poppkom. Hann sagði við mig: „Nei, þakka þér fyrir. Eg held að þér væri nær að hugsa betur um köttinn þinn. Þú skuldar mér 1200 krónur. Það þurfti ég að borga fyrir hreinsun á sængurfötum sem hann skeit í.” Nokkru seinna kom hann að mér við pylsuvagninn og sagði: „Það ætti að stefna þér fyrir dýraplagerí.” Mér, þessum vandaöa kattavini, sem þar á ofanáengan kött... Smákrimmar og sniglar A Austurvelli var líka f jöldi fólks og sumir ekki beinlínis félegir; ennþá með glýju í augum og reikulir í spori eftir rökkvaðan hádegisbarinn á Oðali. Þarna var hópur af smákrimmum að sleikja sólina; þeir vom leðurklæddir og úfnir. Bifhjólasamtök lýðveldisins voru líka í miðbænum og létu drynja í mótorhjólum sínum. Allir nutu lífsins og sumir kannski um of, því lögreglan kom og sótti mann sem haföi sofnað á Lækjartorgi en vaknaði seinna, geri ég ráð fyrir, í græna klefanum. Og ég sá iíka þá ómþýðu félaga, dr. Honeydew and his friend Beaker. (Dr. Honeydew! Er ekki Beaker vinur þinn farinn að drekka fullmikið? Og þú sem ert svona mikiö á móti víni. Taktu í taumana áður en þaö verður of seint!) A torginu voru vagnar frá Hótel- og veitingaskóla Islands og nemendur seldu kakó og nýbakaöar pönnukökur með sykri ofan í verkaiýðinn og aðra sem áttu aura. Missýndist mér eða var hann þarna, hann Gissur kokkur á Isa- firði, sem við kynntumst einu sinni, Palli Stefáns og ég. Þá skulum við vona að hann hafi lært eitthvaö nýti- legt í skólanum því það var sama hversu gott hráefni hann fékk upp í hendurnar, honum tókst jafnan að klúöra því. Uppboðá pönnukökum Páll var ennþá á ferli i miðbænum og þegar viðskiptavinum kokkanemanna var farið að fækka bauð hann í pönnu- kökustafla sem settur var á uppboð. Vitanlega hreppti Páll pönnukökurnar, fyrir 180 krónur, og reyndi siðan að verða rikur með því að bjóða upp hverja pönnuköku fyrir sig en ein- hverra hluta vegna varð iítið um til- boð. Þá bauð hann, fyrir mina hönd, í annan pönnukökustafla og náði honum fyrir 52 krónur en þegar til átti að taka átti ég ekki nema 35-kall og fékk engar pönnukökur. Það kom ekki að sök því Páll var örlátur á kökurnar sinar þegar hann uppgötvaði að hann yrði ekki ríkur og bauð mönnum óspart af gnægtum sínum. Flestir þáðu góðgerðirnar meö þökkum, ekki sist þegar viö sögöum fólki aö háöldruö amma Páls á Hrafni hefði staöið sveitt við baksturinn og sparað við sig harö- fiskinn vikum saman til þess að eiga fyrireggjum. Indverji lendir i sálarháska Þó þurfti Páll að beita öllum sínum sannfæringarkrafti við dökkleitan mann með túrban sem stóð á Austur- velli og útbýtti gulum miðum. Hann var frá samtökunum Ananda Marga og á miðanum sem hann lét mig fá sagði frá „vitundarbreytingu og einstaklingsþroska meö iökun hug- leiöslu”. Eg sagöist vera hópless keis og fleygði miðanum. En þá var maður- inn sjálfur fallinn i sorann; haföi sem sé þegið eina pönnuköku af Páli. Hon- um til hróss vil ég taka fram að hann neitaði lengi en stóðst það ekki þegar Páll sagði honum að það væri „local custom” á Islandi aö bjóða pönnukök- ur á þessum degi. Þegar hann elti okk- ur svo uppi til þess að bjóða Páli þroska og hugvíkkun fyrir pönnukök- una kom i ljós að hann faldi hana í hendi sér og gat ekki hugsað sér að boröa hana. Bumbult fyrsta maí „Ertu lygari? ” spuroi Páll. „Nei,” sagði maðurinn, fullur hryll- ings. „Þú sagðist ætla að borða pönnukök- una. Annars ertu lygari.” Með eymdarsvip fór veslings maður- inn að narta í pönnukökuna sína sem vafalaust var full af dýrafitu, eggjum og öðrum viðbjóði sem heilögum mönnum er bannað að setja inn fyrir sínar varir. Honum hefur áreiðanlega orðið bumbult þá um kvöldið. Og hvers átti maðurinn að gjalda; kominn alla leið austur úr Indíum til þess að prédika innri frið yfir Islendingum á fyrsta maí? -ij. inuuuu^ai Jón Loftsson hf. _______________ Hringbraut 121 Sími 10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.