Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1985, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1985, Side 16
PENH Hluti af hauskúpunum sem blaðamenn fá að sjá. þegar þeir heimsœkja Phnom Penh til að minna þá á atburði sem gerðust fyrir tiu árum. DV. LAUGARDAGUR 4. MAl 1985. Um þessar mundir er verið að sýna kvikmynd- ina Vígvellir (Killing fields) í kvikmyndahúsum. í þessari kvikmynd eru rif jaðir upp atburðir sem áttu sér stað fyrir um 10 árum. Sjálfsagt hafa þess- ir atburöir fjarað út úr hugskoti flestra ís- lendinga. Atburðirnir sem hér um ræðir eru þegar Rauðu khmerarnir réðust inn í höfuðborg Kambódíu, Phnom Penh, 17. apríl 1975 og gengu hreinlega frá henni. Þegar Rauðu khmerarn- ir höfðu náð yfirráðum í landinu og steypt stjórn Lon Nols af stalli upphófst mikið blóðbað. Eftir að Rauðu khmerarnir tóku við völdum er ekki vitað hversu margir létu lífið. Hins vegar er talið að sú tala geti legið nærri 800 þúsund. í landinu bjuggu á þessum tíma 6 til 7 millj- ónir. Þessi fjöldi lét lífið vegna þess að f jöldi manns var líflátinn, aðrir dóu úr hungri og enn aðrir dóu vegna vosbúðar í þrælkunarvinnu. Lítið er vitað hvað gerð- ist eftir þennan tíma. 1979 tókst Víetnömum að ná völdum í landinu. Við skul- um ekki rekja söguna hér. Hins vegar var norskur blaðamaður nýlega á ferð í Phnom Penh. Við skulum sjá hvað hann hefur að segja. BLÓÐ- TÍU ÁRUM EFTIR BAÐIÐ í PHNOM Götuljósin á gatnamótunum fyrir utan hótelið sýna rautt, grænt og gult eins og önnur götuljós. Borgarbúar láta það sig samt litlu skipta, hvorki þeir sem ferðast á skeHinöðrum né í þeim fáu bílum, sem sjást á götunum. I umferðinni gilda bara frumskógarlög- málin. Nýlega voru götuljósin fyrr- nefndu lagfærð eftir að hafa verið óvirk í fjölmörg ár. Þau standa þama og skipta litum og borgarbúar líta til þeirra með stolti vegna þess að þau eru merki þess að hjólin séu byr juö að snú- astafturíborginni. Kambódíumenn strita nú við þaö að koma sér upp úr jjeim rústum sem fjögurra ára stjórn Rauöu khmeranna lét eftir sig. Framfarirnar ganga reyndar hægt fyrir sig eins og títt er í löndum, sem eru undir handarjaðri Sovétríkjanna. En erillinn og Ufið í Phnom Penh er í þann veginn að komast í fyrra form. Það gerist tíu árum eftir að Rauðu khmerarnir lögðu bæinn hreinlega í eyði 17. janúar 1975. Þegar innrásar- herir Víetnama komu til borgarinnar 7. janúar 1979 voru bara nokkur hundr- uð manns í borginni af þeim þremur milljónum sem voru þar 1975. Sá fjöldi sem var horfinn hafði verið drepinn eða sendur í vinnubúðir úti á landi. I dag hefur um hálf miUjón manna flutt aftur til borgarinnar. Draugabær „Þegar ég kom aftur hingað tU baka 1979 trúði ég ekki mínum eigin aug- um,” segir hinn 33 ára gamli „Phuong”. Samkomulag var um að nota þetta nafn því Kambódíumenn hafa ekki leyfi tU að tala við vestræna blaöamenn nema fá til þess leyfi hjá minnst tveimur ráöuneytum. „Phnom Penh var draugabær, hurðir voru rifnar af hjörum, rúður brotnar og rottumar réðu ríkjum.” Hótel Phong Penh Hið gamla og virðulega hótel Phong Penh hefur veriö endurreist og heitir nú Samaki. Það er einmitt þetta hótel sem kemur fram í kvikmyndinni Víg- veUir. Það var þarna sem heims- pressan hélt til. Þar dvaldi einmitt blaðamaður New York Times, Sidney Schanberg, sem er aðaUietjan í kvik- myndinni. Nú er hótelið aöalstöðvar erlendra hjálparsveita. 1200 krónur í mánaðarlaun Vinur okkar Phuong vinnur á hóteU. Hann fær 200 riel i laun á mánuði, það eru um 1200 krónur. „Þetta er ekki nóg tU aö fæða fjöl- skyldu mína. Konan min vinnur á markaðinum á kvöldin. Þar selur hún skartgripi og fær reyndar mun hærri laun en ég,” segir Phuong. Mjólkurlítrinn kostar 50 riel. Kjöt kostar 30 riel kílóið en það er sjaldan sem það er fáanlegt. Fjölskyldan notar um 45 kUó af hrísgrjónum á mánuöi. Þau kaupir hún á 2 riel kUóið í ríkis- reknum verslunum. Ef hún þarf meira af grjónum verður hún að fara á frjáls- an markað þar sem verðið er fjórum sinnum hærra. I miöborginni eru margar smáverslanir. Ljósmyndarar, rakar- ar, „tannlæknar” og útvarps- viðgerðarmenn bjóða fram þjónustu sína á hverju götuhomi. Á markaðin- um eru í boði „gull” og „gimsteinar”. Einnig hljómflutningstæki, þýskur Heineken bjór og rússneskur vodki svo eitthvað sé nefnt. Phuong þarf ekki að borga húsaleigu fyrir íbúð sem rOtið á. Hann þarf ekki heldur að greiða skatta. Skattakerfiö er enn ekki komið í lag. Reyndar má segja það sama um flest önnur kerfi því Rauöu khmerunum heppnaðist að minnsta kosti á einu sviði: Að koma landinu aftur á steinaldarstigið. Þeir gengu skipulega fram og eyöu- lögðu allt þjóðfélagskerfið til þess að geta byrjaö aftur frá grunni eða á árinu núll. Markmiðiö var að koma á fót sterku kommúnísku iðnríki sem átti aö grundvallast á „stóra stökkinu fram á við” í landbúnaði og af eigin krafti eins og þeir sjálfir sögðu. Sam- kvæmt þessu voru borgarbúar og menntamenn hættulegir fjandmenn. Það var ekki nóg að Rauöu khmeramir dræpu hundmð þúsunda af kennurum, læknum, tæknimönnum og viðskipta- mönnum, þeir eyðilögðu öll „skaðleg” tæki s.s. dráttarvélar, bíla og tann- læknaskóla. Skólum, sjúkrahúsum og verksmiðjum var læst. Brýr, vegir og járnbrautir eyðilagðar. Lyf af skornum skammti Sex árum eftir að þessum látum linnti liggur mestallur iðnaöur niðri. Það sama er að segja um samgöngur, stjórnkerfi landsins. Þau sjúkrahús sem em starfandi em undir stjórn út- lendinga. Lyf em af skomum skammti og hættulegir sjúkdómar herja óhindr- að á íbúa landsins. Hár barnadauöi hefur ekki lækkað frá 1979 segja þeir sem stunda hjálparstarf í landinu. Eins og á 18. öld „Að lifa og vinna í Phnom Penh er eins og vera kominn aftur til 18. aldar- innar,” segir einn starfsmaður Sam- einuöu þjóðanna, sem er í Phnom Penh. „Það em engir símar, ekkert telex og heldur engar póstsamgöngur. Bréf sem viö sendum héöan verðum við aö fara með sjálfir út á flugvöll og koma í vélamar sem fara þaðan. Flug þaðan er i mesta lagi tvisvar í viku.” Rafmagn er ekki sjálfsögö lifsþæg- indi. Raforkuverin eru knúin áfram með dýrri rússneskri olíu. Þau em aðeins í gangi nokkra tíma dag hvem. Nýlega hóf sjónvarpið að starfa að nýju. Það sem þaöan kemur er yfir- gnæfandi áróðurfrá stjórnvöldum. Menntun Mikil áhersla er lögð á menntun i Kambódíu. Um 80 prósent allra barna ganga i grunnskóla núna. Undanfarið hefur tekist að mennta 35 þúsund nýja kennara. Það eru fleiri en þeir 20 þús- und sem Rauöu khmerarnir drápu. I bókasafninu á bamaheimili númer 1, sem á em 535 foreldralaus börn, sit- ur lítil stúlka og sýnir lestrarkunnáttu sína með því að lesa leiðaragrein í flokksblaði Kambódíu. Hún les mjög vel og leiðarinn fjallar um vináttu hinna þriggja ríkja Víetnam, Laos og Kambódíu. I fátæklegum hillum bóka- safnsins eru minnst hundrað eintök af skýrslu frá 26. flokksþingi rússneska kommúnistaflokksins. Einnig er bunki af fréttablööum frá fréttastofunni Novosti. Það nýjasta þeirra f jallar um fund þeirra Gromyko og Reagans í fyrra. Dagur f jölskyldunnar Sunnudagur er dagur fjölskyldunnar í Phnom Penh. Þá streyma bæði böm og fullorðnir á Konungstorgiö og njóta lífsins. Eflaust dreymir marga um þá daga þegar friður ríkti í borginni og hún var ein sú fegursta í Asíu. Sumir þeirra segja að Kambódía sé ekki fallegt land lengur. Þar séu of margir Víetnamar. Þeir steli bæði vinnu og landi frá þeim. Víetnamar eru bæði í hlutverki her- manna og óbreyttra borgara. Þeir reyna að láta bera sem minnst á sér dags daglega. I landinu em um 160 her- menn. Ambassador Víetnams í Kambódíu segir að í landinu séu 80 þúsund óbreyttir Víetnamar. Hins vegar em aörir sem halda því fram að sú tala sé tvöfalt hærri. Hann dregur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.