Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1985, Síða 17
DV. LAUGARDAGUR 4. MAI1985.
17
ekki dul á að það séu Víetnamar sem
hafa byggt upp landið að nýju. „Hér
var ekkert til af gögnum og engin sem
kunni neitt í stjórnsýslu. Við urðum að
kenna þeim allt fró rótum. Við urðum .
aö segja þeim hver var hvað í heims-
pólitíkinni," segir ambassadorinn.
Hins vegar fást ekki svör við því
hvernig það sé á færi Víetnams að
endurbyggja annað land þegar það
sjólft hefur gengið í gegnum mestu
hörmungar sem nokkurt land hefur
gengiðígegnum.
8000 hauskúpur
Þaö er ekkert vafamál að það voru
Víetnamar sem felldu blóðuga harð-
stjórn Rauðu khmeranna. Þeir komu
landsmönnum til hjálpar fró dauða og
vosbúð. I dag réttlætir núverandi
stjórn veru sína vegna þessarar stað-
reyndar. Um leið og vestrænir blaða-
menn koma til Phnom Penh eru þeir
drifnir að fjöldagröfunum Chuong Ek
sem liggja rétt fyrir utan borgina. Sú
sýn sem blasir við þar hefur tilætluð
áhrif.
Um ótta þúsund hauskúpum hefur
verið raðað upp í 50 metra löngu skýli.
Fyrir aftan inn ó milli trjánna liggja
grafirnar þar sem afgangurinn af
líkunum liggur. „Já, hérna skáru þeir
fómarlömbin á háls,” segir leiösögu-
maðurinn og teygir sig eftir pálma-
blaði sem er beitt eins og hnífur. Hann
bætir við: „Þeir drápu foreldra mína
og systkini. Náðuð þið góðum mynd-
um?” APH endursagði.
Ferðatilhögun er þannig að stigið verður um borð í Maxim Gorki i Reykjavík
19. ágúst. Siglingin hefst svo klukkan 7 um kvöldið þann sama dag. Fyrstu 3 dagarnir fara í siglingu
og að morgni 4. dagsins er stigið á land í St. John's á Nýfundnalandi. Daginn eftir er
svo komið til St. Pierre. Síöan til Gaspé þann 25. ágúst, Quebeck 26. og 27. ágúst og loks til
Montreal 28. ágúst þar sem farþegar yfirgefa skipið.
Um hádegi þennan dag hefst svo ferðin til New York. Fyrstu nóttina verður gist í Ottawa. Daginn eftir
verður svo haldið til Toronto eftir stutta skoðunarferð um Ottawa. Gist verður í Toronto þá nótt.
Þann 30. ágúst verður svo farið til Niagarafossanna. Fossarnir verða skoðaðir þann dag trá báöum
bökkum og einnig verður efnt til bátsferðar. Gist verður við fossana. 31. ágústverður
svo haldið í einum áfanga til New York og dvalið þar til 3. september. Þá verður
flogið frá New York til Keflavíkur. Hægt verður að framlengja dvölina í New York.
Listamenn Bolshoileikhússins
Óhætt er að segja að hór sé um einstakt tækifæri að ræða. Fyrir
utan að bjóða upp á óvenjulegt ferðalag, já til staða sem að öllu
jöfnu eru ekki í þjóðbraut, og á þægilegan hátt, þá verða um borð
í Maxim Gorki í þessari ferð þekktir listamenn frá hinu heims-
þekkta Bolshoi-Theater í Moskvu. Farþegum gefst kostur á að sjá
listamenn í hinum glæsilegu sölum Maxim Gorki, listamenn sem
annars er ógerningur fyrir okkur að sjá vegna hinnar miklu að-
sóknarað Bolshoi.
Nlagarafossarnir.
(nKXVTIK
FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhúsinu Hallveigarstig 1. Símar 28388 og 28580
i fyrsta skipti gefst okkur kostur á að sigla með
lúxusskipi frá íslandi til Vesturheims. Farkostur-
inn er ekki af smærri gerðinni — um er að ræða
skemmtifleyið Maxim Gorki — 25.000 tonn að
stærð, búið öllum hugsanlegum þægindum.
Skipið tekur milli 6 og 7 hundruö farþega og er
áhöfn þess um 450 manns.