Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1985, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1985, Blaðsíða 21
DV. LAUGARDAGUR 4. MAl 1985. 21 Það er ábyrgðarhluti að kenna unga fólkinu móðurmólið. .. LAUSSTAÐA Bændaskólinn á Hólum óskar að ráða kennara i almennum búfræðigreinum. Umsóknir, ásamt upp- lýsingum um menntun og fyrri störf, sendist land- búnaðarráðuneytinu fyrir25. maí nk. 30. apríl 1985. Landbúnaðarráðuneytið. LAUSAR STÚÐUR: Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa við eftirtaldar deildir: Svæfingardeild Lyflækningadeildir Handlækningadeildir Barnadeild Göngudeild (Gastro), dagvinna Einnig vantar hjúkrunarfræðinga til sumarafleysinga. Sjúkraliðar óskast til starfa á: Handlækningadeild, skurðstofu, dagvinna Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra sem veitir nánari upplýsingar í síma 19600 kl. 11—12 og 13—14 alla virka daga. Reykjavík 3.5.1985. Skrlfstofa hjúkrunarforstjóra. Tímaritið Skíma Til er tímarit að nafni Skíma. Skíma þessi er málgagn móðurmálskennara og gefin út af Samtökum íslenskra móðurmálskennara. Skima var stofnuð fyrir átta árum og hefur komið út nokkrum sinnum á ári. I ritinu birtast ýmsar greinar um málvísindi og bókmenntir og kennslu þessara greina. Yfirleitt hafa þessi skrif þann kost að vera ekki síður viö hæfi almennings en fræðimanna. Staöa íslenskunnar og framtíð íslenskukennslu má aldrei verða einkamál fræðimanna og kennara. Þess vegna er full ástæða tii að hvetja fólk til að kynna sér þessi skrif og leggja orð í belg. Meöal annars með því að verða sér úti um Skímu. Afgreiðslumaöur blaðsins er Eiríkur Páll Eiríksson og ansar hann í síma (91) 44236. Þar geta áhugasamir pantað eintak og fengið sent um hæl. Fyrsta tölublað áttunda árgangs kom út í apríl. 1 því blaði fjalla tiu málfræðingar og kennarar um efnið Islensk málstefna. Sumir kunna ef til vill að undrast að það þurfi svona marga málfræðinga til aö fjalla um íslenska málstefnu. En þetta er fjarri því einfalt mál og menn ekkisammála. Maó heitinn í Kína sagði eitt sinn aö leyfa ætti þúsund blómum að blómstra. Nú er hann allur og hvílir smurður og rjóður í kinnum á viðhafnarbörum í grafhýsi við Torg hins himneska friðar. Og manni sýnist sem íslenskir málfræðingar hafi tekið upp merki hinnar föllnu hetju. Því svo sannarlega spretta þúsund ólík blóm á akri þeim sem málfræðingar hafa tekið að sér að sá í og hirða. Sumir sýnast þeir reyndar hafa fundið sitt Torg hins himneska friðar meðan aðrir heyja einskonar grasrótarbaráttu og trufla meö því hina himnesku ró. Eg hef alltaf haft meiri áhuga á síðartöldu leiðinni þótt mér komi ekki til hugar að neita því að vandfundinn er tignarlegri og dægilegri hvílustaður en við Torg hins himneska friðar. En þó verða menn að láta sér það lynda að verða smurðir þótt þeir geti haft ung- meyjarroða í kinnum. Málstefna Að því er Baldur Jónsson segir í grein sinni í Skímu mun Jón Helgason fyrstur hafa notað þetta orð í ræðu yfir íslenskum stúdentum i Kaupmanna- höfn árið 1945. Málstefna er vitaskuld miklu eldra fyrirbæri. Framan af virðist íslensk málstefna vera einskonar óskrifuö lög um meðferð tungunnar en á síöustu árum hafa komið fram ólíkar skoðanir. Íslensktungal2 Eiríkur Brynjólf sson Málfræðingar virðast vera á einu máli um það hvernig skilgreina beri málstefnu. Þess vegna þykir mér rétt aö birta hér ágæta skilgreiningu Jóns Hilmars Jónssonar úr grein hans í Skímu: „Hugtakiö málstefnu virðist mega skilgreina á þann veg að átt sé við meðvitaða viðleitni til að beina þróun tungumáls í tiltekna átt út frá ákveðnu heildarviðhorfi til málefna þess. Að jafnaði er þá átt við ráðandi viðhorf í þjóöfélaginu í heild, þótt einnig sé hægt að hugsa sér afmarkaða þjóðfélags- hópa eða jafnvel einstaklinga sem mótendur og merkisbera sérstakrar málstefnu.” Líklega má telja málfræöinga og íslenskukennara helstu mótendur málstefnunnar þótt vitaskuld komi fleira við sögu. Þeir búa síðan yfir ýmsum leiðum til að koma þessari stefnu á framfæri við þá sem ætlast er til að fari eftir henni. Þar má nefna þætti í útvarpi, blööum og íslensku- kennslu í skólum. Viö verðum lika að hafa i huga að sama lögmál hlýtur að gilda um mál- stefnu eins og hverja aðra stefnu. Mælikvarðinn á réttmæti hennar sést á framkvæmdinni. Við þekkjum það úr pólitík hvemig besta stefna getur orðið hallæri í f ramkvæmd. Er til íslensk málstefna? Þá er komið aö þúsund blómum málfræðinganna. Það koma nefnilega fram ýmsar skoðanir á því hver ís- lensk málstefna sé, hver hún eigi að vera og hvort hún sé yfirleitt til. Eg ætla að vitna hér í þrjá heiðurs- menn til aö sýna þetta. Það vill svo til að þeir eru allir fyrrum kennarar mínir i háskólanum en ég læt þá aö sjálfsögðu ekki gjalda þess á neinn hátt. Baldur Jónsson er ekki í vafa um hver íslensk málstefna er. Hann segir: „A allra síðustu árum hefir allt í einu komist í tisku að tala um málstefnu og helst aö auglýsa eftir henni eins og hér búi ráðvillt þjóð, sem veit ekki, hvað hún á að gera við tungu sína. Líklega er þetta endurómur af erlendu tali um „language policy” og „sprakpolitik”. Þó er mér nokkur ráðgáta, hvers vegna menn þykjast svo mjög þurfa að spyrja um málstefnu Islendinga. I mínum huga hefir aldrei verið neitt álitamál, hver hún er.” En það sem einum er ljóst er öðrum hulið. Höskuldur Þráinsson kemst að þessari niðurstöðu: „Eg held aö það sé ekki til nein opinber málstefna sem helstu mál- vöndunarmenn þjóðarinnar fylgja eða leiðbeinendur í skólum geta fy lgt. ” Þriðji málfræðingurinn sem hér verður vitnað til, Eiríkur Rögnvalds- son, stendur einhverstaðar mitt milli hinna tveggja og sér glitta í stefnuhró: „Um fyrsta atriðið (þ.e, hvort stefn- an er til, innsk. mitt) er það að segja, að stefnan hefur, að svo miklu leyti sem hún hefur verið til, verið skipulagslaus íhaldssemi.” Hafi einhverjir haldið að einungis efnahagsmál skiptu þjóöinni í ólíka skoðanahópa mega þeir hinir sömu nú sjá villu sína. Og þannig á þetta auðvitað að vera. 011 þúsund blómin eiga að fá aö blómstra því aldrei er að vita hvert þeirra ber þyngsta ávöxtinn og fegurstu rósina. Opið ki. 1-5. TOGGURHF SAAB UMBODIÐ BÍLDSHÖFÐA 16. SÍMAR 81530 OG 83104 Seljum í dag 8Mb 99 GL árg. 1992, 4ra dyra, hvttur, beinskiptur, 5 gira. Mjög góður bill á góðum kjörum. Saab 900 GLE árg. 1980, 5 dyra, Ijósgrænn, ekinn aöeins 47.000 km, sjólf- skiptur, vökvastýri o. fl. Skipti á dfsil pickup möguleg. Saab 900 GLE árg.1982 4ra dyra, Ijósblár, beinskiptur, 5 gira. Mjög fallegur bfll m/vökvastýri, lituðu gleri o. fl. Skipti möguleg á ódýrari Saab. Saab 900 GLE árg. 1982, 4ra dyra, silver og dökkgrár, sjálfskipt- ur, vökvastýri, topplúga og fl. Ek- inn 44.000 km.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.