Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1985, Page 13
DV. FIMMTUDAGUR 27. JUNI1985.
13
BORNUM EINSTÆÐRA
FORELDRA MISMUNAÐ
Kjallarinn
Nú sem endranær uröu það örlög
margra mála frá stjómarandstöð-
unni á Alþingi að fá annaðhvort ekki
afgreiðslu úr nefnd eða að vera vísað
til ríkisstjórnarinnar. Slík málsmeð-
ferð er lítils virði og í raun aðferð til
aðvisamálifrá.
Slik uröu örlög frumvarps um
breytingu á barnalögum, sem undir-
rituð flutti á sl. þingi, og tryggja átti
að böm sem aðeins eiga annað for-
eldra á lífi hafi sömu möguleika og
böm annarra einstæðra foreldra til
menntunar og starfsþjálfunar.
Framlag vegna
menntunar og
starfsþjálfunar
I bamalögum, sem samþykkt voru
á Alþingi í apríl 1981, em ákvæði sem
kveða á um heimild til þess að
ákveða framlag frá meðlagsskyld-
um aöila til menntunar og starfs-
þjálfunar bams til 20 ára aldurs, svo
og ákvæði um að heimilt sé að úr-
skurða framfærsluskyldan aöila til
að inna af hendi framlag vegna sér-
stakra útgjalda við skim barns,
fermingu, vegna sjúkdóms eöa af
öðm sérstöku tilefni.
Ljóst er að þessi ákvæði barnalag-
anna eru mjög mikilvæg og geta oft
ráðið úrslitum, t.d. um framhalds-
menntun eða starfsþjálfun bama
einstæðra foreldra.
Þegar ofangreind ákvæði voru lög-
fest var ekki hugað að því að tryggja
sambærilegan rétt eöa stuöning við
einstæða foreldra eða böm þeirra, ef
meðlagsskyldur aðili er ekki lengur
á lífi eða af öörum ástæðum reynist
ókleift að innheimta greiöslu skv.
ákvæðum þessarar greinar bama-
laganna. Hér var því um aö ræða
augljóst ranglæti og mismunun í að-
búnaöi og k jörum einstæðra foreldra
ogbarnaþeirra.
Viðbótar-
framfærsla
viðurkennd
Tryggingastofnun ríkisins greiðir
framfærslueyri til 18 ára aldurs
barna einstæöra foreldra ef ekki er
til neins meðlagsskylds aðila aö
leita. Löggjafinn hefur með sam-
þykkt bamalaganna viðurkennt og
heimilaö viöbótarframfærslueyri til
einstæðra foreldra, sem leitað geta
til meðlagsskylds aðila í sérstökum
tilfellum, svo sem vegna menntunar
og starfsþjálfunar barna til 20 ára
aldurs. Með því hefur löggjafinn við-
urkennt þörfina á viðbótarfram-
færslueyri til einstæðra foreldra í
sérstökum tilfellum. En löggjafinn
hefur einungis gengiö hálfa leiðina í
þessu efni, þ.e. heimilað með lögum
viðbótarframfærslueyri til hluta ein-
stæðra foreldra en skilur eftir þann
hlut einstæðra foreldra sem ekki get-
ur leitað til meölagsskylds aðila um
framlag vegna menntunar barna.
Löggjafarvaldið er hér að mis-
muna bömum einstæöra foreldra og
skapa þeim mismunandi aðstöðu og
möguleika til menntunar.
Eymdarleg
afstaða
Meirihluti allsherjarnefndar neöri
deildar, sem skipaður var fulltrúum
stjórnarliða, lagði til aö frumvarp-
inu, sem leiðrétta átti þann mismun,
yrði vísað til ríkisstjórnarinnar. Rök
meirihlutans vom vissulega léttvæg.
Þau voru að hopa í þaö skjól aö þar
sem almannatryggingalöggjöfin
væri í endurskoðun bæri að vísa mál-
inu til ríkisstjómarinnar. Það er í
raun óþolandi að hvenær sem reynt
er að koma fram réttarbótum, hvort
heldur er á lífeyrisréttindakerfinu
eða almannatryggingalöggjöfinni,
þá sé Alþingi Islendinga meinað að
taka afstöðu til mála af því að stjórn-
skipaðar nefndir em að fjalla um
málin, nefndir sem setið hafa á rök-
stólum í fjölda ára eins og lífeyris-
réttindafiefndin, eða frá árinu 1977,
og a.m.k. tvær eða þrjár stjómskip-
aðar nefndir á undanförnum 10 árum
til aö endurskoða almannatrygg-
ingalöggjöfina. Þeim mun eymdar-
legri var þessi afstaða meirihluta
allsherjarnefndar að hér var ekki
verið aö leggja til breytingar á al-
mannatryggingalöggjöfinni, heldur
bamalögunum. Tryggingastofnun
ríkisins hefði ekki haft með fram-
kvæmdina aö gera skv. ákvæðum
fmmvarpsins að öðru leyti en því að
vera greiösluaðili. Fmmvarpið kvað
á um að ef meðlagsskyldur aðili væri
ekki lengur á lífi eða af öðrum ástæð-
um reyndist ókleift, samkvæmt úr-
skurði valdsmanns, aö innheimta
framlög, vegna menntunar eða
starfsþjálfimar, skyldi lífeyrisdeild
Tryggingastofnunar ríkisins greiða
framlögin til 20 ára aldurs barns.
Rökrétt
framhald
I raun og sannleika fólst í afstööu
meirihluta allsherjarnefndar að
skipta einstæðum foreldrum upp í
tvo hópa og viðurkenna viðbótar-
framfærslu annars hópsins vegna
menntunar og starfsþjálfunar barna
þeirra en ekki hins sem allt eins get-
ur búið við erfiðar aöstæður ef ekki
verri aðstæður. Hver eru rökin fyrir
slíkri mismunun? Eru rökin t.a.m.
þau að einstæð móðir með 4 börn,
sem ekki getur leitað til meðlags-
skylds aðila um. viðbót á fram-
færslueyri vegna menntunar barna
sinna, sé í minni þörf fyrir aðstoð en
einstæð móðir með tvö böm sem skv.
ákvörðun Alþingis getur fengið slíka
fyrirgreiðslu af því aö hún getur leit-
að til meðlagsskylds aðila. Þegar Al-
þingi hefur viðurkennt þörf og nauð-
syn á viðbótarframfærslueyri til
hluta einstæðra foreldra og barna
þeirra þá er það rökrétt framhald að
Alþingi tryggi einnig sambærilegan
rétt þeirra sem ekki geta leitað til
meðlagsskylds aðila og sem Trygg-
ingastofnun ríkisins hefur nú skyldu
við végna framfærslu bama þeirra
til 18áraaldurs.
834 einstæðir
foreldrar
1167 börn
Samkvæmt upplýsingum Trygg-
ingastofnunar ríkisins fengu 834 ein-
stæðir foreldrar greiddan bamalíf-
eyri meö bömum sínum yngri en 18
ára vegna andláts annars hvors for-
eldris. Að mati Tryggingastofnunar
ríkisins má gera ráð fyrir að þessir
834 einstæðu foreldrar hafi að með-
altali 1,4 börn á framfæri sínu. Sam-
kvæmt þessum upplýsingum eru 834
einstæðir foreldrar með 1167 böm á
framfæri sínu sem ekki njóta réttar
samkvæmt ákvæðum barnalaganna
þar sem þeir hafa ekki til neins með-
lagsskylds aðila að leita. Það er ljóst
að þeir sem að því áliti meirihluta
allsherjamefndar stóðu að vísa mál-
inu til ríkisstjómarinnar höfðu síður
en svo góðan málstað að verja þegar
þeir lögðu til að Alþingi Islendinga
legði blessun sína yfir óréttlátan
mismun í aðstöðu einstæðra foreldra
og bama þeirra. Enda voru rökin
einkennileg í málflutningi meirihlut-
ans þegar mælt var fyrir þeirri af-
stööu að vísa málinu til ríkisstjórnar-
innar. Fram kom hjá framsögu-
manni að varhugavert væri að taka
eina grein út úr bamalögunum og
krefjast breytinga á henni. Spyrja
JOHANNA
SIGURÐARDÓTTIR
ÞINGMAÐUR FYRIR
ALÞÝDUFLOKKINN
má með sama hætti hvort þessi rök
eigi að gilda líka um aöra lagabálka
sem iðulega er verið að breyta á Al-
þingi.
Rökin
mótsagnakennd
I ljósi þess að meirihluti allsherj-
amefndar lagði til að haldiö yröi
áfram að mismuna bömum ein-
stæðra foreldra þá sést þversögnin
best í röksemdafærslu meirihlutans
þegar framsögumaður hans hafði
eftirfarandi fram að færa:
„Það dylst engum að barnalögin
gengu í þá átt að halda fram rétti
barnsins, svo og jafna rétt barna.
Um það veröur ekki deilt.”
Svona voru nú rökin mótsagna-
kennd og máliö greinilega lítið
ígrundað af hálfu meirihlutans ef
þeir telja sig hafa verið að jafna rétt
bama einstæðra foreldra með af-
stöðusinni.
En máliö verður lagt fram á nýjan
leik á þingi í haust. Þá verður fróð-
legt að fylgjast með hvort orð og at-
hafnir fara saman. Barnalögin eiga
jú að jafna rétt bama, eins og fram-
sögumaður allsherjamefndar sagði
um leiö og hann lagði til viö neðri
deild Alþingis að greiða atkvæði með
því gagnstæða.
Jóhanna Sigurðardóttir.
Ekkilinast
kommakreppan
Þá er blessuð löggjafarsam-
kundan okkar farin í fríið eftir lang-
ar og strangar setur. Sjálfsagt á tím-
inn eftir aö leiða í ljós hvert gagn
varð að löngum fundum hennar í lok-
in en ég held að óhætt sé að fullyrða
að vegur hennar hafi lítið vaxið síð-
ustu vikur þinghaldsins. Skal hér
ekki farið út í það að vega eða meta
hverjir hafi átt þar mesta sök en
skylt er að taka það fram að ekki er
hægt aö áfellast stjómarandstööuna
sem sh'ka, miklu fremur einstaka
þingmenn, jafnt úr liði stjórnar-
flokka sem stjórnarandstöðu.
Merkustu atburðirnir
utanþings
En þrátt fyrir að þingmenn hafi
setið sveittir undanfamar vikur viö
að afgreiða marga lagabálka og
klúöra öðrum hafa merkustu
atburðir þjóðlifsins gerst utan þing-
sala. Þar á ég við samningana á
vinnumarkaönum sem ég fjallaði
raunar nokkuð um í siöustu grein.
Horfur er á því að flest eða öll
aðildarfélög ASI muni samþykkja
samningana, i það minnsta þegar
þetta er skrifað. Vafalítið er þó
ánægjan mismikil, eins og gengur og
gerist, einkum þó í ónefndu stóru
verkamannafélagi.
Það hefur verið býsna fróðlegt að
fylgjast með ýmsum hræringum í
sambandi við þessa samninga. Mest
hefur ólgan verið í vesalings Alþýðu-
bandalaginu sem virðist engjast af
innanmeinum í hvert skipti sem eitt-
hvað gerist í tengslum við verkalýðs-
hreyfinguna.
Fyrirfram var vitað að hóflegir
samningar væru ýmsum þeim öflum
sem flokksforystan hefur gengið
undir og jafnvel eflt lítt að skapi
enda hefur óneitanlega skorist í odda
í bandalaginu. Liösstjórar órólegu
deildarinnar í verkalýðsráði flokks-
ins héldu fund þar sem hvatt var til
þess að samningarnir yrðu felldir.
Forseti ASI lét samstundis hafa eftir
sér að það fólk vissi harla lítið hvað
verkalýðsbarátta væri og hefði lík-
lega ofan i kaupiö lítið kynnt sér
samningana.
Þetta kom ef til vill ekki sérstak-
lega mikið á óvart því lengi hefur
verið grunnt á því góða á milli for-
ystumanna Alþýðubandalagsins í
ASI og þess fólks sem nú hefur tekið
völdin í verkalýðsmálaráði flokks-
ins. Hitt kom hins vegar talsvert á
óvart að formaður flokksins gekk í
fyrsta skipti opinberlega á móti
verkalýðsmálaráðinu og gaf yfirlýs-
ingu um að hann teldi óráðlegt að
samningamir yrðu felldir þótt hann
teldi þá til lítillar fyrirmyndar.
Ljóst er að talsvert hlýtur að hafa
gengið á áður en formaöur sá sig
knúinn til að gefa slíka yfirlýsingu
þar sem hún hlýtur að hafa komið
illa við kaunin á því fólki sem kennt
hefur verið við órólegu deildina í
flokknum. Verður fróðlegt að fylgj-
ast með hvort formaðurinn er nú að
kúvenda í afstöðu sinni til arma
fbkksins eða hvort þetta hefur átt að
vera smyrsl á þau sárindi sem hann
hefur valdið helstu verkalýðsleiðtog-
um flokksins undanfariö með stuðn-
ingi sínum við órólegu deildina.
Hvorn kostinn sem hann tekur
virðist óhjákvæmilegt að kreppan
innan flokksins haldi áfram að
magnast og líkumar aukist á alls-
herjaruppgjöri sem gæti leitt til
klofnings. A meðan þessi ólga varir
heldur flokkurinn áfram að minnka
að því er skoðanakannanir herma
okkur enda virðist straumurinn
liggja enn til hægri í stjórnmálum
hérlendis.
Ábyrgir kratar
Það hefur einnig vakið mikla
athygli, eins og ég gat um í síðustu
grein, að kratar í verkalýðshreyfing-
unni gengu f ram fyrir skjöldu til þess
að liðka fyrir samningum. Ymsum
kom það nokkuö spánskt fyrir sjónir
þar sem ætla hefði mátt að kratar
vildu fá kosningar í haust, á meðan
dýrðarsól foringja þeirra skín enn
hátt á himni, og vísasta leiðin til að
knýja þær fram hefði einmitt verið
aö stofna til verkfalla og fá verulega
verðbólgusamninga í gegn.
Margir hafa leitað skýringa á
þessari hegðun krata. Sumir hafa
látið aö því liggja að ekki sé allt of
MAGNÚS
BJARNFREÐSSON
gott í raun og vem milli foringjans
og gamla krataarmsins í verkalýðs-
hreyfingunni og mönnum þar sé ekk-
ert óljúft þótt dálitlu lofti sé tappaö
af leiðtoganum áður en kosningar
verði. Aörir telja aðkratar hafi fund-
iö að enginn vilji hafi verið fyrir
vinnudeilum og því hafi það verið
vinsælasta leiðin að semja.
Vera kann að þetta síðarnefnda sé
rétt að hluta en ég held þó að hvomg
þessara skýringa sé hin raunveru-
lega. Eg held að kratar hafi einfald-
lega tekið ábyrga og þjóðholla af-
stöðu og látið það ráða gerðum
sinum hvað þeir teldu launþegum og
þjóðinni allri fyrir bestu. Augu allra
hinna skynsamari manna í verka-
lýðshreyfingunni hafa opnast fyrir
þvi að verðbólga er fyrst og fremst
tilfærsla á fjármunum frá þeim fá-
tækari og áhrifaminni í þjóðfélaginu
til hinna ríkari og valdameiri. Eina
leiðin til þess að tryggja batnandi
lifskjör alls launafólks er að kveða
verðbólgudrauginn eins langt niður
og unnt er þótt því fylgi sársauki um
sinn á ýmsum vettvangi.
Engu að síður er þessi framganga
kratanna mjög virðingarverö og ætti
að geta orðið næstu stjómarand-
stöðu, hver sem hún nú verður, gott
leiðarljós þegar stundarhagsmunir
flokks og varanlegir hagsmunir
f jöldans kunna að rekast á.
En þótt þungu fargi hafi verið létt
af mörgum með samningunum er
varasamt að búast við miklum efna-
hagsbata á næstunni. Framundan
eru miklir erfiöleikar í sjávarútvegi
og fiskiðnaði. Þar hafa fyrirtæki
lengi verið á heljarþröm og sí-
harðnandi samkeppni og undirboð
helstu keppinauta okkar á helstu
mörkuðum okkar bætir ekki úr skák.
Enginn vill væntanlega gefa eftir á
þessum vettvangi og er vandséö
hvaöa leið er fær. Enginn atvinnu-
vegur hér getur létt undir með
sjávarútveginum þegar á móti blæs
eins og hjá fjandvinum okkar á
mörkuðunum þvi viö höfum sett nær
allt okkar traust á þennan eina at-
vinnuveg á undanförnumáratugum.
Sjálfsagt má kenna ýmsum ytri
aðstæðum um ástandiö í sjávarút-
veginum, svo sem ofveiði og sjávar-
kulda. En þaö eru ekki einu
ástæðumar. Þær alvarlegustu eru að
þar, eins og annars staðar, hefur ver-
ið bannað að græða, fyrirtækin hafa
verið mergsogin til að fjármagna
ýmiss konar félagslegar fram-
kvæmdir sem eru allra góðra gjalda
veröar ef þjóðin hefur efni á þeim.
Það er næsta grátbroslegt að sjá nú
fjálglegar skilgreiningar æðstu
postula þessarar stefnu á því hvern-
ig fjármagn hafi verið fært úr
sjávarútvegi. Bragð er að þá bamið
finnur stendur einhvers staðar og á
vel við þama. En það er ekki nóg
fyrir bamiö aö finna bragð ef það
kemst aldrei að því af hver ju það er.
Magnús Bjamfreðsson.