Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1985, Side 32
32
DV. FIMMTUDAGUR 27. JUNl 1985.
Andlát
Wilhelm Norðfjörö, Víðimel 65 Reykja-
vík, lést í Borgarspítalanum þann 25.
" júní.
Guðmundur Jakobsson bókaútgefandi,
Reykjavíkurvegi 27 Reykjavík, er lést
20. júní, verður jarðsettur frá Foss-
vogskirkju föstudaginn 28. júní kl.
13.30.
Sigurpáli Steinþórsson, frá Vík í Héð-
insfirði, Framnesvegi 54 Reykjavík,
veröur jarðsunginn frá Dómkirkjunni
föstudaginn 28. júní kl. 13.30.
Ágúst Helgason, Þorfinnsgötu 6
Reykjavík, verður jarösunginn frá Bú-
staöakirkju laugardaginn 29. júní kl.
10.30. Jarðsett veröur frá Selfoss-
kirkju.
Ingveldur Magnúsdóttir fyrrum ljós-
móðir, Vorsabæ Skeiöum, verður jarð-
sungin frá Olafsvallakirkju laugardag-
inn29. júnikl. 14.
Margrét V. Sigurðardóttir, Hrafnistu
Reykjavík, verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni föstudaginn 28. júní kl.
15.
Sigurlaug Finarsdóttir, ölduslóð 46,
veröur jarösungin frá Hafnarfjarðar-
kirkju föstudaginn 28. júní kl. 15.
Magnús S. Snæbjörnsson, I,öngufit 14
Garðabæ, andaöist i St. Jósefsspítalan-
um í Hafnarfiröi þann 26. júní.
Tilkynningar
Tónleikar í Borgarnesi
Tónlistarfélag Borgarfjaröar gengst fyrir
tónleikum í kirkjunni í Borgarnesi fimmtu-
dagskvöldiö27. júní og hefjast þeir kl. 21.
Jónas Ingimundarson píanóleikari kemur og
flytur verk eftir B. Galuppi, J.S. Bach, L.v.
Beethoven, F. Liszt og nýtt verk eftir Þorkel
Sigurbjörnsson.
Aö ósk Tónlistarfélagsins mun flytjandinn
kynna verkin. Jónas lék þessa sömu efnisskrá
fyrr í þessum mánuöi aö Kjarvalsstöðum
fyrir þátttakendur á organistanámskeiði á
vegurn söngmálastjóra þjóökirkjunnar.
Páfagaukur týndist
frá Njálsgötu
A mánudagskvöldið sl. varö fulloröin kona
fyrir því óláni aö tapa litlum, ljósum páfa-
gauki frá Njálsgötu 78. Páfagaukurinn er meö
gráum yrjum og aöeins blár fyrir neöan
bringu. Þeir sem hafa orðiö hans varir eru
vinsamlegast beönir aö hringja í síma 12413
eöa 16184.
Nýjar vísitölur að
gangaígildj:
Mæla um 30%
, verðbólgu
undanfarið
Byggingavísitalan hækkar úr 200 í
216 stig 1. júlí, eða um 8%, en það er
hækkun frá 1. apríl. A sama tíma
hækkar Iánskjaravísitaian um rétt
tæp 3% frá þessum mánuði, í 1178
stig. Miðað viö þróun beggja vísi-
talnanna síðustu þrjá mánuði hefur
verðbólgan veriö um 30%; verð-
hækkanir mældar á árskvarða.
Þetta er 5% meiri verðbólga en
talsmenn ríkisstjómarinnar hafa
, haft á orði síðustu vikumar. Hins
vegar spáir Seðlabankinn því aö
verðbólgan fari hjaðnandi og meðal-
hækkun „verði talsvert lægri”.
HERB
i VIGDÍS KOMIN
HEIM FRÁ
FRAKKLANDI
Forseti Islands, Vigdís Finnboga-
dóttir, kom til Islands í fyrradag úr
Frakklandsför. Meðan hún var er-
lendis fóru forsætisráðherra, forseti
sameinaðs þings og forseti hæsta-
' réttar meö forsetavald.
Vigdís var í Frakklandi í vikutíma
í einkaerindum. Hún dvaldi meöal
annars í París, Lyon og Grenoble,
þar sem hún var sæmd heiðurs-
3 doktorsnafnbót við háskóla
húmanískra fræða.
Með forsetanum í för var Vigdís
Bjamadóttir, deildarstjóri á forseta-
f skrifstofunni.
-KMU.
Grafíska meyjafélagið
og Magnús sýna
í Gallerí salnum
1 dag, þann 27. júní, verður opnuö i „flotta
galleríinu” samsýning fimm ungra mynd-
listarmanna sem útskrifuðust úr grafíkdeild
MHI nú í vor. Þar sýnir Anna Lindal dúkrist-
ur sínar og er myndefnið forn og ný fjöl-
skyldudrömu. Guðný Björk sýnir málaðar
myndir eins og henni einni er lagið. Magnús
Þór sýnir einnig málaöar myndir en hins
vegar eins og honum einum er lagið. Margrét
verður með blandaö sjónlistarefni í anda
Grafíska meyjafélagsins og Magnúsar. Sig-
rún birtir myndir er fjalla um samspil manns
og hljóöfæris, ennfremur máiaðar grafískar
mannamyndir.
Þreytt verður opnun í kvöld kl. átta og lesa þá
upp ungir ljóðmeistarar úr verkum sinum og
kannski heyrum viö blásiö í klarínettu.
Sýningin stendur til 17. júlí og er galleriið opið
frá kl. 13—18. alla daga nema mánudaga.
Frá Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur
Fataúthlutun verður fimmtudaginn 7. júní frá
kl. 15—18e.h. aðGarðastræti 3.
Mæðrastyrksnefnd.
Húsmæðrafélag
Kópavogs
Orlof húsmæíra í Kópavogi veröur á Laugar-
vatni vikuna 8.—14. júlí, fáein pláss laus. Vin-
samlegast hafiö samband viö okkur sem
fyrst. Helga s. 40689, Katrín s. 40576, Steinunn
s. 42365, Jóhanna s. 40725 og Sæunn s. 41352.
Tekiö veröur á móti greiðslum á þátttöku-
gjaldi í félagsheimili Kópavogs, 2. hæö, þriðjudag-
inn2. júlímillikl. 17ogl9.
Kynning á
útgáfustarfsemi íslensku
þjóðkirkjunnar
íslenska þjóökirkjan er aö hefja sérstaka
kynningu á útgáfustarfsemi sinni nú í sumar.
Eins og kunnugt er hefur útgáfan Skálholt
veriö starfrækt í nokkur ár sem forlag kirkj-
unnar. Vmis rit og bækur hafa komiö út
undanfarin ár frá Skálholti auk tónlistar á
plötum og snældum. Skálholt er þjónustu-
fyrirtæki viö kirkjuna og söfnuöi landsins en
tekur auk þess aö sér prentun og allt er henni
tengist fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofn-
anir.
I sambandi viö þessa kynningu mun koma
út sérstakt kynningarblað af Víöförla sem er
fréttablaö og málgagn þjóökirkjunnar, en rit-
stjóri þess er séra Bernharöur Guömundsson.
Mun þessu kynningarblaöi, sem kemur
væntanlega út í ágúst, veröa dreift á ÖU heimili
í landinu. Starfsmenn útgáfunnar Skálholts
vinna nú aö þessu verkefni og leita stuðnings
hjá fyrirtækjum og stofnunum um land allt.
Kirkjan vill leitast viö að þjóna söfnuöum
og heimilum í landinu meö því aö gefa út
myndarlegt frétta- og fræðslublað sem fari
sem víðast meö boöskap kirkjunnar sem
hefur um aldir veriö grundvöllur aö menn-
ingu íslendinga. I ráöi er að auka barnaefni í
Víöförla í framtíöinni og koma þannig til móts
viö foreldra sem vilja gefa börnum sínum
hollt og gott veganesti fyrir lífiö.
Útgáfan Skálholt gerir sér vonir um aö
fyrirtæki og stofnanir um land allt taki þessu
máli vel og styöji kirkjuna í þessu mikilvæga
útbreiöslustarfi.
Opið hús í
Norræna húsinu
1 dag fimmtudag hefst árviss sumardag-
skrá Norræna hússins undir nafninu OPIÐ
HÚS. Þessi sumardagskrá hefur verið fastur
liöur í starfsemi hússins undanfarin ár og
jafnan veriö vel sótt, bæöi af erlendum feröa-
mönnum og íslendingum. Dagskráin er eink-
um sett saman meö tilliti til norrænna feröa-
manna og flutt á einhverju af Noröurlanda-
málunum. Leitast er viö að kynna ýmsa þætti
íslenskrar menningar, svo sem sögu landsins
og náttúru, bókmenntir og listir, og hafa feng-
ist til þess færir menn, hver á sínu sviöi.
Tvisvar á sumrinu kemur Hamrahlíöarkór-
inn fram undir stjórn Þorgeröar Ingólfsdóttur
og ávallt er sýnd ein af kvikmyndum Ösvalds
Knudsen.
Á fyrsta „Opna húss” -kvöldinu, í kvöld,
flytur Finnbogi Guömundsson landsbóka-
vöröur erindi, sem nefnist: „Snorri Sturlu-
sons skildring af dei nordiske folk”, en síðan
syngur Hamrahlíöarkórinn íslensk þjóölög.
Eftir kaffihlé veröur sýnd kvikmyndin
„Eldur í Heimaey”.
Bókasafn Norræna hússins og kaffistofa
verða opin til kl. 22.00 alla fimmtudaga i
sumar eöa svo lengi sem „opið hús” veröur á
dagskrá. Það síðasta veröur 22. ágúst.
Aögangur er ókeypis og allir eru
velkomnir.
Kynningarbæklingur yfir
hótel og veitingastaði
Samband veitinga- og gistihúsa hefur gefið út
kynningarbækling yfir hótel og veitingastaði
á landinu. Er þetta í þriðja sinn sem slikur
bæklingur er gefinn út og nú í mjög endur-
bættri mynd. Með táknmáii er getið um alla
þá þjónustu og aðstöðu sem viðkomandi hótel
og veitingastaðir hafa upp á að bjóða. Enn-
fremur er í bæklingnum kort af bæði Reykja-
vík og landinu öllu og staðirnir merktir inn á.
Er útgáfa sliks bæklings til mikilla hags-
bóta fyrir þá sem notfæra sér þjónustu hótela
og veitingastaða og þá sérstaklega ferða-
menn, hvort sem þeir hyggjast dvelja í
Reykjavík eða ferðast um landið.
Bæklingur þessi liggur frammi á SVG-
hótelum og veitingahúsum viðs vegar um land-
ið, ferðaskrifstofum og ennfremur fæst hann i
upplýsingaturni fyrir ferðamenn sem er á
Lækjartorgi.
Safnaðarfélag
Ásprestakalls
Sumarferðin ákveðin sunnudaginn 7. júlí.
Farið verður að Reykholti í Borgarfirði.
Sóknarprestur og kór Áskirkju messa þar kl.
14. Farið veröur frá Áskirkju kl. 9. Hafið með
ykkur nesti. Upplýsingar í símum 81742,
Þuríður, 685970, Hilmar, 31116, Bryndís.
Vinsamlegast látið vita um þátttöku í siðasta
lagi fyrir föstudaginn 5. júlí.
Undirskriftasöfnun
undir friðarávarp
Friðarhreyfing íslenskra kvenna, í samvinnu
við '85 nefndina, gengst fyrir geysivíðtækri
undirskriftasöfnun í júní undir friðarávarp ís-
lenskra kvenna. Sjálfboöaliðar eru hvattir til
að hafa samband við miðstöð Friðar-
hreyfingarinnar sem hefur aðsetur á Hall-
veigarstöðum, Túngötu 14 (gengið inn frá
Oidugötu), Reykjavík. Siminn er 91-24800.
Háskólafyrirlestur
Enrique Bernárdez, lektor í germönskum
málvísindum viö Madridháskóla, flytur opin-
beran fyrirlestur í boöi heimspekideildar Há-
skóla Islands mánudaginn 1. júli 1985 kl. 17.15
í stofu 423 í Árnagaröi.
Fyrirlesturinn nefnist „Translations of Old
Icelandic Literature into Spanish and Other
Romance Languages: Main Problems”, og
veröur fluttur á ensku.
Enrique Bernárdez hefur þýtt mikiö af forn-
bókmenntum Islendinga á spænsku. I þýöingu
hans hafa m.a. komiö út Egilssaga, Skáld-
skaparmál, Gylfaginning, Hrafnkels saga og
Gunnlaugs saga ormstungu og núna er hann
langt kominn meö aö þýöa Njálssögu.
Fyrirlesturinn er öllum opinn.
Norrænt vísnamót
á Laugarvatni
Nú um helgina standa Vísnavinir á Is-
landi fyrir norrænu vísnamóti á Laug-
arvatni og er þetta í fyrsta sinn sem
slík samkoma fer fram hérlendis. Til
mótsins koma margir þekktir vísna-og
farandsöngvarar frá Noröurlöndunum
og er ætlunin að nýta krafta þeirra aö
mótinu loknu og verður þaö gert meö
tónleikahaldi dagana 30. júní til 3. júlí
víöa um land. I Reykjavík veröa
hljómleikar í Iönó á sunnudagskvöldiö
og hefjast þeir kl. 21, þá veröa einnig
haldnir tónleikar í Norræna húsinu.
Bubbi Morthens á
ferð um landiö
Bubbi mun leika á eftirtöldum stöö-
um um helgina:
Föstudagskvöld, 28. júní, Vogalandi
— Króksfjarðarnesi, laugardagskvöld,
29. júní, Félagsheimili Patreksfjarðar,
— Patreksfiröi, sunnudagskvöld 30.
júní, Dunhaga — Tálknafiröi.
Sigurjónsvöku
lýkur um helgina
Á morgun, laugardaginn 29. júní kl.
15, veröa haldnir tónleikar á sýning-
unni á síðustu verkum Sigurjóns Olafs-
sonar í Listasafni ASI, Grensásvegi 16.
Siguröur Ingvi Snorrason klarínettu-
leikari og Anna Guöný Guömundsdótt-
ir píanóleikari munu flytja verk eftir
Jón Nordal, Penderecki, Lutoslawski,
Poulenc og Dráskovczy. Sunnudaginn
30. júni kl. 15 ætla skáldin Einar Bragi,
Matthías Johannessen, Thor Vil-
hjálmsson og Þorsteinn frá Hamri aö
lesa úr eigin verkum. Aðgangur að ö!l-
um dagskrám á Sigurjónsvöku er
ókeypis en fólki er bentáaðtekiðverð-
ur á móti fjárframlögum til Styrktar-
sjóðs Listasafns Sigurjóns Olafssonar.
Sýningunni lýkur á sunnudagskvöld kl.
22.
Happdrætti
Ungtemplarar með
happdrætti
Islenskir ungtemplarar efna í ár til happ-
drættis, sem þeir kalla Byggingarhappdrætti
IUT 1985. Með þessu happdrætti er stigið
fyrsta skrefið í að koma upp varanlegum
samastað fýrir starfsemi samtakanna. Ætiun-
in er að samastaður þessi verði félagsmiðstöð
sem rúmi bæði félagsstarfið og skrifstofu
IUT.
Aðalvinningur er bifreið af gerðinni
Toyota Corolla 1600 DX aö verðmæti um 450
þúsund. Aðrir vinningar eru tvær IBM-PC 256
k tölvur, tvær Apple IIC 128 k tölvur, tvö
myndbandstæki frá NESCO og þrettán
sóleyjarstólar frá EPAL hf. Heildarverðmæti
vinninga er tæplega 900 þúsund og dregið
verður 20. ágúst.
Hér er í mikið ráöist af félagssamtökum
ungs fólks. Því er leitað til landsmanna um
stuðning í formi happdrættis. Miðar eru ein-
göngu seldir í lausasölu. Frekari upplýsingar
fást á skrifstofu samtakanna að Eiríksgötu 5 i
Reykjavík (simi 91-21618) á skrifstofutíma og
á kvöldin hjá Árna í síma 91-611208.
Skyndihappdrætti
handknattleiks-
deildar Víkings
Dregiö hefur veriö í skyndihappdrætti hand-
knattleiksdeildar Víkings. Dráttur fór fram
hjá borgarfógetanum í Reykjavík.
Vinningar komu á eftirfarandi númer:
1. vinningur: Ferö í leiguflugi meö Samvinnuferðum-Landsýn aöverömæti 15.000. nr.1030
2. vinningur: Tölva frá Radíóstofunni aö verömæti kr. 5.000. nr. 469
3. vinningur: Tölva frá Radíóstofunni aö verömæti kr. 5.000. nr. 446
4. vinningur: Vöruúttekt frá Sportbúö Omars aö veröm. kr. 2.500. nr. 625
5. vinningur: Dansnámskeiö hjá Dansnýjung Kollu aö verömæti kr. 2.000. nr. 83
6. vinningur: nr. 1116
Ljósatimar frá Sólarlandi, kr. 1.000.
7. vinningur: Hljómplötur frá Fálkanum að verðmæti kr, 1.000. nr. 751
8. vinningur: Hljómplata frá Fálkanum að verðmæti kr. 500. nr. 760
9. vinningur: Hljómplata frá Fálkanum að verömæti kr. 500. nr. 251
10. vinningur Hljómplata frá Fálkanum að verðmæti kr. 500. nr. 152
11. vinningur: Hljómplata frá Fálkanum að verðmæti kr. 500. nr.1200
12. vinningur: Hljómplata frá Fálkanum að verðmæti kr. 500. nr. 934
13. vinningur: Hljómpiata frá Fálkanum að verðmæti kr. 500. nr.1011
14. vinningur: Bolti f rá Isspor að verðm. kr. 500. nr. 874
15. vinningur: nr. 16
Bolti frá Isspor, kr. 500.
Upplýsingar um vinningsnúmer eru veittar í
síma 91-03245. Hafi komið vinningur skal hafa
samband í síma 91-30859.
Ferðalög
ÚTI VIST
1 0 Á R A
Útivistarferðir
Helgarferöir 28.—30. júní:
1. Vestmannaeyjar. Bátur — flug. Göngu-
ferðir um Heimaey. Sigling. Svefnpoka-
gisting.
2. Þórsmörk. Gist í Útivistarskálanum góða í
Básum. Gönguferðir við allra hæfi.
3. Selvallavatn—Tröllaháls: Gengið um gaml-
ar þjóðleiðir á norðanverðu Snæfellsnesi.
Siglt um Breiðafjarðareyjar. Tjaldferð.
Miövikudagsferð i Þórsmörk 3. júlí. Sumar-
dvöl í skála Utivistar í Básum er ódýrasta
sumarleyfið.
Viðeyjarferðir um næstu heigi. Uppi. og far-
miðar á skrifst., Lækjarg. 6a, simar 14606 og
23732. Sjáumst.
Utivist.
Útivistarferðir
Sumarleyfisferðir: .. . „. .
Hornstrandir — Aðalvík 4.—13. juli. Gist í
tjöldum og húsi.
Homstrandir — Homvík 11.—20. júlí. Tjöld.
Gönguferðir frá tjaldstað.
Hesteyri — Aðalvík — Homvík 11,—20. júlí.
Bakpokaferð. 2—3 hvildardagar.
I Fjörðum — Flateyjardalur — Náttfaravík, 8
dagar, 13.—21. júlí. Ný bakpokaferð. Tjöld.
Uppl. og farmiðar á skrifst., Lækjarg. 6a,
símar 14606 og 23732. Sjáumst.
Utivist.
Helgarferðir Ferða-
félagsins 28.—30. júní:
1. Skeggaxlargata, gengin gömul gönguleið
milli Hvamms í Dölum og Skarðs á Skarðs-
strönd. Gist í svefnpokaplássi á Laugum.
Fararstjórar: Árni Bjömsson og Einar
Gunnar Pétursson.
2. Þórsmörk. Gist í Skagfjörðsskála. Göngu-
ferðir við allra hæfi. Sumarleyfi í Þórs-
mörk er eftirminnilegt. Þægileg aðstaða,
rennandi vatn, sturtur og tvö eldhús.
3. 29,—30. júní: Söguferð um slóðir Eyr-
byggju. Gist í húsi. Upplýsingar og
farmiðasala á skrifstofunni, öldugötu 3.
Helgarferðir
5.-7. júlí:
1. Hagavatn — Brekknafjöll — Leyni-
fossgljúfur. Gist í húsi og t jöldum.
2. Hagavatn — Hlööuvellir — Geysir —
gönguferö. Gist í húsum.
3. Landmannalaugar. Gist i sæluhúsi
Fl. Gönguferöir um nágrenni Lauga.
4. Þórsmörk. Gönguferöir um Mörk-
ina. Gist í Skagfjörösskála.
5. Hveravellir — uppselt.
Farmiöar og allar upplýsingar á
skrifstofu FI:
Feröafélag Islands.
Sumarleyfisferðir
Ferðafélagsins:
1. 4.—14. júlí (11 dagar): Homvík og ná-
grenni. Gönguferðir daglega frá tjaldstað,
m.a. á Hombjarg, Hælavíkurbjarg, Látra-
vík og víðar. Gist í tjöldum. Fararstjóri:
Vemharður Guðnason.
2. 4.—14. júlí (11 dagar): Homvik — Reykja-
fjörður. Gengið með viðleguútbúnað frá
Hornvík í Reykjafjörð. Fararstjóri: Jón
Gunnar Hilmarsson.
3. 5,—14. júlí (10 dagar): Austurlandshring-
ur. Skipulagðar öku- og gönguferðir um
Hérað og Austfiröi. Gist í svefnpokaplássi.
Fararstjóri: Sigurður Kristinsson.
4. 5.—10. júlí (6dagar): Landmannalaugar —
Þórsmörk. Gist í húsum. Fararstjóri: Vig-
fús Pálsson.
Allar upplýsingar á skrifstofu Fl, Öldugötu 3.
ATH.: Sumarleyfisferðir í Þórsmörk og
Landmannalaugar.
Ferðafélag Islands.
Neskirkja —
Vestfjarðaferð
dagana 4.-8. júti. Nánari upplýsingar gefur
kirkjuvörður í síma 16783 milli kl. 17 og 18
næstudaga.
50 ára afmæli á í dag, 27. júní, Gnnnar
Guðnason, starfsmaður hjá Essó
Keflavíkurflugvelli, Smáratúni 36
Keflavík. Hann og kona hans ætla aö
taka á móti gestum á Víkinni í Kefla-
vík nk. laugardagskvöld eftir kl. 20.
80 ára afmæli á í dag, 27. júní, frú
Laura Proppé, Austurbrún 6 hér í
borg. Maöur hennar var Garöar
Jóhannesson útgeröarmaöur frá
Patreksfiröi er lést áriö 1970. Hún
verður að heiman í dag.
70 ára afrnæli á í dag, 27. júní, frú Aðal-
heiöur Halldórsdóttir fyrrum kennari
og skólastjórafrú frá Siglufiröi, Engi-
hjalla 1 Kópavogi. Eiginmaöur hennar
var Jóhann heitinn Jóhannsson, skóla-
stjóri Gagnfræöaskólans á Siglufirði.