Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1985, Side 40
FRETTASKOTIÐ
(68)*(78) • (58)
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá i
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gœtt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn. .
FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1985.
5
4
5
4
4
5
4
4
4
4
4
4
4
í
í
i
í
4
í
í
í
Bensínverð lækkar í Rotterdam—hækkar hér:
FOLKIHEITTIHAMSI
.J'ólk er mikiö búið aö hringja í
okkur hjá FIB. Fólk vill aðgeröir
vegna bensínhækkunarinnar. Fólki
er heitt í hamsi. Því finnst eins og
veriö sé aö taka nýumsamda launa-
hækkun af því,” sagöi Jónas Bjarna-
son, framkvæmdastjóri Félags ís-
lenskra bifreiöaeigenda.
Stjórn FlB kemur saman til
fundar i kvöld til aö ræöa um bensín-
hækkunina í gær. Lítrinn hækkaði
um 16,5 prósent, úr 26,70 krónum upp
í 31,10 krónur.
„Þaö er ekki alveg ljóst á þessari
stundu hver viöbrögö FlB verða,”
sagði Jónas.
Hann sagöi aö í janúar síðast-
liðnum heföi FlB beitt nýjum vinnu-
brögöum þegar olíufélögin lögöu
fram beiöni um sex prósent bensín-
haritkun. Þeirri hækkunarbeiðni var
hafnaöífebrúar.
„Við öfluðum okkur þá upplýsinga
um markaðsverö á Rotterdam-
markaði. I ljós kom aö í tíu mánuöi
þar á undan haföi verið fariö
lækkandi og því var spáö aö þaö færi
ennþá meira lækkandi. Viö tókum
lika inn i dæmiö innlendar verö-
hækkanir og gengisþróun dollarans.
Niðurstaöan var sú aö ekki væri þörf
á að hadcka bensíniö. A þetta var
fallist.
Núna eru ekki sambærilegar for-
sendur. Bensínverð á Rotterdam-
markaöi hefur hækkaö mjög mikið
og náði nýju hámarki fyrr í þessum
mánuði, hærra en nokkru sinni á
síöastliönu ári. Einnig hefur krónan
lækkaö. Hins vegar er toppnum náö
og bensínverö á Rotterdammarkaöi
er aftur á hraðri niðurleið,” sagði
Jónas Bjamason.
-KMU.
Davíð Oddsson:
„ Verður
gert við
völlinn”
„Þaö veröur gert viö völlinn, það er
óhjákvæmilegt aö láta lagfæra þetta
eitthvaö,” sagöi Davíð Oddsson
borgarstjóri í morgun um þaö hvort
gert yrði viö hlaupabrautina í Laugar-
dal, Valbjamarvöll, fyrir EB mótiö í
frjálsum íþróttum.
„Því miöur óttast ég aö þaö sé veriö
að kasta peningum á glæ meö viðgerð-
inni, þetta er ekki varanleg viögerö, en
málið er komiö í slikan hnút aö þaö er
ekki hægt annað en leysa það, laga
völlinn.”
Og borgarstjóri bætti við: „Annars
finnst mér þaö umhugsunarefni aö
frjálsíþróttamenn skyldu hafa boöist
til aö halda svona stórmót sem þetta,
vitandi aö völlurinn stæðist hugsan-
legaekkikrifur.”
— Hvaö im aö setja gerviefnið á
hlaupabrau aöalleikvangsins, á þaö
ekkihrimal arfrekar?
,,Ég vil endilega láta skoöa þann
möguleika og hef rætt þaö. Eg held aö
Valbjarnarvöllur verði aldrei sá leik-
vangur sem til stóö. En tíminn er of
naumur til Evrópumótsins, þaö veröur
gert viö Valbjarnarvöll.”
-JGH
TALSTÖÐVARBÍLAR
UM ALLA BORGINA
SÍMI 68-50-60.
QlB 1 u A s rf
-------:4t>
ÞR0STUR
SÍÐUMÚLA 10
Hvernig væri að mót-
mæla benslnhækkun-
inni með Davíðslaginu
— og aka I hestvögn-
um?
„Þá er aO taka til hendinni hér í grunni íþróttaleikhússins. Hór þýflir ekkert slór frekar en á göngunni."
Reynir Pétur i grunninum góða á Sólheimum. íþróttaleikhúsið á að vera risið i haust. Sjá heimsókn til
Reynis Péturs á Sólheima á bls. 4. -KÞ/DV-mynd S
Alþingispóstur
Rangæinga:
„Mlstök”
- segir Arni Johnsen
sem setti bréfin í
póstíþinginu
„Það voru mistök aö frímerkis-
stimpill Alþingis skyldi vera á þess-
um bréfum. Hins vegar get ég staö-
fest með kvittun aö ég greiddi sjálfur
burðargjöldin,” sagöi Ámi Johnsen
alþingismaöur í samtali við DV.
Arni var forsvarsmaður Rangæ-
ingakynningar sem haldin var um
helgina á Kjarvalsstöðum. Var aug-
lýsingaspjaldi um kynningu þessa
dreift í pósti meö sérstökum stimpli
Alþingis. Voru send út 400 bréf meö
þessum hætti. Voru umslögin á eng-
an hátt auðkennd kynningunni eða
Rangæingum heldur aöeins meö
kirfilega áprentuðum póststimpli Al-
þingis. Því leit svo út sem Alþingi
ætti einhvern þátt aö kynningunni,
þótt þaö kæmi þar hvergi nærri.
„Þetta var í mestu önnum Alþing-
is, þegar þetta gerðist,” sagöi Ámi.
„Mitt hlutverk var aö sjá um dreif-
ingu þessara bréfa, ganga frá þeim
og setja í póst. Eg komst ekki út fyrir
önnum og baö því einn sendil Al-
þingis aö gera þetta fyrir mig. Ég
geröi mér ekki grein fyrir fyrr en eft-
ir á, aö bréfin vom öll merkt á þenn-
an hátt. Þetta voru því hrein og klár
mistök,” sagöi Arni Johnsen.
-KÞ
Tjarnarskóli — einkaskóli fyrir 13-16 ára nemendur:
„SÆKJUM FYRIRMYND
TIL NESKAUPSTAÐAR”
„Tjamarskóli á aö veröa leiö fyrir
nemenduma út í þjóölífið. Viö tengj-
um skólann nútímalif i í landinu í staö
þess aö sitja föst í fortíðinni, eins og
opinberri grunnskólinn hefur lent í,
aö margra mati,” segir Maria S.
Héðinsdóttir kennari. I haust tekur
tii starfa nýr einkaskóli í Reykjavik
fyrir 13—16 ára unglinga, í Miö-
bæjarskólanum.
verður 3.200 krónur á mánuöi, eöa
um 30 þúsund fyrir veturinn. Ríkiö
mun greiöa laun vegna tæplega
fimm kennarastaöa. Kennarar verða
hins vegar mun fleiri. „Viö ætlum að
hafa sérfróöa kennara í hverju fagi
og skipta meö okkur verkum eins og
unnt er,” segir María.
Hundrað nemendur veröa í þess-
um skóla næsta vetur, í fjórum
bekkjum og deildum. Skólagjald
Hún og Margrét Theodórsdóttir
kennari munu reka skólann. Auk
skólagjalda og ríkisgreiddra kenn-
aralauna, samkvæmt kjarasamning-
um, fær skólinn liklega stuðning frá
borginni. „Davíö hefur veriö okkur
afar vinsamlegur, borgin lánar okk-
ur húsnæöiö, en um samstarf viö
borgina hefur enginn samningur ver-
iö gerður ennþá.”
Aðalbreytingin frá venjulegum
grunnskóla verður að Tjarnarskóli
verður beinlínis tengdur atvinnulif-
inu allan skóiatímann, svo og þjón-
ustu hins opinbera og leiöum til
framhaldsmenntunar. Einn morgun
í viku verða nemendur fóstraðir í
stofnunum og fyrirtækjum eftir
fyrirfram samkomulagi og skipu-
lagi. Síöan koma ýmsir í skólann
með fræðslu. Um allt þetta halda
nemendur dagbók og fjalla sin á
milli um reynslu hver annars.
„Aö sumu leyti sækjum við fyrir-
mynd til Framhaldsskólans í Nes-
kaupstað sem hefur reynt svipaö
þessu. Og fjölmargir hafa lagt okkur
til hugmyndir, þaö taka þessu allir
feikivel. Það hafa strax borist fýrir-
spumir jafnt um kennarastööur og
skólavist,” sagöi María Hreinsdótt-
ir.
HERB
i
i
i
I