Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1985, Blaðsíða 5
DV. MIÐVIKUDAGUR 24. JULI1985. 5 Gunnlaugur Ingvarsson, framkvæmda- stjóri Búlands- tinds: ERUM AÐ GRAFA OKKAR EIGIN GRÖF „Okkur þótti réttara að koma þess- um peningum beint í launaumslög fólksins en ekki að greiða til hreppsins eins og sum frystihús hafa gert. Það sem við borgum konunum er j af nmikið og það kostar að hafa börn á dagheim- ili. Þær geta síðan ráðið því hvemig þær ráðstafa þessum peningum. Böm- in geta veriö í pössun hvar sem er, t.d. hjá afa og ömmu. Þær fá þessa pen- inga ofan á hverja unna vinnustund, hvort sem hún er unnin í næturvinnu eða dagvinnu,” segir Gunnlaugur Ingvarsson, framkvæmdastjóri fyrir- tækisins Búlandstinds á Djúpavogi, i viðtali við DV. „Eg vil taka það fram að það er ekki bara hjá okkur sem er mannekla. Þetta er hjá allflestum fyrirtækjum sem standa í fiskvinnslu. Ástæðan til þess að við ætlum að byr ja meö þessar aukagreiðslur til kvenna sem eiga börn er að þær eru góður starfskraftur og best er að hafa heimamenn starf- andi hér. Við gætum bætt við 20 manns nú á stundinni. En það er ekki nóg að fylla upp meö unglingum og bömum. Okkur vantar 20 vana starfsmenn en því miðurliggja þeir ekki á lausu. Ef við fengjum þennan starfskraft þá gætum við dregið úr söltun og ein- beitt okkur að því að pakka í dýrari pakkningar. Söltun er ekki hagstæð núna en við neyðumst til að vinna fisk- inn í söltun vegna manneklunnar,” segirGunnlaugur. Fjölbreytt mannlíf Undanfarið hafa unnið um 20 útlend- ingar hjá fyrirtækinu frá 13 þjóðlönd- um. Til að gera sér grein fyrir fjöl- breytninni er ekki úr vegi að telja upp þjóðemi þeirra. Þeir eru frá: Finn- landi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Englandi, Hollandi, Póllandi, Kanada, Mexíkó, Nígeríu, Suður-Afríku, Nýja- Sjálandi og Ástralíu. Af þessari upp- talningu má sjá að það ríkir nokkuð alþjóðlegt andrúmsloft í sjávarpláss- inuDjúpavogi. „Best væri líklega að geta sent alla heim í sumarfrí þegar manneklan er sem mest. Það er hins vegar ófram- kvæmanlegt vegna þess að flest fyrir- tækin eru með s vo mikinn skuldabagga aö ekki er hægt að stoppa reksturinn. Mér virðist að þolinmæði þeirra manna sem standa aö rekstri þessara fyrirtækja sé hreinlega að bresta. Það sést til dæmis á því að fyrirtæki fyrir vestan er tilbúið að borga 160 krónur á tímann. Og það er hægt að reikna það út að þetta borgar sig. Framleiðni get- ur oft verið meiri á laugardögum en á öðmm dögum vikunnar þó að verið sé að greiða 80 prósent hærra kaup. Þaö er vegna þess að þarna höfum við mikið af góðu fólki í vinnu. „Get bsstt vifl 20 vönum mönnum á stundinni," segir Gunnlaugur Ingvarsson. DV-mynd PK ,Ekki sannfaarður um þetta," segir Hermann Hansson, kaupfélags- tjóri á Höfn í Homafirfli. DV-mynd' PK Hermann Hansson á Höfn: EFAST UM ÁHRIF AUKAGREIÐSLNA „Eg veit ekki hvort „mæðra- styrkurinn” hefur áhrif. Ef hann verður settur á er ekki ólíklegt að aðrir geri eitthvað svipað í öðrum starfsgreinum og afleiðingin verði sú að áhrif þessarar ráðstöfunar þynn- ist út,” segir Hermann Hansson, kaupféiagsstjóri Austur-Skaftfell- inga og framkvæmdastjóri fisk- vinnslunnar. „Eg er þvi ekki alveg sannfærður umaðþetta hafi fullnægjandi áhrif.” Hermann segir að það vanti fólk hjá þeim eins og annars staöar. Þaö á sérstaklega við á sumrin. „Eg held líka aö umræðan sé nei- kvæð um sjávarútveginn. Það er verið að skapa þá ímynd að þeir sem vinni í slori séu miðlungs fólk. Þess- ari ímynd þarf að breyta. Eg get ekki bent á neinn sem heldur uppi vömum fyrir sjávarútveginn þó áherslur séu misjafnar hjá fjölmiðlunum,” sagði Hermann. „Þaö er ljóst að þaö þarf að bæta kjör fiskvinnslufólks,” segir Her- mann. Hann bendir á að samsetning bónus- og dagvinnulauna sé ekki góð. Tímakaupi sé haldið niðri með háum bónusi. Hann bendir einnig á að til sé tvenns konar bónus. Annars vegar hópbónus þar sem afköst ráða mestu og hins vegar einstaklingsbónus þar sem gæði vinnunnar ráði mestu. Og það vanti einmitt fólk í síðamefnda hópinn. Með öömm orðum í vinnu þar sem gerðar em kröfur og starfs- krafturinn þarf að kunna vel til verka. APH Við hér getum reiknað út að með því að fá 20 vana starfsmenn þá getum við haft eina milljón í framleiðni á viku í stað 800 þús. eins og núna,” segir Gunnlaugur. Manneklan . „Fiskverkunarfólk hefur búið við mikið óöryggi í sambandi við atvinnu. Hér hefur þó ekki komið til þess að þurft hafi að segja upp fólki. Mér virðist virðingin fyrir þessu starfi ekki vera orðin nein. Einnig hefur fiskverkunarfólk fórnað sér á kostnaö annarra. Það hefur setið eftir hvað snertir launahækkanir á meðan aðrir hafa fengið þær. Atvinnu- rekendur í frystihúsum hafa að sjálf- sögöu staðið gegn kauphækkunum af þeirri ástæðu að það er einfaldlega litiö svigrúm fyrir þær eins og staða þess- ara fyrirtækja er í dag. Viðmiðunar- bónus hefur t.d. verið settur niður fyrir lágmarkslaun. Þá eru námsmenn komnir með hærri laun en fiskverkunarfólk. ” Ekki nógu vélvæddir „Síðan ætla ég ekki að skorast undan sem atvinnurekandi. Það má vera að starfsemi okkar sé ekki nægilega skipulögð. Hér er kannski ekki nægileg sérhæfni og við þyrftum helst að geta boðið fólki upp á varanleg störf og geta boðið því upp á betri kjör. Og þar með litið á þetta fólk sem fagfólk. Við erum ekki nógu vélvæddir og enn erum við með of mörg aukahandtök í þessari atvinnugrein. Lausnin er að tæknivæða vinnsluna miklu meira en nú er eöa koma henni á annað tækni- sem eru langt undir því sem aðrir eru að fá. Eg tel að stjórnvöld verði að grípa tii aðgerða til þess aö þessi fyrir- tæki geti greitt hærra kaup. Við erum ekki aö tala um ríkisstyrki í því sam- bandi. Það væri til dæmis hægt að minnka útflutningsgjöld, minnka orkukostnað. Einnig þykir mér rétt að skrá gengið rétt frá degi til dags án þess að um kollsteypur verði að ræða,” sagði Gunnlaugur Ingvarsson. Þegar DV kvaddi Gunnlaug hafði engin kona sótt um aukagreiðslumar enda þær nýtilkomnar. Hins vegar hafði liann orðið var við óhuga kvenna á aö sækja um þessar greiðslur. APH „Mæðrastyrkur” á Djúpavogi Forráðamenn fiskvinnslufyrir- Greitt er ofan á tímakaupið. Fyrir tækisins Búlandstinds hf. ákváðu í eitt barn fá þær 18,75 krónur og ef um síðustu viku að konur gætu fengiö fleiri börn er að ræða þá er greitt á ákveðnar aukagreiöslur í hlutfalli hverjaunnastund9,40krónur. við barnafjölda. Þessi ákvörðun er Þessi ráðstöfun mun gilda í þrjá tekin vegna manneklu í fiskvinnsl- mánuði til reynslu. Kona sem vinnur unni og er ætlað að gera húsmæðrum allan daginn, eða átta tíma á dag, og kleift aö starfa utan heimilis. er með eitt barn fær 3.253 kr. á Um þessar greiðslur þarf sérstak- mánuði. Kona með tvö böm fær 4.880 lega að sækja. I síðustu viku haföi krónur. Vert er að geta þess að þessi engin kona sótt um þessar greiðslur aukagreiðsla er greidd fyrir allar enmargarhöfðusýntþessuáhuga. unnar vinnustundir hvort sem þær Þessar greiðslur er hægt að fá ef eru unnar í dagvinnu eða nætur- konur eiga böm á aldrinum 0—7 ára. vinnu. APH stig. Til þess skortir þekkingu og fjár- magn fyrir frystihúsin. Okkur er þrá- faldlega neitað um erlend lán þó þau séu jafnvel til hagræðingar. Það gerist á meðan þjónustufyrirtæki fá sjálf- krafa erlend lán til aö bæta sína at- vinnustarfsemi. Orkureikningar okkar eru einnig allt að 160 prósent hærri en hjá sams konar fyrirtækjum í nágrannalöndunum þar sem þó em notaðir styrkir til að við- halda þessari atvinnugrein,” segir Gunnlaugur. Ríkisstyrkir? „Þessi atvinnugrein er í raun að grafa sína eigin gröf með því að skrifa undir þessa taxta fiskverkunarfólks —-- Póstkröfusendingar afgreiddar samdaegurs. Umboðsmenn um land allt. SJÓNVARPSBÚÐIN Lágmúla 7 — Reykjavík sími 68 53 3-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.