Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1985, Side 6
6
Útlönd
Útlönd
DV. MIÐVKUDAGUR 24. JULI1985.
Tvö helstu innanlandsflugfélög Ástralíu hafa lagt
bann við því að þeir sem bera meö sér ónœmistœringu
(AIDS) fái far með þeirra flugvélum.
Trans Australia Airlines œtlar ekki að veita slíkum
far með sínum vélum fyrr en flugiðnaðurinn hefur tekið
skýra afstöðu til sjúkdómsins.
Eiga TAA og ANSETT-flugfélögin l viðrœðum við
stéttarfélög og fleiri aðila um mótun stefnu gagnvart
þeim sem eru fórnardýr AIDS-sjúkdómsins. ANSETT
neitaði í síðustu viku að flytja refsifanga frá Adelaide til
Darwin, en hann var með ónœmistœringu.
Flugfélögin vilja ekki upplýsa hvernig þeim áskotnist
vitneskja um hverjir séu haldnir ónœmistœringu eða beri
smit.
Yfirvöld hafa lagt að flugfélögunum að endurskoða af-
stöðu sína og er bent á að venjuleg umgengni eða snerting
leiði ekki til smitunar.
Um 40 manns hafa andast afvöldum ónœmistœringar
síðan AIDS varð fyrst vart í Ástralíu 1983.
Bam eða körfubolti?
óskar Magnússon, DV, Washington.
Bandarísk kona hefur höfðað mál gegn sportvöruversl-
un hér í Virginíurlki vegna þess að hún var handtekin og
sökuð um aö hafa hnuplað körfubolta.
Konan var saklaus af ásökun starfsmanna sportvöru-
verslunarinnar. Hins vegar var hún komin níu mánuði á
leið og ól raunar sveinbarn daginn eftir þetta atvik.
Hún hafði brugðið sér í sportvöruverslunina til að
kanna verðlag á ýmsum líkamsrœktaráhöldum. Mun hún
sérstaklega hafa skoðað tœki sem henta konum vel rétt
eftir barnsburð. Á leið út úr búðinni var hún stöðvuð af
afstoðarverslunarstjóra og öryggisverði einum. Kassa-
gjaldkerinn hafði bent þeim á konuna og haldið því fram
að hún hefði verið kona einsömul, þegar hún gekk inn í
verslunina, og að ekki vœri einleikið hvað hún vaeri allt í
einu orðin framsett. Taldi gjaldkerinn sig vita það mikið
um lífið og tilveruna að þessi þungi gœti varla verið eðli-
lega til kominn á þeim tíma sem konan hafði dvalið í
versluninni. Hitt væri raunhœfara að þarna vœri einn
búðarhnuplarinn að laumast út með feng sinn innan-
klœða.
Frúin krefst nú 24 milljóna ísl. króna í skaðabœtur
fyrir hneisu og óþœgindi. Búðarfólkið hafði nefnilega
krafist þess að hún fækkaði nokkuð fötum og hristi síðan
óléttukjólinn til að sanna fyrir þvi að ekkert lauslegt
vœri í honum. Allt það vafstur hafði tekið um hálfa
klukkustund og endað með innvirðulegri afsökunarbeiðni
sportvöruverslunarinnar.
Bandariskur kjarnorkukafbátur öttl að koma til belgísku haf narinnar I kurt-
eisisheimsókn og sýning hans Atti að vera eitt höfuöatriðí hátíðarhalda en
heimsókninni var aflýst.
NEITA AÐ FLYTJA
AIDS-SJÚKLINGA
Útlönd Útlönd
Vínhneykslið í Austurríki:
Bændur heimta rað
herra frá embætti
Vestur-þýskir sérfræöingar halda því
fram að um 250 austurrískar vínteg-
undir, innfluttar til Þýskalands, hafi
verið blandaöar með frostlegi. Eru það
miklu fleiri tegundir en haldið var til
þessa.
Raunar kemur um leið fram að tvær
v-þýskar víntegundir hafi einnig verið
blandaðar með diethylene-glycol sem
er hættulegt mönnum til neyslu. — Var
ekki óður vitað að þýsk vín gætu verið
með þessu efni sem annars er venju-
legast notað í f rostlög á bíla.
Þúsundir litra af austurrískum vín-
um hér og þar um V-Þýskaland hafa
verið teknar úr umferð en sums
staðar, eins og ÍBandaríkjunum, hefur
inn flutningur á austurrískum létt-
vínum verið bannaður nema þau hafi
verið efnagreind og reynst ómenguð.
Þessi hnekkir í austurrískum vínút-
flutningi hefur valdiö miklu hneyksli i
Austurríki. Þar er hafin rannsókn á
málinu og nokkrir menn hafa verið
handteknir vegna þess. Austurriskir
vinbændur krefjast þess að land-
búnaðarróðherra þeirra segi af sér
embætti. Saka þeir Giinter Haiden ráð-
herra um að hafa brugöið silalega
seint við fyrstu fréttum um vinspjöllin
þegar þær bárust fyrir þrem mánuö-
um.
Formaður samtaka vínbænda, Ro-
Israelar ætla í dag að sleppa 100
libönskum föngum, aðallega shíta-
múslimum, en þrjár vikur eru nú síðan
shíta-hryðjuverkamenn rændu banda-
risku farþegaþotunni til þess að knýja
á umlausn fanganna.
Stjómir Bandaríkjanna og Israels
hafa báöar þrætt fyrir aö í nokkru hafi
verið látið undan flugræningjunum. —
Nabih Berri, leiðtogi shíta í Libanon,
bert Diirr, sagði á blaðamannafundi í
gær að hann teldi að sérstök „vín-
mafía” væri við lýði í Austurríki og að
hún hefði meðhöndlað vínin ólöglega til
þess að bæta bragð og drýgja sölu-
gróöa.
sakaði í gær Bandarík jast jórn um van-
efndir loforöa sem hún hefði gefið
þegar hann haföi milligöngu um
samninga til lausnar gíslum flugræn-
ingjanna semsleppt var síðan í Beirút.
Israel sleppti 300 f öngum þann 3. júlí
en bar á móti því aö það stæði í
sambandi viö flugránið. — Þessir 100
sem nú er sleppt slást í fór með 350 af
1200 föngum sem nýlega voru fluttir úr
Ansarfangabúðunum í Atlit-fangelsið.
ISRAEL SLEPPIR
FLEIRIFÖNGUM
PYNDINGAR í TYRKLANDI
Þrettán vitni lýsa í skýrslu Amnesty Intgemational hlnum hrottalegustu
pyndingum í fangelsum Tyrkja.
Mannréttindasamtökin „Amnesty
Intemational” halda því fram i
skýrslu, sem út kom i gær, að pynding-
ar séu stundaðar reglubundið á
pólitískum föngum í Tyrklandi. Eink-
um barsmíðar og raf py ndingar.
1 skýrslunni segir að tugir þúsunda
manna hafi verið hnepptir í varöhald
síðan herinn tók völdin 1980. I henni
eru vitnisburðir sjö kvenna og sex
karla, sem kunna frá dæmum um
pyndingar að segja, annaðhvort
þolendur sjálfir eða vottar að
pyndingum annarra.
„Þessu linnti aldrei. Ef maður var
sjálfur látinn í friði þá ómuðu í eyrum
manns veinin í öörum, sem pyndaðir
voru á meðan,” sagði einn. „Svo var
komið að ég gat greint á hljóðunum
hvaða pyndingaaðferð var viðhöfð.”
Sum þessara vitna þorðu ekki að
segja frá reynslu sinni fyrr en þau
höfðu yfirgefiö Tyrkland.
Borgaraleg stjóm komst aftur á í
Tyrklandi 1983 en fullyrt er aö
pyndingar viðgangist áfram í fangels-
um Tyrkja. Yfirvöld segjast samt
rannsaka allarkærur um pyndingaren
„Amnesty” heldur því fram að því sé
kunnugt um hundruð klögumála út af
pyndingum, sem aldrei hafi veriö
rannsökuð.
Belgía vildiekki
kafbátinn
íheimsókn
Aflýst hefur veriö heimsókn banda-
risks k jamorkukafbáts til Zeebrugge í
Belgíu sem fyrirhuguð var i tilefni
hátíðarhalda vegna stækkunar hafnar-
innar.
4640 smálesta kafbátur, USS Sædjöf-
ull, átti aö leggja þar að bryggju í gær
og vera eitt aðalnúmerið í hátíðar-
höldunum sem sett voru formlega af
Baudouin BelgíukonungL En vegna há-
værra mótmæla úr ýmsum áttum,
aðallega kjarnorkuvopnaandstæðinga
og kjarnorkuandstæðinga, var hætt
við.
Sem fyrr vildi Bandarík jastjóm ekki
upplýsa hvort kjamavopn væru í kaf-
bátnum eða ekld. Almennt er talið að
hann sé búinn slíkum vopnum.
I vetur sem leið vildu stjórnvöld
Nýja-Sjálands ekki leyfa bandarískum
herskipum aö koma til hafna þar i
landi nema Bandaríkjastjórn ábyrgð-
ist að þau væru ekki búin kjarnavopn-
um sem hún samkvæmt fyrri stefnu
sinni vildi ekki gera. Hefur sambúð
USA og Nýja-Sjálands kólnað síöan og
Bandaríkin hafa dregið úr varnarsam-
starfinu.
„Marshall-hjálp”
tilAfríku?
Háttsettur embættismaður hjá
Sameinuðu þjóðunum hefur lagt til að
efnt verði til „Marshall-hjálpar” fyrir
Afríku til þess að aðstoða ríki þar við
aö komast yfir efnahags- og matvæla-
kreppuna. Hann taldi þó að ástandiö i
heimsmólunum þyrfti að batna áður
enþettayrðigerlegt.
EfnahagsaðstoðBandaríkjanna við
hin ýmsu ríki i Evrópu tii þess að reisa
þau úr rústum heimsstyrjaldarinnar
var kölluð „Marshall-hjálpm” eftir
George Marshall, þáverandi utanríkis-
ráðherra.
Edouard Sapuma, forstööumaöur
Matvæla- og landbúnaðarstofnunar
Sameinuöu þjóðanna (FAO), sagði að
Afriku væri þörf á meira af tilbúnum
áburði, sáðkorni, skordýraeitri og
bóluefni fyrir kvikfénað til þess að geta
aukið matvælaframleiöslu sína.
Ja&iframt þyrfti aðgeraigangsköi'.að
þvi að hjálpa ríkjum hinnar svörtu álf u
til þess að rétta greiðsluhalla í
viöskiptum við útlönd og minnka
skuldabyrðina.
„Það er ekki nóg að gauka aö þeim
bita og bita,” sagöi hann á ráðstefnu
Efnahags- og samfélagsstofnunarinn-
ar (ECOSOC), sem stendur yfir næstu
þrjárvíkuríGenf.
Hann upplýsti að gjafariki heföu
heitið 80 milljónum dollara til styrktar
áætlun FAO um að efla landbúnað í
þeím Afrikulöndum þar sem hungur er
mest og hefðu um leið látið i ljós áhuga
fyrir því að leggja af mörkum 113
milljónir til viðbótar.
Umsjón:
Guðmundur Pétursson
og Hannes Heimisson