Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1985, Qupperneq 10
10
Útlönd
Útlönd
Útlönd
DV. MIÐVIKUDAGUR 24. JULl 1985.
Útlönd
Imyndunarveikir
fá uppreisn æru
Frá norrænu
læknaþingi
íLundi
Gunnlaugur A. Jónsson, fréttaritari
DV í Lundi:
Hinn ímyndunarveiki er nú á
góöri leið með að fá uppreisn æru ef
marka má umræður á fjórða þingi
norrænna heimilis- og heilsugæslu-
lækna en það var haldið hér í Lundi
fyrir skömmu. Imyndunarveikinni,
eða „hypokondri” eins og hún er köll-
uð á læknamáli, er nú geflnn meiri
gaumur en áður. Með ímyndunar-
veiki er venjulega átt við það
fyrirbæri þegar sjúklingur kvartar
undan ákveðnum sjúkdómseinkenn-
um án þess að læknum takist að
finna aö nokkuö amiaöhonum.
Samband líkama
og sálar
Það hafa átt sér staö mikil um-
skipti meöal lækna á Norðurlöndun-
um hvað varðar virðinguna fyrir
sambandi líkama og sálar. Það kom
skýrt í ljós í umræöunum á lækna-
þinginu. „ Það er vafamál hvort
ímyndunarveikin er til. Það er frem-
ur tilbúningur lækna sem ekki hafa
viljað hlusta á sjúklinga sína,” sagði
Gert Almind Holbeck, danskur
héraöslæknir og fræðimaður, á þing-
inu. Og fleiri læknar tóku í sama
streng.
„Viö megum ekki gieyma því
að jafnvel þeir sem hafa langvinna
eða ólæknandi sjúkdóma eiga einnig
við sálræn vandamál aö stríöa sem
tengjast sjúkdómseinkennunum,”
sagði Gösta Tiblin, prófessor frá
Uppsölum. „Við læknar höfum
lagt of mikið upp úr sjúkdómsgrein-
ingunni og ekki sýnt sjálfum ein-
kennunum nægilegan áhuga,” sagði
Tiblin og bætti því við til skýringar
að af þeim sjúklingum sem leita til
almennra heilsugæslulækna vegna
verkja fyrir brjósti eða í kviðarholi
takist í innan við helming tilfella að
sjúkdómsgreina þá með aðstoð hinn-
ar vanalegu sjúkdómsflokkunar.
— Hvað amar þá aö hinum?
25% með geðræna kvilla
Sem svar við þeirri spurningu
segir Gösta Tiblin að endurskoða
þurfl sjúkdómshugtakið á þann veg
að meira mið verfs tekiö af því sem
sjúklingurinn sjálfur segir: — Sú
lausn, sem prófessor Tiblin boðar, er
að heilsugæslu- og heimilislækna-
þjónustan skuli verða sá sjálfsagöi
þáttur læknisþjónustunnar þar sem
sjúklingarnir eru af alvöru með-
höndlaöir út frá heildstæðum skiln-
ingi á manninum.
Könnun í Noregi bendir til að
meira en 25% þeirra sem leita til
heimilis- og heilsugæslulækna búi við
geðræn vandamál sem orsaki sjúk-
dómseinkennin. — „Það þýðir að
starf almennu læknanna greinir sig
mjög frá starfi sérfræöinganna á
sjúkrahúsunum. Okkar hlutverk
verður aö reyna að finna orsakirnar
sem liggja að baki. En þaö má auð-
vitað ekki hafa í för með sér að við
vinnum ekki og aðgreinum þá sjúkl-
inga sem þjást raunverulega af
alvarlegum sjúkdómum,” sagði
prófessor Bengt Schersteen frá
Lundi.
Ofbeldi gagnvart
öldruðum
Að sjálfsögðu bar fjölmörg önnur
mál á góma á þinginu. Meöal þess
sem mesta athygli vakti var skýrsla
frá Osló sem bendir til að ofbeldi
gagnvart öldruðum í heimahúsum sé
mun algengara fyrirbrigði heldur en
talið hefur verið fram að þessu.
Vorið 1984 fengu allir þeir sem
fást við heimahjúkrun í Osló þaö
hlutverk í fjóra mánuði að gefa
skýrslu um öll þau tilfelli af ofbeldi
gagnvart öldruðum sem þeir yrðu
varir við í starfi sínu. A þennan hátt
bárust skýrslur um 42 tilfelli. Það
voru 34 konur (meðalaldur 77 ár)
sem reyndust hafa sætt ofbeldi og
átta karlar (meðalaldur 80 ár). Það
voru í öilum tilvikum nánir ættingjar
gamalmennanna sem misþyrmdu
þeim. Oftast börn þeirra en einnig
systkini eða aörir nánir vandamenn.
Svívirðingar og
peningastuldur
Algengast var andiegt ofbeldi svo
sem eins og svívirðingar, ókvæðisorð
og svikin loforð. Líkamlegt ofbeldi
átti sér stað í um það bil 30% tilfell-
anna og í 31% tilfella var um að ræða
að stolið hafði verið peningum frá
hinum öldruðu. Oft var um að ræða
margskonar ofbeldi samtímis og í
70% tilvika hafði ofbeldiö átt sér
staö í eitt ár eða meira.
Yfirleitt bjuggu gamaimennin
með þeim sem þau sættu ofbeldi af
og voru mjög hrædd við að segja frá
of beldinu vegna þess að þau voru háö
kúgurum sinum.
Áfengis- og fjölskylduvandamál
svo og geðrænir sjúkdómar voru
nokkrar af orsökunum tii ofbeldisins
gagnvart hinum gömlu, sömuleiðis
bágborinn efnahagur, húsnæðis-
þrengsli og allt of þung umönnunar-
byrði.
Dulið ofbeldi
Norsku fræðimennimir Asa
Hychter Evensen og Grete Stang frá
Osló hvetja í skýrslu sinni alla þá
sem eiga samskipti við gamalt fólk í
áhættuhópnum að gefa gaum þessari
hættu á duldu ofbeldi. Á síðari ámm
hefur ofbeldi gegn öldruðum verið
mjög til umræðu í Bandaríkjunum,
enda hefur það reynst vera umtals-
vert þar í landi, en það er ekki fyrr
en nú að sýnt er fram á að þetta
vandamál er einnig fyrir hendi á
Norðurlöndum.
Alls sóttu um 600 læknar frá öllum
Norðurlöndunum f imm læknaþingið í
Lundi.
Kosningabaráttan haf in f Svíþjóð:
KRATARLEIKA GRÓFT
í KOSNINGAHASARNUM
Kosningabaráttan gekk í garð í
Svíþjóö um síðustu helgi, þar sem
sósíaldemókratar reiða sig á að heil-
brigt efnahagslíf og klofin stjórnar-
andstaða stuðli að því að þeir sitji
áfram önnur þrjú ár í ríkisstjórn
með Olof Palme í forsæti.
Síðustu skoðanakannanir benda til
þess að þessar tvær andstæöu
fylkingar séu nánast hnífjafnar að
fylgi meðal kjósenda. Mið- og hægri
flokkunum í stjórnarandstööunni er
spáð 49% í kosningunum sem eiga að
fara fram 15. september. En það
sama gildir einnig um vinstri flokk-
ana.
Kratar á uppleiö
En fylgi sósíaldemókrata Palmes,
sem í skoðanakönnunum undir síð-
ustu áramót hafði dvínað verulega,
hefur aukist jafnt og þétt frá því í
vor, þegar þeir tóku að innræta kjós-
endum að stjórnarandstaðan vildi
eyðileggja velferðarríkið sænska.
Jafnframt vonast sósíaldemó-
kratar að kjósendur meti það við þá
að þeim hefur tekist aö snúa við
þróuninni í efnahagsmálunum. Og
jafnvel stjórnarandstæðingar viöur-
kenna að kosningahorfur Palmes
hafa batnað út af erjunum milli leiö-
toga borgaralegu flokkanna þriggja í
stjómarandstöðunni.
Það eina, sem íhaldsflokkurinn,
miðflokkurinn og frjálslyndi flokkur-
inn (sem er hægrisinnaður þrátt
fyrir nafnið) eiga sameiginlegt, er
andstaða þeirra við Palme sjálfan og
svo heitstrengingin um að leggja af
launþegasjóöina svonefndu, sem
komið var á í fyrra. — Þessir þrír
flokkar sátu saman í ríkisstjórn, sem
allan tímann stóð reikulum fótum,
árin 1976 til 1982.
„Skítuga stríðiö”
Ihaldsflokkurinn, sem í Svíþjóð er
kallaöur „Moderatarna”, er stærsti
stjórnarandstöðuflokkurinn og að
honum beina sósíaldemókratar aöal-
skeytum sínum í kosningabarátt-
unni. Aðalherbragð þeirra er að
reyna að sýna fram á að hægristjóm
mundi gjörbylta velferðarríkinu
sænska og koma á samfélagi harð-
ýðgislegrar peningahyggju, þar sem
þeir einir geti notið samfélagslegrar
þjónustu, sem em nógu efnaðir til að
kaupa hana, og þar sem umhverfis-
vernd þyrfti að vægja fyrir
kaupsýsluhagsmunum.
Dreifibæklingur og áróðurskvik-
mynd sósíaldemókrata hafa ýft
íhaldsmenn til mótmæla. Segja þeir
kratana reka „skítugt stríð” gegn
þeim í þessari kosningabaráttu, en
það hugtak er sótt til Argentínu og
óþokkaverka hersins gegn pólitísk-
um andstæðingum. — Aróðursmynd-
in ber titilinn: Hvað varðar okkur
um hvert annaö? Fjallar hún um
stúlku, sem starfar í endumýtingar-
verksmiðju úrgangs, en hún er í eigu
„Star Wars Unlimited” (þar sem
dáraö er með vamarmálaáætlun
Reagans). Stúlkan er með hárkollu,
því að hárið hefur hún misst í meng-
un, en forstjóramir einir hafa rétt til
þess að bera gasgrímur sér til
vamar.
Hægri höfða til
unga fólksins
Síðasta 53 ára sögukafla Svíþjóðar
hafa kratarnir verið við völd 47 ár
samtals. Fylgiskannanir gefa til
kynna að flestir ellilifeyrisþegar
styðja Palme en að um 40% nýrra
kjósenda muni ijá hægriflokkunum
atkvæði sín. Þama hefur orðiö
kúvending hjá yngri kynslóöinni frá
því á sjöunda áratugnum, þegar
„einstaklingsframtak” þótti ljótur
munnsöfnuður og fáir voguðu sér að
vefengja ágæti þess að ríkið annaöist
alltogalla.
Boðskapur hægri flokkanna til
kjósenda liggur í „skattalækkunum”
og „einstaklingsfrelsi”. Upp á
sænsku útleggst þaö m.a. sem val-
frelsi til þess að koma bömum fy rir á
dagheimilum að eigin vali, til þess að
sneiða hjá biðröðunum við ríkis-
reknu bamaheimilin; eða möguleik-
ann á að leita til læknis í einkapraks-
ís til þess að hljóta fyrr læknismeð-
ferð.
Persónufrelsið
Hægrimenn segja skattakerfið
sliga landsmenn og draga úr fram-
taksvilja, enda geri velferðarkerfið
flesta Svía háða lífeyrisbótum í ein-
hverri mynd, og þaö sé jafnmikil
árás á persónufrelsi og hitt aö safna
um þá upplýsingum til geymslu í
tölvubönkumþess opinbera.
Þeirra stefha tekur nokkurt mið af
stefnu hægrimanna í Danmörku og
Bretlandi. Þeir boða niðurskurð á
opinberum útgjöldum og vilja selja
ríkisrekin fyrirtæki til einkarekst-
urs.
Fylgi Moderatama hefur aukist
upp í 30% frá 23,6% í kosningunum
1982. Þá aukningu virðast þeir aðal-
lega hafa tekið frá Miðflokki Thor-
bjöms Fálldins, fyrrum forsætisráö-
herra. Fylgi hans hefur dvínað úr
15,5% árið 1982 niöur í 11,5%, enda
hefur ofboðiö gripið miðflokksmenn.
Þeir hafa hótað því að taka ekki þátt
í stjómarsamstarfi, ef andstöðu-
flokkamir vinna.
Sœnska stjórnarandstaflan á fátt annafl sameiginlegt en andúfl sína á
Palme forsœtisráflhemi.