Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1985, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1985, Qupperneq 12
12 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. StjórnarformaSurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriog útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686411. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI 27022. Afgreiösla.áskriftir.smáauglýsingar.skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setníng, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf., Áskriftarverð á mánuði 340 kr. Verö í lausasölu 35 kr. Helgarblaö40kr. Lífróöurað feigðarósi Engin skýring hefur fengizt á ofurkappi þingmanna Sjálfstæðisflokksins við skyndiafgreiðslu framleiðslu- ráðslaga landbúnaðarins á síðustu dögum Alþingis í sum- ar. Hvers vegna gengu þeir harðar fram en framsóknar- þingmenn, sem sumir efuðust um gagn frumvarpsins? Enn síður er hægt að skilja viðbrögð formanna flokks og þingflokks sjálfstæðismanna við fyrstu afleiðingu lag- anna, stórhækkun kjarnfóðurgjalds. Þeir virðast halda, að kjósendur viö sjávarsíðuna og neytendur almennt trúi því, að hækkunin sé ákvörðun Framsóknarflokksins. Árum saman hafa stjórnmálamenn verið varaðir við áformum landbúnaðarmafíunnar, sem hefur virki sín í framleiðsluráði, búnaðarfélagi, stéttarsambandi og ráðuneyti. Hún hefur stefnt að aukningu eigin valda og yf- irfærslu ríkisrekstrar hefðbundinna búgreina á allar bú- greinar. Landbúnaðarmafían vill stöðva verðsamkeppnina, sem hingað til hefur ríkt í eggjum, alifuglum og svínum. Hún vill stöðva, að upp rísi stórvirkir framleiðendur, sem lækka verð fyrir hinum. Hún viíl, að hver framleiðandi fái kvóta og einokunarverð fyrir það magn. Um leið vill landbúnaðarmafían stöðva minnkunina á neyzlu hefðbundinna afurða nautgripa- og sauðfjárrækt- ar á kostnað neyzlu eggja, alifugla og svína. Hún vill nota kjarnfóðurgjaldið til að gera hefðbundnu afurðirnar ódýr- ari og afurðir hliðarbúgreinanna dýrari. Ennfremur vill landbúnaðarmafían ná betri tökum á peningastraumum landbúnaðarkerfisins. Með 130% kjarnfóðurgjaldi nær hún til sín verulegum fjármunum, sem hún getur síðan skammtað á þann hátt, að gæludýr- um sé gert hærra undir höfði en hinum, sem malda í mó- inn. Við höfum reynsluna frá síðasta ári. Þá greiddu eggja-, alifugla- og svínabændur 79 milljónir króna í kjarnfóður- gjald til mafíunnar og fengu hálfa milljón til baka. Af- gangurinn fór í hefðbundna landbúnaðinn, þar á meðal til niðurgreiðslu á verði áburðar. Loks vill landbúnaðarmafían reyna að koma í lóg of- framleiðslu fjölda grænfóðurverksmiðja, sem hafa verið reistar fyrir opinbert fé á síðustu árum. I því skyni lýgur ráðherra því, að heimsmarkaðsverð á kjarnfóðri sé falskt verð, niðurgreitt af Efnahagsbandalaginu. Hið rétta er, að Efnahagsbandalagið greiðir niður verð á sínu kjarnfóðri til að gera það samkeppnishæft við ann- að kjarnfóður frá löndum, sem hafa meiri framleiðni á þessu sviði og geta selt á lágu heimsmarkaðsverði, án þess að nokkrum niðurgreiðslum sé beitt. Engin ástæða var til að koma framleiðslustjóm land- búnaðarmafíunnar á egg, alifugla og svín. Markaðurinn hefur hingað til séð um að halda framleiðslu og eftirspurn í jafnvægi. 1 hinum framleiðslustýrðu greinum sauðfjár og nautgripa hefur hins vegar ríkt geigvænleg offram- leiðsla. Áform landbúnaðarmafíunnar hafa oft komið í ljós í ræðu og riti, beint og óbeint. Ekki hefur heldur staðið á aðvörunum, sem hefur verið beint gegn þessum ráða- gerðum. Til dæmis voru þingmenn Sjálfstæðisflokksins varaðir við lögunum, sem þeir knúðu í gegn, Enginn vafi er á, að lög þessi munu reynast neytendum afár dýr, þar á meðal kjósendum Sjálfstæðisflokksins í þéttbýli og viö sjávarsíðuna. Þingmenn flokksins flutu ekki sofandi að þessum feigðarósi, heldur reru þangað hreinan lífróður. Á að líta á það sem sjálfseyðingarhvöt? Jónas Kristjánsson .ase.f UOl .K HUOÁOIJ5JWQIM .Vci DV. MIÐVIKUDAGUR 24. JULI1985. „Er virkilega hægt að ætlast til þess að aldrei megi lögregiumaður reiðast?" Lítiisháttar um kvein tögreglumanna Krafa Lögreglumannafélags Reykjavíkur um aö einstakur lög- reglumaöur sé ekki gerður ábyrgur geröa sinna er vissulega ekki svara- verö. En hún er athyglisverð vegna þess aö hún snertir spurningar sem hafa legið i þagnargildi í umfjöllun um Skaftamálið. T.d. þessa: Hvaða ályktun, varöandi dómgreind og ábyrgö lögreglumanns, getum viö dregið af þeirri vitneskju að hann gerir slíka hluti? Er viðunandi aö sekta svona mann og senda hann svo aftur tilstarfa? Raunverulegt vandamál Bak viö ályktun lögreglumann- anna leynist raunverulegt vandamál sem þeir eiga viö aö stríða. Ég er einn þeirra mörgu sem hafa horft upp á dagfarsprúða, greindarlega og geðþekka lögreglumenn breytast í einni svipan í ömurlegustu útgáfu af mannskepnunni: ofbeldismenn í ham. Margir nánustu vinir mínir hafa veriö illa barðir af lögreglu- mönnum í gegnum árin þótt ég hafi sloppið aö mestu. Hins vegar hef ég líka komist í ham og lamið veikum mætti á breiðar heröar lögreglu- manns sem var bersýnilega á önd- verðum meiði við mig í pólitíkinni; hann varð þess ekki var og ég slapp við refsingu. En að hve miklu leyti var ég ábyrgur gerða minna þá? Maðurinn var jú að svívirða fána sem mér þótti þá bera af öllum öðrum fánum heims. Seinna fann ég að öðrum þræði var hann lika fáni kúgunar, eins og allir fánar. Kvein lögreglumanna er til komið í og með vegna vandamála sem við veröum að kannast við. Á hvaða for- sendum eru menn valdir í lögregl- una? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir að menn missi stjóm á sér í bræði? Er virkilega hægt að ætlast til þess að aldrei megi lögreglumaður reiðast? Einu sinni sparkaði ég í belju. Djöfull var hún þver. Hún er nú löngu farin héöan og ég elska hana enn. En í fúlustu alvöru tel ég sjálfan mig öldungis ófæran um að PÉTUR KNÚTSSON STUNDAKENIMARI VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS axla þá ábyrgð sem lögreglumenn bera; hef þó betri stjórn á mér en margir. Og meir: ég hefði vafalaust lyft vopninu mínu og hleypt af með hinum í My Lai. Grátandi af sjálfs- viðbjóði eða öskrandi af bræði eða hvort tveggja í senn. Sama er börnunum og gamalmennunum sem féllu þar. Sama er svertingjastrákn- um sem liggur á gólfi lögreglubíls í Soweto. Sama er Skafta. Að vísu ber lögreglumaður ábyrgð á gerðum sínum. En yfirmaður hans, sá sem aftur og aftur á starfsævinni hefur þóst ekki sjá ofbeldi undir- manna sinna, hann ber langtum meiri ábyrgð. Og dómsmálaráð- herra, sem samkvæmt formúlunnar reglu er kosinn af okkur öllum til að bera ábyrgð fyrir okkar hönd, hann er ennþá sekari. Og við sem kusum hann: við berum höfuðsökina. Þetta er lýðræðið, elsku vinir. (Og við sem kusum hann ekki — hvar í ósköpun- um stöndum við?) Fjársektir ná engri átt Að afgreiða svona mál með sektum og senda manninn aftur til starfa nær auövitaö engri átt. Lágmarks- skynsemi væri að útvega slíkum mönnum atvinnu við þeirra hæfi — utan lögreglunnar. En ansi er ég' hræddur um að fámennt gæti orðið í lögreglunni ef skynsemin fengi aö ráöa. Ég efast um að nokkur maður !sem ég þekki sé fær um aö halda still- ingu sinni við öil hugsanleg lögreglu- störf. Lögregla er starfsstétt sem telur það í verkahring sínum að beita af og til ofbeldi. Og á meðan okkar þjóöfélag er slikt að mönnum finnst þörf á lögreglu með þessu sniöi verður Skafti barinn. Aftur og aftur. Það er ekki við einstaka lögreglu- menn að sakast. Nú á sunnudagsmorgni er frétta- þulur í útvarpi að segja mér að róstu- samt hafi verið í miðborginni í gær- kvöldi. Um daginn var sett nýtt met í umferðarslysum á höfuðborgar- svæðinu. Við bregðumst við þessari óáran með því aö auka iöggæslu, með því að setja lög um bílbelti. Og vissulega eru slíkar aðgerðir nauðsynlegar. En alltaf koma í ljós fleiri og verri vandamál, alltaf verða varnaraðgerðirnar flóknari og þyngri í vöfum. Einhvern tíma verðum við að segja stopp. Það er gott og blessað að setja undir lekann. En betra væri að skipta um þak. Pétur Knútsson. tjji, „Aö afgreiða svona mál meö fjár- sektum og senda manninn aftur til starfa nær auðvitað engri átt.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.