Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1985, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1985, Qupperneq 29
DV. MIÐVKUDAGUR 24. JULI1985. •H 29 Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýöubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Innstæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65—75 ára geta losað innstæður með 6 mánaða fyrirvara. 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikning- arnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörnu relkningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 9% vöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá Iífeyri frá líf- eyrissjóðum eða almannatryggingum. Innstæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Vextireru29% ogársvöxtum29%. Sérbók fær strax 27% nafnvexti, 2% bætast síðan við eftir hverja þrjá mánuði sem inn- stæða er óhreyfð, upp í 33% eftir níu mánuði. Arsávöxtun getur orðið 33.5%. Innstæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Búnaðarbankinn: Sparibók með sérvöxtum eróbundin með31% nafnvöxtum og31% ársá- vöxtun sé innstæða óhreyfð. Vextir eru færðir um áramót og þá bomir saman við vexti af þriggja mánaða verðtryggðum reikningum. Reynist ávöxtun þar betri er mismuninum bættvið. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Sparibókin skilar hærri á- vöxtun en almenn sparisjóðsbók á hverju inn- leggi sem stendur óhreyft i tvo mánuði eða lengur. Iðnaðarbankinn: Á tvo reikninga í bank- anum fæst IB-bónus. Overðtryggðan 6 mánaða reikning sem ber þannig 32% nafn- vexti og getur náð 34,5% ársávöxtun. Og verð- tryggðan 6 mánaða reikning sem ber 3.5% vexti. Vextir á reikningunum eru bornir saman mánaðarlega og sú ávöxtun vaiin sem reynist betri. Vextir eru færðir misserislega 30. júní og 31. desember. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 31% nafnvöxtum. Vextir eru færðir um ára- mót. Eftir hvern ársfjórðung era þeir hins vegar bornir saman við ávöxtun á 3ja mánaða verðtryggðum reikningum. Reynist hún betri gildir hún umræddan ársfjórðung. ' Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Kjörbókin skilar hærri ávöxtun en almenn sparisjóðsbók á hverju innleggi sem stendur óhreyft í tvo mánuöi ,eða lengur. Samvinnubankinn: Innlegg á Hávaxta- reikning ber stighækkandi vexti. 22,0% fyrstu 2 mánuðina, 3. mánuðinn 23,5%, 4. mánuðinn 25%, 5. mánuðinn 26,5%, 6. mánuðinn 28%. Eftir6mánuði 29,5% og eftir 12 mánuði 30,5%. Sé tekið út standa vextir þess tímabils það næsta einnig. Hæsta ársávöxtun er 32,8%. Vextir eru bornir saman við vexti á 3ja og 6 mánaða verðtryggðum sparireikningum. Sé ávöxtun þar betri er munurinn færður á Hávaxtareikninginn. Vextir færast misseris- lega. Útvegsbankinn: Vextir á reikningi með Abót er annaöhvort 3% og fuU verðtrygging, eins og á 3ja mánaða verðtryggöum spari- reikningi eða ná 33% ársávöxtun, án verð- tryggingar. Samanburður er gerður mánaðarlega, en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 22% þann almanaksmánuð. Verslunarbankinn: Kaskó-reikningurinn er óbundinn. Um hann gilda fjögur vaxtatímábU á ári, janúar-mars, apríl-júní, júlí- september, október-desember. I lok hvers þeirra fær óhreyfður Kaskó-reikningur vaxta- uppbót sem miðast við mánaðarlegan út- reikning á vaxtakjöram bankans og hag- stæðasta ávöxtun látin gUda. Hún er nú ýmist á óverötryggðum 6 mán. reikningum meö 29.5% nafnvöxtum og 32.9% ársávöxtun eða á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3% vöxtum. Sé lagt inn á miöju tímabili og innstæða látin óhreyfð næsta tímabil á eftir reiknast uppbót allan spamaðartímann. Við úttekt fellur vaxtauppbót niður það tímabU og vextir reiknast þá 22% án verðtryggingar. tbúðalánareikningur er óbundinn og með kaskó-kjörum. Hann tengist rétti til lántöku. Sparnaður er 2—5 ár, lánshlutfaU 150—200% miðað við sparnað með vöxtum og verðbót- um. Endurgreiðslutími 3—10 ár. Utlán era með hæstu vöxtum bankans á hverjum tíma. Spamaður er ekki bundinn við fastar upp- hæðir á mánuði. Bankinn ákveður hámarks- lán eftir hvert sparnaðartímabil. Sú ákvörðun _er endurskoðuð tvisvar á ári. Sparisjóðir: Trompreikningurinn er óbund- inn, verðtryggður reikningur, sem einnig ber 3.0% grunnvexti. Verðbætur leggjast við höfuðstól mánaðarlega en grunnvextir tvisv- ar á ári. A þriggja mánaða fresti er gerður samanburður við sérstaka Trompvexti. Nýtur reikningurinn þeirra kjara sem betri eru. Trompvextirnir era nú 30% og gefa 32.25% ársávöxtun. Ríkissjóður: Spariskírteini, 1. flokkur A 1985, em bundin í 3 ár, til 10. janúar 1988. Þau eru verðtryggð og með 7% vöxtum, óbreytan- legum. Upphæðir era 5.000, 10.000 og 100.000 krónur. Spariskírteini með vaxtamiðum, 1. flokkur B 1985, era bundin í 5 ár, til 10. janúar 1990. Þau eru verðtryggð og með 6,71% vöxtum. Vextir greiðast misserislega á tímabilinu, fyrst 10. júlí næstkomandi. Upphæðir era 5,10 og 100 þúsund krónur. Spariskírteini með hreyfanlegum vöxtum og vaxtaauka, 1. flokkurC 1985, eru bundin til 10. júli 1986, í 18 mánuði. Vextir eru hreyfanlegir. meðaltal vaxta af 6 mánaða verötryggðum reikningum banka með 50% á- lagi, vaxtaauka. Samtals 4,8% nú. Upphæöir eru 5,10 og 100 þúsund krónur. Gengistryggð spariskirteini, 1. flokkur SDR 1985, era bundin til 10. janúar eða 9. apríl 1990. Gengistrygging miðast við SDR-reiknimynt. Vextir eru 9% og óbreytanlegir. Upphæðir era 5.000,10.000 og 100.000 krónur. Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðlabank- anum, hjá viöskiptabönkum, sparisjóðum og verðbréfasölum. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lána- upphæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30—60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán era á bilinu 144.000—600.000 eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru. verðtryggð og með 5—8% vöxtum. Lánstími er 15—35 ár eftir sjóðum og lánsrétti. Biðtími eftir lánum er mjög misjafn, breyti- legur miili sjóða og hjá hverjum sjóði eftir aðstæðum. Hægt er að færa lánsrétt þegar viðkomandi skiptir um lífeyrissjóð eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaöir í einu lagi yfir þann tíma. Reiknist vextir oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextimir. Ef 1000 krónur liggja inni i 12 mánuði á 22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok þess tirna 1.220 krónur og 22% ársávöxtun í því tilv ik i. Liggi 1.000 krónur inni í 6+6 mánuði á 22% vöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir sex mánuði. Þáer innstæðan komin í l.tlOkrónur ogá þá upphæð reiknast 11% vextir seinni sex mánuðina. Lokatalan verður þannig 1.232,10 og ársávöxtun23.2%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 3.5% á mánuði eða 42% á lári. Dagvextir reiknast samkvæmt þvi 10.1166%. Vísitölur Lánskjaravísitalan í júlí er 1178 stig en var 1144 stig í júní. Miðaðer við 100 i júní 1979. Byggingarvísitaian 1. júii 1985 var 216 stig miðað viö 100 í janúar 1983, en 3205 miöað við eldri grunn. 1. janúar var vísitalan 185 stig á móti 2745 á eldri grunni. Og 1. apríl var hún 200 stig á móti 2963 á eldri granni. VEXTIR BANKfl OG SPARISJÚÐA (%) INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM SJA sérlista | I H 11 4 f 11 íi li 11 jj il innlAn úverðtrvggd SPARISJÓÐSBÆKUR Úbundin irmstEBÓa 22.0 22.0 22.0 22.0 22,0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mánaóa uppsoyn 25.0 26.6 25.0 23.0 23,0 23,0 23.0 23.0 25.0 235 6 mánaða uppsögn 29.5 31.7 28.0 26.5 32,0 29.0 29.0 295 27.0 12 ménaða uppsögn 30.7 33.0 30,0 26.5 30.7 18 mánaða uppsögn 35.0 38.1 35.0 SPARNAOUR LANSRÍIIUR Sparað 3-5 mánuði 25.0 23.0 23.0 23.0 25,0 23.5 Sparað 6 mán. og meáa 29.0 23.0 29.0 27.0 innlAnsskIrteini Ti 6 mánaðs 29.5 31.7 28,0 29.5 294) 28.0 TÍKKAREIKNINGAR Avisanareikningar 17,0 17.0 10.0 8.0 10.0 10.0 10.0 10.0 10.0 Hlauparoikneigar 10.0 10.0 10.0 8.0 10,0 8.0 10.0 10.0 10.0 INNLÁN verðtryggð SPARIREIKNINGAR 3ja mánaöa uppsögn 2.0 1.5 1.0 .1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0 6 mánaða uppsögn 3.5 3.5 3.5 3.5 3.0 3.0 3.0 3.5 3.0 innlAn gengistryggð GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarflgadolarar 8.5 8.5 7.5 8.0 7.5 7.5 7.5 84) 8.0 Slotkr.rfspund 12.0 9.5 12.0 11.0 11.5 11.5 11.5 12.0 11.5 Vestur þýsk mörk 5.0 4.0 5,0 5.0 4.5 4.5 4.5 5.0 5.0 Danskar krðnur 10.0 9.5 8.75 B.0 9.0 9.0 9.0 104) 9.0 útlAn úverðtryggð AIMÍNNIR VlXLAR (forvexta) 29,5 29,0 28.0 30,0 28,0 29,5 28.0 29.0 29.0 VKISKIPTAVlXLAR 31.0 31.0 30.5 30.5 30.5 305 ALMENN SKULDABRÉF 32.0 31.5 30.5 32,0 30,5 324) 31.0 31.5 32.0 VH)§KIPTASKULDABRÉF 34.0 33,0 334) 33.0 335 HLAUPAREIKNINGAR Yfvéátlur 31.5 30,0 29.0 31,5 29.0 30.0 31.0 31.5 30.0 útlAn verðtryggð SKULOABRÍF Að 2 1/2 árí 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengrí en 2 1/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 541 5.0 5.0 5.0 ÚTLAN til franileiðslu VEGNA INNANLANDSSOLU 26.25 26.25 26,25 2625 2625 2625 2625 2625 2625 VEGNA LITFLUTNINGS SDR reðmimynt 9.75 9.75 9.75 9.75 9.75 9,75 9.75 l 9.75 9.75 Sandkorn Sandkorn Táknrænir Morgunhanamir í út- varpinu, Guðmundur Árnl Stefánsson og sr. öuundur Björnsson, hafa stofnað al- hliða ‘ fjölmiðlafyrirtæki. Þeir eru báðir kunnlr fjöl- miðlun. Guðmundur Árni hefur starfað sem blaða- maður og ritstjóri í mörg ár og starfað mikið við dag- skrárgerð hjá Ríkisútvarp- lnu. Sr. önundur er einnig þekktur útvarpsmaður, annars kemur hann úr „sinu brauði” fyrir austan. Hann hefur verið starfandi prestur austur í Homafirði til skamms tíma. Presturinn og ritstjörinn fyrrverandi hafa iíka skrifað saman bðk. Nýja fyrirtæki þelrra félaga heitir Tákn. Nú hafa sumir velt þvi fyrir sér hvers konar tákn séu á ferðinni: timanna tákn, kyntákn, heilög tákn eða aðeins tákn- rænn viðburöur. Hvar er páfinn? Pólýfónkórinn söng undir stjóra Ingólfs Guðbrands- sonar fyrir páfann i Róm i byrjun mánaðarins. Það hefur eflaust verið stór stund fyrir alla viðstadda þegar kórinn flutti islenska þ jóðsönginn, þar með talinn ljósmyndara Morgunblaðs- ins, Árna Sæberg, sem festi atburðinn á fiimu. Hann sendi filmuna heim og mynd birtist í blaðinu 6. júli. Undlr myndinni stendur: Páfi hlýðir á Pólýfónkórinn syngja isienska þjóðsöng- inn, undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar. Allt á sín- um stað á myndinni nema páfinn í Róm. Ljósmyndar- anum til mikillar hrellingar hafði útiitsteiknari blaðsins „skorið páfanni burt”. Ofmikil sala Þá var það kaupmaður- inn fyrir austan. Það var vertíð og mikil sala í vinnu- vettlingum. Vesllngs kaupmaðurinn hafði ekki við að setja vinnuvettlinga i hillurnar, fyrst að panta þá, koma þeim fyrir á lagera- um, bera birgðirnar inn í búð, verðmerkja og alit það vesen. Svo hann hætti að versla með vinnuvettl- inga... Greinin Rektor háskólans mætti nýstúdentinum úr Hafnar- flrði i anddyri skólans. Ný- stúdentinn kom þar við rétt eftir stúdentspróf og innrit- aði sig i skólann fyrir haustið. Rektor sneri sér að plltln- um úr Hafnarf irði og sagði: „Jæja, vinur, ertu þá búinn að velja þér grein?” Það kom á stúdentinn, hann roðnaði og fölnaði á víxi og stundi lokslns upp: „Ha, ég héit að ég fengi borð og stól í haust eins og hinir ” Huldu- maðurinn bjargar ekki I vor samþykkti ríkis- stjórain ábyrgð fyrir Stái- félagið. Það sem kom skriði á afgreiðslu málsins rétt fyrir þinglok i vor var hulduraaðurinn, sem nefnd- ur hefur verið í fréttum. Huldumaðurinn kom fram úr hólnum sínum, birtist á stjóraarfundi í vor hjá Stál- félaginu ásamt Iögfræðingi huldumanna. Boöið var fram hlutafé úr álfheimum — einar 17 milljónir í það minnsta, 19 milljónir heyrð- ust líka nefndar. Og grænt ljós kviknaðl hjá rikis- stjórninni og þingmönnum. Ábyrgðin var í höfn. Nú hef- ur komið babb í bátinn. Huldumaðurinn hefur lækk- að upphæðina verulega. Hann heldur sig enn í álf- heimum og þaðan hafa fréttir borist um „bakslag- ið”. Þessi bjargvættur úr liði hulduhermanna brást, þvi er leitað logandi ljósi i álfheimum að öðrum huldu- manni til aö leggja f ram f é i stálvöisunarverksmiðjuna í Fögruvík. Gaflarar og verðbólgan AUmiklar breytingar hafa orðið að undanförnu á verslunarháttum Hafnfirð- inga. Þeir eru hættir að fara með stiga með sér í verslunarferðir. Nú, það borgar sig ekki lengur að kiifra upp í stig- ann í búðinni, verðbólgan er komin það langt niður. Umsjón: Þórunn Gestsdótt- ir. ♦ Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir ★ ★ ★ ★ Frábær ★ ★ ★ Góð ★ ★ Miðlungs ★ Léleg O Afleit LAUGARÁSBÍÓ - MYRKRAVERK_____★ ★★ AFDRIFARÍKT SVEFNLEYSI Myrkraverk (Into Tho Night). Leikstjóri: John Landis. Handrit: Ron Koslow. Kvikmyndun: Robert Paynter. Tónlist: Ira Newborn. Aðalhlutverk: Jeff Goldblum, Michelle Pfeiffer, Kathryn Harrold og David Bowie. Ef ætti að lýsa hvernig kvikmynd Myrkraverk er væri helst hægt að tala um hana sem sakamálamynd sem hleypur upp í farsa á einstöku stöðum. Leikstjóranum, John Landis, hefur tekist best upp áður við gerð gamanmynda. Má þar nefna hina bráöskemmtilegu National Lampoon Animal House. Hann hefur að vísu einnig gert Warewolf In London sem er velheppnuð hryllings- mynd. I myndinni Myrkraverk getur hann ekki setið á strák sinum þótt söguþráðurinn gefi ekki tilefni til gamansemi og þrátt fyrir bræðing- inn er útkoman hin skemmtilegasta afþreying. Söguþráðurinn er nokkuð glopp- óttur þegar að er gáð en það kemur ekki að sök. Landis vinnur vel úr því sem hann hefur, smáhnökrar skipta ekki máli. Myndin fjallar um ungan geim- verkfræðing, Ed Okin, sem þjáist af svefnleysi. Hann fer að ráðum vinar síns eina nóttina og keyrir út í myrkrið og óvissuna. Hann hefur ekki lengi keyrt þegar ung stúika hoppar upp í bílinn til hans. Á eftir henni eru fjórir skuggalegir menn sem eru nýbúnir að myrða vin hennar. Áður en Okin veit af er hann lentur í miðju smyglmáli á dýr- mætum demöntum sem fleiri en einn aðili hefur áhuga á að eignast og eru mannslifin lítið metin í þessum við- skiptum eins og á eftir að koma á daginn. Jeff Goldblum og Michele Pheiffer í hlutverkum sinum. Díana, en svo nefnist stúlkan, hafði smyglað demöntunum inn í landið og hún vill ekki láta þá af hendi fyrir ekki neitt. Geimverk- fræðingurinn ungi verður henni til aðstoðar þótt hann sé tregur til í fyrstu. Eftir mikla baráttu við íranska njósnara, franska stór- glæpamenn og enskan atvinnumorð- ingja komast þau að samkomulagi um sölu á demöntunum og ætla að halda á brott með fenginn en þar er nú myndin ekki aldeilis búin.... I raun heföi mátt gera pottþétta sakamálamynd úr söguþræðinum í stíl Hitchcock. Það er ekki ófátt sem minnir á myndir gamla meistarans í Myrkraverkum en farsakennd atriði eru aldrei langt undan. Til að mynda verður íranska morðsveitin aldrei ógnvekjandi. ÖIl viðbrögð hennar vekja frekar hlátur hjá áhorf- andanum, enda til þess ætlast. John Landis hefur fengiö nokkur þekkt nöfn til að leika í aukahlut- verkum, má þar nefna David Bowie er leikur atvinnumorðingja, leik- stjórna Roger Vadim, David Cronenberg og Paul Mazursky og er gaman að sjá þessi andlit sem ekki eru eins kunnugleg og nöfn þeirra. John Landis sjálfur leikur einn af írönsku morðingjunum og Dan Aykroyd bregður einnig fyrir. Aðal- hlutverkin eru í höndum Jeff Gold- blum og Michele Pheiffer og fara þau ágætlega með sín hlutverk, sérstak- lega þó Michele Pheiffer sem vakti fyrst athygli í Scarface. Hilmar Karlsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.