Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1985, Síða 32
FRETTASKOTIÐ
(68) •(78) • (58)
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsinqar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá i
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krénur og
3.000 krðnur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚU 1985.
Mikið ólag á símamálum Sunnlendinga:
Fyrirtæki á Hellu fá
sér síma í Reykjavík
„Þetta kostar auðvitaö stórfé en er
okkar eina úrræði. Ástandið í síma-
málum á Suðurlandi hefur verið svo
slæmt að staðurinn hefur jafnvel
veriö símasambandslaus í marga
daga,” sagði Páll Bjömsson, for-
stjóri glerverksmiðjunnarSamverks
á Hellu, en fyrirtækið er ásamt fleiri
í byggðarlaginu að opna síma-
þjónustu í Reykjavík.
„Ástandið hefur verið mjög slæmt
lengi en það hefur keyrt um þverbak
núna undanfarið,” sagði Páll. „Það
er sífellt sagt aö bæta eigi úr málum
en þau hafa bara versnað að sama
skapi. Þetta kemur sér mjög illa
fyrir fyrirtæki eins og okkar, sem
byggja viöskipti sín á allri lands-
byggðinni en þetta er miklu fremur
öryggisatriði fyrir alla Sunn-
lendinga. Það þarf ekki að benda
mönnum á hvað gerðist ef stór óhöpp
yrðu hér; það væri tómt mál að
reyna að ná í lækni, slökkvilið og lög-
reglu. Það hefur verið sofið of lengi
á verðinum.”
Páll sagði að ólagið á simanum
lýsti sér með ýmsu móti. I fyrsta lagi
gengi erfiðlega að ná sambandi til
eða firá staðnum og jafiivel milli húsa
en einnig væri til í dæminu aö
samband slitnaði og að fólk fengi
samband við vitlaus númer. „Ef
maður þarf að hringja 6 til 8 símtöl
til Reykjavíkur, þá liggur við að það
borgi sig að keyra þangað og hringja
þaðan,” sagði Páll ennfremur, „Mér
skilst að sömu sögu sé að segja um
allt Suðurland. Það eina sem hægt er
að gera í þessu er að flýta þeim úr-
bótumsemeruígangi.”
„Mér finnst þessi fyrirtæki vera
nokkuð fljót á sér,” sagði Hilmar
Ragnarsson, deildarverkfræðingur
hjá tæknideild Pósts og sfina. „Nú
eru í uppsetningu staðrænar
sfinstöðvar, bæði á Hvolsvelli og
Hellu, og þegar þær komast í gagnið,
í september eða október, þá verða
þessivandræðiúrsögunni.”
-JKH.
„Ekki von á
því að við
kaupum”
— segir Hörður
Sigurgestsson
„Eg á ekki von á því að við hér
kaupum þessi hlutabréf á því verði
sem talað er um,” sagði Hörður
Sigurgestsson, forstjóri Eimskips,
ísamtali viðDV. „Annars á eftir aö
ræðaþaðhér.”
Eins og kunnugt er hefur fjár-
málaráðherra ákveðið að bjóða til
sölu hlutabréf ríkisins 1 Flugleiðum
og Eimskip. Ríkið á um 20 prósent í
Flugleiðum en 5 prósent í Eimskip.
„Það eru einkum tveir hlutir í
þessari verðlagníngu sem vekja
undrun. I fyrsta lagi er þetta verð
mat fjárfestingafélagsins. Þaö
segir ekkert til um verðmæti
bréfanna þar sem matið var byggt
á eignum og skuldbindingum
Eimskipafélagsins. Þetta er mjög
óvenjulegt þegar verið er að selja
hlutabréf i fyrirtæki. 1 öðru lagi
kemur mér á óvart að markaður-
inn skuli ekki vera látinn ráða í
verðlagningu bréfanna heldur
gefið upp lágmarksverð.” -KÞ.
Lucille frá Nigeriu i frystihúsinu á Djúpavogi.
DV-mynd: PK.
Frá Nígeríu í fisk
TALSTÖÐVARBÍLAR
UM ALLA BORGINA
SÍMI 68-50-60.
l0lB I L A S 7-Q
—----------*
ÞR0STUR
SiÐUMULA 10
Það hefur verið mikið rætt um
manneklu í frystihúsum landsins og
slæm kjör fiskvinnslufólks. Búlands-
tindur á Djúpavogi er fyrirtæki sem
hefur þurft að þola manneklu. Brugðið
hefur verið á það ráð að fá útlendinga
til starfa þar. Um tíma starfaði fólk
þar frá 13 þjóðlöndum.
Hún Lucille frá Nígeríu er í þessum
hópi. Blaðamenn DV hittu hana nýlega
á Djúpavogi þar sem hún var önnum
kafin í aðgerð. Hún ætlar að vinna hér í
fimm vikur. 1 Nígeríu starfa hún sem
flugfreyja og mun að öllum líkindum
starfa seinna i sumar hjá Flugleiðum í
sambandi við pílagrimaflugið. Henni
sjá einnig á bls. 5
Uppsögn Júlíusar:
Mótmæli er-
lendis frá
Á ritstjóm DV bárust þrjú skeyti frá
Danmörku, Frakklandi og Spáni.
Skeytin voru frá Flokki mannsins í
þessum þjóðlöndum. Þar sagði
orðrétt: „Við mótmælum pólitískum
ofsóknum á hendur formanni í Flokki
mannsins á Islandi”.
Tilefni þessara skeytasendinga mun
vera uppsögn Júlíusar Kr. Valdi-
marssonar úr starfi framkvæmda-
stjóra Vinnumálasambands sam-
vinnufélaganna, en Július kallaði hana
pólitíska aðför. -ÞJV.
Nauðgunarmálið í
Norðurmýrinni:
Báðirmenn-
irnirfundnir
Sá mannanna sem kærður var fyrir
nauðgun aðfaranótt sl. sunnudags og
leitað var í gær er fundinn. Hann var í
gær úrekurðaður i gæsluvarðhald til 7.
ágúst nk.
Eins og skýrt var frá í DV í gær
kærði kona, liðlega tvítug, mennina tvo
fyrir að ógna sér með hníf og nauðga.
Mennimir eru báðir um fertugt. Annar
var handtekinn á heimili sínu í N orður-
mýrinni þar sem atburðimir gerðust
aðfaranótt sunnudags. Hann var
einnig úrskurðaður í gæsluvarðhald til
7. ágúst. Var sá dæmdur árið 1980 fyrir
hlutdeild í nauðgun. Hlaut hann 18
mánaða fangelsisdóm i það skiptið,
samkvæmt upplýsingum frá Sakadómi
Reykjavíkur. -EH
Varnarmáladeild:
AUKAFUNDUR
UM BR0TT-
REKSTURINN
líst vel á landið og hún kann ágætlega
við fiskvinnuna.
„Það má vel vera að ég reyni að
giftast Islendingi,” segir Lucille og
brosiralsæl ífiskvinnuáDjúpavogi.
-APH.
Sérstakur fundur verður hjá vamar-
máladeild eftir verelunarmanna-
helgina, þar sem meðal annars verður
rætt um mál skrifstofustjóra fjár-
málastofnunar Vamarliðsins, sem
fyrirvaralaust var vikið úr starfi á
dögunum.
I DV fyrir skömmu var sagt frá
þessu máli. Skrifstofustjóranum var
sagt að hætta uppsagnarinnar.
uppsögnina. Þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir fengust engin svör við spum-
ingum um ástæður uppsagnarinnar.
FISK, Félag íslenskra stjórnunar-
manna á Keflavíkurflugvelli, þingaði
um málið og ákvaö stjórnin að óska
eftir fundi með forstöðumanni vamar-
máladeildar vegna þessa máls. -KÞ.
LOKI
A Hellu tekur það
víst allan daginn að
fá að skreppa í síma!
SETTUR SAKLAUS
A SVARTAN LISTA
— nafn og
nafnnúmer
víxluðust
Maður nokkur í Reykjavík varð
fyrir þeim óþægindum fyrir skömmu
aö hann var kominn á svartan lista
yfir vanskilamenn frá Reiknistofu
Hafiiarfjarðar án þess að hafa
nokkuð til saka unniö. I ljós kom að
nafnnúmer mannsins haföi verið sett
á annan mann með svipuöu nafni og
átti sá réttilega heima á listanum.
Fyrrgreinur maður, Guðbjöm
Þórðarson, sagði í samtali við DV að
upphaflega hefði þetta byrjað meö
því að hann skrifaöi upp á víxla fyrlr
kunnlngja sinn. „Það var hlegið að
þeim í bankanum, sagt að ég hefði á
mér dóm síðan 1982. Eg fór í bank-
ann og þar var haft samband við
Reiknistofu bankanna sem svo benti
á Reflmístofu Hafnarfjarðar. Ég fór
þangað og kvaöst ekki vera neitt
hrifinn af svona löguðu en það var
gert lítiö úr málinu og mér sagt að ég
hlyti að vera búinn að gleyma þessu.
Síðar fékk ég ljósrit af dómnum, eöa
öllu heldur áskorunarstefnunni, og
þar var mitt nafnnúmer en nafii ann-
ars manns sem liktist mjög mínu.
Þetta hefur misritast í Lands-
bankanum á sínum tíma og síðan
farið í gegn hjá Reiknistofu Hafinar-
fjarðar.”
Guðbjörn sagði að enn hefði ekkert
verið gert til að leiðrétta mál hans
þvi nýlega var honum synjað um
lán í banka út á það að hann skuld-
aðL „Þetta eru mistök hjá Reikni-
stofu Hafiiarfjarðar að vinna ekki
betur úr gögnum frá Landsbankan-
um. Það þarf aö bera saman nafn
og nafnnúmer og vinna þetta betur,”
sagðiGuðbjöm.
Samkvæmt upplýsingum Skúla
Böðvaresonar hjá Reiknistofu
Hafnarfjarðar er búið að taka nafii
Guöbjöms út af skránni með yfir-
lýsingu frá Landsbankanum. Skúli
sagði aö tilfelli af þessu tagi væru
ekki nema tvö til þrjú á ári en tug-
þúsundir nafiia fara i gegn hjá
reiknistofunni árlega.
-pá.
!