Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1985, Blaðsíða 1
IDAGBLAÐIЗVÍSIR
186. TBL. - 75. og 11. ÁRG. - MÁNUDAGUR 19. ÁGÚST 1985.
nóttu,
„Like a Virgin," syngur Madonna
og gifti sig um helgina.
Madonna
gengin út
Rokkstjarnan Madonna gekk í það
heilaga með filmstjörnunni Sean Penn
á 27 ára afmælisdegi sínum á laugar-
dag. Mikil leynd hvíldi yfir öllu brúð-
kaupsstandinu er fór fram undir
berum himni í húsakynnum kvik-
myndaframleiðandans Kurt Unger í
Malibu, útborg Los Angeles. Um 250
nánir vinir og ættingjar brúðhjónanna
voru viðstaddir athöfnina. Þar má
fræga nefna leikarana Diönu Keaton
og Christopher Walken og rokk-
stjörnurnar Cher og Andy Warhol. Svo
mikil leynd hvíldi yfir öllu ráða-
brugginu að brúðkaupsgestir fengu að
vita um stað og stund með aöeins
einnar klukkustimdar fyrirvara.
Madonnu þekkja flestir fyrir þokka-
fullt útlit og fallega söngrödd auk þess
sem hún hefur að undanförnu átt lög í
toppsætum vinsældalista í Bretlandi og
Bandaríkjunum. Brúðguminn Sean
Penn er tveim árum yngri en Madonna
og þykir efnilegur leikari.
Islendingar kannast viö kappann úr
kvikmyndunum Fálkinn og snjó-
maðurinn og Fast Times at Ridgemont
High.
hhei.
Innbrotaalda
um helgina
Fjölmörg innbrot voru framin um
helgina. Brotist var inn í íbúðarhús í
Garðabæ á föstudagskvöld en litlu
stolið. Ungur piltur var fljótlega hand-
tekinn og játaði hann innbrotið.
Tilkynnt var um innbrot í einbýlis-
hús í Fossvogi síðdegis í gær. Þar
höfðu húsráðendur aðeins brugðið sér
frá örskamma stund. Þaö var litlu
í hestaíþróttum í Svíþjóð:
DÆMDIR UR LEIK
í GÆÐINGAKEPPNI
sjáfréttábaksíðu
Ásgeir með
stórleik
Frá Sigmundi Ó. Steinarssyni, tíðinda-
manni DV, stöddum í Miinchen:
Ásgeir Sigurvinsson virðist vera að
ná fyrra formi ef dæma má af leik hans
með Stuttgart gegn Bayern Miinchen á
laugardaginn. Þrátt fyrir stórt tap
Stuttgart, 4—1, átti Ásgeir stórleik og
fékk bestu einkun í blöðunum Bild og
Welt am Sontag. Hann var í Uði vik-
unnar hjá síðarnefnda blaðinu. Ásgeir
var vel tekið af rúmlega 45 þús. áhorf-
endum á ólympíuleikvanginum í
Miinchen þar sem hann lék einu sinni
meðBayern.
Sjá nánar á íþróttasiðum blaðsins í
dag.
SigA/SOS
Síríusfarínn
Tveir fertugir taka sporio i af-
mælisveislu sem þeir héldu í
Viðey sl. laugardag. Þetta eru
féiagamir Kari M. Karisson og Eyj-
ólfur Brynjólfsson en þeir buðu
nálægt tvö hundruð manns tíl
afmælisveislu í Viðey. Þar var
slegið upp tjaldi og tvær hljóm-
sveitir léku fyrir dansi fram eftir
DV-mynd PK.
Síríus, skip grænfriðunga, lét úr
höfn héðan rétt eftir hádegi á laugar-
dag. Grænfriðungar segja að verk-
efnum þeirra hér á landi sé lokið að
sinni.
Líklegast var talið að Síríus færi til
Amsterdam héöan. Ekki var ákveöið
enn hvert næsta hlutverk skipsins yrði.
Þó var taUð sennilegt að það færi í
Norðursjóinn til að reyna að hindra að
eiturefnum yrði varpað i hafið þar.
APH
FLAUG Á RAFSTRENG
Það óhapp varð laust eftir hádegi
á laugardag að litil eins hreyf ils flug-
vél með tvo menn innanborös flaug á
rafstreng við bæinn Hrísholt í
Biskupstungum.
„Við vorum að búa okkur undir
lendingu á Einholtsmelum,” sagði
flugmaðurinn, Þorsteinn Scheving
Thorsteinsson tannlæknir, i samtali
við DV í gær. „Þegar við flugum yfir
brautina til að kanna aðstæður kom
skyndilega hnykkur á vélína en viö
héldum bara áfram og lentum.
Þegar á jörðina var komið sáum við
svo hvað hafði gerst.” Þorsteinn
sagðist ekki hafa komið auga á
strengínn úr lofti enda félU hann
mjög inn í landslagið í kring.
Strengurinn sUtnaði við áreksturinn.
Að sögn Þorsteins urðu hvorki
hann né farþeginn fyrir meiðslum
við óhappið og vélin, sem er af gerð-
inni M5 Moule, er lítið sem ekkert
skemmd. Þorsteinn flaug henni til
Reykjavíkur síðar um daginn.
Það mun hafa oröið mönnum til
bjargar að strengurinn skyldi slitna
viðáreksturinn. -EA
stoUð, aðallega vínföngum.
I gærkvöldi var framið innbrot í
íbúðarhús í Kópavogi og stolið tveimur
sjónvarpstækjum og myndsegulbands-
tæki. Einnig var framið innbrot í efna-
laug í Hafnarfirði um helgina.
Samkvæmt upplýsingum
rannsóknarlögreglunnar eru síðast-
nefndu innbrotin óupplýst að undan-
skildu því í Garðabæ. Fólkið sem situr í
gæsluvarðhaldi vegna innbrota um
verslunarmannahelgina, alls átta
manns, hefur játað á sig sjö innbrot,
aðallega frá þeirri helgi. Þó var eitt
innbrotanna framið fyrir þann tíma.
-EH.