Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1985, Page 2
2
DV. MÁNUDAGUR19. ÁGUST1985
Reyðarfjörður:
Rúss-
nesk
hlust-
unar-
bauja
Sæþór SU 175 rakst á rússneska
hlustunarbauju rétt utan við Reyðar-
f jörð á fimmtudag.
Skipið var á siglingu við Skrúð, rétt
utan við Reyðarfjörð, þegar skipver jar
sáu svokallaða sónarbauju á reki rétt
við skipið. Tóku þeir baujuna um borð.
Reyndist hún rússnesk og mjög nýleg.
Baujum þessum varpa Rússar í sjóinn
úr flugvélum. Er þeim ætlað að hlusta
eftir kafbátum. Samkvæmt upplýsing-
um DV er ekki ljóst hvar baujan hefur
upphaflega verið staðsett Getur hana
þess vegna hafa rekið mörg hundrúð
kílómetra. Mun Varnarliðið taka bauj-
una til handargagns og kanna hana.
-KÞ
• Þótt enginn vœri eldurinn sýndu slökkviliðsmenn hvernig þeir mundu fara að með froðuna ef eldur vœri í prammanum.
Fjölmenni á Ingólfshátíð
við Reykjavíkurhöfn í gær
• Gafl húss Slysavarnafélagsins var
notaður til að sýna björgun manns i
körfu.
Það ríkti hátíðarstemmning við
Slysavarnahúsið við Reykjavíkurhöfn
í gær þegar Slysavarnadeildin Ingólfur
hélt Ingólfshátíð. Tilefni hátíðahald-
anna var að Ingólfur var að taka í notk-
im nýjan björgunarbát og torfæru-
jeppa sem kvennadeildin gaf. Mikill
mannfjöldi kom niður á bryggju og
munu hafa verið þar nálægt þúsund
manns á meðan hátíðahöldin stóðu yf-
ir. „Bryggjumar voru fullar og fólk
var hvar sem það komst að,” sagði ör-
lygur Hálfdánarson, formaður Slysa-
vamadeildarinnar Ingólfs.
Það var Davið Oddsson borgarstjóri
sem gaf bátnum nafnið Jón E. Berg-
sveinsson, en Jón var einn af aðal-
hvatamönnum þess að SVFI var stofn-
að. Nýi báturinn er þannig útbúinn að
hann á ekki að geta sokkið og ef honum
hvolfir er sérstakur útbúnaður sem sér
til þess að hann fer aftur á réttan kjöl.
Þessi bátur á að þjóna Reykjavíkur-
höfn og Faxaflóasvæðinu en sams kon-
ar bátur er einnig til i Grindavík. Séra
Sigurbjöm Einarsson biskup vígði bát-
inn en hann var fyrsti formaður Ing-
ólfs. Gréta María Siguröardóttir af-
henti síðan glæsilegan torfærubil frá
Kvennadeild SVFI. Loks voru þrír
björgunarmenn heiðraðir.
Að dagskránni lokinni sýndu félagar
í Ingólfi ýmsar æfingar eins og að síga
með mann í körfu niður klettavegg en
þar sem enginn er klettaveggurinn við
Reykjavíkurhöfn þá notuöu þeir húsið
sitt til aö síga utan i. Þeir köfuðu líka í
höfninni og skutu upp neyðarblysum
og gerðu það líka frá þaki Slysavama-
hússins. „Bara eins og á gamlárs-
kvöld,” sagði einn viðstaddur. Félag-
arnir sýndu áhorfendum hvernig snúa
á við gúmmíbjörgunarbátum og loks
leyfðu þeir yngstu borgurunum að
renna sér í björgunarstól. Það var ekki
annaö aö sjá en krakkarnir væm
óhræddir enda í öruggum höndum hjá
vönum mönnum. Ekki má gleyma
heimsókn slökkviliðsins sem sýndi
tæki sín. Björgunarhundar sveitarinn-
ar voru líka á svæðinu og var þeim
mikiö klappað og kjassað, enda hin
fallegustu dýr.
SJ
Fegurst allra í borginni
I tilefni afmælis Reykjavíkurborgar
þann 18. ágúst hefur umhverfismála-
ráð afmælisbarnsins veitt viðurkenn-
ingu fyrir fegrun og snyrtingu á staðn-
um.
Tvær starfsnefndir hafa unnið að því
að safna gögnum um hvar best hefur
verið unnið að bættu útliti og síðan lagt
fyrir umhverfismálaráð. Niðurstaðan
er að fegursta gatan í Reykjavik er Lá-
land í Fossvogi. Rafmagnsveitur
Reykjavíkur fá viðurkenningu fyrir
virðingarvert framtak við hönnun
mannvirkja og umhverfis, Kirkjugarð-
ar Reykjavikur fyrir sérstaklega fall-
egan og vandaðan frágang umhverfis
nýju kapellurnar, verslunin Company
fyrir smekklegt umhverfi við verslun-
argötu, höggmyndagarður við Lista-
safn Einars Jónssonar fyrir vel heppn-
aða nýmótun gróins og lokaðs garðs,
Rauði kross Islands fyrir umhverfi
sem hefur verið mótað að þörfum
hreyfihamlaðra, og er þar átt við Nóa-
tún 21, IBM fyrir snyrtilegt umhverfi
við fyrirtækið og Borgartún 17 fyrir
snyrtiiegan frágang á lóð þar sem
áhersla er lögð á þægilega aðkomu.
Verðlaunaafhendingin fór fram í
Höfða síðdegis á afmælisdegi Reykja-
víkurborgar þann 18. ágúst að við-
stöddum Davíð Oddssyni borgarstjóra,
umhverfismálaráði, starfsnefndunum,
að ógleymdum fulltrúum þeirra er
verðlaun fengu árið 1985. ba j
Hjénin ögmundur Guðmundsson og Halldóra Pálmarsdóttir, aldursforset-
ar í Lálandinu, voru fulltrúar íbúanna við afhandinguna. Þau standa þama
við fegurstu götu borgarinnar þetta árið og ofar trónar hoiðursmerkið frá
umhverfismálaráði. DV-mynd: PH.
• Um borð i Jóni E. Bergsveinssyni. Björn Jönsson, sonur Jóns, tók
dúkinn af nafnspjöldum bátsins. Fyrir aftan hann stendur Kristján Magnús-
son, fálagi i Slysavarnadeildinni tngólfi.
• Björgunarsveitarmenn sýna hvernig á að koma gúmmibjörgunarbátum ó
réttan kjðl.