Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1985, Page 5
DV. MÁNUDAGUR19. ÁGUST1985
5
Laxá í Refa-
sveit full
af fiski
—f réttir úr 13 veiðiám
„Þetta gengur þokkalega og áin hef-
ur gefið 132 laxa, en hún er vatnslítil og
miðað við aðstæður er þetta í lagi,”
sagði Páll Þorsteinsson í Álftártungu.
„Það er engin spurning að þegar rignir
kemur mikil ganga, alltaf er eitthvað
af lúsugum fiski að koma í ána. Þaö
virðist vera mest um lax í Lambafossi
og uppi í pyttum ofarlega.” Veitt er
með 3 stöngum í ánni til 20. ágúst og
þótti mörgum það frekar djarft að
fjölga stöngum í ánni.
„Frekar dræm veiði og laxinn tekur
illa,” sögöu veiðimenn við Grímsá um
helgina, en þeir veiddu í þrjá daga.
„Það er töluvert af laxi og við fengum
30 iaxa. Veiðistaður 51 hefur gefið
flesta laxa hjá okkur og þar er töluvert
af laxi og víða um ána. Þetta er allt
smár lax hjá okkur og hann er 8 punda
sá stærsti.” Heildarveiðin í ánni er um
1100 laxar.
Við náðum í Guðjón Isberg veiðivörö
á Blönduósi og fengum fréttir hjá hon-
um. „Vatnsdalsáin hefur gefið 615 laxa
og er það með silungasvæðinu, sem er
komið í 50 laxa, og mikið af silungi.
Laxá á Ásum hefur gefið 1220 laxa og
hafa veiðimenn fengið góða veiði.
Blanda er komin í 661 lax og Svartá í
162, veiðst hefur vel þar síðustu daga.
Hallá er komin langt yfir það sem hún
gaf í fyrra og hafa núna 115 laxar
veiðst þar. Laxá í Refasveit er í 80 löx-
um. Veiðimenn segja að mikiö sé af
laxi í henni og veiðimenn bjartsýnir á
góða veiði næstu daga. Það lítur því vel
út með veiðina hjá okkur og betri tölur
í næstum öllum veiöiánum,” sagöi
Guðjón að lokum.
„Það eru komnir 745 laxar og fiskur-
inn er alltaf að ganga svo að við erum
hressir þessa dagana,” sagði Böðvar
Sigvaldason á Baröi í Miðfirði. I Arn-
dísarhyl í Vesturá sást vænn lax og
giskuöu veiðimenn á 25—30 punda fisk.
Það var ganga að koma í ána í vikunni
og álitu menn að í henni væru 150—200
laxar. Sást það af Miðf jarðarárbrúnni.
Fréttir af þeim stóra eru engar í bili.”
„Laxá í Aðaldal hefur gefið 1710 laxa
og þetta hefur verið reytingur síðustu
viku,” sagði Völundur Hermóðsson í
VEIÐIVON
Gunnar Bender
Aðaldal í gær. „Mýrarkvisl hefur gefið
215 laxa og Skjálfandafljótið 470 laxa.”
G.Bender
• Veiðin i Leirvogsá hefur verið góð
i sumar og munu vera komnir á
land 363 laxar. Á myndinni glima
þeir Snœbjörn Kristjánsson og Guð-
jón Hannesson við lax og hafa bet-
1 Reykjadalsá i Borgarfirði hefur gefið 41 lax og töluvert af silungi. Eitthvað er af laxi i ánni en hann tekur illa.
ENN RYFUR NESCO
ORION2A 33.900* XENON3CN 36.900*
ORION 2A er myndbandstæki sem hefur allt sem þú þarft, úrvalsgóða
mynd, fullkomna tækni og trausta byggingu. VHS-tæki á aðeins 33.900
krónur.
XENON 3CN er enn fullkomnara og fjölbreyttara, með sjálfvirkri upptöku
fyrir fjórar stöðvar og ólíka dagskrárliði, minni og þráðlausri fjarstýringu,
auk venjulegra eiginleika. Glæsilegt tæki á aðeins 36.900 krónur.
XEN0N4B 39.900 ORIONVM 47.900
XENON 4B hefur alla sömu eiginleika og 3CN tækið, auk þess, sem það
hefur 12 stöðva forval, enn víðtækara móttökusvið og stjórnborð af allra
nýjustu gerð. Stórglæsilegt tæki á aðeins 39.000 krónur.
ORION VM fjölnota myndbandstækið er hvort tveggja í senn fullkomið
heimilismyndbandstæki og ferðatæki með afnotarétti af myndtökuvél til
upptöku á eigin myndefni. Bráðsnjöll frambúðarlausn, sem hittir hvar-
vetna í mark, á aðeins 47.900 krónur. * Sfgr. vtri
LAUGAVEG110
SÍMI27788