Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1985, Side 6
6
DV. MANUDAGUR19. AGUST1985
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Hvað kostar kálhausinn?
— Verðkönnun Neytendasíðu DV leiðir í Ijós allt að þrefaldan verðmun — til dæmis er verðmismunur
f París og Reykjavík 167%
Nú þegar nýtt íslenskt grænmeti er
komiö á markaðinn er ekki úr vegi aö
velta fyrir sér verði og gæðum miðað
við sambærilega vöru erlendis. Spurn-
ingunni um gæðin er fljótsvaraö, flest-
ir eru á þeirri skoðun að íslenskt græn-
meti sé fyllilega sambærilegt viö er-
lenda samnefnara sína. Og einstaka
vörutegund þykir jafnvel mun betri
hérlendis en annars staöar, þótt vissu-
lega miðist allur slikur dómur við
bragðskyn hvers og eins. Gott dæmi
eru tómatar og hvítkál sem margir
telja allra bragðbest á Islandi — kart-
öflur skulum við láta liggja milli hluta.
I þessari verökönnun var leitað til
sjö landa með jafnmargar vörutegund-
ir í huga. Löndin eru England,
Holland, Frakkland, Svíþjóö, Banda-
ríkin, Danmörk og Þýskaland en vöru-
tegundirnar eru agúrkur, rauð
paprika, tómatar, gulrætur, blómkál,
hvítkál og salat. Könnunarmenn voru
beðnir um að fara á einhvern stað þar
sem fyrirfyndist venjulegt meðalverð,
þó kannski í lægri kantinum, þar sem
búast mætti við því að velflestir neyt-
endur í nágrenninu keyptu þessa vöru-
tegund.
Athugasemdir útsendara
Gunnlaugur A. Jónsson í Lundi í Sví-
þjóð sagði sínar tölur teknar í venju-
legum vörumarkaði og þar heföi verið
að finna svipaðar vörutegundir og
heima á Islandi. Hins vegar var þraut-
in þyngri fyrir Friðrik Rafnsson í
París því þar var Maríudagur hinn
fyrsti og flestar búðir lokaðar — Paris-
arbúar allir gengu um heilagir í fram-
an. Verðið er úr grænmetisbúð í ná-
grenninu og þar var flest það til sem
undir þann matarflokk fellur. Ásgeir
Eggertsson í Miinchen í Þýskalandi
kannaöi verðið í stórmarkaði likum
Hagkaupi hérlendis og þar er mun hag-
stæðara að versla en á sérstökum
ávaxtamörkuðum. Hvers vegna svo er
kemur til af ýmsum ástæðum, til dæm-
is þeirri að keypt er inn í mun stærri
einingum fyrir stórmarkaðina. Þarna
var ymislegt að sjá sem sjaldan fæst
hérna ennþá svo sem alveg ferskar
apríkósur og zuccini.
Sigrún Harðardóttir í Amsterdam í
Hollandi sagði sínar verðhugmyndir
komnar úr ósköp venjulegri verslun í
nágrenninu, en þar er margt grænmeti
eingöngu selt í stykkjatali. Stykkiö af
Lönd — borgir NIÐURSTÖÐUR KÖNNUNARINNAR Rauð Agúrkur papríka Tómatar Gulrœtur Blómkál Hvitkéi Salat Gjald- miflill
Engl. — London 0,99 2,65 0,90 0,30 1,40 0,40 0,30 pund
Frakkl. — Paris 4,00 8,00 11,00 5,00 13,00 7,00 3,00* fr. fr.
Sviþjófl — Lundur 13,90 28,00 11,90 3,95 11,50 5,95 2,80* sænsk kr.
USA — IMew York 0,99 6,50 2,18 0,85 1,69 0,42 0,69» dollari
Þýskal. — Miinchen 1,49 7,50 1,95 1,49 1,99 1,99 0,59» v-þýsk mörk
Danm. — Kaupmh. 5,95* 26,95 17,25 9,90 5,95* 6,95* 4,95* dönsk kr.
Holl. — Amsterdam 1,00* 6,00 1,50 3,90 3,50* 1,30 0,80* gyllini
ísland — Rvik 87,00 226,00 89,00 114,00 71,00 76,00 31,00* isl. kr.
* Varan er aðeins féanleg i stykkjataii þar sem *-an er i reitnum og þvf miðast vorðið við eitt stykki af þeirri tegund.
VERÐ í ÍSLENSKUM KRÓNUM:
Lönd — borgir Agúrkur Rauð papríka Tómatar Gulrætur Blómkál Hvitkál Salatblöö Samtals alls Samtals én agúrku
Engl. — London 56,60 ' 151,40 50,50 18,90 82,00 25,20 15,80» 400,40 343,80
Frakkl. — París 19,30 38,70 53,20 24,20 62,80 33,80 14,50* 246,50 227,20
Sviþjófl — Lundur 69,00 139,00 59,00 19,60 57,00 29,50 13,90* 387,00 318,00
USA - New York 40,50 266,50 89,50 35,25 69,30 17,20 28,30* 546,55 506,05
Þýskal. — Munchen 22,00 111,20 29,50 22,00 29,70 29,50 8,80* 252,70 230,70
Danm. — Kaupmh. 24,40* 110,50 70,80 40,60 24,40* 28,50* 19,90 319,10 294,70
Holland — Amsterdam. 13,20* 79,10 19,80 51,40 46,20* 17,10 11.00* 237.80 224.60
ísland — Rvik. 87.00 226.00 89.00 114.00 71.00 76.00 31.00* 694.00 607.00
*-an þýflir som áflur afl varan er afleins fáanieg í etykkjatali og þvi er samtaian öli ekki alveg marktœk som viðmiflun. Hins vegar sýnir sam-
talan, þegar agúrkan er undanskiiin, nokkufl vel verðmuninn þvi salatið fœst ails staðar i stykkjum og blómkáis- og hvítkálshausar eru þama
nálægt elnu kilói afl þyngd.
Þessi mynd af rannsóknarefninu var tekin i Grænmetisverslun landbúnaðarins i Reykjavík. Reynt var að
finna sambærilega vöru í hinum borgunum sjö. DV-mynd: PK
blómkálshaus og hvítkálí er um það bil
eitt kíló svo ekki ætti að vera mikill
munur á samanburðinum. I London í
Englandi var Alice Boucher okkur til
aðstoðar og þar var verðið mjög mis-
munandi eftir verslunum eins og víða
annars staðar. En hennar verð er
meðaltalan úr lægri kantinum. Frá
Kaupmannahöfn i Danmörku kom
verö úr næstu verslun frá Elsu Níels-
dóttur og þar er einnig mikið um sölu á
grænmeti í stykkjatali. Að síðustu er
það svo New York þar sem Geröur
Thorberg, Islendingum kunn undir
nafninu Systa, athugaði verðið í næsta
stórmarkaöi. Þar tók hún fram að
hægt væri að fá litlar agúrkur, sex sam-
an, á einn dollar stykkið. Þessar litlu
agúrkur eru mun algengari þar heldur
en stórar og eru ekki nema um helm-
ingur af stærðinni sem við hérna
heima eigum aö venjast. Hún benti
líka á að allt þetta grænmeti væri hægt
að fá ódýrara með því að kaupa það á
grænmetismarkaði en dýrara í fall-
egum umbúðum á öðrum stöðum.
Dýrustu gulrætur í heimi?
Niðurstöður verðkönnunar Neyt-
endasíöu DV í þessum sjö löndum,
bornar saman við verð hérlendis, eru
mjög athyglisverðar. Þar kemur fram,
svo ekki verður um villst, að grænmeti
af þessari tegund reyndist ódýrast í
París en dýrast í Reykjavík og munar
þar 167% — þrefaldur verðmunur.
Þannig að neytendur hérlendis ættu að
hafa í huga aö bíta framvegis í íslensk-
ar gulrætur með tilhlýðilegri virðingu
— þetta er hreinasta lúxusfæða.
Einnig kemur á óvart hátt verð á
papriku í New York miðað við til dæm-
is París og virðist paprikuverð ákaf-
lega misjafnt milli landa. Endanlegar
niðurstöður í heildina koma ekki mjög
á óvart, hæsta verðið er í Reykjavík og
New York en París, Miinchen og
Amsterdam eru í lægri kantinum.
Lundur, Kaupmannahöfn og London
eru hins vegar þar á milli. Meðfylgj-
andi tafla sýnir svo verð í gjaldmiðli
hvers lands og síðan útkomuna í ís-
lenskum krónum. Það skal tekið fram
að með svona könnun er ekki hægt að
álykta með nokkurri vissu um hvar er í
raun dýrast að lifa en ætti kannski að
gefa einhverja hugmynd um kostnað
við grænmetisinnkaúp á hverjum staö
fyrir sig um þessar mundir. Könnunin
var unnin í öllum löndum samdægurs
og verð umreiknað í íslenska mynt
sama daginn.
baj
Þokkaleg kartöf luuppskera í vændum:
Um 500 tonn af fyrra árs upp-
skeru þurfa að víkja fyrir nýjum
betrí geymslur og sveppaeyðandi lyf auka geymsluþolið til muna
„Það er sýnt að nokkur hundruð tonn
af kartöflum verða að víkja fyrir nýju
kartöflunum sem eru að verða allsráð-
andi á markaðnum. Það verða líklega
um 500 tonn sem verður að henda,”
sagði Magnús Sigurðsson í Birtinga-
holti, formaður Landssambands kart-
öflubænda, í samtali við DV.
I verslunum í höfuðborginni eru enn
á boöstólum mjög góðar kartöflur frá
því í fyrra. Undirritaðan rekur ekki
minni til að áður hafi verið á boðstólum
svo góðar fyrra árs kartöflur á þessum
tíma. Hvað hefur gerst?
„Margir kartöflubændur komu sér
upp góöum geymslum með kælibúnaði
og hafa vandað til geymslunnar á allan
hátt. önnur ástæöa, og kannski sú
veigamesta, er að síðasta ár var upp-
skeran sprautuð með sveppaeyðandi
lyfi til vamar geymslukvillum. Þetta
er nýtilkomið hér, var raunar gert í
fyrsta sinn í fyrra. Það er af þessu
nokkur aukakostnaður en hann skilar
sér strax i stórauknu geymsluþoli.
Þá kemur einnig til að mat á kartöfl-
um var tekið til endurskoðunar og er
nú mjög strangt. Venjulegar neyslu-
kartöflur eru á stærðarbilinu 35—50
mm á stærð en þær sem eru stærri eiga
einnig að vera á boðstólum sem steik-
ar- og bökunarkartöflur,” sagöi Magn-
ús.
„Uppskeruhorfur eru mjög misjafn-
ar í haust. Utlit er fyrir þokkalega upp-
skeru eins og er sunnanlands en hún
verður fyrir neðan meðallag fyrir
norðan og sérstaklega á Norðaustur-
landi,” sagði Magnús.
Aukin neysla með verk-
smiðjukartöflum
— Er kartöfluneyslan á undanhaldi?
„Nei, hún hefur heldur aukist með
tilkomu kartöfluverksmiðjanna. Þær
voru styrktar af opinberu fé til þess að
standa betur að vígi í samkeppni við
innflutning á tilbúnum kartöflum.
Samkeppnin við innflutninginn er
mjög þung en verksmiðjurnar hafa létt
á kartöflubirgðunum sem væru mun
meiri ef þær hefðu ekki komiö til,”
sagöi Magnús.
— En innflutningur til verksmiðj-
anna, hvaö segja framleiðendur um
hann?
„Það voru flutt inn 25 tonn af stórum
kartöflum til verksmiðjunnar fyrir
norðan. Þaö var lítið magn sem flutt
var inn vegna þess aö framleiöendur
áttu ekki þessa stærð af kartöflum til,”
sagöi Magnús.
Talsvert hefur verið losað um þær
viðjar sem kartöfluframleiðendur
voru hnepptir í fyrir fáum árum. Þá
voru bændur bundnir af því að selja til
Grænmetisverslunar landbúnaðarins
eingöngu. Nú getur hver framleiðandi
selt hvert sem hann vill.
Komið hefur til tals að kartöflu- og
grænmetisframleiðendur taki yfir
rekstur Grænmetisverslunarinnar og
jafnvel sameini á einhvern hátt starf-
semi hennar og Sölufélags garðyrkju-
manna.
„Margir bændur hafa komiö sér upp
eigin pökkunarstöðvum sem eru dýrar
einingar. Það verður að sýna hag-
kvæmni í framleiðslunni. Við teljum
nauðsynlegt þrátt fyrir allt frjálsræði
að hafa einhverja ákveðna afurðastöð.
En þessi mál eru öll í deiglunni,” sagði
Magnús Sigurðsson, formaður Lands-
sambands kartöflubænda.
A.Bj.