Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1985, Page 9
DV: MANUÐAGUR19. AGÚST1985
9
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Ríkisútvarp Suður-Afríku:
Neyðariögin gagnslaus
Ríkisútvarpiö í Suður-Afríku sagöi i
morgun aö neyðarlög þau er ríkis-
stjóm P.W. Botha forsætisráðherra
■setti fyrir mánuði hefðu ekki náð
tilgangi sínum að draga úr ófriðará-
standinu i landinu. A síöustu 19
mánuðum hafa yfir 620 manns fallið i
óeirðum í Suður-Af ríku.
Ríkisútvarpið þykir oft túlka stefnu
stjómarinnar í fréttapistlum sínum. I
fréttapistli í morgun sagði útvarp
Suður-Afríku að lögin hefðu ekki náð
tilgangi sínum og nauðsyn bæri á að
endurskoða þau. „Venjulegt fólk á það
enn á hættu að hús þess séu brennd til
ösku og eignum þess rænt. Al-
menningur á það enn á hættu að verða
fyrir aðkasti á biðstöð strætisvagna
eða á leið i til að versla. Hinn almenni
borgari má á hverjum degi eiga von á
því að verða fyrir líkamlegu ofbeldi
eða vera myrtur á almannafæri.”
Ríkisútvarpið útvarpaði pistli
sínum aðeins þrem stundum áður en
níu kirkjuleiðtogar hitta Botha for-
sætisráðherra í dag tii að ræða ástand
mála og leita samvinnu um friðvæn-
lega lausn á ástandi mála.
Desmund Tutu biskup hefur alfariö
neitað boði um að taka þátt í viðræðum
kirkjuleiðtoganna níu við Botha for-
sætisráðherra.
Ríkisútvarpið í Suður-Afríku, er
þyklr oft túlka stefnu stjóraarinnar,
f ullyrðir i morgun að mánaðargömul
neyðarlög i landinu hafi verið gagns-
laus til að stemma stigu við óróa og
ofbeldi. A síðustu 19 mánuðum hafa
yfir 620 manns fallið í óeirðum í Suð-
ur-Afriku.
YfirlOOOvín
með f rostlegi
V-Þjóðverjar eru nú komnir með
langan lista yfir léttvín, sem efnið
diethylene glycol hefur fundist í. Alls
eru það 1.045 vín, flest austurrísk en 31
f ramleitt í V-Þýskalandi.
Af austurrísku vínunum eru 884
tegundir átappaðar í V-Þýskalandi og
hugsanlegt að þetta frostlagarefni sé
sett.í eitthvað af vinunum um leið og
þeim er tappað á flöskur þar.
Rannsókn er enn haldið áfram á vín-
hneykslinu í Austurríki og hafa 42
main úr hópi framleiðenda og útflytj-
enda verið teknir fastir.
Bernhard Vogel, forsætisráðherra í
Rínarhéraði, hefur boðað að sett verði
ný lög til þess aö takmarka innflutning
víns og hafa með honum strangara
eftirlit.
-• W'
W,- - . . - ' • - '' ' * • 'N- .’v.-''
Óperusöngur fyrir matarhjálpina
Frægar óperusöngstjömur komu
fram í rómverska leikhúsinu í Verona
á Italíu í gær í fjáröflunarskyni fyrir
matarhjálpina og sveltandi fólk í
Afríku.
Jose Carreras og Montserrat
Caballe vom meðal þeirra sem komu
þarna fram á hljómleikum er tóku mið
af rokktónleikum „Láve Aid” í síðasta
mánuði. — 20 þúsund aðgöngumiðar
seldust.
Luciano Pavarotti sá sér ekki fært að
koma þarna fram, bundinn í báða skó
af öðrum samningum, en breski
leikarinn Christopher Lee varkynnir
tónleikanna sem kallaðir voru „Opera
Starsfor Africa”.
Hagnaður af hljómleikunum mun
renna til UNICEF og annarra
góögeröarsamtaka sem vinna að
matarhjálpinni við Eþíópíu og Súdan.
Grískur skepnuhirðir vakir yfir
hjörð sinni i skógareldunum •
Skógareldará
grískumeyjum
Yfir þúsund dátar berjast við
skógarelda sem hafa geisað nær
hömlulaust í heila viku víða, á
grísku eyjunni Thasos. Ikveikju af
mannavöldum er kennt um.
Þegar mest gekk á geisuðu
skógareldar á 60 stööum, en í gær
logaði á tveim stórum svæðum. —
Fimm fórust í eldinum í fyrradag,
þar á meðal tveir belgískir ferða-
menn.
Skógareldar geisa einnig
eyjunum Zakynthos, Kephalonia
og á Korfu.
Tveir menn hafa verið handtekn-
ir og færðir til Aþenu til yfir-
heyrslu. Til þeirra sást fyrir tveim
vikum með útbúnað í fórum sínum
til íkveikju.
GOþúsundára
gamallmammút
Hópur vísindamanna í steingerv-
ingafræöum fundu nýlega filabein
eða réttara sagt vígtönn úr mamm-
út, sem uppi var fyrir 60 þúsund ár-
um. Fannst hún skammt frá bæn-
um Montbeliard í austurhluta
Frakklands.
Tönnin mældist 2,5 metrar að
lengd og vó 200 kg.
Á þessum slóðum, sem eru við
landamærí Sviss, hafa steingerv-
ingafræöimenn unnið við uppgröft
heilan mánuö í sumar en 1983
fannst þarna beinagrind úr nas
hyrningi sem hefur vafrað þarna
um á beit fyrir 40—60 þúsund ár-
um.
Charles Bretaprins og rikisarfi í
fullum skrúða en i viðtali við „Sun-
day Times" um helgina er hann opin-
skárri en venjulega.
PRENTSMIÐJUR-
PRENTARAR
SEM VÆNTA MÁTTI ERU HINAR
HEIMSKUNNU
@ MfimODfi
OFFSETPRENTVÉLAR
teknar að leggja leið sína til landsins.
Ótrúlega hraðvirkar og auðveldar í notkun.
Mjög hagstætt verð.
Ein vél til afgreiðslu strax,
annars er afgreiðslufrestur 2 1 /2 mánuður.
Umboðsmenn á islandi fyrir Hamada Printing Press Ltd:
JÓN BRYNJÓLFSSON H/F,