Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1985, Blaðsíða 13
DV. MÁNUDAGUR19. AGUST1985
13
Rómantík og jafnrétti
Nú á tímum er þaö svo sannarlega
ekkert grín að vera haldinn róinan-
tík. Þaö að vera uppfullur af róman-
tískum hugmyndum á tímum hinna
geysilegu framfara, hraða, streitu,
kvenréttinda- og jafnréttisbaráttu
getur næstum því flokkast undir
þjáningu nútímamannsins.
Þessu til sönnunar getum við tekið
ótal dæmi. Og þessi dæmi fáum viö á
auðveldan hátt með því að líta vand-
lega í kringum okkur, hvar og á
hvaða tíma sem er. Auðvitað með vel
opin augu og opnum huga. Þá líður
ekki á löngu þar til ýmislegt blasir
viö sem kemur hinum „ólæknandi
rómantíska” til þess að fá gæsahúð
umallankroppinn.
I göngugötunni blasir fjölskrúðugt
borgarlíf við og dreifist þaðan í allar
áttir, upp Bankastræti og þaðan til
hliðar.
Konurnar (eða kvenmennimir)
sýna sig á frjálslegan hátt í allavega
litum síðbuxum og tilheyrandi bolum
eða skyrtum sem teygjast í ólík-
legustu áttir. Þetta er þægilegur
búningur, því verður ekki neitað. Og
um leið stór bylting í klæönaði
kvenfólksins ef miðað er við hina
gömlu, góðu daga.
Einnig undirstrikar þessi nútíma-
búningur vel hina ótæmandi jafn-
SIGRÚN
SCHNEIDER
RITHÚFUNDUR
réttisbaráttu, sérstaklega þegar
klippingin er þannig að varla er hægt
að greina hvort um karlmanns- eða
kvenhöfuð er að ræða...
Hvar eru fallegu rósóttu kjólarnir
úr þunna efninu, með þröngum bol
og víðu pilsi sem bærist fagurlega
um granna fótleggi í golunni?
Kjólarnir sem undirstrika grannt
mitti, hvelfdan barm og fallega fót-
leggi?
Karlmenn hafa löngum haft
ánægju af að horfa á fallega kvenfót-
leggi og heyrst hefur að þeir hafi í
blindni elt slíka leggi um borgina
þvera og endilanga með þeim ásetn-
ingi að bjóða eiganda þeirra til veislu
og veita honum tilhlýðilegt viðmót og
virðingu. Minna má það ekki vera
fyrir shka fegurð, sem höfðar þannig
til manns, og er þetta ekki rómantík
eins og hún gerist best?
Ef til vill heyrir slíkt athæfi
fortíðinni til, rétt eins og víðu, kven-
legu sumarkjólarnir og girnilegir
öklar á götum úti í sumarblíðunni.
Hefur dæmið kannski snúist við og
hefur kvenfólkið tekið við hinu
gamaldags hlutverki karlmannsins?
Er konan farin að líta
rannsakandi augum á karlmanninn
með það í huga hvort hún eigi að elta
hann með væntanleg kynni í
bakhönd? Hnippa svo í lok eltingar-
leiksins í öxlina á honum, bjóða
honum til veislu og veita vel? Því að
konur eru rausnarlegar og veita vel,
sérstaklega ef þessi litla veisla á sér
stað á vettvangi heimilisins. Þá er
konan nefnilega í essinu sínu, eins og
sagt er, og getur sýnt hvað í henni
býr. . . og þá er vafamál hvort hefði
betur.
En, nei, þannig gengur dæmiö ekki
heldur upp og þessi tilhugsun hlýtur
að sveima eins og grýla fyrir
augunum á hinum „viðkvæmu
rómantísku” sem í huga sínum
dreymir um þá tíma þegar kveneðlið
er hvað elskulegast og karlmaðurinn
sterkur.
En hvað um það, þegar öllu er á
botninn hvolft er þetta núverandi
ástand alls ekki svo slæmt. Við
stefnum að jafnrétti, ekki for-
réttindum og er það vel.
Jafnrétti táknar auðvitaö sömu
réttindi til alls fyrir bæði kynin,
hvernig svo sem tilfinningum og
rómantík er háttað hjá hvoru fyrir
sig. Það er nú önnur saga, eflaust
viðkvæmog löng.
Nú þarf t.d. karlmaðurinn ekki
lengur aö opna dyr fyrir konu eða
hleypa henni fram fyrir sig á
skemmtistað eða götu, svona fyrir
kurteisissakir.
Ekki þarf hann heldur að standa
upp fyrir henni í strætisvagninum og
bjóða henni sæti sitt. Það er úrelt og
gamaldags.
Nú standa konur upp fyrir karl-
mönnum og bjóöa þeim sæti sín, rétt
eins og þeir gera. Jafnvel snúast þær
í kringum þá, opna dyr, hjálpa
þeim úr yf irhöfnunum o.s.frv.
Aumingja tilfinningasama róman-
tík...
En þrátt fyrir allt er ég viss um að
það er jafnánægjulegt og indælt að
vera kona eins og karlmaður.
Heill þeim báðum í baráttunni.
Sigrún Schneider.
£ ,,Jafnrétti táknar auövitaö sömu
réttindi til alls fyrir bæöi kynin,
hvernig svo sem tilfinningum og
rómantík er háttaö hjá hvoru fyrir
sig.”
Afhvökm
1 síðustu viku voru tvö skip í
Reykjavíkurhöfn, bæði sérstaklega
gerð út til þess að trufla hvalveiðar.
Á öðru skipinu grænfriðungar, sem
eru þekktir fyrir ólöglegar aðgerðir
sínar gegn hvalveiðum fyrir nokkr-
um árum, en á hinu skipinu önnur
samtök manna og hafa þau samtök
sökkt hvalbátum og tekið sér opin-
bert vald og beitt því ótæpilega. Af
blaðafréttum er ljóst að grænfrið-
ungar hafa orðið hálfhvumsa við að
fá sprengjumennina á sama tíma
enda varð þá berar en fyrr hversu
málstaöur þeirra hefur fjarlægst
upprunaleg stefnumið samtakanna.
Það er vitanlega rétt sem einn
grænfriðunga sagði í viðtali við
Morgunblaðið að hann hefði talið að
Islendingar ættu samleið með græn-
friðungum um að vernda höfin fyrir
mengun og því að hættulegum úr-
gangsefnum sé kastað í þau. Undir
þessi sjónarmið grænfriðunga hafa
Islendingar tekið heils hugar og hafa
verið harðir andstæðingar þess að
höfin yrðu gerð að allsherjar sorp-
tunnu fyrir eiturverksmiðjur. Meðal
annars þess vegna hafa Islendingar
gerst aðilar að alþjóöasamþykktum
um varnir gegn mengun hafsins og
sett hafa verið lög til þess að auð-
velda eftirlit með skipum sem sigla
innan efnahagslögsögunnar. Og ekki
má gleyma því að ein af ástæðum
þess að efnahagslögsagan var sett
var einfaldlega sú að menn vildu
hafa í hendi sér að geta fylgst með
siglingum skipa og geta skorist í leik-
inn ef menga átti sjóinn með því að
henda hættulegum efnum í hann.
Islendingar eru einnig sammála
því sjónarmiði grænfriðunga að
koma verði í veg fyrir aö einstakar
dýrategundir deyi út. Islendingar
Kjallarinn
HARALDUR
BLÖNDAL
HÆST ARÉTT AR LÖG M AÐU R
urðu sjálfir þess valdandi að geir-
fuglinn dó út, a.m.k. var það íslensk-
ur maður sem drap síðasta fugl
þeirrar tegundar. Og Islendingar
hafa lært af þeirri sögu. Við skulum
hafa hugfast að Islendingar settu
þegar á 19du öld lög til þess að friða
hvalastofnana hér við land þegar
þeir voru hætt komnir vegna ofveiði
og þaö er m.a. vegna þessa að Norð-
mönnum tókst ekki að útrýma hvala-
stofnunum hér við land.
Frá því að hvalveiðar hófust eftir
seinni heimsstyrjöldina hafa þær
verið takmörkunum háðar og Is-
lendingar hafa alltaf hlotið viöur-
kenningu alvöru-hvalvísindamanna
fyrir skynsamlegar hvalveiðar. Og
það er ekki fyrr en ofstækismenn
hefja innrás sína í Alþjóöahvalveiði-
0 „Kenningar grænfriðunga um að
hvalveiðar megi ekki stunda í
hagnaðarskyni standast ekki — ein-
faldlega vegna þess að þeir miða við
sjálfsþurftarbúskap af þrengstu gerð.”
ráðið og fylla vísindaráðiö þar af
mönnum, sem jafnvel vita ekki
hvernig hvalir líta út, svo að notað sé
oröalag eins þeirra erlendu vísinda-
manna sem nú vinnur við rannsóknir
uppi í Hvalfirði, að mótmælt er hval-
veiðum íslendinga og þær lagðar að
jöfnu við ofveiðina í Suðurhöfum.
Rétt er að undirstrika að vísinda-
lega hefur verið sýnt fram á að stofn-
arnir hér við land eru staðbundnir.
Grænfriðungar segja að Islending-
ar megi ekki stunda hvalveiðar í
hagnaöarskyni og alls ekki selja af-
urðirnar úr landi. Þeir segja að hval-
veiðar í vísindaskyni séu alls ekki á
dagskrá. Lítum nánar á þaö.
Ef ætlunin er að veiða hvali til
rannsókna þarf til þess skip og
vinnslustöð. Jafnframt þarf til þess
sérhæföa sjómenn og verkamenn.
Allt þetta er fyrir hendi hjá Hval h/f
og hjá því fyrirtæki hafa unnið fjöl-
margir sem vel kunna til þessara
verka. Er þá óeðlilegt að leitað sé til
þessara aðila um aö stunda hinar
vísindalegu veiðar? Geta vísinda-
menn og grænfriðungar ætlast til
þess í alvöru aö keypt séu ný skip og
reist sérstök landstöð til þess að
vinna þessi vísindastörf og síðan
ráðnir til starfanna nýir menn. Vit-
anlega dettur ekki nokkrum einasta
manni í hug aö gera slikt. Einfaldast
og eölilegast er aö nota þá aðstöðu
sem fyrir er í landinu. Er þetta enda
mjög eðlilegt og algengt um allan
heim.
En þá kemur að afurðunum. Græn-
friðungar segja að það sé veriö að
stunda veiðar í hagnaðarskyni ef
hvalafurðir eru seldar upp í kostnað.
En ætlast þeir til þess að hvalimir
séu urðaðir að lokinni rannsókn? Er
þá ekki verið að berjast gegn grund-
vallarsjónarmiðum samtakanna ef
dýrunum er hent engum til gagns?
Gott og vel, kunna grænfriðungar
að segja. Þið megið nýta ykkur af-
urðirnar en ekki selja þær úr landi.
Og kemur nú til sögunnar dæmalaus
heimska um land og þjóð. Svo mikið
fellur til af hvalafurðum að útilokað
er aö selja þær á innanlandsmarkaöi
og þessi stefna yrði til þess eins að
takmarka hvalarannsóknir við þær
þjóðir einar sem búa við svo stóra
markaði innanlands að ekkert þurfi
að selja til útlanda. Er heldur enginn
munur á því að selja nágranna sín-
um eða útlendingi vöruna.
Kenningar grænfriðunga um að
hvalveiðar megi ekki stunda í hagn-
aðarskyni standast ekki — einfald-
lega vegna þess að þeir miöa viö
sjálfsþurftarbúskap af þrengstu
gerð. Selveiðimaður má veiða sel ef
hann étur hann. Hann má hins vegar
ekki selja selinn og kaupa meðul
handa börnum sínum nema því aö-
eins að hann hitti á lækni og lyfsala
sem vilja borða selkjöt í staðinn fyrir
læknishjálp og meðul.
Vitanlega settu grænfriðungar
þessi sjónarmið fram á þingi Al-
þjóðahvalveiðiráðsins og Svíar, sem
alltaf reyna að vega aftan að íslensk-
um hagsmunum, sbr. Loftleiðir í
gamla daga, lögöu fram tillögu í
þeirra dúr. Halldór Ásgrímsson tætti
hins vegar í sig þessi rök þeirra og
hinir skynsamari menn í ráöinu sáu
aö tillaga Islendinga var skynsamleg
og í fullu samræmi viö samþykktir
ráðsins.
Grænfriöungar hafa komið til
landsins í kynnisferð. Við skulum
vona aö þessi ferð þeirra verði til
þess að opna augu þeirra fyrir því að
Islendingar eru alls ekki að brjóta
lög og reglur með veiðum sínum né
heldur aö útrýma hvölum. Viö höfum
einfaldlega ekki efni á því að missa
notin af þeim.
En við verðum að gera okkur ljóst
að í hópi þessara manna eru þeir
sem eru á móti öllum hvalveiðum.
Við þá er einfaldlega ekkert hægt að
tala. Hótanir þeirra mega hins vegar
ekki veröa til þess að við látum und-
an þeim.
Við skuluin minnast þess sem einn
þeirra sagði í sjónvarpinu: „Hver
veit nema við ákveðum að vernda
þorskinnnæst?”
Haraldur Blöndal.
,,En við verðum að gera okkur Ijóst að i hópi þessara mann eru þeir sem eru á móti öllum hvalveiðum. Við
þá er einfaldlega ekkert hœgt að tala."