Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1985, Page 19
DV. MÁNUDAGUR19. ÁGUST1985
19
Tvö fyrirtæki í tref japlastiðnaði á Skagaströnd:
Lifa betra lífi
en Magnús
sálarháski
„Okkur liður vel, takk fyrir,” sagði
Hreinn Hjartarson veðurfræðingur.
þegar blaðamenn DV bönkuðu upp á
hjá honum í húsi veðurathugunarfólks-
ins á Hveravöllum. Hreinn er þama í
nokkrar vikur í sumar við afleysingar
ásamt konu sinni, Sigurbjörgu Gísla-
dóttur, og dætrunum tveimur, Kristínu
ogSigrúnu.
Sigurbjörg sagði að dvölin þarna
væri mjög afslappandi og hressandi og
góð tilbreyting frá hennar venjulega
starfi hjá Hollustuvernd rikisins.
Dæturnar voru lika alsælar með hið
nýja umhverfi, þær féllust á að það
væri betra en malbikið í Reykjavík.
Hreinn sagði að auk veðurathugan-
anna, sem gera þarf á þriggja stunda
fresti allan sólarhringinn, dundaði
f jölskyldan sér við smágönguferöir og
heyskap. Ég hef verið að naga blettinn
hér fyrir utan með orfi og ljá,” sagði
hann.
„Annars er mitt „motto” að lifa
betra lífi hér en Magnús sálarháski.
Magnús fluttist til Hveravalla á 19. öld
og ætlaði að gerast útilegumaður.
Hann gafst hins vegar upp eftir
þrigg ja vikna dvöl hér.
Fyrstu vikuna stal Magnús lömbum
og sauð þau í hver. Hitinn í hvernum
var aftur á móti það mikill að allt kjöt-
ið soðnaði í mauk og aöeins lungun
flutu ofan á. Magnús sagðist því hafa
lifað á lambalungum fyrstu vikuna,
munnvatni aðra vikuna en guðsblessun
þriðju vikuna. Hann sagði að það hefði
verið versta vikan og sneri til byggða
að henni liðinni.”
Eftir því sem blaöamanni sýndist
gekk Hreini ágætlega að fylgja þessari
lifsstefnu sinni. JKH
Yfirgáfu
gamla
fyrirtækið
og stofnudu
eigið
„Þetta var ekki svo mikið átak.
Við vorum búnir að hugsa um þetta
nokkuð lengi,” sögðu þeir Eðvarð
Ingvarsson og Ljubodrag Mark Ovic
hjá Mark sf. en þeir stofnuöu eigið
fyrirtæki i trefjaplastframleiöslu á
Skagaströnd eftir að hafa unnið við
hana í áraraðir hjá öðrum fyrirtækj-
um.
„Möguleikarnir i þessu plasti eru
ótæmandi. Við höfum unniö viö þaö
mjög lengi og hugmyndin hjá okkur
er að þróa það enn frekar. Við höfum
gert tilraunir með að fá nýja eigin-
leika í trefjaplastið en þær eru ekki
það langt á veg komnar að hægt sé að
greina f rá þeim nú. ”
Þeir félagar hófu framleiðsluna í
febrúar síðastliðnum og framleiða
jöfnum höndum báta, trillur, laxeld-
iskör, fóðurkassa og fleira. Starfs-
menn eru f jórir.
Ætla að smíða 20
til 60 tonna báta
„Þegar opnast fyrir smíði á 30 til
60 tonna bátum þá gætum við smíðaö
þá úr plasti. Við ætlum að vera búnir
undir það,” sagði Omar Haraldsson,
framkvæmdastjóri Trésmiðju Guð-
mundar Lárussonar á Skagaströnd,
en stærstu trefjaplastbátar sem
steyptir eru hér á landi eru 15 tonn.
„Sem stendur eru verkefnaskortur í
skipasmíðum. Fiskveiðasjóður lán-
ar ekki til nýsmiða á bátum, en þeg-
ar farið verður að smiða báta aftur
þá verður það úr plasti.”
Trésmiðja Guömundar Lárusson-
ar er eitt af tveimur fyrirtækjum á
Skagaströnd í framleiðslu á hlutum
úr tref japlasti, en auk hennar rekur
hún trésmiöaverkstæði, sér um við-
hald á húsum og skipaviðgerðir.
Fyrr á þessu ári tók hún í notkun
nýja dráttarbraut og aö sögn Omars
hefur brautin breytt miklu fyrir
rekstur fyrirtækisins. Omar sagði aö
fjárhagsstaðan væri ekki mjög góð
en töluverðar breytingar hefðu verið
gerðar á rekstrarforminu aö undan-
förnu. 7 starfsmenn fyrirtækisins
gengu inn í það með nýtt hlutafé og
eiga þeir hlut upp á um helming
hlutafjár, á móti frystihúsinu Hóla-
nesi og Skagastrandarhreppi.
„Menn eru stundum hissa á því að
verið sé að basla í skipasmíðum hér
norður í landi en við höfum stórt og
mikið húsnæði og búum yfir mikilli
reynslu í skipasmiðum,” sagði Omar
Haraldsson.
-JKH
Hreinn Hjartarson, Sigurbjörg Gísladóttir og dœtur þeirra, Kristin og Sigrún, i húsi veðurathugunar-
fólksins á Hveravöllum.
„Við erum auðvitað í samkeppni
við aðra að einhverju marki,” sögðu
þeir að lokum, „en ekkert frekar við
hitt fyrirtækið hér á staönum en önn-
ur.”
-JKH
Ómar Haraldsson, framkvœmdastjóri Trósmiðju Guðmundar Lárusson-
Ljubodrag Mark Ovic og Eðvarð Ingvarsson hjá Mark sf.