Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1985, Side 44
44
DV. MANUDAGUR19. AGUST1985
fi
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
ÉG VEIT UM FLEIRI
LEIKARA SEM ERU
MED ONÆMISTÆRINGU
DYNASTYLIÐIÐ ÓTTASLEGIÐ
Leikarar og starfsliö viö Dynasty
framhaldsmyndaflokkinn góökunna er
óttaslegiö vegna fréttarinnar um sjúk-
dóm Roek Hudson. Hann lék í níu þátt-
um í Dynasty þrátt fyrir aö hann vissi
aö hann væri meö ónæmistæringu.
Linda Evans er sérstaklega óttaslegin
því hann kyssti hana í nokkrum senum
í þáttunum.
Sögur um aö Rock væri meö ónæmis-
tæringu voru komnar á kreik á meðan
hann lék í þáttunum en þeim sögum
— Rock lék í níu þáttum
var alltaf neitaö staöfastlega. Þegar
fréttin kom fylltust menn skelfingu
jafnframt sem Rock voru sendar sam-
úöarkveöjur. Samstarfsfólk hans á
samt erfitt með að skilja hvers vegna
hann starfaöi með því ef hann vissi aö
hann væri haldinn þessum hættulega
sjúkdómi.
Þaö eru fleiri en Dynastyliðið sem er
óttaslegiö vegna veikinda Rock, Doris
Day, gömul vinkona hans, er einnig í
öngum sínum. Hún var aö vinna meö
honum viku áöur en opinbera til-
kynningin kom um aö Rock Hudson
væri haldinn ónæmistæringu. „Getur
einhver sagt mér aö þaö sé fullkom-
lega útilokaö aö ég sé með ónæmistær-
ingu? Auövitað ekki,” sagöi Doris og
hún bætti viö: „Þaö væri ekki svo
slæmt ef hægt væri aö lækna sjúkdóm-
inn en eina lækningin sem ég hef heyrt
um hingaö til er dauðinn,” sagöi Doris.
'■ ff,
• Linda Evans og Rock Hudson i
einu atriði úr Dynasty en Rock lék i
niu þáttum þrátt fyrir að hann vissi
að hann vœri með ónæmistæringu.
• Aumingja Brookie Shields fór
að hágráta þegar hún braut nögl í
spiiaklúbb í Beverly Hills. Hún var
aö spila rúllettu og var aö snúa
hjólinu þegar nöglin brotnaöi, en
rúilettan var spiluð aö þessu sinni í
góðgerðarskyni. Sagt er aö Brookie
hafi ákveðið á stundinni aö snúa
sér að hættuminna tómstunda-
gamni og vill nú mikiu frekar spila
Svarta-Pétur.
Erlendu blööin sem okkur berast
láta gjaman spámenn og -konur spá
fyrir um helstu atburöi hvers árs.
Til aö vera nákvæmari í spá-
dómum sínum skipta þeir árinu í
tvennt og spá sérstaklega fyrir sinn
hvorn helminginn. I nýiegum spá-
dómi sem við höfum undir höndum
eru ýmsir spádómar sem eru vá-
legir fyrir viökomandi persónu.
Söngvarinn Prince er einn þeirra
því spáin segir aö í haust muni
hann fá einhvern dularfullan sjúk-
dóm í hálsinn sem verði til þess að
hann þurfí að gangast undir mikla
aðgerð. Utlitiö er samt ekki eins
svart og þaö viröist í fyrstu því
honum er spáö skjótum bata og
góðri endurkomu í poppheiminn.
Rokksöngkonan Madonna mun hafa
ráðgert að ganga í þaö heilaga sl.
föstudag. Eiginmaður hennar er leikar-
inn Sean Penn sem fór með annað aöal-
hlutverkið í myndinni FáQdnn og snjó-
maöurinn. Viö vitum ekki annað en aö
hjónavíglsan hafi farið fram en allur
undirbúningur og staðsetning
vígslunnar var leyndarmál, jafnvel
gestirnir fengu ekki aö vita hvar
vígslan ætti að fara fram. Á boös-
kortunum stóð ekki annaö en „Vertu
velkomin(n) i afmælisveislu Madonnu
og Sean Penn þann 16. ágúst. Veislan
byrjar kl. 18.00. Vinsamlega mættu á
réttum tíma annars missir þú af brúö-
kaupinu.”
Aöstandendur Madonnu voru
vægast sagt undrandi á þessu boös-
korti og vinir hennar furöuöu sig á
þessum asa hennar við að gifta sig.
Hún og Sean hafa aöeins þekkst í
nokkra mánuöi og ganga þær sögur nú
f jöllunum hærra aö Madonna sé ófrísk.
Sögur herma aö hún hafi gifst í svörtu
sem sé einmitt vegna þess aö hún sé
með barni.
• Nancy Reagan en hún er reið út í
Rock fyrir að hafa setið kvöld-
verðarboð i Hvita húsinu.
Nancy
Reagan
reið út
í Rock
Nancy Reagan forsetafrú og forset-
inn sjálfur munu vera mjög áhyggju-
full vegna fréttarinnar um aö Rock
Hudson sé með ónæmistæringu
vegna þess að fyrir rúmlega ári var
hann í kvöldverðarboði í Hvíta húsinu.
I þessum kvöldverði voru flestir sem
máli skipta í Washington en gestir
voru rúmlega 100. Þaö sem Nancy
hryllir við er að ónæmistæringarsjúkl-
ingur skyldi hafa setið til borös með,
valdamesta fólkinu í Washington.
• Boy George hélt upp á afmæliö
sitt á afskaplega fínu diskóteki í
New York nýíega. Þetta mun hafa
verið tuttugasti og fjóröí afmælis-
dagur Boys og geröi hann sér svo
sannarlega glaðan dag í tilefni
þess. Dyravörðurinn á diskótekinu
var samt ekki mjög ánægöur meö
aö veislan skyldi haldin þarna því
fyrir utan voru aðdáendur Boys
sem ekki komust í veisluna og
æsingurinn yfir því aö vita af
honum á svæðinu var mikill. Viö lá
að hurðin á diskóinu yröi eyöilögð.
Fyrir innan var líka allt á fullu en
þar voru fleiri hundruö gestir sem
geröu allt sem þeir gátu til aö
hneyksla hver annan bæöi í klæða-
buröi og framkomu. Kampavín var
nóg og undir morgun slökkti Boy á
afmæliskertunum sem höfðu
logaö alla nóttina á heljarmikilli
tertu.
Madonna
gvft?
Sean lenti einmitt í slagsmálum við
blaöamenn fyrr í sumar vegna þess aö
hann vildi ekki að teknar væru myndir
af sér og Madonnu. Sean eyðilagöi
myndavélar ljósmyndaranna og
kastaði grjóti í þá. Blaöamenn fengu
engin svör viö spurningum um ástand
Madonnu, en hún og Sean munu hafa
stundaö líkamsrækt í líkamsræktar-
stöö Jane Fonda í Beverly Hills. Þetta
er sem sagt hiö dularfyllsta mál en
vonandi skýrist þaö sem fyrst.
• Kjóllinn sem Madonna er í á þessari mynd er hvítur og gæti þvi sem slíkur
hentað sem brúðarkjóll en hún mun hafa ætlað að vera i svörtu í brúð-
kaupinu sínu.
— sagði Rock Hudson
Leikarinn Rock Hudson er með AIDS
eöa ónæmistæringu eins og flestir vita.
Fyrst í staö dvaldist Rock á sjúkrahúsi
í París en var síðan fluttur á sjúkra-
hús í Bandaríkjunum. Hjúkrunarkon-
an sem hugsaði um hann í París segir
aö hann hafi sagt við sig að hann væri
ekki fyrsti leikarinn sem fengi ónæmis-
tæringu. „Eg veit um fleiri,” sagði
hann.
Rock sagðist vita aö hann væri fyrst-
ur til aö viðurkenna sjúkdóm sinn opin-
berlega en ástæðan væri einfaldlega
sú aö hann væri lengra leiddur en hinir
leikararnir sem hann vissi um. „Eg er
í þannig aðstöðu að ég verö að viður-
kenna þaö,” sagöi Rock. Hann sagðist
vonast til aö veikindi sín yröu til þess
áð ýta á eftir vísindamönnum með aö
finna lækningu viö ónæmistæringu. Síö-
an bætti hann viö: „Hvers vegna þurfti
þaö aö vera ég? Eg hef ekki gert nein-
um neitt og núna mun ég deyja. Þetta
er ósanngjarnt — þaö eru svo margir
hlutir sem ég hafði ráögert aö gera,
svo mikiö eftir af mínu lífi.” Hjúkrun-
arkonan á sjúkrahúsinu í París var svo
elskuleg aö koma þessum orðum leik-
arans til skila til réttra aðila.
• Rock Hudson á sinum yngri árum,
en nú dvelst hann á sjúkrahúsi i
Bandaríkjunum haldinn þeim ógn-
vænlega sjúkdómi, ónæmistær-
Ingu.
i