Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1985, Blaðsíða 3
DV. MÁNUDAGUR26. ÁGUST1985. Fjámám vegna misskilnings — og „skuldin” hefur sexfaldast „Þessi vinnubrögö lögfræöingsins eru fyrir neöan allar hellur og hafa kostað okkur tugi þúsunda og ómæld óþægindi,” sagði Bima Jóhanns- dóttir í samtali viö DV. Bima hefur um nokkurt skeiö veriö félagi í Bókaklúbbnum Veröld. Um síöustu áramót fékk hún heim- sendan pakka sem hafði aö geyma tvær bækur frá klúbbnum. Meö fylgdi giróseðUl upp á um 1100 krónur. Birna haföi ekki hug á bókunum og endursendi því pakkann til bókaklúbbsins. Skömmu síöar fékk Birna bréf frá lögfræöingi bókaklúbbsins, Olafi Thoroddsén, þar sem hún var krafin um greiöslu á þessum 1100 krónum. Hringdi hún í Olaf og sagði honum að þetta hlyti að vera einhver misskiln- ingur. Hann sagðist ekki trúa þvi. Hringdi hún þá í bókaklúbbinn og þar var henni sagt að þetta væri mis- skilningur sem þeir myndu kippa í lag. Leið nú og beiö. Þá fékk Bima inn um bréfalúguna bréf frá lög- fræðingnum, þar sem sagt var aö gert yröi fjámám hjá henni greiddi hún ekki skuldina. Enn hringdi hún á lögfræðiskrifstofu Olafs, en þar var fátt um svör. Þá haföi hún samband viö bókaklúbbinn, þar sem henni var tjáð aö þetta væri misskilningur og búiö væri að biðja lögfræöinginn að fella þetta niöur. Hélt Bima aö málinu væri þar með lokið. En svo var ekki. Fyrir rúmum tveimur mánuðum fékk Bima lán upp á hátt í 200 þúsund. Þurfti hún aö setja veð í húseign sinni til aö leysa út lánið. Var henni þá sagt að það væri ekki hægt þar sem árangurs- laust fjámám heföi veriö gert hjá henni. Enn reyndi hún að tala við lög- fræðinginn. Sagðist hann fyrir löngu vera búinn aö aflýsa fjámáminu. „Þaö var bara ekki rétt hjá hon- um,” sagöi Bima. „Nú er þessi 1100 króna skuld orðin tæpar 7000 krónur. Og enn hefur mér ekki tekist að ná í veðskuldabréfið vegna þessara vinnubragða lögfræðingsins. Því hef ég ekki enn getað leyst út lániö sem ég þurfti að greiöa annað lán með fyrir rúmum tveimur mánuðum. Á þá skuld eru komnir himinháir dráttarvextir vegna slóðaskaparins í lögfræðingnum. Eg skil ekki hvernig þessum mönnum er stætt á að fara svona með fólk. Maður er algerlega varnarlaus gagnvart þessu,” sagði Bima Jóhannsdóttir. -KÞ. „ÁKVEÐIÐ AÐ FELLA ÞETTA NIÐUR” — segir lögf ræðingur á Lögfræðiskrifstofu Ólafs Thoroddsen „Það hefur verið ákveðið að fella þetta niöur. Hins vegar vissum við ekki fyrr en á síðustu stundu að þetta væri misskilningur. Konan hafði samband við okkur svo seint, þess vegna fór málið þetta langt,” sagði Ámi Einarsson, lögfræðingur á Lög- fræðistofu Olafs Thoroddsen í samtali viðDV. „Þegar við fórum til fógeta til að aflýsa og afturkalla uppboðsréttinn fannst ekki plagg konunnar. Eg hélt því að málinu væri lokið. Plöggin höfðu hins vegar lent í einhverjum öðrum bunka en þau áttu aö vera og þess vegna hefur þaö dregist aö kippa þessu í liðinn. En ég hef gert það núna. Konan getur því haldið sinu striki varðandi lán sitt. Ef hún sjálf vill hafa frumkvæði að því getur hún komið hingað til okkar með veðbókarvottorð og ég get útbúið handa henni veðbands- lausn á fimm mínútum,” sagði Ámi Einarsson. -KÞ. Úttektin á Hafnamálastofnun: Ráöherra hafnaróskum rannsóknar- nefnd Matthias Bjarnason samgönguráð- herra hyggst ekki verða við beiðni átta yfirmanna hjá Hafnamálastofnun um að hann skipi rannsóknarnefnd þriggja óháðra manna til að kanna út- tekt þá er tæknifræðingur gerði á stofnuninni og afleiöingar hennar. „Þetta er orðinn hlutur. Það gildir í eitt ár sem gert var. Hitt er að það veröur framhald á þeirri úttekt,” sagði Matthías Bjarnason í samtali við DV. Úttektin leiddi til skipulagsbreyting- ar á Hafnamálastofnun 1. mars síðast- liöinn. Flestir yfirmenn voru þá færðir til, ýmist upp eða niður. Hefur síðan verið ólga innan stofnunarinnar. I bréfi til ráðherrans fyrr í sumar sögðu yfirmennimir átta að úttektin væri markleysa ein og mistök hefðu verið að taka hana til greina. Telja þeir að í úttektinni og aðgerðum byggðum á henni hafi verið brotin bæði landslög og siðareglur. Yfirmennimir óskuðu jafnframt eft- ir því að í samráði við ráðherrann yrði valinn annar ráögjafi til aöstoðar við endurskipulagningu stofnunarinnar. -KMU. Hin landsfræga Herrahússútsala hófst í dag • Vandaðar vörur — valin merki • - Ótrúlegur afsláttur i 20-70% : afslAttur Jakkaföt, stakir jakkar, stakar buxur, peysur, skyrtur, sumar blússur, vetrar blússur, skór og margt fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.