Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1985, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1985, Blaðsíða 11
DV. MÁNUDAGUR 26. AGUST1985. 11 Diana Gay Hansen stráir salti í Súðavíkog... Karlarnir berja upp á um helgar Með vinnufélögum sínum og stráir salti yfir saltfisk sem verið er að pakka fyrir Portúgali. Diana Gay Hansen í pásu frá fiskinum í Súðavik: karlmenn. Hef verið á fámennari stöðum, ein innan um DV-mynd KAE „Nei, Súðavík er ekki minnsti staður sem ég hef búið á. Það er enn fámennara á áströlsku kúabúunum þar sem ég hef unniö — ein innan um karlmenn eins og hér.” Hún heitir Diana Gay Hansen, 34 ára gömul frá Queensland í Ástralíu og vinnur núna í fiski í Súðavík. Er DV ræddi við hana stóö hún í Nokia-stíg- vélum við brúnan saltbauk og stráði salti yfir saltfisk sem verið var að pakka fyrir Portúgali. Diana Gay Hansen er sú eina sem eftir er í verbúðunum á Langeyri í Súðavík en þar voru 10 ástralskar stúlkur fyrir aðeins nokkrum vikum. „Ég er búin að vera hér í fiski í hálft ár og er nú eiginlega fegin aö vera að hætta eftir hálfan mánuð. Þá verð ég búin að safna 70 þúsund krónum,” segir Diana sem er búin aö vera á ferðalagi vítt og breitt um heiminn síöastliðin 16 ár og staðráðin í að halda því áfram um ókomna framtíð. „Það er dásamlegt að vera hér í Súöavík í smátíma. Fjöllin eru svo falleg, kyrrðin mikil og næðið gott. Ég fer í langa göngutúra þegar ég á frí og svo hef ég lesið hrein ósköp. En ekki gæti ég hugsað mér að búa hér í firðinum alla ævi; ég yrði galin.” Reyndar hefur Diana Gay aðeins tvennt að athuga viö dvöl sína í Súða- vík. Annað er það hversu einhæf og leiðinleg vinnan er í fiskinum og hitt hversu dólgslega karlmenn úr ná- Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis: Nýskuldabréf Gefin hafa verið út skuldabréf Spari- sjóös Reykjavíkur og nágrennis. Alls eru nú gefin út 150 bréf, hvert um sig að nafnverði 100.000 krónur og er heildarnafnverð útboösins því 15 milljónir. Bréfin eru greidd upp í einu lagi, ásamt áföllnum vísitölubótum, og er hægt að velja bréf með mismunandi gjalddögum, en þeir eru alls fjórir. Binditimi er eitt og hálft til þrjú ár. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis er skuldari bréfanna, en útboðið er til komið vegna f járöflunar Heklu hf. sem aflar lánsfjár innanlands til starfsemi sinnar með þessum hætti. Þessi fjár- öflunarleið, þ.e. skuldabréfaútboð fyrirtækis í gegnum banka, hefur verið farin í vaxandi mæli undanfarna mánuði, en þetta er í fyrsta sinn sem Sparisjóöurinn er þátttakandi í sliku útboði. Bréfin veröa til sölu hjá Kaupþingi hf. og verða bréfin seld á verði sem tryggir kaupendum þeirra 10% ávöxtun umfram verðbólgu. grannabyggðunum geta látið um helgar þegar sá gállinn er á þeim. „Islenskir karlmenn drekka óskaplega mikiö um helgar og eru þá vísir til að koma hingaö inneftir til mín og berja allt húsið utan. Fyrir skömmu brutu þeir rúðu hérna í útihurðinni og lögðu allt í rúst fyrir utan. Ég var ein heima og alveg logandi hrædd. Þetta á ekki eingöngu við um karlmennina í Súðavík heldur einnig um hina sem búa á ísafirði, Bolungarvík og öllum þessum stöðum hér í kring. Eiginlega er þetta oröinn fastur liður um hverja helgi,” sagði Diana Gay Hansen sem hefur töluverðar áhyggjur af þessu ástandi og lái henni það hver sem vill. Hún býr ein og afskekkt í verbúðum á Langeyri rétt innan við Súðavík. -EIR. HAMRABORG 3, SÍMI 42011, KÓPAVOGI hvít húsgögn í unghngaherbergið nýkomin Svefnbekkur m/yfirhillu, dýnu og 3 púðum, kr. 10.500,- Skrifborð, 120 cm, kr. 3.200,- Stóll, kr. 2.900,- Sófaborð, kr. 1.980,- Bókaskápur, kr. 3.600,- Bókahilla m/skrifborði, kr. 4.500,- Skrifborðsstóll á hjólum, kr. 1.780,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.