Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1985, Blaðsíða 13
DV. MÁNUDAGUR 26. ÁGUST1985.
13
Skaftafell í Öræfasveit er búiö aö
vera þjóðgarður um tæplega 20 ára
skeiö en með opnun hringvegarins
1974 varð umferð um hann fyrst
verulega mikil. Náttúruverndarráð
Kjallarinn
INGÓLFUR Á.
JÓHANNESSON
SAGNFRÆDINGUR
OG KENNARI
Brúin
áMorsá
sér um þjóðgarðinn og rekur þar
tjaldstæði. Sumarið 1984 voru u.þ.b.
20000 gistinætur þar.
Bæjarstaðaskógur
I þjóðgarðinum er m.a. Bæjar-
staðaskógur og í barnaskólalanda-
fræðinni minni stóð að hann væri
þriðji stærsti skógur á landinu.
Ég veit ekki hvar Bæjarstaðaskóg-
ur er núna í röðinni meðal skóga
landsins en hann og umhverfi hans
eru stórkostlegt útivistarsvæði. Þar
má auk hans nefna heita læki, falleg
gil og fossa og flúðir. Þaðan er og
steinsnar að upptökum Skeiðarár og
í nágrenninu eru fjöll sem fjall-
göngumenn eru sólgnir í að klífa.
I Bæjarstaðaskóg er tveggja til
þriggja tíma gangur hvora leið frá
tjaldstæðunum.
Farartálminn Morsá
Á leiöinni í Bæjarstaðaskóg er þó
einn farartálmi: jökuláin Mors-
á. Þótt hún teljist ekki stór í hópi
jökuláa er hún þó slikur farartálmi
að svæðið er lokað fjölskyldufólki.
Áin er mismunandi vatnsmikil og
breytir sér stööugt þannig aö hún
„Meðan engin brú er 6 Morsá er Bæjarstaðaskógur að mestu
friðaður fyrir almenningi."
getur verið vel fær gætnu og hraustu
fullorðnu fólki að morgni en erfið hin-
umsömuaðkvöldi.
Til að auðvelda fólki aðgang að
þessu svæði var sett brú á Morsá, lík-
lega 1978 eða 1979. Brúin var heljar-
mikið mannvirki og kom að miklu
gagni. Margir lögðu leið sína i skóg-
inn sem áður treystu sér ekki til að
fara þangað.
En til að gera langa sögu stutta þá
er brúin farin núna. I vatnavöxtum
veturinn 1982-3 bilaöi brúin og af
bréfum sem fóru á milli Náttúru-
verndarráðs og Vegagerðar ríkisins,
sem séð hafði um brúargerðina, má
sjá að ekki var til fé til viðgerðar á
brúnni. Náttúruöflin létu því ekki þar
viö sitja heldur héldu eyðileggingunni á-
fram.
Verður byggð ný brú?
Meðan engin brú er á Morsá er
Bæjarstaðaskógur að mestu friðaður
fyrir almenningi. Lúpínurnar, sem
einhver setti þar til að taka fram fyr-
ir hendumar á náttúrunni, verða líka
friðaðar á meðan. Til er fólk sem vill
einmitt friöa allt land fyrir fólki.
Ætla má að því sé skemmt. Að sögn
framkvæmdastjóra Náttúru-
verndarráðs eiga slík landlokunar-
sjónarmið þó ekki hljómgrunn í ráð-
inu — sem betur fer.
Ekki hefur verið sótt um fé á f jár-
lögum til brúargerðar á Morsá. Veld-
ur þar m.a. að Náttúruverndarráð
setur önnur mál á oddinn en ekki
verður um það deilt hér hvort það á
rétt á sér. Aftur á móti mun Vega-
gerðin hafa hannaö nýja brú sem
menn telja að standist betur flóð.
Tilgangur þessarar greinar er þó
að skora á Náttúruverndarráð,
Vegagerð ríkisins og síðast en ekki
síst Alþingi að veita fé til þessarar
brúar og opna á ný útivistarsvæðið
Bæjarstaðaskóg fyrir öðrum en f jall-
göngugörpum og lúpínum.
Ingólfur Á. Jóhannesson.
9 >»Til er fólk sem vill einmitt friöa
allt land fyrir fólki. Ætla má aö því
sé skemmt.”
í Skaftafelli
Lostæti eða ekki hstæti?
I DV fimmtudaginn 22. ágúst
birtist ágætis grein eftir Ernu V.
Ingólfsdóttur. Þaðvarkjallaragrein,
„Á samningi við gin- og klaufaveiki”.
Þótt Ema sé í þessari grein titluð
hjúkrunarfræðingur geri ég mér í
hugarlund að hún skrifi þessa grein
fyrst og fremst sem húsmóðir. Það
er að mínu áliti mergur málsins.
Húsmæður ættu að láta miklu meira í
sér heyra varðandi neytendamál.
Það hefur verið alltof lítið um það.
En umræður kæmust kannski á
heilbrigðari grunn cf þær væru þar
þátttakendur og létu sínar skoöanir
koma fram.
Aðalefni greinarinnar er innflutn-
ingur á kjöti til Keflavíkurflugvallar.
Þetta kjöt álítur Erna algjört lostæti.
Ekki er því að neita að lögun og gerö
kjötsins er fyrsta flokks og stöðluð
framleiðsla en þaö er einni spurn-
ingu ósvarað: Hvaðan er kjötið? Er
það fá Ameríku eða er það frá
Argentínu, Astralíu, Danmörku eða
öðrum löndum ?
Hvaðan kemur kjötið?
Sannleikurinn er sá að flest hin
stærri kjötverslunarfyrirtæki í
Bandaríkjunum versla á alþjóða-
vettvangi. Þau kaupa til dæmis
mikið af nautakjöti frá Argentínu,
svínakjöti frá Danmörku og
lambakjöti frá Nýja-Sjálandi. Það er
þó sammerkt með þeim flestum að
þau kaupa kjötið frá háþróuðum
landbúnaöarlöndum. En hvað þýðir
það? Það þýðir að reynt er að nýta
afurðagetu búfjárins til hins ýtrasta.
Og því miður eru oft notuð í þeim
tilgangi miöur holl meðul, svo sem
fúkkalyf, hormónar og fl.
I Danmörku var þetta vaxandi
vandamál 1975. Þá áttuðu danskir
bændur sig á því pensilín og önnur
fúkkalyf, svo sem tetracyklin,
sköpuöu mun örari vöxt jafnvel þótt
umhirða og húsakostur væri ekki upp
á það besta.
Heilbrigöisyfirvöld fóru aö átta sig
á þessu þegar mjög sterkir bakteríu-
stofnar fóru að koma í ljós sem engin
lyf dugöu við að hér var um hömlu-
lausa misnotkun að ræða.
Heilbrigðisráðuneytið brást hart við
og herti reglur því ákveðinn ótti var
um að lyfin héldu virkni sinni á borði
neytandans og sköpuðu ónæmi hjá
honum.
Þetta leiddi af sér aö í dag fara
fram reglulegar mælingar á kjöti á
neytendamarkaði í Danmörku, sem
gefur ákveðiö aðhald. En það hlýtur
að vera nokkuð ljóst aö þegar um
svo mikilvægan atvinnuveg er að
ræða í gjaldeyrisöflun einnar þjóðar
hlýtur lyfjanotkun alltaf að verða
töluverð til að sjúkdómar geri ekki
usla. Það hefur líka komið fram í
mælingum oftar en einu sinni að
kjötið hefur verið á mörkum þess að
verahæfttil manneldis.
Andúð á
verksmiðjubúskap
I Bandaríkjunum er nú vaxandi
gagnrýni á hormónanotkun í land-
búnaði. Og vaxandi andúö á ónáttúr-
legum aðgerðum sem nánast
flokkast sumar hverjar undir
verksmiðjurekstur. Það rekur að
sama landi í þessum efnum og í fata-
iðnaðinum, fólk vill færa sig nær því
náttúrlega. Enda mikill áróöur fyrir
því í allri matvælaráögjöf í heiminum í
dag.
„Islenskur landbúnaður er í þeirri stöðu í dag að vera blessunarlega laus við marga af þeim
sjúkdómum sem með skelfilegum hætti ógna oft ó tíðum landbúnaði annarra þjóða eins og
dæmin sanna nú síðast í Danmörku."
GUNNAR PÁLL
INGÓLFSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI
laus við marga ef þeim sjúkdómum
sem með skelfilegum hætti ógna oft á
tíðum landbúnaði annarra þjóða eins
og dæmin sanna nú síðast í
Danmörku. Þess vegna er allur
innflutningur á landbúnaðarvörum
mjög mikið hættuspil. Þetta er
hreinleiki sem við verðum að
varðveita. Það er mjög áríðandi
fyrir okkur því ef við hugsum til að
byggja hér upp glæsilegan matvæla-
iðnað þá styrkir sá hreinleiki stöðu
okkar á allan hátt.
Danskur búvísindamaður sagði
eitt sinn við mig: Það gera sér fáir
grein fyrir því hversu alvarlegt mál
búfjársjúkdómar eru í landbúnaði í
dag. Kannski það verði hlutverk
Islendinga að rækta hreina og
óstressaða stofna fyrir önnur
Evrópulönd. Þetta er kannski óraun-
hæf framtíðarsýn en vissulega er
hún athyglisverð.
• „Hver getur þá tryggt það að
nauta- og svínakjöt á Keflavíkur-
flugvelli sé komið frá Bandaríkjunum?
Enginn það ég veit. Það er því lítil
trygging fyrir okkur þótt gin- og
klaufaveiki hafi ekki komið upp í
Ameríku sl. fimmtíu ár.”
Metnaður bandarískra bænda er
ákaflega mikill enda viður-
kenningarkerfið mjög virkt og oft á
tíðum til mikils að vinna. Það eru
dæmi um að verðlauna- og kynbóta-
gripir, og jafnvel afkvæmi þeirra,
séu seldir fyrir upphæðir sem nema
milljónum króna. Amerískt nauta-
kjöt er þvi eitt það besta sem völ er á
í heiminum í dag. En þegar skoðaö er
það frjálsræði sem bandarisk kjöt-
sölufyrirtæki búa viö i dag, hver
getur þá tryggt það að nauta- og
svínakjöt á Keflavíkurflugvelli sé
komiö frá Bandaríkjunum? Enginn að
ég veit. Það er því lítil trygging fyrir
okkur, þótt gin- og klaufaveiki hafi ekki
komið upp í Ameriku sL fimmtíu ár.
Islenskur landbúnaður er í þeirri
stöðu í dag að vera blessunarlega
Átaks er þörf
innanlands
Það er aftur á móti rétt að íslensk
nautgriparækt á nokkuð langt í land
með að uppfylla óskir neytandans.
Það er að vísu búið að plægja nokkuð
jarðveginn en vantar fyrst og fremst á-
tak hjá bændum sjálfum. Og ég get glatt
Emu V. Ingólfsdóttur með því að Félag
kúabænda hugsar sér að taka verulega
á í þessum efnum og öll hvatning því vel
þegin og ekki síst frá húsmæðrum.
Eg er alveg viss um það að
hjúkrunarfræðingur, sem er með
lyfjasprautuna í hendi alla daga, á
mjög auðvelt með að setja sig inn í það
sem hér er fram sett, en það hlýtur að
vekja spumingu um hvað er lostæti og
hvaðerekkilostæti!
Gunnar Páll Ingólfsson.