Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1985, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1985, Blaðsíða 20
DV. MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST1985. i Frá Fjölbrautaskólanum Innritun í öldungadeild Fjöl- brautaskólans í Breiðholti fer fram dagana 28., 29. og 30. ágúst í húsakynnum stofnunarinnar við Austurberg kl. 18.00—21.00. Greiða á gjöld jafnhliða því sem nemendur velja náms- áfanga. Mat á fyrra námi svo og sérstök námsráðgjöf er veitt innritunardagana. Sími skólans er 75600. Dagskóli FB verður settur í Bústaðakirkju laugardaginn 31. ágúst kl. 10.00 árdegis. Allir nýnemar eiga að koma á skóla- setninguna. Allir nemendur dagskólans fá afhentar stundaskrár mánudaginn 2. september kl. 9.00—14.00 og eiga þá að standa skil á gjöldum. Kennarar FB eru þoðaðir á almennan kennarafund mánudaginn 2. september og hefst fundurinn kl. 9.00 árdegis. Skólameistari. „Ætli sé ekki best að drifa sig í frystihúsið aftur," gæti hún verið að hugsa þessi snót sem þarna liggur, ásamt vinkonu sinni, i heitum sandinum við Súgandafjörð. Hún sagðist aðeins hafa skroppið í matar- timanum. Krakkarnir voru aftur á móti i sumarfríi og lita ekki á klukkur fyrr en skólinn byrjar. Svipmyndir af Vestfjörðum: í SÓL 0G SUÐRÆNNIBLÍÐU Yfir þessa götu á Flateyri fara fáir aðrir en fuglinn fljúgandi. Enda verið að leggja fjarvarmaveitu i öll hús; hitaveita þeirra Vestfirðinga. Kvöldverðartími á Flateyri i ágúst. DV-myndir KAE Þó að göturnar á ísafirði séu góðar sá þessi ökuþór ástæðu til að þeysa á farkosti sinum upp á fjall án þess að stíga á bremsurnar. ÚTBOÐ Hafnarsjóður Hafnarfjarðar óskar tilboða í gerð þriðja áfanga Suðurbakka í Hafnarfjarðarhöfn. Verkið nær m.a. til um 20.000 m3 svæðisdýpkunar, reksturs 100 m stálþils, 38.000 m3 fyllingar, frágangs á kanti og þekju ásamt alls efnis sem til verksins þarf. Rekstri stálþils og fyllingu að því skal lokið 1. nóvember 1986 og verkinu í heild 1. nóvember 1987. Útboðsgögn verða seld á 4.000,- kr. hjá Hönnun hf., Síðumúla 1 í Reykjavík, frá kl. 13.00 mánu- daginn 26. ágúst 1985. Tilboð skulu berast bæjarstjóran- um í Hafnarfirði fyrir kl. 14.00 þriðjudaginn 24. september 1985 og verða opnuð þá. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. Það er ekki amalegt að liggja í sólinni þegar allt er í stakasta lagi á heimaslóðum á ísafirði. Blómin dafna i gróðurhúsinu, hreint loftið streymir um gluggann inn í húsið og kvöldmaturinn varður áreiðan- lega til á réttum tíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.