Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1985, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1985, Blaðsíða 21
DV. MÁNUDAGUR26. ÁGUST1985. 21 íþróttir íþróttir íþróttir — kastaði 86,84 m en Tom Petranoff sigraði með 88,12 m Einar Vilhjálmsson varð annar í spjótkasti á grand prix mótinu i frjálsum íþróttum í Köln í gær — kast- aði 86,84 metra. Hefur því aftur hækkað í stigakeppninni samanlagt og möguleiki að hann sé kominn í efsta sætið á ný. Hafði fallið niður í þriðja sætið eftir mótið í Ziirich i síðustu viku. Bandarikjamaðurinn Tom Petranoff Lárus Guðmundsson. sigraði í spjótkastinu í Köln. Kastaði 88,12 metra. Aðalgreinin á mótinu var einvígi Sebastian Coe, Bretlandi, og ólympíu- meistarans Joaquim Cruz frá Brasilíu 800 m hlaupi. Þeir urðu í tveimur fyrstu sætunum á vegalengdinni á ólympíuleikunum í LA. Og aftur sigr- aði Cruz breska heimsmethafann. Hljóp á 1:42,54 mín., frábær tími, en heimsmet Coe er 1:41,73 mín. Coe varð annar á 1:43,07 mín. Næstu menn voru einnig með frábæran tima, Johnny Gray, USA, 1:43,33, Rob Druppers, Hollandi, 1:43,56, Agberto Guimaraes, Braliliu, og Sammy Koskei, Kenýu, jafnirá 1:43,78 mín. Þá náði Sydney Maree frábærum tíma í 1500 m hlaupi. Varð langfyrstur á 3:29,77 min. og var því skammt frá hinu nýja heimsmeti Said Aouita. Sjá bls. 22. 1 spjótkastinu urðu úrslit þessi: 1. Tom Petranoff, USA 88,12 2. Einar Vilhjálmsson, fsl. 86,84 3. WolframGambke, V-Þýsk. 84,48 4. Duncan Atwood, USA 84,24 5. Zdenek Adamec, Tékkósló. 82,54 6. Dag Wennlund, Svíþjóð 78,54 7. Sigurður Einarsson, Isl. 77,68 Nánar er sagt frá mótinu á bls. 23. -hsím. Á sjötta hundrað keppendur í Reykjavíkurmaraþonhlaupinu leggja af stað. Þjóðverjinn Herbert Steffny fyrstur en nœstur honum til hœgri Sigurður P. Sigmundsson. DV-mynd Bjarnleifur. „Hljóp lengstum einn og áhorfendur vantar” Einar í öðru sæti í Köln — sagði Josef Hermann, sigurvegarinn í Reykjavíkurmaraþonhlaupinu ígær Lárus skor- aði á fyrstu mínútunni Lárus Guðmundsson byrjaðl vel bikarvörnina hjá Bayer Uerdingen á laugardag, — skoraði strax á fyrstu minútu gegn Buerstadt á útivelli og Uerdingen sigraði 3—1. Stuttgart sigraði Braunschweig létt, 6—3, á heimavelll, og þar skoraði Algöwer þrennu og Ásgeir Sigurvinsson átti góðan leik þó hann skoraði ekkl. Leikið var í vestur-þýsku bikar- keppninni á laugardag. urðuþessi: Helstu úrslit Kaiserslautem-Frankfurt 3-1 Bochum-Hamburg 3-2 Stuttgart-Braunschweig 6-3 Hanover-Freiburg 3-1 Kickers Offenbach-Bayern 1-3 Weil-Werder Bremen 0-7 Ansbach-Mannheim 0-3 Buerstadt-Uerdingen 1-3 TSV Miinchen-KBln 2-4 Altona-DUsseldorf 2-3 Eisbachtal-Schalke 1-2 Göttmgen-Saarbriicken 1-6 N eukirchen-Dortmund 2-9 Ebingen-Niimberg 2-7 Hertha-Leverkusen 2-5 Wattenscheid-Gladbach 5-5 „Það var gott að hlaupa þessa vega- lengd hér i Reykjavík, lítið um brekkur og Utill vindur en nokkuð kalt. Hins vegar fékk ég enga keppni — hljóp lengstum einn og svo fannst mér vanta tilfinnanlega áhorfendur,” sagði vestur-þýski hlaupagarpurinn Josef Hermann eftir að hann slgraði auð- veldlega i Reykjavíkurmaraþonhlaup- Inu i gær. Blé varla úr nös þegar hann kom i mark og þreytumerki var ekki að sjá á honum. Granuur, frekar lág- vaxinn, 39 ára gamall. „Þetta er víst í þrítugasta skipti sem ég hleyp maraþon, var þrítugur þegar ég hljóp mitt fyrsta. Eg hef náð mun betri tíma, hljóp á 2:26,11 í maraþon- hlaupi í Frankfurt, eða um fjórum mínútum betri tíma en nú. Eg hafði gaman af að taka þátt í hlaupinu hér i Reykjavík og er mjög ánægður með sigurinn,” sagði Hermann ennfremur. Talið er að um 580 hlauparar hafi tekið þátt í hlaupinu í gær, þar af 120 útlendingar og settu þeir, það er útlend- ingar, langmestan svip á hlaupið. Keppt var á þremur vegalengdum, maraþonhlaupi, hálfu maraþoni og 7 km skokki. Þar voru langflestir kepp- endur, 300 sem luku því. I maraþoninu voru keppendur 80. Hlaupararnir voru ræstir kl. 10 og allir saman. Fjöldinn var því mikill á Fríkirkjuveginum en flestir fóru rólega af stað. Maraþon- hlauparamir þó hvað hraðast þó þeir ættu lengstu vegalengdina fyrir hönd- um. I fyrra sigraði Sigurður Pétur Sigmundsson á 2:28,57 eða talsvert betri tími en Þjóðverjinn náði nú. Sjá nánar um hlaupið á bls. 26 og 27. hsím. Josef Hermann kemur i mark langfyrstur og litt þreyttur í hlaupinu i gsar. DV-mynd Kristjón Ari. [”" KSÍvísaði 1 i málinu frá : | Stjórn KSl hefur borist annað bréf vísuðu málinu frá. Ifrá Þrótti vegna Jónsmálsins fræga Eftir því sem DV hefur frétt mun ■ um ósk að málið verði tekið fyrir á Þróttur nú vísa málinu til dómstóls ■ | ný. Stjóm KSÍ tók bréf Þróttar fyrir íþróttasambands tslands og eru Jj | á fundi í gær og vom þar allir nokkrar líkur á að dómstóll ÍSt komi | stjóraarmenn mættir. Þar staðfestu saman til fundar í dag — jafnvel ■ stjórnarmenn fyrri samþykkt KSt — vegna Jónsmálsins. -hsím. I I______________________________-I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.