Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1985, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1985, Blaðsíða 23
DV. MÁNUDAGUR 26. ÁGUST1985. 23 íþróttir íþróttir^íþróttir íþróttir ÍBV jafnaði á 94. mínútu — og ísaf jörður þurfti að sjá á bak tveimur stigum er liðin skildu jöfn í 2. deild, 2-2 Mark Hlyns Stefánssonar fyrir ÍBV þremur og hálfri mínútu eftir venjulegan leiktíma í leik liðsins við fsafjörð í 2. deild knattspyrnunnar tryggði Eyjamönnum jafntefli, 2—2. Heimamenn voru mjög óánægðir með að ekki hafði verið flautað af en Ólafur Ragnarsson dómari hafði bætt við töfum sem heimamenn könnuðust ekki við. IBV, sem var í fyrsta sæti deild- arinnar fyrir leikinn, náði forystu á 30. mínútu. Omar Jóhannsson lék þá á einn varnarmanna IBI og lét skot ríða af rétt innan vítateigs, og í netið fór boltinn. Isfirðingar fengu stuttu seinna gott færi til að jafna er Jóhann Torfa- son fékk stungusendingu inn fyrir vörn IBV en markverðinum tókst aö verja skot hans á ótrúlegan hátt. Jóhann var síðan aftur á feröinni fimm mínútum fyrir hlé er hann hafði betur í viðureign við tvo Eyjamenn og náði aö skjóta föstu skoti upp undir þaknetið, 1—1. Isfirðingarnir byrjuðu seinni hálf- leikinn af miklum krafti og voru mun sterkari aðilinn fyrri hlutann. Þeir náðu forystunni á 75. mínútu. Ragnar Rögnvaldsson átti þá þver- sendingu inn í vítateiginn þar sem Guðjón Reynisson skallaði óverjandi í netið. Gestirnir sóttu í sig veðrið eftir markið og áttu mun meira í leiknum þann stundarfjórðung sem eftir lifði. Sóknarlotur heimamanna voru þó síst hættuminni. Kristjáni Kristjánssyni brást til aö mynda illa bogalistin í markteig. Jöfnunarmark Eyjamanna kom, sem áður sagði, ekki fyrr en eftir venjulegan leiktíma. Hlynur Stefáns- son náði þá boltanum rétt utan mark- teigs eftir þóf í vítateig Isfirðinga og skoraði af stuttu færi. Isfirðingar náðu að leika sinn besta leik í lengri tíma og voru mjög óheppnir að sigrast ekki á toppliði deildarinnar. Benedikt Einarsson og örnólfur Oddsson áttu mjög góðan leik í baráttumiklu liði þeirra. Hlynur Stefánsson og Viðar Elísson voru skástir leikmanna Vestmanna- eyinga. -fros. 3. deild A: SELFOSS TAP- EKKILEIK Selfyssingar unnu enn einn stór- sigurinn í 3. deild á laugardag — léku við HV á Akranesi og sigruðu 0—4. Leikurinn var frekar jafn í fyrri hálf- leik. Ekkert mark þá skorað en í þeim síðari tóku Selfyssingar öll völd. Sumarliði Guðbjartsson skoraði þá Valur vann — en Breiðablik og Þór gerðu jafntefli í 1. deild kvenna Tveir leikir voru í 1. deild kvenna í gær. Breiðablik og Þór gerðu jafntefli í Kópavogi, 2—2. Erla Rafnsdóttir og Ásta B. Gunnlaugsdóttir skoruðu mörk Breiðabliks, Anna Einarsdóttir bæði mörk Akureyrarliðsins. Á Hlíðarenda sigraði Valur KA 4—1. Eva Þórðardóttir skoraði tvö af mörkum Vals, Ragnheiður Sigurðar- dóttir og Katrín Arnórsdóttir eitt hvor en Borghildur Freysdóttir skoraði mark KA. Langer meistari Bernard Langer, Þýskalandi, varð sigurvegari á opna þýska golfmótinu í gær. Lék þrjá hringi á 183 höggum, sjö höggum á undan næstu mönnum, Mike McLean, Bretlandi, og Mark McNulty, S-Afríku. Vegna veðurs voru aðeins leikuir þrír hringir og brautin stytt mjög,úrpari74í66. hsím þrennu en Þórarinn Ingólfsson eitt mark. Orslit í leikjunum urðu þessi: HV—Selfoss 0-4 Ármann—Grindavík 0-0 Víkingur O-IK 2-1 Reynir—Stjarnan 4-1 Mörk Reynis skoruöu Ari Haukur Arason, tvö, og Þórður Þorkelsson, tvö, en Hafsteinn Bragason mark Stjörnunnar. Tómas Kristófersson og Pétur Finnsson skoruðu mörk Olafs- víkur-Víkinga en Þórir Gíslason mark IK. Lokastaöan í riðlinum. Selfoss 14 10 4 0 37—11 34 Grindavík 14 6 5 3 24—16 23 Reynir 14 6 4 4 30—20 22 ÍK 14 4 6 4 26—24 18 Ármann 14 4 5 5 19—17 17 Stjarnan 14 4 4 6 13-24 16 HV 14 4 2 8 20-27 14 Víkingur Ö 14 2 2 10 12—41 8 Enn ók Lauda hraðast — sigraði í Hollandi í gær Niki Lauda sigraði í grand prix kappakstrinum í Zandvoort i Hollandi í gær. Ók á 1 klst. 32 min. 263 sek. eða með meðalhraða 193,089 km. Austur- rðdsmaðurinn ekur McLaren bil og félagi hans hjá McLaren, Frakkinn Alain Prost, varð annar á 1:32,29,495. Þriðji varð Ayrton Senna, Brasilíu, og fjórði Michele Alboreta, Italíu. Niki Lauda er núverandi heimsmeistari en Prost komst i efsta sætið í stlgakeppn- inni í gær. r----------------------------------------1 | BestiárstíminnhjáMary: | ! SIGRAÐIÓLYMP- ! ! ÍUMEISTARANN ! Mary Decker Slaney, USA, náði á 44,98 sek. Ray Armstrong, USA, I Ibesta heimstimanum i 3000 m hlaupi annar á 45,07 og heimsmeistarinn I kvennaiárþegarhúnhljópá8:29,69 Bert Cameron, Jamaika, þriðji á ■ I mín. í Köln i gær. En það sem mest 45,13 sek. Harald Schmid, V- I ■ var um vert fyrir hana var að hún Þýskalandi, sigraði í 400 m grinda- . I sigraði ólympíumeistarann á vega- hlaupi eftir hörkukeppni. Hljóp á ■ | lengdinni, Maricica Puica, Rúmeniu, 48,17 sek. en Danny Harris, USA, á I Isemvarðönnurá8:30,32mín. 48,19. Vassilev, Sovét, þriðji á 48,57 I Mike Franks, USA, sigraði i 400 m sek. I________________________________________J Teitur Þórðarson. Glæsimark Teits dugði Öster ekki — bæði íslendingaliðin í Allsvenskantöpuðu leikjum sínum um helgina Frá Gunnlaugi Jónssyni, fréttaritara DVíSvíþjóð: Teitur Þórðarson skoraði stórglæsi- legt skallamark fyrir lið sitt, öster, í sænsku 1. deildinni á laugardaginn er liðið mætti IFK Gautaborg á útivelli. Mark Teits dugði þó liði hans skammt því að Gautaborgarliðið vann sigur, 4—2. Teitur hefur nú leikiö sjö leiki með öster síðan hann gekk til liðs viö félagið og skorað sex mörk í þeim. Fimm leikir voru síðan háðir í gær og urðu úrslit þeirra þessi: AIK-Brage 1—0 Kalmar-örgryte 2—0 Mjellby-Hammerby 1—3 Norköping-Malmö 2—3 Trelleborg-Halmstad 3—1 Malmö hefur nú forustu í „Allsvenskan”. Hefur hlotið 25 stig. Öster er í 6. sæti með 18 stig. Halm- stadt, lið Eggerts Guðmundssonar, tapaði enn einum leiknum eftir að hafa byrjað keppnistímabilið mjög vel. Liðið er nú komið á hættusvæði, hefur 16 stig og er í 8. sæti. -fros TOYOTA FBA 25 er hagkvœmur 2,5 tonna rafmagnslyftari með 4300 mm opnu mastri, 1435 mm „free lift" og 48 volta, 702 ah. (amperstundir) rafgeymi, sem tryggir langan vinnslu- tíma. TOYOTA FBA 25 er sterkbyggður en lipur, með hliðarfœrslu eða 360° snúningsmöguleika á göfflum, aflstýri og aflbrems - um auk ýmiss annars fullkomins TOYOTA búnaðar. -Tœki sem þú getur treyst,- TOYOTA NybyiavegiB 200 Kopavoqi S 91 44i44y

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.