Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1985, Blaðsíða 9
DV. MÁNUDAGUR 26. ÁGUST1985.
9
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
loks
einni
Umfang njósnamálsins í Vestur-
Þýskalandi varð enn meira um helgina.
Skrifstofa saksóknara staðfesti að rit-
ari í skrifstofu forseta landsins,
Richard Von Weizsackers, hefði verið
handtekin, grunuð um njósnir. Heim-
ildarmenn innan leyniþjónustunnar
sögðu aö ritarinn væri Margarete
Höke, 51 árs gömul. Hún hefði unnið á
skrifstofu forsetans í meira en 20 ár.
Sem aðstoðarmaður í utanríkisdeild-
inni hafði hún aðgang að öllum skeyt-
um frá vestur-þýskum sendiráðum er-
lendis.
Grunur um njósnir Höke varð sterk-
ari eftir að hún hitti austur-þýskan
njósnara í Danmörku, og tók við mikl-
um fjárfúlgum.
Höke er fyrsti grunaöi njósnarinn
sem er handtekinn síðan njósna-
hneykslið byrjaði. Eftir að einn yfir-
manna gagnnjósnaþjónustu Vestur-,
Þýskalands, Heins Joachim Tiedge,
flúði til Berlínar er talið víst að hér sé
um alvarlegasta njósnamál í sögu
Vestur-Þýskalands að ræða.
Helmut Kohl kanslari hefur verið í
fríi í Austurríki. Hann má búast við
hörðum árásum stjórnarandstæðinga
vegna málsins. Gert er ráð fyrir að
yfirmaður leyniþjónustunnar, Heri-
bert Hellenbroich, neyðist til að segja
af sér. Þangað til i síðasta mánuöi var
hann yfirmaður gagnnjósnadeildar-
innar sem Tiedge vann við. Hellen-
broich mun hafa litið framhjá þremur
viðvörunum vegna drykkju Tiedges.
Nú er talið líklegt að Tiedge hafi unn-
ið fyrir Austur-Þýskaland í tvö ár en
hann mun hafa lagst í þunglyndi fyrir
tveimur árum eftir að kona hans dó.
StriðsleikirNA TO
í kringum ísland
Atlantshafsbandalagiö hefur í vik-
unni einhverjar mestu heræfingar í
sögu bandalagsins. Heræfingarnar eru
stríðsleikir í Norður-Atlantshafinu.
„Bláar” skipalestir vestrænna ríkja
'eiga að reyna að komast frá Islandi til
Bretlands; frá Portúgal til Bretlands;
frá Scapa Flow í Skotlandi til Seine
flóa í Frakklandi og frá Boston til
Islands.
„Appelsínugulur” floti óvina mun
reyna að ráðast á skipalestirnar.
Tilgangur striösleikjanna er að sýna
Sovétmönnum styrk Atlantshafs-
bandalagsins. I æfingunum taka þátt
165 skip og kafbátar og hundruð flug-
véla frá Bandaríkjunum, Belgiu, Bret-
landi, Danmörku, Hollandi, Kanada,
Noregi, Portúgal og Vestúr-Þýska-
landi. Leikirnir eru nefndir dulnefninu
„Ocean Safari 85”. Þeir eiga að vara í
mánuð.
Sérfræðingar NATO segja að sovésk-
ar heræfingar nýlega hafði miöað að
því að geta komið í veg fyrir að skip
kæmu vopnum og vistum til norður-
vamarlínu bandalagsins í Noregi en
einnig að því að hindra skipaflutninga í
gegnum GIUK hliðið svokalíaða haf-
svæðið milli Grænlands, Islands og
Bretlands.
NATO-floti kom til Boston á laugar-
dag þaðan sem hluti hans mun brátt
leggja af stað til Islands.
Skipalest Atlantshafsbandalags-
ins mun brátt leggja af stað frá
Boston til Íslands. Herœfingarnar
eru einhverjar þœr mestu sem
fram hafa farið frá stríðslokum.
VINSTRIMEÐ MEIRIHLUTA
Norski Verkamannaflokkurinn kann
aö bola stjórn íhaldsmanna frá
völdum, samkvæmt nýrri skoðana-
könnun í Noregi. Flokkurinn fór illa út
úr skoöanakönnunum fyrr á þessu ári
en i könnun, sem var birt á laugardag,
fékk Verkamannaflokkurinn og tveir
minni flokkar, sém líklega myndu taka
þátt í stjómarmyndun, atkvæði sam-
tals 49,9 prósent viðmælenda. Hægri
flokkarnir fengu samtais 43,3 prósent.
Formaður Verkamannaflokksins,
Gro Harlem Brundtland, þykir hafa
staðið sig einstaklega vel í kosninga-
baráttunni. Jafnvel kosningameistar-
ar íhaldsmanna hafa viðurkennt að
hún haf i komiö á óvart. Hún þótti koma
sérstaklega vel út úr sjónvarpseinvígi
við Káre Willoch forsætisráðherra á
föstudag.
Samsteypustjóm íhaldsmanna hefur
13 sæta meirihluta á þingi nú.
Kosningamar era 9. september.
Örugg vemd
Innstæða á Kjörbók er varin gegn árásum verðbólgunnar.
Pú nýtur ávallt góðra kjara hvenær sem þú leggur inn.
Náðu
LANDSBANKINN
Grœddur er geymdur eyrir
Þýska njósnamálið: