Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1985, Blaðsíða 12
12 DV. MÁNUDAGUR 26. ÁGUST1985. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélíg: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformafiurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstofiarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjófar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SfMI 6B4611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMi 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 684611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf., Askriftarverð á mánuöi 360 kr. Verö í lausasölu 35 kr. Helgarblaö 40 kr. Veldi hvítra rióar Láta má á ástandiö í Suður-Afríku sem upphafið að endalokum veldis hvíta minnihlutans. Ögnarstjórn ríkir. Fjöldi stjómarandstæðinga hefur verið handtekinn nú um helgina. Norðurlöndin mótmæltu sameiginlega, að náms- menn hefðu verið handteknir. „Neyðarlög” gilda, það er í raun herlög. Hinir handteknu fá ekki opinbera ákæru og ekki dóm. Þeim má halda í prísund án þess. Þeldökkir námumenn í gull- og kolanámum íhuga að fara brátt í verkfall. Þeir frestuðu verkfalli sínu í síðustu viku. Verkfall svertingja í um þrjátíu námum er talið mundu leiða til frekari átaka. Það væri og einstakt í sögu landsins. Um tíma var talið, að bæði námueigendur og verkamenn vildu fresta verkfallinu til þess að ólgan ykist ekki. Eftir síðustu kúgunaraðgerðir hvíta minnihlutans má búast við, að í odda skerist. Neyðarlögin voru sett 20. júlí. Síðan munu um þúsund manns hafa verið handteknir á grundvelli þeirra. Blóðbaðinu linnir ekki. Um sex hundruð hafa látið lífið í kynþáttaóeirðum á rúmu ári. Lögreglan heldur áfram að ryðjast inn í hús andófs- manna og handtaka þá án dóms en á grundvelli herlag- anna. Nú hefði mátt búast við, að stjórn hvíta minnihlutans mundi sýna einhverja skynsemi og reyna að friðmælast við svertingja. Margir leiðtogar þeldökkra eru fúsir til viðtals. Ljóst ætti að vera, að stefna „aðskilnaðar kyn- þáttanna”, Apartheid, gengur ekki lengur. En ráðamenn treysta sér ekki til að koma til móts við svertingja af ótta við reiði hvítra öfgamanna. Botha, forseti Suður-Afríku, var talinn mundu bjóða tilslakanir, þegar hann flutti ræðu fyrir rúmri viku. Þvert á móti. I ræðunni var hvergi boðin mildari afstaða gagnvart þeldökkum. Ræðan olli vonbrigðum víða um heim. Desmund Tutu, handhafi friðarverðlauna Nóbels og einn leiðtogi svertingja, sagði eftir ræðuna: „Ég held, að horfur á friðsamlegri breytingu í Suður-Afríku séu að engu orðnar.” Vissulega sýndi ræðan, að hinir hvítu valdhafar höfðu ekkert lært. Þeir álíta enn, að knésetja megi hina þeldökku. Það er rétt athugað, að svarti meirihlutinn í Suður-Afríku hefur sem stendur ekki bolmagn til að hrinda hvíta minnihlut- anum frá stjóminni með valdi. Ríkisstjómin hefur orðiö æ forhertari eftir því sem herlögin hafa staðið lengur. Blöð í Suður-Afríku tala um, að herlögin hafi ekki náð tilgangi sínum. Meðan stjómvöld í Suður-Afríku sýna slíka þver- móðsku, dugir ekki annað en aðgerðir ríkisstjórna í öðrum löndum til að koma vitinu fyrir stjórn hvítra. Æ meira ber á slíkum aðgerðum. Vissulega eru þær neyðarbrauð, en ekki virðist annað duga. Islenzkir fulltrúar ættu þar sem þeir fá því við komið að mæla með slíkum aðgerðum. Ástandið í Suður-Afríku er óhugnanlegt. Fyrst og fremst verður að koma ríkisstjóm hvítra að samningaborðinu með þeldökkum. Ella linnir ekki blóðbaðinu í landinu. Engar horfur eru sem stendur á því, að stjóm hvítra leiti friðsamlegrar lausnar án þvingunaraðgerða viðskiptaþjóða. Haukur Helgason. Komið þið nú meðbölvað- an köttinn Dag nokkum er ég var aö glugga í DV bar fyrir augu mín þessa sérdeil- is merkilegu upphrópun: Gott hjá Geir! — Sem snöggvast flaug mér í hug hvort loksins hefði þá Geir beðið islensku þjóðina afsökunar í tilvist sinni sem utanríkisráðherra og þó kannski sérstaklega þá sem afþakk- að höfðu hann í alþingiskosningum. En hans herlegheit ákvað að taka • ekki mark á heldur tyllti sér í þann sess, hvar hann trónir í dag — og tek- ur ef til vill örlagaríkari ákvarðanir fyrir land og þjóö en nokkur annar hefir gert, þó að margir hafi lötrað seigt með háskalega hernaðar- hyggju og verið einkar þénugir skó- sveinar erlendra ríkja. Þær brellur, sem haföar voru í frammi, að ómerkja raunverulega alþingiskosningarnar hér í Reykja- vík sýnist mér að eigi lítið skylt við lýðræði heldur blygðunarlaust of- .. beldi eða skrípaleik. Er ekki alveg ljóst af öllu þessu að lýðræði og mannréttindi eru miskunnarlaust fótum troðin ef stjómmálaflokki eða valdagráðugum flokksbroddi hentar að hafa það svo? Allt tal um það aö áður hafi maöur utan þings verið kvaddur til að gegna ráðherraembætti er alveg út í hött og þjónar aðeins þeim tilgangi að villa fólki sýn. — Að veita fallkapteini um- boð til stjómarmyndunar, þó aldrei nema hann væri formaður stjórn- málaflokks, er vægast sagt undar- legt. Nema því aðeins að enginn af kjömum fulltrúum flokksins hefði talist fær um að taka að sér hlutverk- ið. Með bein í nefi Hvað snertir hugdettu er ég minnt- ist á í upphafi þessa greinarkoms skal það'tekið fram að hún reyndist vera hreinræktuð óskhyggja. Utan- ríkisráðherra var ekkert að hafa fyr- ir því að biðjast afsökunar á einu eða neinu heldur að harma mann- réttindabrot þeirra í Sovét. Hún er ekkert úrelt enn sagan um flísina og bjálkann. ‘ En hvaö sem öðru líður hefur þá sýndi Geir svo ekki varð um villst að hann hafði bein í nefinu: Talaði eins og stóri bróðir og gerði allt eins og stóri bróðir. — Hugsið ykkur, 35 utanríkisráðherrar á fundinum í Helsinki en aðeins tveir, þeir George Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, og Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra Islands, höföu þorað aö egna Rússa og segja þeim til syndanna. — Og að því er fregnir hermdu hafði þetta orðið yfirþyrm- andi þroskaþjálfun: því með það sama tók Geir að blása út og stækka ofboðslega. Þaö svikur ekki þá, hina litlu, að láta stóra bróður leiða sig. Því getur Qeir lika sagt eins og mús- in: „Komið nú með bölvaðan kött- inn.” Heilaþvottur Leiðari Mbl. 7. ágúst, þar sem minnst var kjarnorkuárásarinnar á Hiroshima og Nagasaki fyrir 40 ár- um, var vissulega athyglisverður um margt. I bland við lýsingar á öllum þeim hörmungum sem þessi grimmdarlega og siðlausa árás olli fómarlömbum sinum lýsti leiðara- höfundur yfir vanþóknun sinni á öll- Kjallarinn AÐALHEIÐUR JONSDÓTTIR VERSLUNARMAÐUR rjúkandi ráð. Það hafa skoðanakann- anir sýnt, samanber fylgi íhaldsins og ríkisstjómarinnar. Aldrei hefur ásjóna Sjálfstæðisflokksins verið jafnófrýnileg og nú nokkur undan- farandi misseri og almennt mun þessi ríkisstjóm talin sú versta er hér hefur nokkru sinni setið. — En fylgið aldrei meira. Fyrir svo sem 15 árum var talið að mikill meiri hluti þjóöarinnar vildi láta herinn fara þó að þá væri all- verulega farið að síga á ógæfuhlið þar sem fjölmenn stétt var farin að safna auði gegnum hermang og spill- ingu. Alvarlegast var þó aö í þeim hópi voru margir valdamiklir menn í þjóðfélaginu. — En það er nú önnur saga sem ekki veröur fariö út í hér. — Heldur skal vikið örlítið nánar að leiöara blaösins, þar segir: „Um leið og við minnumst þeirra, sem féllu í Hiroshima og Nagasaki megum við ekki gleyma þeirri staðreynd, aö þeir sem þá háðu blóðuga og miskunnar- lausa styrjöld hafa síðan með sam- vinnu sinni orðið burðarás í sókn friðar og framfara í heimin- um.......” Ekki er nema sjálfsagt að láta sér 9 „Það er reyndar ekkert skrítið þó að maður, sem telur heimsfriðinn byggjast á vígbúnaðarkapphlaupi, hafi litlar mætur á friðarhreyfingum og herstöðvaandstæðingum. ’ ’ um mótmælaaögerðum friðarhreyf- inga gegn kjamorkuvopnum. — Það er reyndar ekkert skrítið þó að maður, sem telur heimsfriðinn byggjast á vígbúnaðarkapphlaupi, hafi litlar mætur á friðarhreyfingum og herstöðvaandstæðingum, hitt er öllu undarlegra að hann virðist eiga erfitt með að átta sig á hvort þessi hryllilegi glæpur er réttlætanlegur eður ei. Og þó kannski helst aö hann hafi samúð með honum. Um það mál kemst hann svo að orði: „... . Til þess aö geta metiö allar aðstæöur á þeim tíma verður maöur að fara í spor þeirra þjóða, sem höfðu tapaö milljónum manna í baráttunni við einræðis- og ofríkisöfl þeirra tíma.... ” — Þá segir þar ennfrem- ur að herstöðvaandstæðingar hér á landi hafi notað þennan atburð til að koma höggi á Bandaríkjamenn og varnir lýðræðisþjóðanna. Vesalings maðurinn, honum er svo sannarlega vorkunn. — Það verður aö taka tillit til þess að hann er starfskraftur á heilaþvottastöð ihaldsins. Þar sem gildir reglan: Segðu það uns allir trúa því. — Og svo sannarlega hefur aðferöin borið árangur: Meira en helmingur þjóðarinnar veit ekki lengur sitt verða leiösögn hans að liði. Líklega hefir hann þarna í huga herforingja- stjómimar sem þeir hafa stutt til valda, styrjöldina í Víetnam og fleira þess háttar. Friðarboðskapur helstefn- unnar Vígbúnaðarstefna Mbl. í þessum leiðara er ekkert frábrugðin því venjulega í þessum herbúðum, hins vegar getur það fengið mann til að hugleiða hana nokkru nánar, að um leið og minnst er þessa skelfilega atburðar í Hiroshima og Nagasaki skuh vera fluttur boðskapurinn: Trúðu á kjarnorkuvopnin og treystu þeim.Þau gegna því lykilhlutverki að vernda þig. Eina leiðin Ul að efla friðinn: Frið með frelsi í faðmi ógnarjafnvægisins. Mannkyniö með helstefnuna í hjarta sínu og kjarn- orkusprengjuna sem lífvörð. Er ekki þarna verðugt verkefni fyrir eitthvert sálmaskáldið, sér- staklega ef Morgunblaöið skyldi hafa ráð á einu slíku, að kveða hjartnæm- an kjamorioisálm til lofs og dýrðar þessum göfuga frelsisgjafa og friðar- höfðingja? Aðalheiður Jónsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.