Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1985, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1985, Blaðsíða 1
 DAGBLAÐIЗVlSIR . 205. TBL. - 75. og 11. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1985. Fjárlögin í fæðingu: „Það verður skorið niður alls staðar,y — segir forsætisráðherra „Mér þykir vænlegast aö auka ekki viö erlendar lántökur og setja þar stólinn fyrir dyrnar. Ég vona aö þaö verði ofan á aö ekki verði tekin fleiri erlend lán en nemur afborgun- um og ég vona að þetta veröi fyrsta skrefiö aö stoppa frekari erlendar lántökur,” sagöi Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra viö DV aöspurður hver vænlegasta leiðin væri til að bregðast við rekstrarhalla ríkissjóös á næsta ári. Talað hefur veriö um aö um tvo milljaröa vanti í fjárlagagat næsta árs. — Hvernig á að stoppa í það gat? „Það er ekki nema um tvennt aö ræða. Annaöhvort að skera niður eöa auka tekjurnar. Og hvort tveggja kemur til greina. — Hvaö veröur skorið niöur? „Þaö veröur skoriö niður alls staöar. Viö getum oröaö þetta þann- ig: Við verðum að fresta ýmsum góðum hlutum á meðan við erum aö ná tökum á erlendri skuldasöfnun.” — Hvaö meö tekjuhliöina? „Ég er þeirrar skoöunar aö mjög margt komi til greina. Ég vil ekki nefna hvaöa leiðir þetta eru. Þaö er verið aö ræða þetta innan stjórnar- flokkanna”. — Hvaö um aö aflétta söluskatts- undanþágum? „Þetta er eitt af því sem er verið aö ræða. Söluskattskerfiö er orðið mjög götótt og er því eiginlega ekk- ert nema stórriðið net. Þetta kemur því vissulega til greina, en ég vil ekki aö söluskatturinn veröi hækkaður,” sagði Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra. Hann vildi ekki nefna hversu stórt fjárlagagatið væri enda væri ekki komiö í ljós hvaöa fjárveitingar væru á listum ráöuneytanna. Fjár- lagagerðin verður rædd í dag á ríkis- stjórnarfundi. Fjármálaráðherra vildi hins vegar ekki segja orö um f járlögin. „Ég er ekki tilbúinn að ræða fjár- lögin fyrr en þau veröa lög fram 10. október, sagöi fjármálaráðherra, en viðurkenndi þó aö róðurinn væri þungur að koma saman fjárlögun- um. APH Sverrirbýstvið fyrstafundi ínóvember „Ég heföi kosiö aö fyrsti fundur verði hér í Reykjavík og mun leggja áherslu á þaö en venjulega er nú mæst á miöri leið,” sagöi Sverrir Hermannsson iönaöarráö- herra i morgun. Hann átti viðræður í gær viö samninganefnd um stór- iöju um sýndan áhuga Kínverja á álviðræðum. „Viö reyndum aö gera áætlun fyrir okkur um hvert framhaldið veröi,” sagði Sverrir. Sagöist hann búast víð fyrsta formlega fundi Is- lendinga og Kínverja í nóvember. Forsvarsmenn Alusuisse munu heimsækja Kínverja fyrst „en það er ljóst aö þeir ætla aö selja sín tæki”. Kinverjar hafa hingað til keypt eitthvert magn af áli, þó í litl- ummæli. Iðnaöarráðherra sagöi einnig í samtali viö DV í morgun aö hann heföi lagt drög að því aö fá tillögur frá Landsvirkjun um hvort hægt væri að fresta framkvæmdum við Blöndu um eitt ár til viðbótar. Akvöröun um það verður aö taka fyrir mánaöamót, m.a. vegna láns- fjárlaga sem lögð verða fram í þingbyrjun. -ÞG Hermannaveikin á spítulunum: Bakteríunnar leitaö „Viö erum rétt aö byrja aö skoöa umhverfið en þetta er mjög tímafrekt. Þaö er mikil vinna aö afgreiöa hvert sýni,” sagði Olafur Steingrímsson, sér- fræðingur í sýklafræði. Hann stjórnar rannsóknum sem nú fara fram á loft- ræstikerfum Landspítalans og Borgar- spítalans vegna gruns um að þar leyn- ist baktería sem völd er aö lungnaveik- inni sem kölluö hefur verið hermanna- veiki. I vor leiddi athugun í ljós aö fleiri sjúklingar á spítulunum höföu veikst af völdum þessa sýkils en búist haföi verið viö. Því var ákveðið aö kanna loftræstikerfin en loftræstikerfi hafa reynst gróðrarstía fyrir sýkilinn þegar hermannaveikin kom upp á spítala í Bretlandi. „Þaö er ekkert sem bendir til þess aö loftræstikerfiö hér valdi sýkingunni,” sagöi Olafur. „Þetta gæti eins ræktast í sturtuhausum, krönum, niöurföllum og víöar. Fólk þarf samt ekki að veigra sér við aö leggjast inn á spítala. Sýk- ingin er ekki mjög hættuleg. Flestir sjúklingarnir sem veikjast eru meö einhverja veiki fyrir og þaö er hægt aö drepa þessa bakteríu með lyfjum. Hún er fyrst og fremst hættuleg þegar hún uppgötvast ekki.” -JKH. Norsku kosningarnar: Framfaraflokkur- inn ræður nú öriög- um stjórnarinnar — Verkamannaflokkurinn bætti mjög við sig en stjórnin hélt velli Borgaraflokkarnir unnu norsku kosningarnar, mjög naumlega. Hægri flokkur Káre Willochs for- sætisráöherra tapaöi þremur þing- sætum. Verkamannaflokkur Gro Harlem Brundtland jók viö sig fimm sætum. Stjómarflokkarnir hafa samtals 78 þingsæti. Sósíalistaflokkarnir hafa 77 þingsæti eftir kosningarnar í gær og á sunnudag. Hinn hægrisinnaði Framfaraflokkur hefur tvö þingsæti. Stjórn borgaraflokkanna mun því þurfa að reiöa sig á atkvæði eöa hjá- setu Framfaraflokksins til að koma sínum málum í gegn. _ Sósíalistaflokkarnir fengu 49,9 pró- sent atkvæða; rúmu prósentustigi fleiri atkvæöi en borgaraflokkarnir sem fengu 48,6 prósent. En vegna kosningakerfis sem gefur enga landskjöma þingmenn fengu sósia- listaflokkarnir ekki þingmannatölu í samræmi viö atkvæðatölu. Gro Har- lem nagar sig eflaust í handarbökin nú því Verkamannaflokkurinn felldi á sínum tíma frumvarp um jöfnun atkvæða. -ÞóG — sjá nánar á bls. 8-9 Káre Willoch hafði ástæðu til að fagna í nótt, eftir nauman sigur i norsku kosningunum. — Símamynd í morgun — Norska Dagblaðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.