Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1985, Blaðsíða 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR10. SEPTEMBER1985.
3
Svef nvenjur okkar kannaðar:
Seinna í háttinn en
Svefnvenjur íslendinga virðast
vera nokkuð frábrugðnar því sem
gerist í öðrum löndum. Munurinn
virðist einkum vera fólginn í því að
við förum seinna en aörir í háttinn.
Samt virðist meöalsvefntíminn hér á
landi vera svipaöur og annars stað-
ar. Við förum sem sagt seinna í hátt-
inn og vöknum seinna. I könnun sem
gerð var á Italíu lögðu menn sig á bil-
inu frá 23 til 23.30 sem er að meöal-
tali klukkutíma fyrr en Islendingar.
Þessar upplýsingar koma fram í
niöurstööum könnunar sem gerð var
á árunum 1982 til 1983 á svefnvenjum
Islendinga. Könnun þessi er fram-
kvæmd af fimm læknum, Helga
Kristbjarnarsyni, Hallgrími
Magnússyni, Guðmundi I. Sverris-
syni, Eiríki Erni Arnarsyni.og Tóm-
asi Helgasyni.
Meðal svefntími reyndist vera um
sjö og hálf klukkustund. Á virkum
dögum lögöu flestir sig rétt rúmlega
tólf og vöknuðu kortér í átta. Á föstu-
dagskvöldum fóru flestir nokkuö
seinna í háttinn eða um kortér í eitt
og vöknuðu þegar klukkuna vantaði
tíu mínútur í níu. Á laugardagskvöld-
um var háttatíminn að meðaltali
klukkan tuttugu mínútur yfir eitt og
vöknuðu menn um morguninn að
meðaltali þegar klukkuna vantaði
tuttugu minútur í tíu.
Um 50 prósent þeirra sem tóku
þátt í könnuninni töldu aö svefnþörf-
in væri meiri á veturna en á sumrin.
En í samanburðarkönnun á milli ára
kemur í ljós að munur á svefntíma
milli árstíöa er ekki marktækur.
1 niðurstöðum könnunarinnar er
reynt að svara því hvers vegna við
förum seinna að sofa en aðrir.
aörar þjóðir
Hugsanleg skýring er að klukkan er
skekkt um eina klukkustund miðaö
við Greenwich. Ekki þykir þessi
skýring vera haldbær því mál manna
er að háttatíminn hafi einnig verið í
seinna lagi þegar klukkunni var
breytt eftir árstíðum. Önnur skýring
er að fólk á norölægum slóðum fari
seinna að sofa vegna þess að erfitt sé
að venjast myrkrinu á veturna og
birtunni á sumrin.
I könnuninni kemur einnig fram aö
0,6 prósent spuröra segist nota svefn-
lyf daglega, 2 prósent reglulega og
um 5 prósent stundum. Bent er á að
rannsóknin á þessu atriði sé ekki
nægilega nákvæm. Þessar tölur
benda til þess að notkun svefnlyf ja sé
innan skaplegra marka hér á landi.
Hins vegar er bent á þaö að oft noti
þeir svefnlyf sem lifa óreglusömu lifi
og slíkir hafi að öllum líkindum ekki
svarað í þessari könnun.
Fleiri konur en karlar notuöu
svefnlyf. Konur sváfu einnig að jafn-
aöi lengur en karlar. Þær fóru að
sofa á sama tíma en sváfu um 16
mínútum lengur á morgnana.
APH
Frá setningu hátiðarinnar. Knut
ödegárd ávarpar gesti.
DV-mynd VHV.
Norræna
I jóð lista rhátíð in:
Skáldin mætt
til leiks
„Okkur gefst kostur á að hlýöa á úr-
val ljóða sem flutt eru meö röddum
skáldanna sjálfra,” sagði Þorkell Sig-
urbjörnsson, forseti Bandalags ís-
lenskra listamanna, um norrænu ljóð-
listarhátíöina sem standa mun út
þessa viku. Hátíðin var sett í gær í há-
tíðarsal Háskóla Islands að viðstödd-
um forseta Islands, frú Vigdísi Finn-
bogadóttur, og fjölda gesta.
I gærkveldi var síðan fyrsta Ijóöa-
kvöldiö af sex í Norræna húsinu. Þar
fluttu sex skáld ljóö sín. Þar á meðal
Stefán Hörður Grímsson fyrir Islands
hönd. (Sjá umsögn Arnar Olafssonar
um flutninginn hér í blaðinu.)
I kvöld veröur hátíðinni fram haldiö í
Norræna húsinu þar sem fimm skáld
lesa úr verkum sínum.
GK
Áburðarverksmiðjan:
Verkfallið
orðið mán-
aðarlangt
Verkfall tuttugu rafvirkja og járn-
smiöa í Áburðarverksmiðju ríkisins í
Gufunesi hefur nú staðið yfir í einn
mánuö. Ekkert bendir til þess að sam-
komulag sé í nánd.
„Mér sýnist að málið horfi enn þung-
lega,” sagði Guðlaugur Þorvaldsson
ríkissáttasemjari í gær.
Sáttafundur hefur veriö boðaður í
dag klukkan 13.30. Er það fyrsti sátta-
fundurinn í deilunni í hálfan mánuð.
Verkfall iönaöarmanna, sem annast
meðal annars viðhald í verksmiöjunni,
hefur leitt til þess að tvær verksmiðju-
deildir af fimm hafa stöðvast. Sýru-
verksmiðjan og blöndunarverksmiöj-
an hafa veriö stöövaðar í hálfan mánuð
og enginn áburöur verið framleiddur á
meðan.
-KMU.
i tilefni þess að nú eru
árgerðirnar að koma til
landsins getum við
boðið nokkra bíla á
sérstöku afsláttarverði
af árgerð