Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1985, Blaðsíða 2
2
DV. ÞRIÐJUDAGUR10. SEPTEMBER1985.
VEIÐIVOIM
Þrátt fyrir miklar sviptingar i Alþýðubandalaginu og heilmikinn gust um ritstjóra Þjóðviljans brá hann sér i
veiði um helgina og veiddi bleikjur. össur Skarphéðinsson landar bleikju i Laxá i Reykhólasveit.
DV-mynd G. Bender
Andspy rnuhreyf ingin
á Þjóðviljanum í bleikju
Laxá og Bæjará í Reykhólasveit
hafa, þrátt fyrir mikiö vatnsleysi,
gefiö 14 laxa og 435 bleikjur. En ekki
hefur komiö deigur dropi úr lofti síö-
an snemma í sumar og hefur það
haft sitt aö segja. Venjulegar ár eru
orðnar aö lækjum og lækirnir að
engu.
Töluvert er af bleikjum í Laxá en
þær eru frekar smáar, þessar stærri
eru legnar og taka illa. Þó fengum
viö 25 og 5 þeirra voru vænar, um 2
pund, skemmtilegar á færi. I Laxá
voru einnig Þjóðviljamennirnir Öss-
ur Skarphéðinsson og Lúðvík Geirs-
son.
Þetta er þriöja áriö sem Árni
Baldursson og Gunnar Másson hafa
árnar á leigu og aldrei hefur laxveiö-
in virst vera svona róleg. En allt getur
skeö ennþá. Kannski veröur veisla í
lokin, fullt af laxi?
Það sem ég held, er aö þetta séu
bara alls ekki laxveiöiár, þær eru
kaldar og með frekar lágt hitastig,
laxinum liöur illa og erfitt aö fá hann
til aö ganga í þær. Bleikju og urriða
væri best að hafa í þeim, vegna þess
hvekaldar þæreru.
Já, laxveiðin hefur veriö róleg eins
og áður getur í sumar, en þó finnst
eitthvað af laxi í ánum. Tónafoss í
Bæjará hefur aö geyma flesta laxana
og eru þeir líklega 6 þar og einn 14—
15 pund en þeir fást ekki til að taka.
En fyrst laxinn vill ekki taka kemur
það bara ánum til góöa. Ekki mun
veita af, 10 laxar hafa veiðst í Laxá
og 4 í Bæjará. Stærsti laxinn ennþá
er 13 pund og veiddur af Skúla
Kristinssyni. Þaö má skjóta því inn í
að best varö laxveiðin 1983 og veidd-
ust þá 39 laxar. Silungurinn hefur
bæði fengist á maök og flugu, bestu
flugurnar eru Garry og Cosseboom,
Merry Finn, Krafla og Kolsvört
túba.
Þrátt fyrir aö við fengum bara
bleikjur, og þaö í smærri kantinum,
vorum viö hressir meö útivistina og
viö fundum mikiö af berjum. Haust-
litimir eru komnir á gróöurinn og þaö
var stórfenglegt aö sjá út á spegil-
sléttan Króksfjöröinn og eina hreyf-
ingin voru gæsir aö flýja undan
byssuhlaupum. Kannski maður heföi
frekar átt aö vera á gæsaveiðum?
G. Bemder.
Gunnar Bender
Andspyrnuhreyfingin á Þjóðvilj-
anum, ússur Skarphéðinsson og
Lúðvík Geirsson, með fallnar
bleikjur. DV-mynd G. Bender
Árásarmaður handtekinn íReykjavík:
Réðst inn á heim
ili með hníf
Maöur réöst inn í íbúö í Reykjavík í
fyrradag og ógnaöi fólki, sem þar var
statt, meö hníf. I íbúðinni var fernt,
tveir menn, ung kona og barn hennar.
Engan sakaöi. Aö sögn vísaöi fólkið
manninum á dyr en hann komst inn í
íbúöina í nýjan leik með því að sparka
upp hurð. Dró maðurinn upp vasahníf
og ógnaöi fólkinu. Ekki er enn ljóst
. hvort árásarmaðurinn þekkti til á
heimilinu. Maöurinn náöist og var
handtekinn á staðnum. Hann er nú í
gæslu lögreglunnar.
Lögreglan í Reykjavík vildi lítiö
segja um þetta mál þegar DV haföi
samband þangaö í gær. Rannsókn
málsins væri rétt aö hefjast og ekki
ljóst hvort þarna væri um aö ræða árás
eöa heimiliserjur.
-EH.
Silfurgrái Mercedes Benz jeppinn bíður Steingrims við stjórnarráðið.
DV-mynd PK
Steingnmur á
r u ■
nyjum
Sést hefur til Steingríms Hermanns-
sonar forsætisráöherra á nýjum
Mercedes Benz jeppa, silfurgráum
með svörtum toppi. Var hald manna aö
forsætisráðherra heföi fest kaup á enn
einum jeppanum en annað kom á dag-
inn er málið var kannaö. Jeppinn var og
er eign Gísla Guömundssonar, for-
stjóra Bifreiöa og landbúnaöarvéla hf.
Um 47000 manns
Rúmlega 47.000 manns sóttu heim
sýninguna Heimiliö ’85 sem lauk um
helgina.
„Viö erum nokkuð ánægöir meö aö-
sóknina,” sagöi Jón Ág. Eggertsson,
framkvæmdastjóri Kaupstefnunnar, í
jeppa
Kostar hann fullbúinn um 1,4 milljónir
króna.
„Forsætisráöherra langaöi bara aö
prófa bílinn og ég lánaöi honum hann í
nokkra klukkutíma,” sagöi Gísli Guö-
mundsson í samtali við DV. „Eg er bú-
inn aö fá bílinn aftur en veit ekki
hvernig Steingrími líkaöi því viö rædd-
umst ekkert við. ” -EIR.
iáu „Heimilið ’85”
viðtali viö DV.
Hann sagöi aö enn lægi ekki fyrir
hvort sýningin stæði undir sér. Endan-
legt uppgjör lægi ekki fyrir fyrr en í
næstu viku. „Það veröur tæpt,” sagöi
Jón „en ég hugsa aðþaö hafist.” -JSS.
Þessa viku stendur yfir í Norræna
húsinu fyrsta norræna ljóðahátíðin,
svo sem lesendum DV ætti aö vera
kunnugt. Leitast veröur við að segja
tíöindi af ljóðakvöldum hér í blaðinu,
en á hverju kvöldi lesa nokkur skáld
ljóö eftir sig. — öllum má ljóst vera,
aö erfitt getur veriö aö henda ljóð á
lofti samstundis, mörg krefjast meiri
athygli en svo. Menn taki þessum
fréttaflutningi þá með þeim fyrir-
vara, aö ljóö geta verið mjög góö,
þótt þau hafi ekki gripið undirritaðan
á stundinni.
I kvöld reiö á vaðið Færeyingurinn
Karstein Hoydal (f. 1912) og las
fimm ljóö á færeysku. Hann las
áheyrilega, og ég skildi orö á stangli,
en því miður ekki meir. Mig grunar
að flestum salargestum hafi líkt far-
iö og mér, en þeir hlustuðu kurteis-
lega og klöppuöu. — Salurinn var
yfirfullur, og setiö inni í bókasafni. —
Síöan las Knut ödegárd norska
þýöingu sína á fyrsta ljóðinu, Dögg,
og það reyndist vera falleg lýrik,
náttúra og mannshugur spunnust
saman í kyrrláta heild.
Næstur kom Norðmaöurinn
Harald Sverdrup (f. 1923) og las upp
enskar þýðingar ljóöa sinna. Oftast
var botninn týndur á einhverjum
öðrum blöðum en skáldiö hafði
handa millum, aö eigin sögn.
Annarra kvæöa leitaði skáldiö
árangurslaust, og vakti ailt þetta
brambolt mikla kátínu salargesta,
en skáldið hiö rólegasta, og ljóöin
góð, ekkert fannst mér í þau vanta.
Nefna má stríösljóð, þar sem t.d.
Norræna Ijóðlistarhátíðin—fyrsta kvöld:_
Misjöfn frammistaða
létt, áhyggjulaust strandlíf á þekktu
málverki veröur mælikvaröi eyöi-
leggingarinnar, og annaö, þar sem
minningar um lostafullar gælur
veröa mælikvaröinn á limlestingar.
Allt var þetta einfalt og sláandi.
Hiö fræga danska skáld Iwan
Malinowski (f. 1926) kom mér allt
Bókmenntir
Örn Ólaf sson
ööruvísi fyrir sjónir. Hann flutti til
tölulega löng kvæði, sem lýstu gjarn-
an einhverju smáu í miklum vega-
lengdum og tíma —, þar leika vindar
um fjöll. Erfitt var aö grípa þetta á
augnablikinu, en þarna var skáld
sem mig langar aö kynnast nánar hið
fyrsta.
Nú kom Thor Vilhjálmsson upp og
las íslenska þýðingu sína á kvæöinu
„Innrás atómanna” eftir Spánverj-
ann Justo Jorge Padrón (f. á Kanarí-
eyjum 1943). Kvæöiö lýsti tortímingu
jarðar eins og lífvera væri, slímug
innyfli út um allt. Síðan kom skáldiö
sjálft og las ljóðið á frumtexta, og
svo „Noröurljós á Islandi” sem hann
sagöi eitt af þremur bestu ljóðum
sínum. Það gerist allt uppí rúmi
hjá einhverri íslenskri konu, heyrðist
mér, en þar skynjaði skáldiö eld-
«
Mikifl fjölmenni var á fyrsta
Ijóðakvöldi Norrœnu
Ijóðlistarhátiflarinnar.
DV-mynd VHV.
fjöll, isa, noröurljós og annað sem
Islandi fylgir í ljóðum. Annað ljóö
um konu og jörö las hann mjög fall-
ega á spænsku, en kallaði svo á Thor
til aö lesa enska þýöingu fyrir sig.
Thor brást viö skjótt og drengilega,
sem hans var von og vísa, en þetta
hefði mátt undirbúa betur, í salnum
var fólk sem á ensku aö móðurmáli.
Spænska er svo hljómfagurt mál, les-
in hægt, og Padrón las svo skínandi
vel, að manni liggur viö að fallst á þá
kenningu hans aö góð ljóðlist yfir-
stígi markalínur tungumála sjálf,
óþýdd. Sé ég ekki fyllilega sannfærö-
ur um það, þá er mér þó ljúft aö
votta, aö mjög ánægjulegt var aö
fara svo langt út aö mörkum
skilningsmöguleika, í þessum Babel-
sturni, sem SAM kallaði. —
Meðfram ljóðunum hljómuöu
stundum aörir textar, þaö voru út-
listanir skáldanna á því hvernig
ljóöin heföu orðið til, og hvaöa til-
finningar heföu bærst innra með
þeim þá. Þessir textar stóöust alls
ekki samkeppnina við ljóöin og féllu
steindauðir til jarðar, þreytandi
ómerkilegir. A þessu brenndu þeir sig
Padrón og Svíinn östen Sjöstrand (f.
1925), sem var auk þess í því erfiða
hlutverki að lesa síðastur á þessu
langa kvöldi. E.t.v. er þaö þess
vegna sem ég fékk lítið út úr tilraun-
um hans til aö höndla hverfult
augnablikið. En í heild var kvöldið
hiö ánægjulegasta, og er þó margt
ótaliö, t.d. Stefán H. Grímsson og
sænskar þýðingar íslenskra kvæða.