Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1985, Blaðsíða 14
14
DV. ÞRIÐJUDAGUR10. SEPTEMBER1985.
Spurningin
(Spurt á sýningiuini Heimilið ’85)
Hvernig finnst þér íslenskar
vörur standa sig í saman-
burði við þær erlendu?
Anna Kristjánsdóttir: Bara ágætlega.
Eg kaupi ekkert frekar íslenskt. Eg fer
bara eftir gæðum og verði.
Tómas Þorvaldsson: Þaö er eftir því
hvaða vörur maður tekur. Fatnaöur,
húsgögn og innréttingar finnst mér
standa vel. Ég kaupi ekki innlent af
einhverjum þjóðarrembingi en það
hefur auövitaö áhrif að maöur er jú Is-
lendingur.
Aðalheiður Arnljótsdóttir: Mér finnst
íslenska varan oft góð fyrst í stað en
hættir til að dala með tímanum. Það er
bara hending hvort ég kaupi íslenskt
eða erlent en kaupi ég eitthvaö sem
mér þykir slæmt þá kaupi ég það ekki
aftur.
Sigríður Guðmundsdóttir. Eg
myndi segja að þær stæðu sig misvel.
Kökurnar okkar eru t.d. ekki nærri því
eins góðar og þær dönsku. Þegar ég
kaupi hugsa ég fyrst og fremst um
gæði og verð en ekki hvort varan er ís-
lensk eðaerlend.
Hjördís Friðjónsdóttir: Ég er nú hrifn-
ari af erlendu vörunni. Mér finnst
meira lagt upp úr gæðum hráefnis er-
lendis. En þetta fer hraðbatnandi hér
heima. Verðið á íslensku vörunum er
heldur ekkert hagstæðara.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Verndarhúsið:
HVAÐ SÖGDU PRESTARNIR?
Fyrrv. Teigabúi skrifar:
Já, það er mörg uppákoman í landi
okkar. Sem betur fer, og ekki er gott
að öll vitleysan sé eins — enda er hún
þaöekki.
Heldur fannst mér nú fljótráöiö af
þeim Teigabúum að gera ályktun á
fundi um húsiö sem Vernd á þarna í
hverfinu.
Það er hins vegar ofur skiljanlegt
að fólk í næsta nágrenni hafi hugsaö
sinn gang við tilkomu fyrrverandi
fanga í sama húsið. Þetta er nokkuð
nýtt fyrirkomulag hér á landi og alls
ekki víst að allir átti sig á því hvað er
að gerast eöa á því hver þróunin er í
þessum efnum með endurhæfingu.
En það var meiri háttar glappa-
skot þeirra hverfisbúa sem strax
settu sig á móti komu mannanna í
húsið. Glappaskot, vegna þess að íbú-
arnir hafa ekki ígrundaö hvað tæki
viö ef þeim tækist aö hindra þaö að
Vernd fengi afnot af húsinu til þess
sem hún upphaflega ætlaði, fyrir
fyrrverandi fanga í endurhæfingu.
Ef nú færi sem fréttir sögðu eða
sögusagnir gengu um, aö í staöinn
myndi þetta hús, ef borgin keypti,
gert aö aðsetri fyrir þá bæjarbúa
sem eru á framfæri hins opinbera —
þá hafa íbúar Teigahverfis ekki haft
erindi sem erfiði aö mótmæla upp-
haflegum áformum Verndar.
Alls staðar þar sem slík aösetur
eru fyrir endurhæfingaraðila er
hrein undantekning að þar séu uppá-
komur á borö við það sem gerist og
gengur í venjulegum íbúðarhverfum
þar sem engir slikir „verndaöir”
staöir eru. — Þess vegna hefði þaö
veriö eins og hvert annaö „happ” að
fá húsið á Laugateignum tekið í notk-
un fyrir aðsetur þeirra sem eru í end-
urhæfingu eftir að hafa greitt skuld
sína viö þjóöfélagið.
En allri umræðunni um málið,
bæöi frá lærðum og leikum,- létu
prestarnir lítið frá sér heyra, utan
hvaö einn þekktur kennimaöur, sem
ávallt hefur verið málsvari þeirra
sem höllum fæti standa, kom á fund-
inn og talaði opinskátt og haföi sína
skoðun.
Nú hefði maöur haldið aö prestur
hverfisins eða prestar, ef þeir eru
fleiri en einn, heföi viljað tjá sig um
málið. — Ekki bofs opinberlega!
Ekki heldur frá prestum, vítt og
breitt um höfuðborgina!! — Er hér
um sömu afstöðu aö ræða hjá prest-
um og hjá stjórnmálamönnunum
sem ekki þora aö láta í ljós skoöun
sína opinberlega fyrr en séð er að
það skaöi þá ekki persónulega í fylgi
eða atkvæðamagni?
Er bjórsúpa líka bönnuð?
Lesandi hringdi:
Mig langaði aö vita hvort ráöamenn
eru ekki að gera einhver mistök með
því að banna bjórlíkiö. Það er, eins og
allir vita, sterk vínblanda og ekkert
öðruvísi en aörar slíkar þótt hún heiti
bjórlíki.
Er ekki verið aö banna þetta
ákveðna nafn? Væri hægt að kalla
þessa vínblöndu t.d. bjórsúpu og halda
áfram að framreiöa hana eins og bjór-
líki?
HRINGIÐ
í SÍMA
68-66-11
kl. 13 til 15
eða
SKRIFIÐ
Viðskipti við Bókaklúbbinn Veröld:
Hafa skalþað sem sannara reynist
Birna Jóhannsdóttir skrifar:
Þaö var óskemmtilegt að opna Dag-
blaðið—Vísir þ. 27. ág. sl. og sjá þar
þessa ósmekklegu fyrirsögn og grein
þar sem Gísli Blöndal, framkvæmda-
stjóri Bókaklúbbsins Veraldar, reynir
að sleppa fyrir horn með skömmina af
okkar viðskiptum. Ég ætla aö segja frá
hinu sannaímálinu.
Um mánaðamótin okt.-nóv. á si. ári
fékk ég sendar bækur í pósti frá Bóka-
klúbbnum Veröld sem ég afréð strax
aö skila. Eg var aö vinna úti fullan
vinnudag og átti ekki heimangengt svo
systir mín tók að sér aö skila bókunum
fyrir mig. Hún gerði tvær tilraunir til
að skila bókunum en kom að lokuðum
dyrum (á venjulegum skriístofutíma).
Eg fór í þriðju atrennu (að vísu eftir
vinnutíma, rétt eftir lokun) og skildi
þær þá eftir, á sama staö og pósturinn
er skiiinn eftir. Bækurnar voru ekki
illa farnar, þær voru í umbúöunum, og
hvað kann að hafa komiö fyrir þær eft-
ir á veit ég ekki, né heldur hvað langur
tími hefur liðiö þar til starfsfólkiö tók
þær upp og kemur mér ekki við.
Nokkrum dögum eftir að. ég skilaði
bókunum hringdi ég og talaöi við
starfsstúlku bókaklúbbsins sem kann-
aðist strax viö málið. Sem sagt að
Birna Jóhannsdóttir væri búin að skila
bókunum, og þau búin að veita þeim
viðtöku. Þar með taldi ég mig lausa
allra mála. En þá gerðist það furöu-
lega.
Nokkrum mánuöum seinna, eða í
apríl sl., fékk ég kröfu frá Lögfræðist.
Ölafs Thoroddsen. Bækurnar skyldi ég
borga ásamt kostnaði. Ég haföi sam-
band við þessa lögfræðistofu og
sagðist vera skuldlaus við bókaklúbb-
inn og tjáði Olafi málavöxtu. Hann dró
mál mitt mjög í efa því þetta var sam-
kvæmt yfirliti frá bókaklúbbnum.
Nú, ég haföi samband viö skrifstofu
bókaklúbbsins ai'tur og þar var mér
sagt sem fyrr aö þetta mál væri búið að
leiðrétta. Stúlkan baðst afsökunar og
sagðist myndu láta lögfræðistofuna
vita. Ég hringdi samt til öryggis og tal-
aði þá við stúlku á lögfræðistofunni.
Var hún hin ljúfasta og sagði aö þessu
yrði kippt í liðinn.
Ég fékk senda tilkynn-
ingu um að fjárnám væri á íbúð-
umi vegna þessarar skuldar. Eg taiaði
strax við lögfræðinginn Olaf en sem
fyrr trúði hann mér greinilega ekki.
Hann bauö mér iækkun á skuldinni,
niöurfellingu einhvers kostnaðar upp á
8—900 krónur. En hitt skyldi ég greiöa
strax svo málið yrði úr sögunni. Ég
sneri mér þá aftur að bókaklúbbnum
og talaði við Gísla Blöndal fram-
kvæmdastj. Hann var mjög almenni-
legur og sagöist myndu leiörétta þetta
í hvelli. Það var fyrir rúmum mánuði.
Þá var ég oröin nokkuð viss um að mál-
ið væri í höfn. En aldeilis ekki. Enn
kárnaði gamanið.
Ég átti von á láni f rá Húsnæðisstofn-
un sem mér var mjög nauösynlegt og
ég þurfti fljótt. En þá var mér tjáö af
borgarfógetaembættinu aö ég fengi
ekki lánið vegna fjárnáms sem væri á
íbúöinni, vegna bóka sem ég aldrei
keypti.
Nú var mér farið að hitna í hamsi, og
skyldi engan undra. Aftur hringdi ég í
logfræðistofuna og talaði við stúlkuna
þar, því aldrei fékk ég samband við
lögfræðinginn sjálfan. Viðræðurnar
þar eru kapítuli út af fyrir sig. Ég lýsti
minni skoðun á þessum vinnubrögðum
en hún taldi mig ruglaða og skellti á.
Aftur hringdi ég í Gísla Blöndal og
sagðist hann ætla aö ganga í máliö og
ekki unna sér hvíldar fyrr en það væri
farsællega leyst. Ekki virtist hann
vera ánægöur meö lögfræöistofuna og
vorum við þar innilega sammála.
Eins og ég hef áður sagt mætti mér
ekkert nema gott viðmót á skrifstofu
bókaklúbbsins. Mín gagnrýni beindist
aðallega gegn lögfræðistofunni vegna
vinnubragöa hennar og ókurteisi. Því
rak mig í rogastans aö lesa þaö sem
Gísli Blöndal lætur hafa eftir sér.
Minnti þaö mig á söguna um úlfinn í
sauðargærunni, því svo snögglega var
skipt um ham. Mér féllust hendur, og
hefur það sjálfsagt veriö tilgangurinn,
að þagga alveg niður í mér.
Forsetinn ætti að klæðast selskinni
Lesandi skrifar:
Eg tel eðlilegt að forsetinn okkar noti
tækifærið þegar hann fer til útlanda og
undirstriki nauösyn þess að nýta selinn
með því að vera í kápu úr selskinni.
Það er búið að segja frá því að Green-
peacemenn ætli að mótmæla komu
hennar til þessara landa. Þess vegna
er nauðsynlegt að skorast hvergi und-
an.
Með þessu gæti forsetinn vakið at-
hygli á því hversu selveiöar og (hval-
veiöar) eru mikilvægar fyrir okkur og
heimskulegt að banna þær.
„Friðurinn er í þinum höndum"
stendur á mynd þessari sem barst
með bréfinu frá Noregi.
Hvenær
vitkumst
við?
Guðrún Briem skrifar frá Osló:
Mikið finnst mér illt að sjá frjálst og
óháð dagblað á Islandi skrifa svo háðs-
lega um friðarsinna (þann 20. ágúst
sl.). DV gerir sér ekki grein fyrir því
aö þaö er einmitt þessi seiga tor-
tryggni sem aftrar friðarframförum.
Hún eykur trú almennings á aö vopna-
gerö sé nauðsynleg og óhjákvæmileg
og samningar einskis virði.
Þetta er einmitt til mikillar ánægju
og auösauka vopnaframleiðendum
(the Military Industrial Complex) eða
NSIA (the National Security Industrial
Association) sem Eisenhower varaði
okkur við er hann lét af forsetastarfi
fyrir30 árum.
Hvenær vitkumst við?
Skýrarí
framburð
í sjónvarps-
fréttirnar
Heyrnardaufur hringdi:
Ég horfi alltaf á fréttirnar í sjón-
varpinu og þykir það ómissandi. Eg á
hins vegar við þann vanda að glíma aö
ég heyri ekki vel. Sem betur fer eru
flestir fréttaþulir sjónvarpsins skýr-
mæltir en svo er ekki um alla. Einn
þeirra, kvenkyns, talar t.d. mjög hratt
og að mínu mati óskýrt og vil ég biðja
hann í allri vinsemd að hægja aöeins á
sér og skerpa framburðinn ögn.
Eg veit að fréttamennirnir átta sig
bara hreint ekkert á þessu. Það er ekki
fyrr en maöur er farinn aö heyra illa,
eins og ég, að þetta getur skipt sköpum
um það hvort maður nýtur fréttanna.