Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1985, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1985, Qupperneq 28
28 DV. ÞRIÐJUDAGUR10. SEPTEMBER1985. Jb m oo SEXTÍU OG SEX NOROUR ATVINNA Rösk kona eða karl óskast til sníðastarfa á sníðapressu í verksmiðju okkar í Súðarvogi. Bjartur og góður vinnustaður. Upplýsingar í síma 12200. Sjóklæðagerðin Skúlagötu 51. Sýsluskrifstofa á Húsavík Tilboð óskast í að gera undirstöður og gólfplötu sýslu- skrifstofu og lögreglustöðvar á Húsavík. Grunnflötur hússins er um 460 m2. Verkinu skal að fullu lokið 20. jan. 1986. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík, og á sýsluskrifstofunni á Húsavík gegn 3000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð hjá Innkaupastofnun ríkisins þriðju- daginn 24. september 1985 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 102. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 og 2. og 8. tölublaði 1985 á Hliðargötu 62, Fáskrúðsfirði, þingl. eign Búðahrepps, fer fram samkvæmt kröfu Tryggingastofnunar rikisins og Veðdeildar Landsbanka islands á eigninni sjálfri þriðjudaginn 17. september 1985 kl. 14.00. Sýslumaðurinn i Suður-Múlasýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 36., 39. og 44. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á mjólkurstöð á Djúpavogi, þingl. eign Kaupfélags Berufjarðar, fer fram samkvæmt kröfu innheimtumanns rikissjóðs á eigninni sjálfri þriðjudag- inn 17. september 1985 kl. 16.00. Sýslumaðurinn i Suður-Múlasýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 36., 39. og 44. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á síldarverksmiðju á Djúpavogi, þingl, eign Búlandstinds hf., fer fram samkvæmt kröfu Póstgiróstofunnar og Ásgeirs Thoroddsens hdl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 17. september 1985 kl. 16.30. Sýslumaðurinn i Suður-Múlasýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 36., 39. og 44. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á sildarsöltunarhúsi á Djúpavogi, þingl. eign Arnareyjar hf., fer fram sam- kvæmt kröfu innheimtumanns rikissjóðs á eigninni sjálfri þriðjudaginn 17. september 1985 kl. 17.00. Sýslumaðurinn i Suður-Múlasýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst vár i 78., 83. og 87. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á verkstæðishúsi I Löngulág, Djúpavogi, þingl. eign Ásgeirs Hjálmars- sonar, fer fram samkvæmt kröfu innheimtumanns ríkissjóðs á eigninni sjálfri þriðjudaginn 17. september 1985 kl. 17.30. Sýslumaðurinn í Suður-Múlasýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 95., 98. og 99. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Blikanesi 13, Garðakaupstað, þingl. eign Sigrúnar Gunnars- dóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Garðakaupstað og Sveins H. Valdimarssonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 13. september 1985 kl. 14.30. Baejarfógetinn i Garðakaupstað. Sviðsljósið Sviðsljósið Sean Penn og Madonna nýgift og ástfangin upp fyrir haus. Þeir sem til þekkja spá þvi þó að hjónabandið verði ekki of langlift. Áður en Sean Penn kynntist Elisa- hetu var hann trúlofaður leik- konunni Pam Springsteen og sést hér með henni á myndinni. Sean Penn ásamt leikkonunni Elisabetu McGovern við töku á myndinni Racing with the Moon. Þar tókust ágæt kynni með þeim tveim og í kjölfarið fylgdi mikið ástarævintýri með trúlofunartilstandi. SEAN PENN OG HINAR MEYJARNAR Nú er Madonna gengin út og engum öðrum gift en leikaranum kunna Sean Penn. Penn karlinn hefur reyndar áður verið við kven- mann kenndur enda oröinn 24 ára gamall og af kvenfólki talinn hiö mesta augnayndi. Hann hefur í tvígang áður veriö trúlofaöur og næstum því giftur einu sinni, fullyrða bandarísk blöð er velta sér upp úr ástarævintýrum Hollywoodstjarna. Blööin spá því að hjónaband skötu- hjúanna verði stormasamt og ekki of langlíft. Farrah Faweett, barnsmóðir Ryan O’Neal, og Tatum O’Neal, dóttir Ryans, eru nú orðnar bestu vinkonur en eins og kunnugt er andaöi köldu á milli leirra um langt skeið á meöan Ryan og Farrah voru aö draga sig saman. En svo langt nær vinskapur þeirra kvennanna að á dögunum mættu þær í alveg eins kjólum í boð eitt mikið í New York. Hinir gestirnir ráku upp stór augu en þær vin- konurnar höföu gaman af. KONUNGLEGT AFMÆLI Elísabet Bretadrottning átti afmæli á dögunum og eins og vera ber á tylli- dögum var efnt til allsherjar- fjölskyldumyndatöku í Bucking- hamhöll. Á myndinni eru, frá vinstri. Filippus prins og drottningarmaöur, Edward prins, Elísabet drottning, Anna prinsessa, Karl prins með Harry son sinn, Díana prinsessa. Eldri sonur þeirra Karls og Díönu, Vilhjálmur prins, sést fremst á myndinni í' matrósafötum. Því miður þekkjum við ekki fleiri á myndinni en krakkarnir ku vera skyldmenni af konunglegum ættum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.