Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1985, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1985, Qupperneq 32
FR ETTASKOTIÐ 68)-(78)-(58 Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá í sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1985. SVÍNIN VERÐLAUNUÐ Svínabú Þorvalds Guðmundssonar á Vatnsleysuströnd fékk viðurkenningu á dögunum frá fegrunarnefnd hrepps- ins fyrir snyrtimennsku, þrátt fyrir að svín hafi ekki þótt með snyrtilegustu verum á jörðu hér hingað til. „Já, ég er mjög ánægður með þetta, enda voru dómendurnir stórhrifnir af snyrtimennskunni,” sagði Þorvaldur í samtali við DV. „Þetta minnir á þaö sem góður maður sagði einu sinni, að ef hundur bítur mann er það ekki frétt. Ef hins vegar maður bítur hund er þaö saga til næsta bæjar.” Þorvaldur er vel að þessari viður- kenningu kominn því mjög hreinlegt er í kringum bú hans og hefur veriö svo í áraraðir. „Ég hef rekiö þetta bú í 31 ár og er með 300 gyltur þarna, í allt 4000 dýr. „Ég held bara að það sé einsdæmi að svínabú fái slíka viðurkenningu,” sagði Þorvaldur. Þetta er ekki í fyrsta sinni sem fyrir- tæki Þorvalds fá viðurkenningu á borð við þessa. Fyrir tveimur árum fékk hann sams konar frá Hafnarfjarðarbæ fyrir fallegt umhverfi í kringum kjöt- vinnslu sína og heildsölu við Dáls- hraun. -KÞ Bæjarfógetaembættið fEyjum: Saksóknari aðmóta afgreiðslu „Það er búið að móta ákveðna af- greiðslu á þessu máli en það er ekki gengið út héðan frá embættinu og meðan svo er ekki er ekkert hægt að gefa upp um þá afgreiðslu,” sagði Bragi Steinarsson vararíkissaksókn- ari um mál sem snertir bæjarfógeta- embættið í Vestmannaeyjum. Meint misferli bæjarfógetans og bókara við embættið hafa verið til athugunar hjá ákæruvaldinu síðan rannsókn Rannsóknarlögreglu ríkisins lauk fyrir ári. „Málið hefur í tvígang farið til RLR og svo fór málið í ráðuneytið. Það er búið að vinna mikið í þessu máli,” sagðiBragiSteinarsson. -KMU. EINANGRUNAR GLER 666160 LOKI Hver ætli fái fegurðar- verðlaunin næst á Suður- nesjunum? Bónusdeilan i biðstóðu — bónusverkf öll boðuð í Haf narf irði og Kef lavík Biöstaða er við samningaboröið í bónusdeilunni meðan undirnefnd beggja aðila athugar svokallað fast- nýtingarkerfi í bónus, sem kæmi í staö fljótandi nýtingar bónuss. Samningsviðræður hefjast aftur klukkan 14 á morgun. Atvinnurekendur hafna hins vegar alfarið kröfunni um fast 30 króna álag á tímann í bónusvinnu. Vinnu- veitendasambandið bendir á að þess- ar 30 krónur jafngildi 17 prósent kauphækkun og kosti fiskvinnsluna 540 milljónir króna á ári miðað viö kauplag í október næstkomandi. Keflavík og Hafnarfjörður bættust í gærkvöldi við þá staði þar sem bón- usvinnu verður hætt. Á fundum í verkalýðsfélögum fiskvinnslufólks í báðum þessum kaupstöðum var í gærkvöldi samþykkt að hefja bónus- verkfall eftir viku. Sex verkalýðsfélög hafa þegar lagt niður bónusvinnu. Aðgerðirnar hóf- ust í gær á Skagaströnd, Sigufirði, Eskifirði og Stokkseyri og í morgun bættust við Breiðdalsvík og Vopna- fjörður. Á morgun, miðvikudag, hættir fólk aö vinna í bónus á Akranesi, Tálkna- firði, Raufarhöfn og Fáskrúösfirði. Á fimmtudag bætast í hópinn Dags- brún í Reykjavík, Neskaupstaður, Höfn í Hornafirði og Þórshöfn. -KMU. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambandsins, fór í frystihúsin i Reykjavík i gær- morgun til að stappa stálinu í sitt fólk. Þarna er hann i ísbirninum ásamt Rögnu Bergmann, formanni Framsóknar. DV-mynd VHV. Hreppsnefnd Eiöahrepps: Ferframáopin- bera rannsókn Hreppsnefnd Eiðahrepps í Suður- Múlasýslu hefur kært Vegagerö ríkis- ins fyrir brot á skipulagslögum og fer fram á opinbera rannsókn. Er ástæðan sú að Vegagerðin lét sprengja upp klett í svokölluðu Illaklifi á föstudag. Þá mun hreppsnefndin í dag senda þing- mönnum, samgönguráöherra og vega- málastjóra bréf þar sem krafist verður aö þeir sem bera ábyrgð á sprenging- unni víki tafarlaust úr starfi. Áöur hafði bóndinn á Hjartarstöðum kært Vegagerðina fyrir sama mál, eins og DV sagði frá í gær. „Þaö er mjög mikill hiti í mönnum hér vegna þessa,” sagði oddviti Eiða- hrepps, örn Ragnarsson, í samtali við DV í morgun. „Þessi sprenging var dropinn sem fyllti mælinn. Þetta mál á sér langa forsögu og lengi hafa staðiö deilur um legu vegarins á þessum stað. Fyrir ári féll dómsúrskurður vegna þessa en þessir menn sem stóöu að sprengingunni hafa ekki fylgt þeim úr- skurði. Við munum því nú láta sverfa til stáls.” Máliö var kært til sýslumannsins í Suður-Múlasýslu. I dag og næstu daga mun hann taka skýrslur af málsaöilum og senda svo máliö til ríkissaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort gefin verður út opinber ákæra. -KÞ 4 4 4 Þrír látnir íBirmingham Þrjú lík hafa fundist eftir óeirðir í Birmingham í nótt. „Þetta er eins og bardagasvæði,” sagði lögregla. Oeirðirnar virðast hafa byrjað eftir að lögregla gaf ungmenni frá Asíu stöðumælasekt. Slökkviliðsmenn böröust við elda víöa í borginni í nótt. -ÞóG Meðvitundar- laus eftir slys Stóráform Árlax í Kelduhverfi: Eldisstöð fyrir 500 þúsund seiði „Áformaö er að reisa rúmlega fimm hundruð þúsund seiða eldisstöð norður í Þingeyjarsýslu,” sagði Þor- kell Sigurlaugsson, stjórnarmaður í Árlaxi hf. Fyrirtækið fékk nýverið yfir þrjátíu milljón króna lán og er því spurt hvernig því fé verði varið. Árlax hf. var stofnaö í desember sl. vegna fiskeldisáforma. Hlutafé fyrirtækisins er nú 11,2 milljónir .króna. Stjórnarformaður er Guð- mundur Björnsson verkfræðingur. Hluthafar eru einstaklingar, hrepp- ar í Þingeyjarsýslu og nokkur fyrir- tæki. Meðal þeirra eru Eimskip, Oliufélagið, Samband íslenskra sam- vinnufélaga og Skeljungur. Fiskeld- isstöð Árlax hf. er við Litlá í Keldu- hverfi. Nú þegar hefur þar verið reist seiðaeldisstöð sem rúmar um eitt hundrað þúsund seiði. Þorkell Sigurlaugsson, „við erum með seiðaeldi og síöan tilraunir. Þær eru fólgnar í áframeldi í fersku lind- arvatni.” „Það má segja að rekstur eldis- stöðvarinnar sé tvíþættur,” sagði Seiðin eru alin upp í 35 gramma stærð og verða síðan seld, bæði á inn- anlandsmarkaði og til útlanda. I síðustu viku hélt stjóm Norræna fjárfestingarbankans furid hér í Reykjavík. Formaður stjórnar er Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar. A þeim stjórnarfundi var ákveöið að veita Árlaxi hf. 7,3 millj- óna norskra króna lán til fram- kvæmda norður í Kelduhverfi. Þetta eru rúmlega 36 milljónir íslenskra króna. Þorkeil sagði að áframeldi væri einnig hugsanlegt í framtíðinni. Stjórn Arlax hf. lagði kostnaöar- áætlun fyrir stjórn Norræna fjárfest- ingarbankans og fór fram á þá upp- hæösemveittvar. -ÞG 4 4 4 4 4 i í i Kona, komin undir áttrætt, var flutt á Borgarsjúkrahúsið í gærdag alvar- lega slösuð eftir umferöarslys á Snorrabraut. Þegar síðast fréttist var konan enn meðvitundarlaus. Hún hlaut höfuöáverka. Konan var á leið vestur yfir Snorra- braut, rétt sunnan við Flókagötu, þegar slysið varö. -EH: i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.