Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1985, Blaðsíða 26
26
DV. ÞRIÐJUDAGUR10. SEPTEMBER1985.
í gærkvöldi
í gærkvöldi
Kvennaráðstefna
Forum '85 í
máli og myndum
Þann 12. september kl. 20.30 aö Litlubrekku
veröur Hólmfríður Garðarsdóttir með frá-
sögn og litskyggnur frá atburðum og umræð-
um sem fóru fram á Forum ’85 kvennaráð-
stefnu félagasamtaka í Nairobi. Konur eru
eindregið hvattar til að nýta þetta eina tæki-
færi til að sjá og heyra f rá Forum ’85 en Hólm-
fríður var eini Islendingurinn sem sat þessa
ráðstefnu.
Afurðalán í öðrum
gjaldmiðli en SDR
Viöskiptaráöherra, Matthías Á. Mathiesen,
hefur meö bréfi, dags. 30. ágúst 1985, faliö
bankastjórn Seölabankans aö hlutast til um
þaö viö viðskiptabankana aö framleiðendum
veröi gefinn kostur á afurða- og rekstrar-
lánum vegna útflutningsframleiöslu í öörum
gjaldmiölum en SDR.
Þetta er í samræmi viö ábendingar og óskir
framleiöendanna sjálfra og fylgir í kjölfar
þess að viöskiptabankarnir hafa yfirtekiö
endurkeypt afuröa- og rekstrarlán Seölabank-
ans.
Aðalfundur
blakdeildar Víkings
veröur haldinn sunnudaginn 15. september kl.
15 í félagsheimilinu aö Hæöargaröi.
Félagsfundur kvennadeildar
Flugbjörgunarsveitarinnar
veröur haldinn miövikudaginn 11. september
oghefst kl. 20.30.
Ásgrímssafn,
Bergstaðastræti 74:
Opnunartimi safiisins er á þriðjudögum,
fimmtudögum og föstudögum frá kl. 13.30—
16.
70 ára afmæli á í dag, þriðjudaginn 10.
september, Andrés Kristjánsson,
fyrrum ritstjóri Tímans, Digranesvegi
107 Kópavogi. Hann starfaði á Tíman-
um til ársins 1973. Haföi þá verið rit-
stjóri blaðsins frá árinu 1960. Eftir
hann liggja bækur um innlenda menn
og málefni og erlendar þýðingar.
Undanfarin ár starfaði hann sem bók-
menntagagnrýnandi á DV. Kona hans
er Þorgerður Kolbeinsdóttir frá Stóra-
Ási í Borgarfirði. Andrés er að heiman.
kAreoccro
Udnanfarið hafa flestir fjölmiðlar
fjallaö nokkuð ítarlega um horfurnar
í kosningum, bæði í Noregi og Sví-
þjóð. I gær voru bæði sjónvarp og út-
varp með beinar útsendingar frá
talningu atkvæða í stjórnarkosning-
unum í Noregi. Þetta var að mínu
mati mjög lofsvert framtak. Ekki
vegna þess að ég hef sérstakan
áhuga á innanríkismálum þar í landi
heldur vegna þess aö það er mjög já-
kvætt að hingað berist fréttir frá ná-
grannaþjóöum okkar. Það hefur
nefnilega oft verið þannig að við höf-
um átt þess betri kost að fylgjast
með kosningum á flestum öðrum
stöðum en annars staðar á Norður-
löndunum.
Niðurstaða þessarar fréttaumf jöll-
unar er því ekki fyrst og fremst sú aö
Káre hafi haldið velli og Gro hafi
þurft að bíta í það súra epli aö verða
ekki forsætisráðherra að nýju. Nið-
urstaðan er að við höfum færst nær
frændum okkar og vitum nú heilmik-
ið um þeirra hagi á stjórnmálasvið-
inu.
Sjálfsagt eru það margir sem
fussa og sveia yfir þessu tali. En ég
er þess fullviss að það eru einmitt
þeir sem eru hneykslaðir þegar þeir
eru spurðir hvernig þeim líki að búa í
snjóhúsum af illa upplýstum Norður-
landabúum.
Arnar PáU Hauksson.
Andrés Björnsson, fv. útvarpsstjóri:
Góður „Ljóðlistar-
þátturíReykjavík”
Mér þótti dagskráin fjölbreytt í
Ríkisútvarpinu, raunar margbreyti-
leg. Eg hlustaði mest á útvarpið en
fylgdist einnig meö „Kosningum í
Noregi” í beinni útsendingu sjón-
varpsins. Mér fannst útsending þessi
undirstrika þá þróun að sjónvarpið
teygi sig í æ fleiri áttir.
Ég held að fólk hafi gaman af
svona kosningaþáttum. Þeir eru
hlaönir spennu eins og knattspyrnu-
kappleikir. Annars kom í ljós að það
er vandi að velja og hafna í slíkum
útsendingum.
Dagskráin í útvarpinu var með
hefðbundnu sniði. „Kvöldvakan” og
„Um daginn og veginn” eru tveir af
elstu þáttum í útvarpinu. Sá síðar-
nefndi þótti sýna mikið frjálslyndi á
sínum tíma. Þjónaði ákveönum
sjónarmiðum. Það er óhætt að segja
að efni þessara pistla er margbreyti-
legt. Fannst mér Bryndís Schram
komast vel frá sínu.
„Kvöldvaka” er vinsæll þjóðlífs-
þáttur sem á fullan rétt á sér. Þó
finnst mér hann um of einskorðaður
við fræöaþuli. Ég tók eftir því að
kvöldvakan sem áður var einungis á
vetrardagskrá er nú á dagskrá allt
árið.
„Ljóölistarþáttur í Reykjavík”
var sá þáttur sem bar af í dagskrá
útvarpsins þetta kvöld. Frágangur
hans var góður og íslenska sýnis-
horniö var frábært og sama má segja
um flutning þess. Sannarlega há-
punktur kvöldsins.
Jón Benjamínsson húsgagnasmíða-
meistari lést 1. september sl. Hann
fæddist í Fjósakoti í Saurbæjarhreppi í
Eyjafirði 4. maí 1903. Foreldrar hans
voru hjónin Benjamín Stefánsson og
Guðrún Ingveldur Jónsdóttir. Jón nam
húsgagnasmíði á Akureyri en fluttist
síðan til Reykjavíkur þar sem hann
setti á stofn eigin húsgagnavinnustofu
ásamt Guðjóni Péturssyni. Hann var
giftur Kristínu Jónsdóttur en hún lést
árið 1974. Þau hjónin eignuðust þrjú
börn. Utför Jóns verður gerð frá Hall-
grímskirkju í dag kl. 13.30.
Erla Eyjólfsdóttir, Hraunbæ 174, lést 3.
september. Bálförin fer fram frá Foss-
vogskirkju miðvikudaginn 11.
september kl. 15.
Axel Jónsson fv. alþingismaður lést 31.
ágúst sl. Hann fæddist í Reykjavík 8.
júní 1922, sonur Jóns Björnssonar og
Láru Sigmundu Þórhannesdóttur. Axel
var fulltrúi framkvæmdastjóra Sjálf-
stæðisflokksins 1962 og gegndi því
starfi til 1968, er hann gerðist fulltrúi
hjá Almannavörnum ríkisins. Því
starfi gegndi hann til ársins 1971, er
hann gerðist framkvæmdastjóri Sam-
bands sveitarfélaga í Reykjaneskjör-
dæmi. Hann gegndi margvíslegum
trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn. Hann varð þingmaöur og
varaþingmaður flokksins frá 1963 og
landskjörinn þingmaður frá 1974.
Eftirlifandi eiginkona hans er Guðrún
Gísladóttir. Þau hjónin eignuöust þrjú
börn. Otför Axels verður gerð frá
Kópavogskirkju í dag kl. 15.
Jón Snæbjörnsson, Háaleitisbraut 30,
lést í Landspítalanum 6. september.
Björgvin Árnason, Hjaltabakka 32,
andaöist í Hátúni 10B, föstudaginn 6.
september.
Þórður Hermannsson útgerðamaður,
Hnjúkaseli 2 Reykjavík, lést 8. þ.m. á
Landspítalanum.
Guðríður Einarsdóttir, Grenimel 8,
lést í Landspítalanum aöfaranótt
föstudagsins 6. september.
ólafur Friðrik Ragnarsson, Fálkagötu
19, er látinn.
Gústaf A. Guðjónsson fyrrverandi
aðalvarðstjóri, Bjarnarstíg 11 Reykja-
vík, veröur jarðsungin frá Hallgríms-
kirkju fimmtudaginn 12. september kl.
15.
Hallgrímskirkja —
starf aldraðra
nk. fimmtudag, 12. september, verður farin
ferð til Grindavíkur og kirkjan þar skoðuð. Á
heimleið verður komið við í Herdísarvík og
Krísuvík. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl.
13 e.h. Nánari upplýsingar gefur Dómhildur
Jónsdóttir í síma 39965.
Innilegustu þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
Þórheiðar Jóhannsdóttur
Lönguhlíð21.
Ágúst Eyjólfsson
Ólöf Lára Ágústsdóttir
Hanna Þórey Ágústsdóttir
Gunnlaugur Lárusson
barnabörn og barnabarnabörn.
Tilkynningar
Ýmislegt
Er hugmyndafræði
nauðsynleg?
Ofangreind spurning verður umræðuefni
málþings sem haldið verður á Lögbergi í Hl,
stofu eitt, miðvikudaginn 11. sept. kl. 20.00.
Skipuleggjendur málþingsins eru Samtök
prátista.
Frummælendur verða: Pétur Gunnarsson
rith., Jóhanna María Lárusdóttir kennari,
Ævar Kjartansson útvarpsmaður, Guttormur
Sigurðsson.
Sérstakur gestur málþingsins verður Ac.
Mahaprajinananda frá Bandaríkjunum. Jafn-
framt því að vera fulltrúi alheimshreyfingar
prátista er hann fræðimaður og iðkandi inn-
sæisvísinda, kennir m.a. tantra jóga. Hann er
staddur hér í boði Samtaka prátista. Á mál-
þinginu mun Ac. Mahaprajinananda flytja 20
mín. inngangserindi á ensku og svara spurn-
ingum. Að öðru leyti mun málþingið fara
fram á íslensku.
Að framsöguerindum loknum verða
almennar umræður og fyrirspurnum svarað.
Fundarstjóri verður doktor Sigurður
Grétarsson.
ölium er heimill aðgangur meðan húsrúm
leyfir.
Samtök prátista.
Tónlistarskóli Vesturbæjar
hefur vetrarstarfsemi sína
Tónlistarskóli Vesturbæjar var stofnaður á
síðastliðnu ári og er nú að hefja annað starfs-
ár sitt.
Þess er vænst að vesturbæingar taki hinum
nýja tónlistarskóla sínum jafnvel og könnunin
á síðasta ári leiddi í ljós, en þar kom fram
mikill áhugi á slíkri starfsemi og mikil eftir-
spurn.
Kennt verður á pianó, fiðlu, selló,
þverflautu, klarinettu, blokkflautu, orgei og
gítar samkvæmt námsskrá sem menntamála-
ráðuneytið lét semja fyrir tónlistarskóla
landsins, en einnig verður forskólakennsla
fyrir yngstu nemendurna, 5—7 ára.
Skólinn er til húsa að Vesturgötu 17 og er
skrifstofan opin alla virka daga frá kl. 16—18.
Undirbúningur skólahalds er nú í fullum
gangi og innritun hafin. Kennarar eru átta
talsins. Skólastjóri og stofnandi er Alma
Eh'sabet Hansen.
Nýlega héldu þessir krakkar tombólu í
Kópavogi til styrktar hungruðum í
Eþíópíu og söfnuðu þau kr. 582. Þau
heita frá v. Davíð og Aron Wales,
Hanna Sigga, Andrea Eðvaldsd. og
Margrét Nordal.
Lýkur í dag
1 dag eru síðustu forvöð að skila
myndum í Sumarmyndakeppni DV.
Vegna þeirra lesenda DV sem eru sein-
ir fyrir hefur verið ákveðið að póst-
stimpill skeri úr um hvort myndir geti
með réttu talist tækar í keppnina.
Þannig er þeim sendingum sem póst-
lagðar eru í dag góðfúslega veitt við-
taka þegar þær berast blaðinu.
STIMPLAR
SLÍFAR OG HRINGIR
S AMC Mercedes c
S Buick Benz 240 D £
g BMC dísil Mercedes c
S BMW Benz300 D c
cj Chevrolet Mercedes |i
Benz314D c
3 Cortina Mercedes c
S Datsun Benz 352 D c.
Sbensín— dísil Mercedes jí
§ Dodge Benz355 D c
K Escort Perkins 3.152c
H Ferguson Perkins4.108c
g Fiat Perkins 4.203 £
c Ford Perkins 4.318 c
|d300 - D800 Perkins 6.354 [;
S Ford Traktor Peugeot
S Ford Transit Pontiac c
| Ford USA Range Rover c
k Intemational Renault
5 Isuzu dísil Saab
S Lada Simca [;
b Landrover Subaru
S Mercedes Taunus c
H Benz180 D Toyota
H Mercedes Volvo bensín g
b Benz 220 D — dísil c c c
ÍÞJÓI\ISSOI\l&CO!
1 Skeifan 1 7 s 84b.l 5 — 8451 6t?
Sýningar
Tónlist
Sumarmynda-
keppni DV:
Afmæli
Andlát