Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1985, Blaðsíða 6
6
DV. ÞRIÐJUDAGUR10. SEPTEMBER1985.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
UMBUÐIRNAR FIMMTI
HLUTIVERDSINS
Umbúöarkostnaöur vöru er jafnan fimmtungur af veröi hennar er alveg
einhver, en aö hann geti veriö allt aö út í hött.
DV-mynd.
Mjög vel fór um berin
i dósinni og merkingin er til fyrirmyndar.
I verslun einni í höfuöborginni,
nánar tiltekiö Melabúðinni, eru á
boöstólum íslensk krækiber. Þau eru
boðin til sölu á 110 kr. kg ef þeim
er pakkað og á 96 kr. í lausri vigt.
Berin eru seld pökkuö í plastpoka en
einnig í litlum plastdósum. Við
keyptum eina dós og kostaði hún 23,70
kg. Á dósinni stór: 215 g á 110 kr. kg.
Við vigtuðum innihaldiö án
dósarinnar. Þá kom í ljós aö þaö vó 175
gr og átti aö kosta 18,70 kr. á uppgefnu
verði. Dósin var nefnilega einnig seld á
110 kr. kg. og af því aö hún vóg 40 g
kostaði hún hvorki meira né minna en
4,40 kr.!
Á þessu veröi voru berin ekki á 110
kr. heldur á 135 kr. kg. ef plastdósa-
veröinuer sleppt.
Neytendur eiga ekki aö láta selja sér
umbúðir á yfir 100 kr. kg. Einn plús
fyrir verslunina í þessu máli er aö hafa
einnig á boöstólum ópökkuö ber á
lægra verði. A.Bj.
Hart að þurfa að
spara mjólkurkaupin
Vikuleg útgjöld hæglega um þúsund kr.
Það er ekki nóg að hafa smekklegar umbúðir um vöruna. Hún þarf einnig
helst að vera á viðráðanlegu verði fyrir þá neytendur sem þurfa mest á
henni að halda, eins og t.d. barnafólkið. DV-mynd PK.
Mjólkin hækkaöi um síöustu
mánaöamót. Lítrinn kostar 33.30,
súrmjólkin er komin upp í 38 kr. og
skyrdós (500 g) kostar 28,10. Ávaxta-
og rjómaskyriö kostar helmingi meira
eöa 55,30 kr. Smörkílóiö er núna komiö
upp í 380,70 kr. og rjómapelinn í 51,30
kr. Kaffirjómi kostar 33,60 en þeyti-
rjómi 58,90 kr.
Viö vorum um daginn aö reikna út
hvaö einn mjólkurlítri á dag alla daga
ársins kostaði. Þaö var á tólfta þúsund
kr. Nú hefur sú upphæö hækkaö
verulega. Þaö er hart að þurfa að
spara við sig mjólkina.
Athugum vikuleg mjólkurinnkaup
fjölskyldu meö t.d. tvö börn, sem
kaupir 3 1 af mjólk á dag, 3 1 af súrmjólk
yfir vikuna, 2 dósir af skyri, einn kaffi-
rjóma og einn pela af rjóma.
Þaö eru útgjöld upp á 954 kr. Þaö er
ekki svo lítið.
Margir foreldrar kaupa kókómjólk
handa börnunum til þess aö hafa meö
sér í skólann. Nú kostar pelaferna af
kókómjólk 16,20. Handa einu barni
kostar því kókómjólk í skólann fimm
daga vikunnar 81 kr.
Þaö eru ýmsir aðrir mjólkurdrykkir
sem framleiddir eru hjá Mjólkur-
samsölunni og henta til aö fara meö í
skólann en eru ódýrari en kakómjólk.
T.d. jógi, sem kostar 14,20 og mangó-
sopi sem kostar ekki nema 11 kr.
Eins og áöur er mysan ódýrasta
mjólkurafurðin. Nú er mysan komin í
fallegar umbúöir og kostar 18,30
lítrinn.
Verðmunur á nýmjólk og léttmjólk
er enginn en undanrenna kostar aöeins
22,80. Meiri verðmunur er á ný-
mjólkurdufti sem kostar 235,70 kr. kg
og undarrennumjöli sem kostar
aöeins 91,20 kr.
26% mjólkurostur kostar nú 310 kr.
kg. Mun ódýrara er aö nota magrari
ost, 17% ostur kostar 259 kr.,
A.Bj.
Upplýsingaseðill;
til samanbuiðar á heimiliskostnaði j
Hvað kostar heimilishaldið? ']
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þálltak |
andi í upplVsingamiðlun meðal almennings um hverl sé meðaltal heimiliskoslnaðar |
fjölskyldu af sömu slærð og yðar.
Nafn áskrifanda
Þeir sem selja ávexti og grænmeti á íslandi hafa ekki áttað sig á þvi að
blessað sólskinið fer ekki vel með þessa vöru. Hún þornar upp og
skemmist fyrr en ella. M.a.s. getur myndast eiturefni undir hýðinu á
kartöflum sem geymdar eru i sólskini. Erlendis reyna kaupmenn að skýla
viðkvæmum vörum, sem þeir bjóða til sölu utan dyra, þegar sólin skin.
DV-mynd PK.
GRÆNMETI í
VERSLUNUM
Þegar litiö er inn í verslanir hér í
bænum kemur í ljós aö grænmeti er
oftar en ekki geymt á rangan hátt.
Hvernig geymsla?
Til þess að grænmeti haldist eins
ferskt og mögulegt er þarf aö geyma
þaö viö réttar aöstæöur í versluninni.
Hverjar eru þá þessar réttu
aöstæöur? Jú, flest grænmeti á að
geyma frá 0°C—7°C, t.d. blómkál,
brokkál, gulrætur, sellerí, spínat,
lauk.
Kartöflur eru engin undantekning og
eiga þær aö geymast í kæli.
Ástand í verslunum
Ef viö tökum nærtækasta dæmiö,
kartöflurnar, má sjá aö þær eru
yfirleitt aldrei í kæli, heldur eru þær á
flakki um alla búö. Þær liggja á gólfinu
annaöhvort í kössum eöa pokum,
liggja í grindum eöa á brettum. Þaö
sorglegasta viö þetta er kannski aö
kartöflurnar eru merktar sem
kælivara og eiga því aö geymast sem
slík. Eöa er kannski ekki tekið mark á
þessum merkingum?
Annaö grænmeti liggur oft uppi á
kjötboröum eöa á borðum í sterkri
lýsingu og er því fljótt aö linast upp og
verða óhrjálegt á aö líta.
Annaö, sem fer mjög illa með græn-
metið, er þegar þaö er haft í sólbaöi úti
á stétt, fyrir f raman verslunina.
Vissulega er skemmtilegt aö hafa
fallegt grænmeti til sölu úti á stétt ef, og
aftur ef, farið er vel meö þaö, t.d. haft
í skugga og því raöað snyrtilega upp.
Grænmeti á auövitaö ekki aö hrúga
upp svona einhvem veginn. Annaö sem
má flokka undir hreinan sóðaskap er
þegar kartöflupokarnir, rófupokarnir
eöa annaö er haft á berri stéttinni, sem
- MATUR OG
HOLLUSTA-
Gunnar Kristinsson
matvælafræöingur
skrifar
fólk er búið aö ganga á á misjafnlega
hreinum skóm.
Aörir eru haldnir þeirri áráttu aö
skyrpa á stéttina þar sem þeir eru
staddir. Því gæti þaö ekki hafa gerst
þar sem grænmetinu er hent niöur?
Ég hef alla vega ekki séö að
verslunarmenn hreinsi stéttina áöur
en grænmetiö er sett á hana.
Þess vegna er lágmark aö hafa bæöi
kassana og pokana á einhverju sem er
í dálítilli hæö yfir stéttinni.
Lokaorð
Grænmeti er engu aö síður viökvæmt
en aðrar fæöutegundir. Þaö þarf að
vanda ferskleika þess eins og kostur
er.
Þrátt fyrir hollustu grænmetisins er
þaö óheyrilega dýrt og því er slæmt aö
gera þaö aö lélegri vöru með slæmri
meðferð.
Heimili__________;___________________________l
Sími
Fjöldi heimilisfólks _
Kostnaður í ágúst 1985.
Matur og hreinlætisvörur kr.---------------1
Annaö kr.---------------1
Alls kr I
í
í LAUSU MÁU
Þaö er dálítiö fyndiö aö í verölist-
anum frá Mjólkursamsölunni, sem
hangir uppi í mjólkurkælum stór-
markaðanna, er jafnan getiö um verö
á mjólk, rjóma, súrmjólk og skyri „í
lausu máli”. Þannig er veröiö íviö
lægra.
Okkur er hins vegar ekki kunnugt
um hvar hægt er aö fá þessar vörur „í
lausu máli” og því ekkert nema
blekking að vera meö þetta verö
einhvers staöar skráö.
Þaö er sennilega óheimilt
samkvæmt lögum aö selja mjólkina „í
lausu”.
Þeir sem komnir eru á miöjan aldur
muna vel eftir mjólkurbrúsunum, sem
mælt var úr meö mjólkurmálum
meö löngu skafti. Þá var algent aö
keyptur væri einn dl af rjóma til þess
aö „bæta” í þriggja lítra mjólkur-
brúsann!
Þær yrðu líklega hissa, gömlu hús-
mæöurnar, aö heyra að nú drekka
velflestir léttmjólk eða undanrennu og
líta ekki viö rjómanum nema rétt á
stórhátíðum og tyllidögum. Hann
þykir dýr, verkamaöur á lægsta
kauptaxta er meira en klukkustund aö
vinna fyrir hálfum lítra. A.Bj.
|
Fólk á miftjum aldri man vel eftir gömlu gáðu
mjóikurbrúsunum sem mælt var upp úr í
mjúlkurbú&unum. Þeir heyra nú sögunni til
en samt er skráft verö á mjólk „í lausu máli”!
DV-mynd Eiríkur Jónsson.